Sainsbury´s jarðaði John Lewis í keppninni um bestu jólaauglýsinguna

sainsburys.jpg
Auglýsing

Árum saman hefur breska versl­un­ar­keðjan John Lewis nálg­ast jóla­mark­aðs­setn­ingu sína með því að búa til sæta en eft­ir­minni­lega sjón­varps­aug­lýs­inga­sögu um ein­hvern sem gerir eitt­hvað til að gera jólin betri fyrir ein­hvern ann­an. Þessi leið hefur gef­ist vel fyrir John Lewis og ár hvert er aug­lýs­ingar keðj­unnar beðið með eft­ir­vænt­ingu og mikið gert úr henni í breskum fjöl­miðl­um. Jóla­sögu­þemað hefur líka smit­ast yfir til ann­arra landa, meðal ann­ars Íslands, eins og má til dæmis sjá í jóla­aug­lýs­ingu Icelandair þetta árið.

https://www.youtu­be.com/watch?v=iccscUFY860

Í ár fékk John Lewis hins vegar sam­keppni. Stór­mark­aðskeðjan Sains­bury´s var orðin leið á því að athyglin fyrir bestu jóla­aug­lýs­ing­una félli alltaf á sama stað og ákvað að ráð­ast í hug­mynd sem daðrar við að vera aug­lýs­inga­legt stór­virki.

Auglýsing

Aug­lýs­ingin setur á svið aðfanga­dags­kvöld árið 1914, þegar fyrri heim­styrj­öldin var nýhaf­in. Hún sýnir breska og þýska her­menn, sem börð­ust hat­ramm­lega gegn hvorum öðrum í stríð­inu, fagna jól­unum stutt­lega saman líkt og ekk­ert stríð hafi geis­að. Í aðal­hlut­verki er síðan súkkulaði­stykki, og auð­vitað var hægt að kaupa slíkt súkkulaði­stykki í versl­unum Sains­bury´s fyrir jól­in.

https://www.youtu­be.com/watch?v=NWF2JBb1bvM

Aug­lýs­ingin var gerð í sam­starfi við góð­gerð­ar­sam­tökin Royal Brit­ish Leg­ion, sem veita fyrrum her­mönnum í breska hernum og fjöl­skyldum þeirra stuðn­ing, og rennur allur sölu­á­góði af súkkulað­inu góða, sem kostar eitt pund, til sam­tak­anna. Breskir fjöl­miðlar hafa hampað Sains­bury´s fyrir aug­lýs­ing­una frá­bæru og lýst keðj­una sem sig­ur­veg­ara í jóla­aug­lýs­inga­keppn­inni 2014.

Súkkulaðið góða sem fæst í Sainsbury´s. Súkkulaðið góða sem fæst í Sains­bury´s.

Sains­bury´s skák­aði því John Lewis, all rosa­lega þetta árið og það verður áhuga­vert að sjá hvernig síð­ar­nefnda fyr­ir­tækið bregst við að ári.

Báðar aug­lýs­ing­arnar hafa gengið afar vel í netheimum og þar hefur John Lewis, enn sem komið er, vinn­ingin ef stuðst er við áhorfs­töl­ur. Alls hafa rúm­lega 21 milljón manns horft á mör­gæs­ina Monty og vin hans á meðan að her­menn­irnir hressu og súkkulaði­stykkið þeirra er með 15,6 milljón áhorf á Youtu­be.

Arion banki gaf ekki út lánsloforð vegna Primera Air
Arion banki hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem gerðar eru athugasemdir við rangfærslur Andra Más Ingólfssonar. Arion banki segir að þrátt fyrir að bankinn hafi átt í viðræðum við Primera Air þá hafi bankinn ekki gefið fyrirheit um lánveitingu.
Kjarninn 13. desember 2018
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Eignarhald ríkisins skapar tækifæri
Kjarninn 13. desember 2018
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Vill enginn ódýrari iPhone?
Kjarninn 13. desember 2018
Bréf Icelandair rjúka upp eftir fréttir af samdrætti hjá WOW
WOW air dregur verulega saman rekstur sinn. Afleiðing þess er sú að hlutabréfaverð í stærsta samkeppnisaðila fyrirtækisins hefur hækkað verulega.
Kjarninn 13. desember 2018
Fjöldauppsagnir hjá WOW og flugvélum fækkað
Mörg hundruð manns verður sagt upp í dag hjá WOW air og mun félagið selja fjórar vélar.
Kjarninn 13. desember 2018
Sólveig Anna Jónsdóttir
Hver er krafa vinnuaflsins?
Kjarninn 13. desember 2018
Primera air
Travelco tapaði fimm milljörðum á falli Primera air
Andri Már Ingólfsson segir tap Travelco nema fimm milljörðum vegna gjaldþrots Primera air. Andri Már segir að Primera Air væri enn í rekstri hefði Arion banki verið reiðubúinn til að veita félaginu brúarfjármögnun líkt og staðið hafði til.
Kjarninn 13. desember 2018
Vantrausttillaga gegn May felld í breska þinginu
Skömmu fyrir kosninguna lýsti hún því yfir að hún myndi hætta sem forsætisráðherra í lok kjörtímabilsins.
Kjarninn 12. desember 2018
Meira úr sama flokkiErlent
None