Sautján fastráðnir verið reknir frá RÚV - neita að upplýsa um aðrar uppsagnir hjá félaginu

15811520029_71ddca3522_c.jpg
Auglýsing

Frá því að Magnús Geir Þórð­ar­son útvarps­stjóri tók við stöð­unni hjá RÚV í lok jan­úar í fyrra, hefur sautján fast­ráðnum starfs­mönnum félags­ins verið sagt upp störf­um. Magnús Geir hefur því rekið að með­al­tali hart nær einn fast­ráð­inn starfs­mann hvern þann mánuð sem hann hefur verið í starfi.

Kjarn­inn sendi Andreu Róberts­dótt­ur, sem hefur gegnt stöðu mannauðs­stjóra hjá RÚV síðan í apríl á síð­asta ári, fyr­ir­spurn þar sem óskað var eftir upp­lýs­ingum um hversu mörgum fast­ráðn­um, laus­ráðnum og verk­tökum hjá félag­inu hafi verið sagt upp í tíð núver­andi útvarps­stjóra. Þá var óskað eftir að upp­lýs­ing­arnar væru sund­ur­lið­aðar eftir starfs­heitum og/eða deild­um.

„Lif­andi skipu­lags­heild“Í skrif­legu svari mannauðs­stjóra RÚV við fyr­ir­spurn Kjarn­ans seg­ir: „Sautján fast­ráðnum starfs­mönnum hefur verið sagt upp á því tíma­bili sem þú spyrð um. Meiri­hlut­inn karl­ar, þvert á fyr­ir­tæk­ið.“

Þegar blaða­maður benti mannauðs­stjór­anum á að svar hennar við fyr­ir­spurn­inni væri ófull­nægj­andi, svar­aði hún: „Sem lif­andi skipu­lags­heild með árs­tíða­bundna álagstoppa er ekki við hæfi að senda lista yfir laus­ráðið starfs­fólk og verk­taka. [...] Að sund­ur­liða eftir starfs­heitum eða deildum - þá erum við komin inn á per­sónu­legri upp­lýs­ing­ar.“

Auglýsing

Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans hefur tölu­verðum fjölda verk­taka og laus­ráð­inna starfs­manna hjá RÚV, sem margir hverjir hafa verið á tíma­bundnum samn­ingum til lengri og skemmri tíma, verið sagt upp störfum hjá félag­inu á und­an­förnum mán­uð­um.

Skorað á stjórn RÚV að draga upp­sagnir til bakaSíð­ustu fast­ráðnu starfs­menn­irnir til að taka poka sinn hjá RÚV voru dag­skrár­gerð­ar­kon­urnar Hanna G. Sig­urð­ar­dóttir og Sig­ríður St. Steph­en­sen. Stöll­urnar voru á meðal reynd­ustu dag­skrár­gerð­ar­manna stöðv­ar­innar og hafa upp­sagnir þeirra vakið hörð við­brögð.

Björg Eva Erlends­dótt­ir, fyrr­ver­andi stjórn­ar­for­maður RÚV og núver­andi stjórn­ar­mað­ur, hefur til að mynda gagn­rýnt þær harð­lega í fjöl­miðlum og þá hafa þær orðið til­efni til heitra umræðn­a inn á lok­aðri síðu starfs­manna RÚV á Face­book, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans, þar sem skorað hefur verið á stjórn RÚV að draga upp­sagn­irnar til baka.

WOW air gríman fallin
Skiptastjórar þrotabús WOW air telja að flugfélagið hafi í síðasta lagi verið ógjaldfært um mitt síðasta ár. Þrátt fyrir það réðist WOW air í skuldabréfaútgáfu sem byggði á upplýsingum um annað.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Íslendingar eyddu minna erlendis
Í júlí var mesti samdráttur í kortaveltu Íslendinga erlendis síðan í október 2009, alls dróst veltan saman um 5,3 prósent. Færri brottfarir Íslendinga í kjölfar falls WOW air skýra að hluta til samdráttinn.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Stefán Ólafsson
Verðbólguskot gengur yfir
Kjarninn 22. ágúst 2019
Pólverjar rjúfa 20 þúsund íbúa múrinn á Íslandi
Pólskum ríkisborgurum fjölgaði hér á landi um 5 prósent á átta mánuðum.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None