Sainsbury´s jarðaði John Lewis í keppninni um bestu jólaauglýsinguna

sainsburys.jpg
Auglýsing

Árum saman hefur breska versl­un­ar­keðjan John Lewis nálg­ast jóla­mark­aðs­setn­ingu sína með því að búa til sæta en eft­ir­minni­lega sjón­varps­aug­lýs­inga­sögu um ein­hvern sem gerir eitt­hvað til að gera jólin betri fyrir ein­hvern ann­an. Þessi leið hefur gef­ist vel fyrir John Lewis og ár hvert er aug­lýs­ingar keðj­unnar beðið með eft­ir­vænt­ingu og mikið gert úr henni í breskum fjöl­miðl­um. Jóla­sögu­þemað hefur líka smit­ast yfir til ann­arra landa, meðal ann­ars Íslands, eins og má til dæmis sjá í jóla­aug­lýs­ingu Icelandair þetta árið.

https://www.youtu­be.com/watch?v=iccscUFY860

Í ár fékk John Lewis hins vegar sam­keppni. Stór­mark­aðskeðjan Sains­bury´s var orðin leið á því að athyglin fyrir bestu jóla­aug­lýs­ing­una félli alltaf á sama stað og ákvað að ráð­ast í hug­mynd sem daðrar við að vera aug­lýs­inga­legt stór­virki.

Auglýsing

Aug­lýs­ingin setur á svið aðfanga­dags­kvöld árið 1914, þegar fyrri heim­styrj­öldin var nýhaf­in. Hún sýnir breska og þýska her­menn, sem börð­ust hat­ramm­lega gegn hvorum öðrum í stríð­inu, fagna jól­unum stutt­lega saman líkt og ekk­ert stríð hafi geis­að. Í aðal­hlut­verki er síðan súkkulaði­stykki, og auð­vitað var hægt að kaupa slíkt súkkulaði­stykki í versl­unum Sains­bury´s fyrir jól­in.

https://www.youtu­be.com/watch?v=NWF2JBb1bvM

Aug­lýs­ingin var gerð í sam­starfi við góð­gerð­ar­sam­tökin Royal Brit­ish Leg­ion, sem veita fyrrum her­mönnum í breska hernum og fjöl­skyldum þeirra stuðn­ing, og rennur allur sölu­á­góði af súkkulað­inu góða, sem kostar eitt pund, til sam­tak­anna. Breskir fjöl­miðlar hafa hampað Sains­bury´s fyrir aug­lýs­ing­una frá­bæru og lýst keðj­una sem sig­ur­veg­ara í jóla­aug­lýs­inga­keppn­inni 2014.

Súkkulaðið góða sem fæst í Sainsbury´s. Súkkulaðið góða sem fæst í Sains­bury´s.

Sains­bury´s skák­aði því John Lewis, all rosa­lega þetta árið og það verður áhuga­vert að sjá hvernig síð­ar­nefnda fyr­ir­tækið bregst við að ári.

Báðar aug­lýs­ing­arnar hafa gengið afar vel í netheimum og þar hefur John Lewis, enn sem komið er, vinn­ingin ef stuðst er við áhorfs­töl­ur. Alls hafa rúm­lega 21 milljón manns horft á mör­gæs­ina Monty og vin hans á meðan að her­menn­irnir hressu og súkkulaði­stykkið þeirra er með 15,6 milljón áhorf á Youtu­be.

Eigið fé Síldarvinnslunnar 42 milljarðar króna
Hagnaður Síldarvinnslunnar jókst í fyrra frá árinu á undan, um 21 prósent. Hagnaðurinn var 4,1 milljarður króna.
Kjarninn 21. júlí 2019
Bókasafn framtíðarinnar
Hundrað handrit eftir hundrað af þekkustu rithöfundum samtímans verða geymd í Bókasafni framtíðarinnar í hundrað ár.
Kjarninn 21. júlí 2019
Umdeild græn skírteini skila 850 milljónum í hagnað á ári
Upprunaábyrgð raforku, eða svokölluð græn skírteini, hefur verið hampað sem ein af lykilstoðunum í baráttunni við loftslagsbreytingar og lastað sem aflátsbréf í loftslagsmálum.
Kjarninn 21. júlí 2019
Hundruð milljarða til að verjast sjónum
Vegna hækkandi sjávarborðs þurfa Danir að eyða milljörðum til að koma í veg fyrir að sjórinn leggi undir sig stórt landsvæði.
Kjarninn 21. júlí 2019
Kristbjörn Árnason
Peningaelítan á í heiftugri baráttu um völdin á fjármálakerfinu
Kjarninn 20. júlí 2019
Rafbílasala heldur áfram að aukast
Hreinir rafmagnsbílar, tengiltvinnbílar og hybrid bílar voru 22 prósent af heildar fólksbílasölu fyrstu sex mánuði ársins. Ríkisstjórnin hefur sett sér það markmið að árið 2030 verði 100.000 skráðir rafbílar og önnur vistvæn ökutæki hér á landi.
Kjarninn 20. júlí 2019
Össur kaupir fyrirtæki í Detroit
Markaðsvirði Össurnar hefur aukist mikið að undanförnu en félagið er skráð á markað í Kaupmannahöfn.
Kjarninn 20. júlí 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að vera aðstandandi veiks foreldris
Kjarninn 20. júlí 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None