Segir KSÍ hafa varpað frá sér allri ábyrgð

Með yfirlýsingu sinni á þriðjudag varpaði KSÍ frá sér allri ábyrgð og sendi þolendum kynferðisofbeldis kaldar kveðjur, segir Hanna Björg Vilhjálmsdóttir framhaldsskólakennari.

Forysta Knattspyrnusambands Íslands fær harða gagnrýni fyrir yfirlýsingu sína vegna málsins..
Forysta Knattspyrnusambands Íslands fær harða gagnrýni fyrir yfirlýsingu sína vegna málsins..
Auglýsing

Hanna Björg Vil­hjálms­dótt­ir, fram­halds­skóla­kenn­ari og for­kona jafn­réttis­nefndar Kenn­ara­sam­bands Íslands, segir að Knatt­spyrnu­sam­band Íslands hafi varpað frá sér allri ábyrgð með yfir­lýs­ingu sinni á þriðju­dag, þar sem sam­bandið hafn­aði því alfarið að taka þátt í að þagga niður ofbeld­is­mál og hylma yfir með ger­endum og kall­aði ásak­anir um annað dylgj­ur.

Þetta segir Hanna Björg í aðsendri grein á Vísi í dag, en undir lok síð­ustu viku rit­aði hún aðra grein á sama vett­vangi sem KSÍ virð­ist hafa verið að bregð­ast við með áður­nefndri yfir­lýs­ingu, en helstu for­svars­menn sam­bands­ins höfðu ekki gefið kost á við­tölum við fjöl­miðla vegna skrifa Hönnu Bjarg­ar.

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir framhaldsskólakennari.

Hanna Björg segir áhuga­vert að KSÍ hafi kallað mál­flutn­ing sinn „dylgj­ur“, „í ljósi þess að þolendur kyn­ferð­is­of­beldis eru gjarnan sagðir með dylgjur þegar þeir stíga fram og segja frá ofbeld­in­u.“

Hún segir að KSÍ hvorki svari frétta­fólki vegna máls­ins og að sam­bandið hafi auk­in­heldur ekki sýnt minnsta áhuga á að vita hvaða upp­lýs­ingum hún sjálf búi yfir um ofbeldi af hálfu lands­liðs­manna sem leiddu til grein­ar­skrifa henn­ar, sem hafa vakið mikla athygli.

Segir KSÍ hafa sent þolendum kaldar kveðjur

Í fyrri grein sinni vís­aði Hanna Björg til frá­sagnar ungrar konu af kyn­ferð­is­legu ofbeldi sem hún varð fyrir árið 2010. Ger­end­urnir voru sagðir hafa verið lands­liðs­menn Íslands í fót­bolta.

Auglýsing

„Hversu kaldar geta kveðj­urnar verið til þolenda? Í yfir­lýs­ingu KSÍ er ekki eitt orð um eða til þeirra. Ekki snef­ill af sam­kennd eða skiln­ingi. Skeyt­ing­ar­leysið er algert. KSÍ sýnir engan vilja til að axla ábyrgð, enga auð­mýkt, sam­kennd, tengsl við raun­veru­leik­ann og sann­leik­ann,“ skrifar Hanna Björg í grein sinni í dag, þar sem hún full­yrðir að Guðni Bergs­son for­maður KSÍ og for­ysta sam­bands­ins viti af því kyn­ferð­is­of­beldi sem Hanna Björg gerði að umræðu­efni í fyrri grein sinn­i.

„Það eru of mörg sem vita að Guðni segir ósatt í yfir­lýs­ing­unni til að unnt sé að halda öðru fram. Frá því að greinin mín um KSÍ og kven­fyr­ir­litn­ingu birt­ist sl. föstu­dag hefur rignt yfir mig skila­boðum og sím­töl­um. Öll á einn veg; stuðn­ing­ur, hvatn­ing og stað­fest­ingar um ofbeldi af því tagi sem er tíundað í grein­inni. Eina und­an­tekn­ingin var aðili sem hafði áhyggjur af því að allt lands­liðið lægi undir grun. Þar er þó hvorki við mig né þolendur að sakast heldur KSÍ sem þegir og ger­endur sem hafa fengið tæki­færi til að stíga fram og axla ábyrgð, en ekki gert,“ skrifar Hanna Björg í grein­inni.

Þar segir hún jafn­framt að í hennar huga séu við­brögð KSÍ vegna þessa máls sorg­leg og að ef sam­fé­lagið láti við­brögð KSÍ óátalin sýni það að við séum „ekki til­búin til að upp­ræta kyn­ferð­is­legt ofbeldi gegn konum og öðrum kynj­u­m.“

Hún segir að börn og ung­menni eigi meira skilið en að alast upp við það að ofbeldi sé ekki talið ámæl­is­vert.

„Að fyr­ir­myndir þeirra og átrún­að­ar­goð séu ofbeld­is­menn og eng­inn geri neitt í því. Það er hörmu­legt og hættu­legt.

KSÍ þarf að taka ger­endur ofbeldis úr lands­lið­in­u,“ skrifar Hanna Björg.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Á meðal íbúða sem Bjarg leigufélag, sem er óhagnaðardrifið, hefur byggt og leigir nú út eru íbúðir við Hallgerðargötu í Laugarneshverfi.
Þeir sem leigja af óhagnaðardrifnum leigufélögum mun ánægðari en aðrir
Uppbygging almennra íbúða í gegnum óhagnaðardrifin leigufélög hefur aukið verulega framboð á húsnæði fyrir fólk með lágar tekjur. Leigjendur í kerfinu eru mun ánægðari en aðrir leigjendur og telja sig búa við meira húsnæðisöryggi.
Kjarninn 18. október 2021
Húsnæði Seðlabanka Íslands
Gagnrýnir skarpa hækkun sveiflujöfnunaraukans
Dósent í fjármálum við Háskóla Íslands segir mikla hækkun á eiginfjárkröfum fjármálafyrirtækja ekki vera í samræmi við eigið áhættumat Seðlabankans og úr takti við helstu samanburðarlönd.
Kjarninn 17. október 2021
Búinn að eyða 500 til 600 klukkustundum samhliða fullri dagvinnu í eldgosið
Ljósmyndabókin „Í návígi við eldgos“ inniheldur 100 tilkomumestu og skemmtilegustu myndirnar úr ferðum Daníels Páls Jónssonar að eldgosinu í Fagradalsfjalli. Hann safnar nú fyrir útgáfu hennar.
Kjarninn 17. október 2021
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent