Segir KSÍ hafa varpað frá sér allri ábyrgð

Með yfirlýsingu sinni á þriðjudag varpaði KSÍ frá sér allri ábyrgð og sendi þolendum kynferðisofbeldis kaldar kveðjur, segir Hanna Björg Vilhjálmsdóttir framhaldsskólakennari.

Forysta Knattspyrnusambands Íslands fær harða gagnrýni fyrir yfirlýsingu sína vegna málsins..
Forysta Knattspyrnusambands Íslands fær harða gagnrýni fyrir yfirlýsingu sína vegna málsins..
Auglýsing

Hanna Björg Vil­hjálms­dótt­ir, fram­halds­skóla­kenn­ari og for­kona jafn­réttis­nefndar Kenn­ara­sam­bands Íslands, segir að Knatt­spyrnu­sam­band Íslands hafi varpað frá sér allri ábyrgð með yfir­lýs­ingu sinni á þriðju­dag, þar sem sam­bandið hafn­aði því alfarið að taka þátt í að þagga niður ofbeld­is­mál og hylma yfir með ger­endum og kall­aði ásak­anir um annað dylgj­ur.

Þetta segir Hanna Björg í aðsendri grein á Vísi í dag, en undir lok síð­ustu viku rit­aði hún aðra grein á sama vett­vangi sem KSÍ virð­ist hafa verið að bregð­ast við með áður­nefndri yfir­lýs­ingu, en helstu for­svars­menn sam­bands­ins höfðu ekki gefið kost á við­tölum við fjöl­miðla vegna skrifa Hönnu Bjarg­ar.

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir framhaldsskólakennari.

Hanna Björg segir áhuga­vert að KSÍ hafi kallað mál­flutn­ing sinn „dylgj­ur“, „í ljósi þess að þolendur kyn­ferð­is­of­beldis eru gjarnan sagðir með dylgjur þegar þeir stíga fram og segja frá ofbeld­in­u.“

Hún segir að KSÍ hvorki svari frétta­fólki vegna máls­ins og að sam­bandið hafi auk­in­heldur ekki sýnt minnsta áhuga á að vita hvaða upp­lýs­ingum hún sjálf búi yfir um ofbeldi af hálfu lands­liðs­manna sem leiddu til grein­ar­skrifa henn­ar, sem hafa vakið mikla athygli.

Segir KSÍ hafa sent þolendum kaldar kveðjur

Í fyrri grein sinni vís­aði Hanna Björg til frá­sagnar ungrar konu af kyn­ferð­is­legu ofbeldi sem hún varð fyrir árið 2010. Ger­end­urnir voru sagðir hafa verið lands­liðs­menn Íslands í fót­bolta.

Auglýsing

„Hversu kaldar geta kveðj­urnar verið til þolenda? Í yfir­lýs­ingu KSÍ er ekki eitt orð um eða til þeirra. Ekki snef­ill af sam­kennd eða skiln­ingi. Skeyt­ing­ar­leysið er algert. KSÍ sýnir engan vilja til að axla ábyrgð, enga auð­mýkt, sam­kennd, tengsl við raun­veru­leik­ann og sann­leik­ann,“ skrifar Hanna Björg í grein sinni í dag, þar sem hún full­yrðir að Guðni Bergs­son for­maður KSÍ og for­ysta sam­bands­ins viti af því kyn­ferð­is­of­beldi sem Hanna Björg gerði að umræðu­efni í fyrri grein sinn­i.

„Það eru of mörg sem vita að Guðni segir ósatt í yfir­lýs­ing­unni til að unnt sé að halda öðru fram. Frá því að greinin mín um KSÍ og kven­fyr­ir­litn­ingu birt­ist sl. föstu­dag hefur rignt yfir mig skila­boðum og sím­töl­um. Öll á einn veg; stuðn­ing­ur, hvatn­ing og stað­fest­ingar um ofbeldi af því tagi sem er tíundað í grein­inni. Eina und­an­tekn­ingin var aðili sem hafði áhyggjur af því að allt lands­liðið lægi undir grun. Þar er þó hvorki við mig né þolendur að sakast heldur KSÍ sem þegir og ger­endur sem hafa fengið tæki­færi til að stíga fram og axla ábyrgð, en ekki gert,“ skrifar Hanna Björg í grein­inni.

