Segir KSÍ hafa varpað frá sér allri ábyrgð

Með yfirlýsingu sinni á þriðjudag varpaði KSÍ frá sér allri ábyrgð og sendi þolendum kynferðisofbeldis kaldar kveðjur, segir Hanna Björg Vilhjálmsdóttir framhaldsskólakennari.

Forysta Knattspyrnusambands Íslands fær harða gagnrýni fyrir yfirlýsingu sína vegna málsins..
Forysta Knattspyrnusambands Íslands fær harða gagnrýni fyrir yfirlýsingu sína vegna málsins..
Auglýsing

Hanna Björg Vil­hjálms­dótt­ir, fram­halds­skóla­kenn­ari og for­kona jafn­réttis­nefndar Kenn­ara­sam­bands Íslands, segir að Knatt­spyrnu­sam­band Íslands hafi varpað frá sér allri ábyrgð með yfir­lýs­ingu sinni á þriðju­dag, þar sem sam­bandið hafn­aði því alfarið að taka þátt í að þagga niður ofbeld­is­mál og hylma yfir með ger­endum og kall­aði ásak­anir um annað dylgj­ur.

Þetta segir Hanna Björg í aðsendri grein á Vísi í dag, en undir lok síð­ustu viku rit­aði hún aðra grein á sama vett­vangi sem KSÍ virð­ist hafa verið að bregð­ast við með áður­nefndri yfir­lýs­ingu, en helstu for­svars­menn sam­bands­ins höfðu ekki gefið kost á við­tölum við fjöl­miðla vegna skrifa Hönnu Bjarg­ar.

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir framhaldsskólakennari.

Hanna Björg segir áhuga­vert að KSÍ hafi kallað mál­flutn­ing sinn „dylgj­ur“, „í ljósi þess að þolendur kyn­ferð­is­of­beldis eru gjarnan sagðir með dylgjur þegar þeir stíga fram og segja frá ofbeld­in­u.“

Hún segir að KSÍ hvorki svari frétta­fólki vegna máls­ins og að sam­bandið hafi auk­in­heldur ekki sýnt minnsta áhuga á að vita hvaða upp­lýs­ingum hún sjálf búi yfir um ofbeldi af hálfu lands­liðs­manna sem leiddu til grein­ar­skrifa henn­ar, sem hafa vakið mikla athygli.

Segir KSÍ hafa sent þolendum kaldar kveðjur

Í fyrri grein sinni vís­aði Hanna Björg til frá­sagnar ungrar konu af kyn­ferð­is­legu ofbeldi sem hún varð fyrir árið 2010. Ger­end­urnir voru sagðir hafa verið lands­liðs­menn Íslands í fót­bolta.

Auglýsing

„Hversu kaldar geta kveðj­urnar verið til þolenda? Í yfir­lýs­ingu KSÍ er ekki eitt orð um eða til þeirra. Ekki snef­ill af sam­kennd eða skiln­ingi. Skeyt­ing­ar­leysið er algert. KSÍ sýnir engan vilja til að axla ábyrgð, enga auð­mýkt, sam­kennd, tengsl við raun­veru­leik­ann og sann­leik­ann,“ skrifar Hanna Björg í grein sinni í dag, þar sem hún full­yrðir að Guðni Bergs­son for­maður KSÍ og for­ysta sam­bands­ins viti af því kyn­ferð­is­of­beldi sem Hanna Björg gerði að umræðu­efni í fyrri grein sinn­i.

„Það eru of mörg sem vita að Guðni segir ósatt í yfir­lýs­ing­unni til að unnt sé að halda öðru fram. Frá því að greinin mín um KSÍ og kven­fyr­ir­litn­ingu birt­ist sl. föstu­dag hefur rignt yfir mig skila­boðum og sím­töl­um. Öll á einn veg; stuðn­ing­ur, hvatn­ing og stað­fest­ingar um ofbeldi af því tagi sem er tíundað í grein­inni. Eina und­an­tekn­ingin var aðili sem hafði áhyggjur af því að allt lands­liðið lægi undir grun. Þar er þó hvorki við mig né þolendur að sakast heldur KSÍ sem þegir og ger­endur sem hafa fengið tæki­færi til að stíga fram og axla ábyrgð, en ekki gert,“ skrifar Hanna Björg í grein­inni.

