Samningur um hagsmunagæslu hælisleitenda í óvissu

Eftir að málefnum útlendinga var skipt á milli tveggja ráðuneyta í nýrri ríkisstjórn lítur dómsmálaráðuneytið svo á að forsendur fyrir framlengingu samnings við Rauða krossinn um þjónustu og aðstoð við hælisleitendur séu brostnar.

Rauði kross Íslands sinnir hagsmunagæslu og annarri þjónustu við hælisleitendur á meðan þeir bíða úrlausn sinna mála í stjórnkerfinu.
Rauði kross Íslands sinnir hagsmunagæslu og annarri þjónustu við hælisleitendur á meðan þeir bíða úrlausn sinna mála í stjórnkerfinu.
Auglýsing

Þjón­ustu­samn­ingur dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins og Útlend­inga­stofn­unar við Rauða kross Íslands um aðstoð og þjón­ustu við hæl­is­leit­endur verður ekki fram­lengdur líkt og heim­ild er fyrir er hann rennur út í lok febr­úar næst­kom­andi.

Með nýjum for­seta­úr­skurði milli ráðu­neyta hefur þjón­usta við umsækj­endur um alþjóð­lega vernd verið flutt frá dóms­mála­ráðu­neyti (inn­an­rík­is­ráðu­neyti) til félags­mála­ráðu­neyt­is. Félags­leg aðstoð fær­ist þar með frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu og „með vísan til þess hafa for­sendur breyst og eðli máls­ins sam­kvæmt mun dóms­mála­ráðu­neytið ekki ganga frá bind­andi samn­ingi um þjón­ust­una,“ segir í svari ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans um mál­ið.

Jón Gunnarsson er nýr innanríkisráðherra.

Rauði kross­inn hefur sinnt stuðn­ingi og hags­muna­gæslu fyrir hæl­is­leit­endur síðan 2014 þegar samn­ingur þess efnis var fyrst und­ir­rit­að­ur. Sam­kvæmt núgild­andi samn­ingi, sem gerður var árið 2018 í kjöl­far foraug­lýs­ingar á EES-­svæð­inu, sinna sam­tökin félags­legum stuðn­ingi við hæl­is­leit­endur og gæta hags­muna þeirra á meðan þeir bíða nið­ur­stöðu sinna mála eða flutn­ings úr landi. Einnig sinnir Rauði kross­inn rétt­ar­að­stoð og tals­manna­þjón­ustu vegna umsókna um vernd á lægra og æðra stjórn­sýslu­stigi.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum frá Rauða krossi Íslands eru um 600 hæl­is­leit­endur í hæl­is­kerf­inu. Það af eru um 400 mann­eskjur með umsókn um vernd í gangi, ýmist hjá Útlend­inga­stofnun eða kæru­nefnd útlend­inga­mála, og um 200 hafa fengið nið­ur­stöðu í mál sín og bíða flutn­ings úr landi.

Auglýsing

Fimmtán lög­fræð­ingar starfa hjá Rauða kross­inum og sinna lög­fræði­þjón­ustu við þennan stóra hóp fólks. Sam­tals starfar 21 starfs­maður á grund­velli þjón­ustu­samn­ings­ins hjá sam­tök­unum enda snýst þjón­ustan ekki aðeins um lög­fræði­að­stoð heldur einnig félags­legan stuðn­ing af ýmsu tagi.

Mark­mið samn­ings­ins er að tryggja „sjálf­stæða og óháða hags­muna­gæslu, þ.á.m. rétt­ar­að­stoð til allra umsækj­enda í þeim til­gangi að jafn­ræðis og skil­virkni sé gætt, allir umsækj­endur fái vand­aða máls­með­ferð, við­eig­andi þjón­ustu og eigi greiðan aðgang að stuðn­ingi og upp­lýs­ing­um. Áhersla er lögð á að þessi þjón­usta sé veitt með þeim hætti að ein­falt sé fyrir umsækj­endur að leita eftir henni og þeir þurfi ekki að ganga á milli þjón­ustu­að­ila“.

Hvað tekur við?