Þar segir hún jafn­framt að í hennar huga séu við­brögð KSÍ vegna þessa máls sorg­leg og að ef sam­fé­lagið láti við­brögð KSÍ óátalin sýni það að við séum „ekki til­búin til að upp­ræta kyn­ferð­is­legt ofbeldi gegn konum og öðrum kynj­u­m.“

Hún segir að börn og ung­menni eigi meira skilið en að alast upp við það að ofbeldi sé ekki talið ámæl­is­vert.

„Að fyr­ir­myndir þeirra og átrún­að­ar­goð séu ofbeld­is­menn og eng­inn geri neitt í því. Það er hörmu­legt og hættu­legt.

KSÍ þarf að taka ger­endur ofbeldis úr lands­lið­in­u,“ skrifar Hanna Björg.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Nicola Sturgeon fyrsti ráðherra Skotlands.
Stefnir á atkvæðagreiðslu um sjálfstætt Skotland í október 2023
Nicola Sturgeon leiðtogi Skoska þjóðarflokksins stefnir á að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um sjálfstæði Skotlands á ný næsta haust – með eða án leyfis bresku ríkisstjórnarinnar.
Kjarninn 28. júní 2022
Guðmundur Andri Thorsson
Ráfað um í Keflavíkurgöngu
Kjarninn 28. júní 2022
Samkvæmt tilkynningu frá Borgarlínu er gert ráð fyrir því að vagnar Borgarlínunnar byrji að ganga á milli Hamraborgar og Háskóla Íslands árið 2025, þrátt fyrir að framkvæmdum á þeim kafla verði ekki að fullu lokið þá.
Tímalínu framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu seinkað
Endurskoðuð tímaáætlun framkvæmda við fyrstu lotu Borgarlínu gerir ráð fyrir því að framkvæmdalok verði á árunum 2026 og 2027, en ekki 2024 eða 2025 eins og lagt var upp með. Samstilling við aðrar framkvæmdir, eins og Sæbrautarstokk, spila inn í.
Kjarninn 28. júní 2022
Það að vera kvenkyns lögmaður eykur líkur á að mál falli umbjóðandanum í vil samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kvenkyns lögmenn líklegri til að vinna mál í héraði
Kvenkyns málflytjendur skila betri árangri fyrir dómstólum og eldri dómarar eru líklegri til að dæma varnaraðila í vil en þeir sem yngri eru, samkvæmt nýrri íslenskri rannsókn.
Kjarninn 28. júní 2022
Örn Bárður Jónsson
Þungunarrof, samkynhneigð og kynusli
Kjarninn 28. júní 2022
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra, og Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ætlar ekki að láta Seðlabankann afhenda sér gögn um ráðstöfun opinberra hagsmuna
Seðlabanki Íslands hefur ekki viljað leggja mat á hagsmuni almennings af birtingu upplýsinga um þá sem fengu að nýta sér fjárfestingaleið hans né af því að stöðugleikasamnirnir við kröfuhafa verði gerðir opinberir.
Kjarninn 28. júní 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún íhugar formannsframboð
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist „íhuga alvarlega“ að bjóða sig fram til formanns á landsfundi flokksins í október. Logi Einarsson tilkynnti um miðjan júní að hann muni ekki bjóða sig fram að nýju.
Kjarninn 28. júní 2022
„Bleika húsið“, heilsugæsla sem þjónustar konur í Mississippi er eina heilsugæslan í ríkinu sem veitir þungunarrofsþjónustu. Henni verður að öllum líkindum lokað innan nokkurra daga.
Síðustu dagar „bleika hússins“ í Mississippi
Eigandi einu heilsugæslunnar í Mississippi sem veitir þungunarrofsþjónustu ætlar að halda ótrauð áfram, í öðru ríki ef þarf, eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi rétt til þungunarrofs úr gildi.
Kjarninn 27. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent