Sautján fastráðnir verið reknir frá RÚV - neita að upplýsa um aðrar uppsagnir hjá félaginu

15811520029_71ddca3522_c.jpg
Auglýsing

Frá því að Magnús Geir Þórð­ar­son útvarps­stjóri tók við stöð­unni hjá RÚV í lok jan­úar í fyrra, hefur sautján fast­ráðnum starfs­mönnum félags­ins verið sagt upp störf­um. Magnús Geir hefur því rekið að með­al­tali hart nær einn fast­ráð­inn starfs­mann hvern þann mánuð sem hann hefur verið í starfi.

Kjarn­inn sendi Andreu Róberts­dótt­ur, sem hefur gegnt stöðu mannauðs­stjóra hjá RÚV síðan í apríl á síð­asta ári, fyr­ir­spurn þar sem óskað var eftir upp­lýs­ingum um hversu mörgum fast­ráðn­um, laus­ráðnum og verk­tökum hjá félag­inu hafi verið sagt upp í tíð núver­andi útvarps­stjóra. Þá var óskað eftir að upp­lýs­ing­arnar væru sund­ur­lið­aðar eftir starfs­heitum og/eða deild­um.

„Lif­andi skipu­lags­heild“Í skrif­legu svari mannauðs­stjóra RÚV við fyr­ir­spurn Kjarn­ans seg­ir: „Sautján fast­ráðnum starfs­mönnum hefur verið sagt upp á því tíma­bili sem þú spyrð um. Meiri­hlut­inn karl­ar, þvert á fyr­ir­tæk­ið.“

Þegar blaða­maður benti mannauðs­stjór­anum á að svar hennar við fyr­ir­spurn­inni væri ófull­nægj­andi, svar­aði hún: „Sem lif­andi skipu­lags­heild með árs­tíða­bundna álagstoppa er ekki við hæfi að senda lista yfir laus­ráðið starfs­fólk og verk­taka. [...] Að sund­ur­liða eftir starfs­heitum eða deildum - þá erum við komin inn á per­sónu­legri upp­lýs­ing­ar.“

Auglýsing

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans hefur tölu­verðum fjölda verk­taka og laus­ráð­inna starfs­manna hjá RÚV, sem margir hverjir hafa verið á tíma­bundnum samn­ingum til lengri og skemmri tíma, verið sagt upp störfum hjá félag­inu á und­an­förnum mán­uð­um.

Skorað á stjórn RÚV að draga upp­sagnir til bakaSíð­ustu fast­ráðnu starfs­menn­irnir til að taka poka sinn hjá RÚV voru dag­skrár­gerð­ar­kon­urnar Hanna G. Sig­urð­ar­dóttir og Sig­ríður St. Steph­en­sen. Stöll­urnar voru á meðal reynd­ustu dag­skrár­gerð­ar­manna stöðv­ar­innar og hafa upp­sagnir þeirra vakið hörð við­brögð.

Björg Eva Erlends­dótt­ir, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­maður RÚV og núver­andi stjórn­ar­mað­ur, hefur til að mynda gagn­rýnt þær harð­lega í fjöl­miðlum og þá hafa þær orðið til­efni til heitra umræðn­a inn á lok­aðri síðu starfs­manna RÚV á Face­book, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, þar sem skorað hefur verið á stjórn RÚV að draga upp­sagn­irnar til baka.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþrúður Kristín Jónsdóttir
Lífeyrisþegi styrkir bótaþega
Kjarninn 25. september 2021
Indriði H. Þorláksson
Hvern á að kjósa?
Kjarninn 25. september 2021
Hvernig rættust kosningaspárnar árin 2016 og 2017?
Kjarninn setur nú fram kosningaspá fyrir alþingiskosningar í samstarfi við Baldur Héðinsson í þriðja sinn, en spáin gefur fyrirliggjandi könnunum vægi samkvæmt reikniformúlu Baldurs. Hvernig hefur spáin gengið eftir í fyrri tvö skiptin?
Kjarninn 25. september 2021
Ívar Ingimarsson
Reykjavík er náttúrulega best
Kjarninn 25. september 2021
Magnús Hrafn Magnússon
Hver á lag?
Kjarninn 25. september 2021
Bækur Enid Blyton hafa hafa selst í rúmlega 600 milljónum eintaka og verið þýddar á meira en 90 tungumál.
762 bækur
Útlendingar, svertingjar, framandi, sígaunar. Stela, hóta, svíkja, lemja. Vesalingar og ómerkilegir aumingjar. Þetta orðfæri þykir ekki góð latína í dag, en konan sem notaði þessi orð er einn mest lesni höfundur sögunnar. Enid Blyton.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Líkur frambjóðenda á að komast inn á Alþingi
Kjarninn birtir síðustu þingmannaspá sína í aðdraganda kosninga. Ljóst er að margir frambjóðendur eiga fyrir höndum langar nætur til að sjá hvort þeir nái inn eða ekki og töluverðar sviptingar hafa orðið á líkum ýmissa frá byrjun viku.
Kjarninn 25. september 2021
Lokaspá: Meiri líkur en minni á að ríkisstjórnin haldi velli
Samkvæmt síðustu kosningaspánni mun Framsóknarflokkurinn verða í lykilstöðu í fyrramálið þegar kemur að myndun ríkisstjórnar, og endurheimtir þar með það hlutverk sem flokkurinn hefur sögulega haft í íslenskum stjórnmálum.
Kjarninn 25. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None