Segir dánartíðni í nýrri bylgju geta orðið helmingi lægri

Ákvörðun Íslendinga um að setja elstu aldurshópana í forgangshópa fyrir bólusetningar myndi draga úr dánartíðni nýrrar bylgju kórónuveirunnar hérlendis, að mati hagfræðings.

Bólusetning
Auglýsing

Búast má við því að dán­ar­tíðni vegna COVID-19 verði að minnsta kosti helm­ingi lægri í nýrri bylgju far­ald­urs­ins hér­lend­is, þar sem við­kvæm­ustu hóp­arnir gagn­vart veirunni eru nú þegar bólu­sett­ir. Þetta skrifar Eiríkur Ragn­ars­son hag­fræð­ingur í grein sinni í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar, sem kom út á föstu­dag­inn.

Sam­kvæmt Eiríki hefur bólu­setn­ing verið með svip­uðu móti hér­lendis og í Þýska­landi, þar sem ný bylgja far­ald­urs­ins hófst fyrir nokkrum vikum síð­an. Bæði löndin hafi ákveðið að setja eldri borg­ara í for­gang, en í Þýska­landi er búið að bólu­setja um 80 pró­sent allra þeirra sem eru yfir átt­rætt, en það eru um fimm millj­ónir ein­stak­linga.

Mik­inn mun má sjá á þróun nýrra til­fella þeirra sem eru yfir átt­rætt þar í landi, borið saman við ald­urs­hóp­inn 65 til 79 ára. Á síð­asta ári fylgdi smit­tíðni beggja ald­urs­hópa svo til sömu þró­un, en hún tók svo að breyt­ast nokkrum eftir að bólu­setn­ing elsta ald­urs­hóps­ins hófst um síð­ustu ára­mót.

Auglýsing

Síðan þá hefur smitum fækkað hraðar á meðal þeirra og hald­ist nokkuð stöð­ugur á síð­ustu vik­um, þótt smitum á meðal þeirra sem eru á aldr­inum 65 til 79 ára hafi auk­ist tölu­vert.

Eiríkur segir það mat þýskra sér­fræð­inga að núver­andi bylgja verði verri en sú síð­asta vegna til­komu svo­kall­aða breska afbrigð­is­ins af veirunni. Þrátt fyrir það mætti ætla að helm­ingi færri myndu missa lífið í henni en ella, þar sem í kringum 70 pró­sent af öllum dauðs­föllum vegna veirunnar hafi átt sér stað í hópi 80 ára og eldri, sem nú eru að miklu leyti bólu­sett­ir.

Búast mætti við svip­aðri töl­fræði hér­lend­is, þ.e. að vænt mann­fall í nýrri bylgju yrði helm­ingi minna en ef ekki hefði verið fyrir bólu­setn­ingu og for­gangs­röðun eldri borg­ara í henni, sam­kvæmt Eiríki.

Hægt er að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu með því að smella hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Málsmeðferð kærunefndar fær falleinkunn hjá Héraðsdómi Reykjavíkur
Kærunefnd útboðsmála er sögð hafa farið á svig við lög og stuðst við vafasama útreikninga er hún komst að þeirri niðurstöðu að rétt væri að óvirkja samning Orku náttúrunnar við Reykjavíkurborg um hraðhleðslustöðvar.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefur undirritað reglugerð sem markar fyrstu viðbrögð íslenskra stjórnvalda við hinu svokallað Ómíkrón-afbrigði veirunnar.
Síðasta kórónuveiruverk Svandísar að bregðast við „Ómíkrón“
Á sunnudag tekur gildi reglugerð sem felur í sér að þeir sem koma til landsins frá skilgreindum hááhættusvæðum þurfa að fara í tvö PCR-próf með sóttkví á milli. Ómíkrón-afbrigðið veldur áhyggjum víða um heim og líka hjá sóttvarnalækni.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Vinstri græn fá sjávarútvegsmálin og Framsókn sest í heilbrigðisráðuneytið
Miklar breytingar verða gerðar á stjórnarráði Íslands, ný ráðuneyti verða til og málaflokkar færðir. Ráðherrarnir verða tólf og sá sem bætist við fellur Framsóknarflokknum í skaut. Vinstri græn stýra sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Hjalti Hrafn Hafþórsson
Það sem ekki var talað um á COP26
Kjarninn 27. nóvember 2021
Bankastjórar þriggja stærstu banka landsins.
Útlán til heimila hafa aukist en útlán til fyrirtækja dregist saman það sem af er ári
Bankarnir nýttu svigrúm sem var gefið til að takast á við efnahagslegar afleiðingar kórónuveirunnar til að stórauka útlán til íbúðarkaupa. Útlán til fyrirtækja hafa hins vegar dregist saman.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Lerbjergskógurinn er nú kominn í eigu og umsjá Danska náttúrusjóðsins.
Danir gripnir kaupæði – „Við stöndum frammi fyrir krísu“
Lerbjergskógurinn mun héðan í frá fá að dafna án mannlegra athafna. Hann er hluti þess lands sem Danir hafa keypt saman til að auka líffræðilegan fjölbreytileika og draga úr áhrifum loftslagsbreytinga.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Þolendur kynfæralimlestinga, nauðgana, ofbeldis og fordóma sendir til baka til Grikklands
Tvær sómalskar konur standa nú frammi fyrir því að verða sendar til Grikklands af íslenskum stjórnvöldum og bíða þær brottfarardags. Þær eru báðar þolendur grimmilegs ofbeldis og þarfnast sárlega aðstoðar fagfólks til að vinna í sínum málum.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Undirbúa sókn fjárfesta í flesta innviði samfélagsins „til að létta undir með hinu opinbera“
Í nýlegri kynningu vegna fyrirhugaðrar stofnunar á 20 milljarða innviðasjóði er lagt upp með að fjölmörg tækifæri séu í fjárfestingu á innviðum á Íslandi. Það eru ekki einungis hagrænir innviðir heldur líka félagslegir.
Kjarninn 27. nóvember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent