Samherji græddi 22 milljarða eftir gjöld og skatta

samherjaVef.jpg
Auglýsing

Sam­herji hf. hagn­að­ist um tæpa 22 millj­arða króna á árinu 2013.  Það er aukn­ing um 6,2 millj­arða króna á milli ára. Hagn­aður Sam­herja var því 1,8 millj­arður króna á mán­uði, eftir að búið er að gera ráð fyrir öllum kostn­aði.

Rúmur þriðj­ungur hagn­að­ar­ins er til­kom­inn vegna sölu eigna og skiptir þar mestu sala dótt­ur­fé­laga Sam­herja á fimm skipum og útgerð við strendur Afr­íku á um 7,7 millj­arða króna fyrir tekju­skatt.

Alls greiddi Sam­herji 1,7 millj­arða króna í tekju­skatt á Íslandi og um 2,7 millj­arða króna í veiði­leyfa­gjald. Þetta er fimmta árið í röð sem allar afkomu­ein­ingar sam­stæð­unnar skila hagn­aði.

Auglýsing

Sam­steypan velti 89,3 millj­örðum króna á síð­asta ári, sem er 440 millj­ónum krónum meira en á árinu 2012. Tæpur helm­ingur af veltu Sam­herja kemur frá dótt­ur­fé­lögum sam­stæð­unnar erlend­is.

Í frétt um afkom­una á heima­síðu Sam­herja kemur fram að fjár­fest­ingar sam­stæð­unnar á síð­asta ári hefðu numið 5,1 millj­arði króna.

 

Segir umhverfið hafa nei­kvæð áhrif og hamla starf­semi

Í frétt­inni er einnig rætt við Þor­stein Má Bald­vins­son, for­stjóra Sam­herja. Þar segir hann: „Sá árangur sem starfs­fólk Sam­herja hefur enn á ný náð er ekki síður mark­verður fyrir það að á sama tíma hafa stjórn­völd haldið áfram aðgerðum sínum gegn félögum í sam­stæð­unni. Þessar aðgerðir hafa óhjá­kvæmi­lega tekið mikla orku og tíma frá stjórn­endum og starfs­fólki sem gjarnan vildi sinna upp­byggi­legri hlut­um. Ég er ekki til­bú­inn að sætta mig við að höf­uð­stöðvar alþjóð­legs sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækis geti ekki verið á Íslandi en umhverfið hér í dag er farið að hafa nei­kvæð áhrif og jafn­vel hamla okkar starf­semi.

Ég hef sagt það oft áður að sjáv­ar­út­vegur er alþjóð­leg atvinnu­grein. Vel­gengnin bygg­ist að stórum hluta á þekk­ingu og áræði starfs­fólks­ins, hvort heldur er í veið­um, vinnslu eða mark­aðs­setn­ingu. Þegar sam­visku­samt og dug­legt fólk með mikla þekk­ingu úr skóla lífs­ins leggst saman á árarnar er hægt að ná afbragðsár­angri."

Aðal­eig­endur og stjórn­endur Sam­herja eru Þor­steinn Már og Krist­ján Vil­helms­son, frændi hans.

 

 

 

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Davíð Oddsson er annar ritstjóra Morgunblaðsins og hefur verið það frá haustinu 2009.
Davíð Oddsson með 5,6 milljónir króna á mánuði – Í sérflokki á meðal fjölmiðlamanna
Alls voru tólf starfsmenn RÚV með yfir milljón á mánuði í fyrra og þann þrettánda vantaði einungis tvö þúsund krónur á mánuði til að slást í hópinn. Ritstjóri Viljans var með tæplega 4,5 milljónir króna á mánuði.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kostnaður vegna aksturs þingmanna eykst um fjórar milljónir milli ára
Vilhjálmur Árnason er sá þingmaður sem taldi fram mesta aksturkostnað á fyrri hluta ársins. Hann sker sig einnig úr þar sem hann notar nánast einvörðungu eigin bíl á meðan að aðrir þingmenn nýta bílaleigubíla að uppistöðu.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Með Salek á sjálfstýringu: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar II
Kjarninn 18. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir og Dagur B. Eggertsson.
Dagur ætlar ekki að bjóða sig fram til formanns – Kristrún tilkynnir á föstudag
Línur eru að skýrast í formannsbaráttunni hjá Samfylkingunni, en nýr formaður verður kosinn í október. Borgarstjórinn í Reykjavík er búinn að staðfesta það sem lá í loftinu, hann fer ekki fram. Kristrún Frostadóttir hefur boðað stuðningsmenn á fund.
Kjarninn 18. ágúst 2022
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiFréttir
None