Þjón­ustu­samn­ing­ur­inn var síð­ast fram­lengdur 24. febr­úar í ár, aðeins örfáum dögum áður en hann rann út. Sú fram­leng­ing gildir til 28. febr­úar næst­kom­andi en heim­ild er í samn­ingnum til að fram­lengja hann einu sinni til við­bót­ar. Að öðrum kosti þarf, að því er Kjarn­inn kemst næst, að bjóða verk­efnið út að nýju. Und­ir­bún­ingur og fram­kvæmd slíks útboðs getur reynst tíma­frek og þá má einnig búast við að færsla svo við­kvæmra verk­efna sem mál hæl­is­leit­enda eru á milli aðila, verði það nið­ur­staða stjórn­valda, taki drjúgan tíma. Það er hins vegar ekki mik­ill tími til stefnu. Samn­ing­ur­inn rennur að óbreyttu út eftir tvo og hálfan mán­uð. Enn er ekki ljóst hvað taki við.

Í svari dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins við fyr­ir­spurn Kjarn­ans segir að gengið sé „út frá því að þjón­usta við umsækj­endur um vernd verði óbreytt meðan unnið er að inn­leið­ingu breyt­ing­anna“.

Rof verði ekki á þjón­ustu

Sam­kvæmt núgild­andi samn­ingi á ákvörðun um fram­leng­ingu að liggja fyrir þremur mán­uðum áður en samn­ing­ur­inn rennur út eða fyrir nóv­em­ber­lok. Þing­kosn­ingar fóru fram í sept­em­ber og ný rík­is­stjórn, með ráðu­neytum og ýmsum til­færslum verk­efna, tók ekki við fyrr en í lok nóv­em­ber. Ákvörðun um hvort stjórn­völd hefðu hug á því að fram­lengja samn­ing­inn lá því ekki fyrir um mán­aða­mót­in.

Atli Viðar Thorstensen, sviðsstjóri á alþjóðasviði Rauða krossins.

Atli Viðar Thorsten­sen, sviðs­stjóri á alþjóða­sviði Rauða kross­ins, segir við Kjarn­ann að sam­tökin leggi fyrst og fremst áherslu á að ekki verði rof í þjón­ustu við hæl­is­leit­end­ur, sem séu fólk í við­kvæmri stöðu, hverjum svo sem verði falið að veita hana í fram­tíð­inni. Rauði kross­inn hafi lagt til að samn­ing­ur­inn yrði end­ur­nýj­aður einu sinni til við­bótar til að nægur tími gæf­ist til að und­ir­búa til­færslu þjón­ust­unn­ar, ef slíkt yrði nið­ur­staða stjórn­valda. Atli von­ast til þess að fram­haldið skýrist síðar í vik­unni svo allri óvissu verði eytt.

Fleiri sækja um hæli og fleiri fá vernd

Segja má að Rauði kross Íslands hafi talað fyrir bættu kerfi og þjón­ustu við mót­töku hæl­is­leit­enda allt frá því að fyrsti hæl­is­leit­and­inn kom hingað til lands á níunda ára­tug síð­ustu ald­ar. Fyrir um ára­tug ákváðu stjórn­völd að hæl­is­leit­endur ættu rétt á end­ur­gjalds­lausri lög­fræði­að­stoð. Sjálf­stætt starf­andi lög­menn með mis­mikla þekk­ingu á mál­efnum flótta­fólks sáu fyrst um sinn um þjón­ust­una sem Útlend­inga­stofnun greiddi fyrir ákveðið marga klukku­tíma – oft án sam­hengis við eðli og umfang máls. Raunin varð því sú að gæði þjón­ust­unnar voru afar mis­mun­andi.

Rauði kross­inn benti á að byggja yrði upp sann­gjarnt og skil­virkt kerfi hvað þetta varðar og bauðst til að taka verk­efnið að sér. Það varð úr og und­an­farin ár hefur þjón­ustan verið hjá sam­tök­unum sam­kvæmt samn­ingi við stjórn­völd.

Á þessum tíma hefur umsóknum fólks um alþjóð­lega vernd hér á landi fjölgað mik­ið. Máls­með­ferð­ar­tími hæl­is­um­sókna hefur engu að síður styst veru­lega og hlut­fall þeirra sem fá vernd stór­auk­ist.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent