Segir Jón Bjartmarz vega að trúverðugleika lögreglunnar

oemmi.jpg
Auglýsing

Ögmundur Jón­as­son, fyrr­ver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra, sakar Jón Bjart­marz yfir­lög­reglu­þjón hjá Rík­is­lög­reglu­stjóra um ósann­indi í umræð­unni um vopna­væð­ingu lög­regl­unn­ar. Ásak­an­irnar koma fram í pistli sem Ögmundur birti á heima­síðu sinni nú rétt í þessu.

Hann segir Jón Bjart­marz hafa gegnið fram fyrir skjöldu, fyrir hönd ráð­herra og rík­is­lög­reglu­stjóra, í fjöl­miðlum til að rétt­læta ákvarð­anir um að koma hríð­skota­byssum fyrir í almennum lög­reglu­bíl­um. Þá hafnar Ögmundur ummæl­u­m Jóns um að engin eðl­is­breyt­ing á vopna­burði lög­reglu­manna eigi sér stað með þessu, og í raun sé ein­vörð­ungu verið að fram­fylgja því sem komið hafi fram í skýrslu sem gerð hafi verið í ráð­herra­tíð hans.

"Það sem Jón Bjart­marz hefur kallað ,,skýrslu Ögmund­ar" er sam­an­tekt á stöðu lög­regl­unnar sem byggð er á mati lög­regl­unnar sjálfrar n.t.t. emb­ættis rík­is­lög­reglu­stjóra. Þá hefur hann vísað í skýrslu þverpóli­tískrar nefndar sem sett var á lagg­irnar til að meta stöðu lög­regl­unn­ar, fjár­þörf hennar og mann­afla­þörf eftir nið­ur­skurð­inn af völdum efna­hags­hruns­ins en þessi skýrsla kom til umræðu á Alþingi í mars 2013."

Auglýsing

Ögmundur segir að hvorki í umræðu né neinum gögnum eða ábend­ingum sem komu fram í hans ráð­herra­tíð sé að finna staf­krók sem gæti gefið for­mæl­endum vopna­væð­ingar lög­regl­unnar minnsta til­efni til að tala á þann veg sem Jón Bjart­marz hafi leyft sér að gera.

Þá segir Ögmund­ur: "Yf­ir­lög­reglu­þjón­inum tókst að nefna nafn mitt ófáum sinnum í Kast­ljós­þætti sjón­varps­ins og hefur verið óþreyt­andi í öðrum fjöl­miðlum að bendla nafn mitt sem fyrr­ver­andi inn­an­rík­is­ráð­herra við málið og gefa þar með í skyn að það sé á mína ábyrgð. Með almennri vopna­væð­ingu sé lög­reglan að bregð­ast við gagn­rýni sem ég hafi sett fram! Mál­futn­ingur emb­ættis rík­is­lög­reglu­stjóra byggir hér á útúr­snún­ingi og stað­lausum stöf­um. Ég ítreka að þessi kaup og eðl­is­breyt­ing á bún­aði almennu lög­regl­unnar er ekki með mínu sam­þykki. Dylgjur og ósann­inda­mál­flutn­ingur af þessu tagi  veikir því miður trú­verð­ug­leika lög­regl­unn­ar."

Þá segir Ögmundur að innan ráðu­neytis hans og lög­regl­unnar hafi verið þekkt við­horf að hann sé andsnú­inn því að almennir lög­reglu­menn beri vopn. Þar hafi sér­sveit lög­regl­unnar verið und­an­skil­in, auk þess sem hann hafi talið eðli­legt að hafa skot­vopn í lög­reglu­bílum í dreifðum byggðum komi til þess að aflífa þurfi skepnur svo dæmi sé tek­ið. Í þessu máli sé hins vegar um að ræða almenna vopna­væð­ingu íslensku lög­regl­unn­ar.

 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None