Samstarfsfólk í lögmannastétt samgleðst Karli Axelssyni

kax21.jpg
Auglýsing

Örn Gunn­ars­son, fag­legur fram­kvæmda­stjóri LEX lög­manns­stofu, segir það ánægju­legt fyrir lög­manna­stétt­ina að Karl Axels­son hrl. hafi verið skip­aður dóm­ari við Hæsta­rétt­ar, og seg­ist viss um að hann muni gegna „störfum sínum í þágu lands og þjóðar af trú­mennsku og ein­urð“.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá LEX lög­manns­stofu, en Karl hefur lengi starfað þar og verið meðal eig­enda. „Lög­menn hafa lengi bent á mik­il­vægi þess að fleiri dóm­arar í Hæsta­rétti búi yfir reynslu af lög­mennsku. Það er því í senn ánægju­legt fyrir lög­manna­stétt­ina og þessa lög­manns­stofu, sem Karl hefur tekið þátt í að byggja upp á und­an­förnum ára­tug­um, að honum hlotn­ist sú mikla við­ur­kenn­ing starfa sinna sem var­an­leg skipun hæsta­rétt­ar­dóm­ara er. Sam­starfs­fólk hans hér hjá LEX óskar honum inni­lega til ham­ingju með emb­ætt­ið,“ segir í til­kynn­ingu frá LEX lög­manns­stofu.

Karl hefur sér­hæft sig í eign­ar-, fast­eigna- og auð­linda­rétti og hefur kennt laga­nemum eign­ar­rétt við Háskóla Íslands síð­ast­liðin 23 ár. Hann hefur flutt fjölda dóms­mála, þar af mörg próf­mál, fyrir Hæsta­rétti frá því hann hlaut mál­flutn­ings­rétt­indi fyrir rétt­inum árið 1997, að því er segir í til­kynn­ingu. Þá hefur hann sinnt verj­enda­störfum í ýmsum erf­iðum saka­mál­um. Karl var settur hæsta­rétt­ar­dóm­ari frá 16. októ­ber 2014 til 30. júní 2015.

Auglýsing

Karl hefur verið eft­ir­sóttur ráð­gjafi allan sinn feril og sinnt bæði ein­stak­ling­um, félaga­sam­tökum og hinu opin­bera í störfum sínum hjá LEX. Hann hefur setið í og leitt starf fjöl­margra stjórn­skip­aðra nefnda, m.a. á sviði stefnu­mörk­unar í auð­linda- og orku­málum og um starfs­um­hverfi fjöl­miðla. Einnig hefur hann komið að gerð fjöl­margra laga­frum­varpa á sínum sér­svið­um, samið greinar um lög­fræði­leg mál­efni og flutt fjölda fyr­ir­lestra, einkum á sviði eign­ar­rétt­ar.

Hann seg­ist ætla að leggja sig allan fram á nýjum starfs­vett­vangi sem Hæsta­rétt­ar­dóm­ari. „Ég kveð sam­starfs­fólk mitt á LEX með sökn­uði en hlakka um leið mjög til þess verk­efnis sem bíður mín. Haf­andi gert lögin að ævi­starfi þá eru fá við­fangs­efni jafn göfug og að sinna störfum fyrir æðsta dóm­stól lýð­veld­is­ins. Ég mun leggja mig allan fram um að vera verð­ugur þess mikla trausts sem mér er sýnt með skipan í emb­ætti hæsta­rétt­ar­dóm­ara.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjöldi flugfarþega í júlí dróst saman um 85 prósent milli ára
Í júlí fóru tæplega 132 þúsund farþegar um Keflavíkurflugvöll. Fjöldi farþega hefur aukist umtalsvert frá fyrri mánuðum en er engu að síður einungis brot af því sem hann var í sama mánuði í fyrra.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir á fundinum í dag.
Einn á tvítugsaldri lagður inn á Landspítala
Einstaklingur á tvítugsaldri hefur verið lagður inn á sjúkrahús með COVID-19 smit. Sóttvarnalæknir segir til skoðunar að taka upp eins metra reglu á ákveðnum stöðum í stað tveggja metra reglu og opnar á að íþróttir með snertingu verði leyfðar á ný.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Krítískur tími í Evrópu – kúrfan sveigist upp á ný
Hvert sem litið er í Evrópu er staðan nánast sú sama: Tilfellum af COVID-19 hefur fjölgað síðustu vikur. Ríkin hafa sum hver gripið til staðbundnari takmarkana en í vetur í von um að þurfa ekki að skella í lás að nýju.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Tvö ný innanlandssmit og tveir á sjúkrahúsi með COVID-19
Tvö ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindust hér á landi í gær. Eitt virkt smit greindist við landamærin. 114 manns eru með COVID-19 og í einangrun og tveir liggja á sjúkrahúsi.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Auður Jónsdóttir
Ástin á tímum COVID-19
Kjarninn 10. ágúst 2020
Hægir á verðhækkunum fasteigna um land allt
Verðhækkanir á fasteignum í stærri þéttbýliskjörnum landsins mælast nú á bilinu núll til tíu prósent milli ára en á síðasta ársfjórðungi mældust hækkanirnar þrjú til 16 prósent milli ára.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir. og Gylfi Zoega sjá stöðu mála ekki sömu augum.
Ráðamenn þurfi að sýna ábyrgð gagnvart einu „alvarlegasta vandamáli lýðveldistímans“
Prófessor í hagfræði, sem gagnrýndi frekari opnun landamæra Íslands út frá efnahagslegum rökum fyrir helgi, skrifast í fyrsta sinn á við stjórnmálamann. Hann vonast til þess að þurfa aldrei að gera það aftur.
Kjarninn 10. ágúst 2020
Stefán Ólafsson
Frjálshyggjumenn vilja frelsi til að smita aðra
Kjarninn 10. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None