Þar segir hún jafn­framt að í hennar huga séu við­brögð KSÍ vegna þessa máls sorg­leg og að ef sam­fé­lagið láti við­brögð KSÍ óátalin sýni það að við séum „ekki til­búin til að upp­ræta kyn­ferð­is­legt ofbeldi gegn konum og öðrum kynj­u­m.“

Hún segir að börn og ung­menni eigi meira skilið en að alast upp við það að ofbeldi sé ekki talið ámæl­is­vert.

„Að fyr­ir­myndir þeirra og átrún­að­ar­goð séu ofbeld­is­menn og eng­inn geri neitt í því. Það er hörmu­legt og hættu­legt.

KSÍ þarf að taka ger­endur ofbeldis úr lands­lið­in­u,“ skrifar Hanna Björg.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hvað er svona merkilegt við Mauna Loa?
Það er stærsta virka eldfjall jarðar þrátt fyrir að hafa ekki gosið í tæp fjörutíu ár. Allt þar til fyrir nokkrum dögum er ólgandi hraunið tók að flæða upp úr 180 metra djúpri öskjunni. Eldfjallið Mauna Loa þekur um helming stærstu eyju Hawaii.
Kjarninn 7. desember 2022
Teitur Björn Einarsson er varaþingmaður Sjálfstæðisflokks, auk þess að starfa sem aðstoðarmaður ríkisstjórnarinnar, þar sem hann fæst m.a. við verkefni á sviði sjálfbærni.
„Vandfundin“ sé sú atvinnugrein sem búi við meira eftirlit á Íslandi en fiskeldi
Varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins tók til varna fyrir fiskeldi í opnum sjókvíum á Alþingi í dag og sagði hagsmunaöfl fara með staðlausa stafi um umhverfisáhrif greinarinnar. Hann minntist ekkert á nýlega slysasleppingu frá Arnarlaxi í ræðu sinni.
Kjarninn 7. desember 2022
Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, ásamt Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, við þingsetningu Alþingis í haust.
Sóknargjöld hækkuð um 384 milljónir króna milli umræðna
Samkvæmt fjárlagafrumvarpinu áttu sóknargjöld sem ríkissjóður greiðir fyrir hvern einstakling að lækka á næsta ári. Nú hefur verið lögð til breyting þess efnis að þau hækka. Alls kosta trúmál ríkissjóð um 8,8 milljarða króna á næsta ári.
Kjarninn 7. desember 2022
Yfirlæknir á bráðadeild segir vert að íhuga skorður á sölu og notkun flugelda
Frá 2010 hafa þrettán manns orðið fyrir varanlegu heilsutjóni vegna flugeldaáverka, eða einn um hver áramót að meðaltali. Yfirlæknir á bráðamóttöku Landspítalans segir vert að íhuga að setja frekari skorður á innflutning, sölu og notkun flugelda.
Kjarninn 7. desember 2022
Alþjóðlegu stórfyrirtækin Google og Meta taka til sín stóran hluta af því fé sem íslenskir auglýsendur nota til að koma vörum sínum og þjónustu á framfæri.
Hlutdeild erlendra miðla á auglýsingamarkaði eykst enn og nálgast helming
Verulegur hluti íslensku auglýsingakökunnar rennur til rekstraraðila Facebook og Google og ætla má að 43,2 af hverjum 100 krónum sem varið var í auglýsingar á Íslandi í fyrra hafi runnið til erlendra fyrirtækja, samkvæmt nýrri úttekt Hagstofunnar.
Kjarninn 7. desember 2022
Þórarinn Eyfjörð er formaður Sameykis.
„Hókuspókushagstjórn“ sem bitnar verst á almennu launafólki
Ríkisstjórnin hefur enga framtíðarsýn fyrir almenning, segir formaður Sameykis. „Hennar áhugi beinist að því að hlaða meira og hraðar undir ríka og fína fólkið og koma í veg fyrir þann óþverra að almenningur skuli mynda tærnar sínar á Tene.“
Kjarninn 7. desember 2022
Mótmæli hafa staðið yfir í Íran í tæpa þrjá mánuði.
Óvissa um framtíð írönsku siðgæðislögreglunnar
Óvissa ríkir um siðgæðislögregluna í Íran eftir að dómsmálaráðherra landsins lagði til að leggja hana niður. En hefur siðgæðislögreglan virkilega lagt niður störf eða eru þetta orðin tóm til að friðþægja mótmælendur?
Kjarninn 7. desember 2022
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent