Samfylkingin orðin fimmti stærsti flokkurinn

Fjórir flokkar mælast nú með meira fylgi heldur en Samfylkingin samkvæmt nýrri könnun MMR. Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn minnkar einnig, en Viðreisn, Píratar og Framsókn bæta við sig fylgi.

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar
Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar
Auglýsing

Fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins og Sam­fylk­ing­ar­innar dalar á meðan fylgi Pírata, Við­reisnar og Fram­sóknar hefur auk­ist sam­kvæmt nýbirtri könnun MMR á fylgi stjórn­mála­flokka. Sam­fylk­ingin mælist nú í 10,9 pró­sentum sem er meira en pró­sentu­stigi undir kjör­fylgi sitt í kosn­ing­unum árið 2017 og er fimmti stærsti stjórn­mála­flokkur lands­ins.

Könn­unin var fram­kvæmd á milli 7. og 12. maí og náði hún til 953 ein­stak­linga. Sam­kvæmt MMR voru svar­end­urnir valdir úr Þjóð­skrá þannig að þeir end­ur­spegla sam­setn­ingu kjós­enda á hverjum tíma.

Í frétt sam­hliða nið­ur­stöðum könn­un­ar­innar segir MMR að sveiflur á fylgi Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem mælist nú í 25,6 pró­sentum en mæld­ist tæpum 29 pró­sentum í lok síð­asta mán­að­ar, gefa til kynna að nokkur gerjun eigi sér stað meðal kjós­enda nú þegar hillir undir að far­aldr­inum taki að ljúka.

Auglýsing

Fylgi Vinstri-grænna mæld­ist nú 13, pró­sent, nær óbreytt frá síð­ustu könnun en fylgi Fram­sókn­ar­flokks­ins jókst um tvö pró­sentu­stig og mæld­ist nú 12,6 pró­sent. Fylgi Pírata jókst um tæp tvö pró­sentu­stig á milli mæl­inga og mæld­ist nú 11,3 pró­sent og fylgi Við­reisnar jókst um tæp tvö pró­sentu­stig og mæld­ist nú 10,6 pró­sent. Þá minnk­aði fylgi Flokks fólks­ins um tæp tvö pró­sentu­stig og mæld­ist nú 3,3 pró­sent.

Fylgi Sós­í­alista­flokks­ins lækkar lít­il­lega frá síð­ustu könnun og mælist nú 5,7 pró­sent, miðað við 6 pró­sent í síð­ustu könn­un. Fylgi Mið­flokks­ins mælist einnig 5,7 pró­sent og hefur lækkað um 0,1 pró­sentu­stig milli kann­ana. Þetta er minnsta fylgi sem flokk­ur­inn hefur fengið frá stofnun hans.

Stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina mæld­ist nú 55,1 pró­sent og minnk­aði um rúmt pró­sentu­stig frá síð­ustu könn­un, þar sem stuðn­ingur mæld­ist 56,2 pró­sent.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent