Sautján fastráðnir verið reknir frá RÚV - neita að upplýsa um aðrar uppsagnir hjá félaginu

15811520029_71ddca3522_c.jpg
Auglýsing

Frá því að Magnús Geir Þórð­ar­son útvarps­stjóri tók við stöð­unni hjá RÚV í lok jan­úar í fyrra, hefur sautján fast­ráðnum starfs­mönnum félags­ins verið sagt upp störf­um. Magnús Geir hefur því rekið að með­al­tali hart nær einn fast­ráð­inn starfs­mann hvern þann mánuð sem hann hefur verið í starfi.

Kjarn­inn sendi Andreu Róberts­dótt­ur, sem hefur gegnt stöðu mannauðs­stjóra hjá RÚV síðan í apríl á síð­asta ári, fyr­ir­spurn þar sem óskað var eftir upp­lýs­ingum um hversu mörgum fast­ráðn­um, laus­ráðnum og verk­tökum hjá félag­inu hafi verið sagt upp í tíð núver­andi útvarps­stjóra. Þá var óskað eftir að upp­lýs­ing­arnar væru sund­ur­lið­aðar eftir starfs­heitum og/eða deild­um.

„Lif­andi skipu­lags­heild“Í skrif­legu svari mannauðs­stjóra RÚV við fyr­ir­spurn Kjarn­ans seg­ir: „Sautján fast­ráðnum starfs­mönnum hefur verið sagt upp á því tíma­bili sem þú spyrð um. Meiri­hlut­inn karl­ar, þvert á fyr­ir­tæk­ið.“

Þegar blaða­maður benti mannauðs­stjór­anum á að svar hennar við fyr­ir­spurn­inni væri ófull­nægj­andi, svar­aði hún: „Sem lif­andi skipu­lags­heild með árs­tíða­bundna álagstoppa er ekki við hæfi að senda lista yfir laus­ráðið starfs­fólk og verk­taka. [...] Að sund­ur­liða eftir starfs­heitum eða deildum - þá erum við komin inn á per­sónu­legri upp­lýs­ing­ar.“

Auglýsing

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans hefur tölu­verðum fjölda verk­taka og laus­ráð­inna starfs­manna hjá RÚV, sem margir hverjir hafa verið á tíma­bundnum samn­ingum til lengri og skemmri tíma, verið sagt upp störfum hjá félag­inu á und­an­förnum mán­uð­um.

Skorað á stjórn RÚV að draga upp­sagnir til bakaSíð­ustu fast­ráðnu starfs­menn­irnir til að taka poka sinn hjá RÚV voru dag­skrár­gerð­ar­kon­urnar Hanna G. Sig­urð­ar­dóttir og Sig­ríður St. Steph­en­sen. Stöll­urnar voru á meðal reynd­ustu dag­skrár­gerð­ar­manna stöðv­ar­innar og hafa upp­sagnir þeirra vakið hörð við­brögð.

Björg Eva Erlends­dótt­ir, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­maður RÚV og núver­andi stjórn­ar­mað­ur, hefur til að mynda gagn­rýnt þær harð­lega í fjöl­miðlum og þá hafa þær orðið til­efni til heitra umræðn­a inn á lok­aðri síðu starfs­manna RÚV á Face­book, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, þar sem skorað hefur verið á stjórn RÚV að draga upp­sagn­irnar til baka.

Fasteignamarkaður á tímamótum
Uppgangstíma á fasteignamarkaði er ekki lokið, sé horft til þess að mikill fjöldi nýrra eigna er nú að koma inn á markaðinn. Ólíklegt er hins vegar að markaðurinn muni einkennast af verðhækkunum. Frekar er líklegt að lækkanir verði raunin.
Kjarninn 25. júní 2019
Benedikt Gíslason.
Benedikt Gíslason ráðinn bankastjóri Arion banka
Benedikt Gíslason, sem hefur setið í stjórn Arion banka fyrir hönd Kaupþings, hefur verið ráðinn nýr bankastjóri bankans.
Kjarninn 25. júní 2019
Launakostnaður 61 prósent af heildargjöldum Íslandspósts
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um starfsemi Íslandspósts kemur fram að laun og launatengd gjöld hafi hækkað verulega á síðustu árum hjá fyrirtækinu. Laun forstjóra Íslandspósts hækkuðu tvisvar í fyrra og um 43 prósent á innan við ári.
Kjarninn 25. júní 2019
Fjárfestingar Íslandspósts of miklar í fyrra
Fjárhagsvandi Íslandspósts stafar af of kostnaðarsamri dreifingu pakkasendinga frá útlöndum og samdrætti í bréfasendingum hjá fyrirtækinu. Vandi þess stafar þó einnig af of miklum fjárfestingum í fyrra miðað við greiðslugetu fyrirtækisins.
Kjarninn 25. júní 2019
Skúli Eggert Þórðarson
Ræddu framtíðarsýn Íslandspósts
Ríkisendurskoðandi fundaði með fjárlaganefnd og stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd í morgun, en fulltrúar fjármálaráðuneytisins og samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins voru einnig viðstaddir, sem og stjórn Íslandspósts.
Kjarninn 25. júní 2019
Ójöfn fjölskylduábyrgð hefur áhrif á stöðu kvenna í atvinnulífinu
Konur bera enn meginábyrgð á heimilinu, bæði er kemur að börnum, heimilisstörfum og umönnun aldraðra foreldra.
Kjarninn 25. júní 2019
Stuðningur við ríkisstjórnina mestur hjá kjósendum Sjálfstæðisflokks
Fleiri væntanlegir kjósendur Vinstri grænna styðja ríkisstjórnina en þeir sem segjast ætla að kjósa Framsóknarflokkinn. Stuðningur við hana á meðal kjósenda Sjálfstæðisflokksins hefur aukist síðustu vikur.
Kjarninn 25. júní 2019
Tveir framkvæmdastjórar láta af störfum hjá Íslandspósti
Mikil hagræðing og kostnaðaraðhald er framundan hjá Íslandspósti. Framkvæmdastjórum fyrirtækisins hefur verið fækkað úr fimm í þrjá.
Kjarninn 25. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None