Samstarfsfólk í lögmannastétt samgleðst Karli Axelssyni

kax21.jpg
Auglýsing

Örn Gunnarsson, faglegur framkvæmdastjóri LEX lögmannsstofu, segir það ánægjulegt fyrir lögmannastéttina að Karl Axelsson hrl. hafi verið skipaður dómari við Hæstaréttar, og segist viss um að hann muni gegna „störfum sínum í þágu lands og þjóðar af trúmennsku og einurð“.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá LEX lögmannsstofu, en Karl hefur lengi starfað þar og verið meðal eigenda. „Lögmenn hafa lengi bent á mikilvægi þess að fleiri dómarar í Hæstarétti búi yfir reynslu af lögmennsku. Það er því í senn ánægjulegt fyrir lögmannastéttina og þessa lögmannsstofu, sem Karl hefur tekið þátt í að byggja upp á undanförnum áratugum, að honum hlotnist sú mikla viðurkenning starfa sinna sem varanleg skipun hæstaréttardómara er. Samstarfsfólk hans hér hjá LEX óskar honum innilega til hamingju með embættið,“ segir í tilkynningu frá LEX lögmannsstofu.

Karl hefur sérhæft sig í eignar-, fasteigna- og auðlindarétti og hefur kennt laganemum eignarrétt við Háskóla Íslands síðastliðin 23 ár. Hann hefur flutt fjölda dómsmála, þar af mörg prófmál, fyrir Hæstarétti frá því hann hlaut málflutningsréttindi fyrir réttinum árið 1997, að því er segir í tilkynningu. Þá hefur hann sinnt verjendastörfum í ýmsum erfiðum sakamálum. Karl var settur hæstaréttardómari frá 16. október 2014 til 30. júní 2015.

Auglýsing

Karl hefur verið eftirsóttur ráðgjafi allan sinn feril og sinnt bæði einstaklingum, félagasamtökum og hinu opinbera í störfum sínum hjá LEX. Hann hefur setið í og leitt starf fjölmargra stjórnskipaðra nefnda, m.a. á sviði stefnumörkunar í auðlinda- og orkumálum og um starfsumhverfi fjölmiðla. Einnig hefur hann komið að gerð fjölmargra lagafrumvarpa á sínum sérsviðum, samið greinar um lögfræðileg málefni og flutt fjölda fyrirlestra, einkum á sviði eignarréttar.

Hann segist ætla að leggja sig allan fram á nýjum starfsvettvangi sem Hæstaréttardómari. „Ég kveð samstarfsfólk mitt á LEX með söknuði en hlakka um leið mjög til þess verkefnis sem bíður mín. Hafandi gert lögin að ævistarfi þá eru fá viðfangsefni jafn göfug og að sinna störfum fyrir æðsta dómstól lýðveldisins. Ég mun leggja mig allan fram um að vera verðugur þess mikla trausts sem mér er sýnt með skipan í embætti hæstaréttardómara.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Suliman hefur lagt sig fram við að kynnast íslensku samfélagi og m.a. stundað sjálfboðastarf frá því að hann kom hingað í október.
Hugsaði að á Íslandi „yrði komið fram við mig eins og manneskju“
Hann hefur aðeins tvo kosti. Og þeir eru báðir hræðilegir. Að halda til á götunni á Íslandi eða í Grikklandi. Suliman Al Masri, palestínskur hælisleitandi sem yfirvöld ætla að vísa út á götu, segist þrá venjulegt líf. Það sé ekki að finna í Grikklandi.
Kjarninn 17. maí 2021
Húsnæði Útleningastofunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði.
Útlendingastofnun vísaði Palestínumönnum út á götu
Palestínumönnum var síðdegis vísað út úr húsnæði Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði. Þeir hafa hvergi höfði sínu að halla og hefur verið bent á að leita skjóls í moskum. Blóðbað stendur yfir í heimaríki þeirra.
Kjarninn 17. maí 2021
Vigdís Fríða Þorvaldsdóttir
Er vegan börnum mismunað í skólum á Íslandi?
Kjarninn 17. maí 2021
Katrín mun ræða málefni Ísraels og Palestínu við Blinken og Lavrov í vikunni
Málefni Ísraels og Palestínu voru rædd á þingi í dag. Þingmenn Pírata og Viðreisnar kölluðu eftir því að stjórnvöld tækju af skarið og fordæmdu aðgerðir Ísraela í stað þess að bíða eftir öðrum þjóðum. Forsætisráðherra mun tala fyrir friðsamlegri lausn.
Kjarninn 17. maí 2021
Fjölskylda á flótta hefst við úti á götu í Aþenu, höfuðborg Grikklands.
Útlendingastofnun setur hælisleitendum afarkosti: Covid-próf eða missa framfærslu
Útlendingastofnun er farin að setja fólki sem synjað er um vernd þá afarkosti að gangast undir COVID-próf ellegar missa framfærslu og jafnvel húsnæði. Í morgun var sýrlenskum hælisleitanda gert að pakka saman. „Hvar á hann að sofa í nótt?“
Kjarninn 17. maí 2021
Eurovision-hópurinn fékk undanþágu og fór fram fyrir í bólusetningu
RÚV fór fram á það við sóttvarnaryfirvöld að hópurinn sem opinbera fjölmiðlafyrirtækið sendi til Hollands til að taka þátt í, og fjalla um, Eurovision, myndi fá bólusetningu áður en þau færu. Við því var orðið.
Kjarninn 17. maí 2021
ÁTVR undirbýr nú lögbannsbeiðni á starfsemi vefverslana með áfengi.
ÁTVR ætlar að fara fram á lögbann á vefverslanir og undirbýr lögreglukæru
Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins telur nauðsynlegt að fá úr því skorið hjá dómstólum hvort innlendar vefverslanir sem selja áfengi milliliðalaust til neytenda séu að starfa löglega, eins og rekstraraðilar þeirra vilja meina.
Kjarninn 17. maí 2021
Jónas Þór Þorvaldsson er framkvæmdastjóri Kaldalóns.
Kaldalón ætlar að skrá sig á aðallista Kauphallar Íslands árið 2022
Kaldalón hefur selt fasteignaþróunarverkefni í Vogabyggð og keypt tekjuberandi eignir í staðinn. Arion banki ætlar að sölutryggja fimm milljarða króna í nýtt hlutafé í tengslum við skráningu Kaldalóns á markað.
Kjarninn 17. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None