Segir mikla verðbólgu bitna verst á tekjulágum

Varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans segir áhrif mikillar verðbólgu vera sambærileg skattlagningu sem herji mest á lágtekjufólk. Samkvæmt henni er peningastefnan jafnvægislist.

Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabankans.
Auglýsing

Verðbólga hefur sambærileg áhrif og stiglækkandi skattur, þar sem tekjulægri einstaklingar geta síður varið sig gegn neikvæðum áhrifum hennar. Þetta skrifar Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu Seðlabanka Íslands, í grein sinni í nýjasta tölublaði Vísbendingar.

Lakari verðbólguhorfur

Samkvæmt Rannveigu hafa verðbólguhorfur nýlega versnað, á sama tíma og efnahagshorfur hafa batnað. Eftir því sem verðbólgan hefur reynst þrálátari hafi verðbólguvæntingar á nokkra mælikvarða þokast upp. Með hærri væntingum er líklegra að verðbólgan festist í sessi, þar sem verðákvarðanir fyrirtækja og launakröfur byggjast oft á þeim.

Auglýsing

Því hafi peningastefnunefnd bankans ákveðið að hækka stýrivexti um 0,25 prósentustig á síðasta vaxtaákvörðunarfundi sínum, en Rannveig segir að mögulega hefði þurft að hækka vexti hærra og hraðar í framtíðinni ef brugðist yrði of seint við þessum vaxandi verðbólguþrýstingi.

Jafnvægislist

Hins vegar bætir Rannveig við að peningastefnan sé jafnvægislist, vextir megi hvorki vera of háir né of lágir. Nauðsynlegt væri að hafa vexti nógu háa til að tryggja að verðbólga leiti að markmiðinu innan ásættanlegs tíma, en jafnframt væri nauðsynlegt að þeir héldust nógu lágir til að veita þjóðarbúinu stuðning á meðan slaki er enn til staðar.

Nýjustu tölur Hagstofu bentu til þess að vöxtur innlendrar eftirspurnar var minni í byrjun árs en Seðlabankinn gerði ráð fyrir og því þyrfti að stíga varlega til jarðar.

Peningastefnan ekki einkamál seðlabankans

Í grein sinni undirstrikaði Rannveig mikilvægi peningastefnu, sem hún sagði að sumir teldu að væri einkamál Seðlabankans. Samkvæmt henni skilar árangursrík peningastefna sér í bættum lífskjörum, ekki síst fyrir atvinnulausa og lægstu tekjuhópana.

„Áhrif mikillar verðbólgu eru sambærileg stiglækkandi skatti að því leyti að þeim mun lægri tekjur þeim mun meiri eru skaðleg áhrif verðbólgu,“ skrifar Rannveig. „Þeir tekjulægri geta síður varið sig gegn neikvæðum áhrifum verðbólgu þar sem laun þeirra eru föst til lengri tíma og sparifé geymt í reiðufé eða á óverðtryggðum bankareikningum.“ Einnig bætir hún við að lítil verðbólga stuðli að meiri stöðugleika í atvinnu, sem eykur möguleika fólks til að tryggja sér tekjur og viðhalda lífskjörum sínum.

Hægt er að gerast áskrifandi að Vísbendingu með því að smella hér.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Benedikt Jóhannesson, einn stofnenda Viðreisnar, mun starfa áfram með flokknum.
Sættir hafa náðst hjá Viðreisn og Benedikt starfar áfram innan flokksins
Benedikt Jóhannesson fyrrverandi formaður Viðreisnar greinir frá því í dag að samkomulag hafi náðst um að hann starfi áfram með flokknum.
Kjarninn 26. júlí 2021
Meirihluti þjóðarinnar er bólusettur og meirihluti þeirra sem eru að greinast með veiruna er bólusettur.
116 óbólusettir greinst á einni viku
Um 64 prósent þeirra sem eru með COVID-19 á landinu eru á aldrinum 18-39 ára. Flestir sem greinst hafa síðustu daga eru bólusettir en 116 óbólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á einni viku.
Kjarninn 26. júlí 2021
Þórður Snær Júlíusson
Endalok tálmyndar um endurkomu hins eðlilega lífs
Kjarninn 26. júlí 2021
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga
Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.
Kjarninn 26. júlí 2021
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands tók við af Matt Hancock fyrr í sumar.
Biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að hætta að „hnipra sig saman“ andspænis veirunni
Sajid Javid heilbrigðisráðherra Bretlands segist hafa notað óheppilegt orðfæri til að lýsa því hvernig landar hans þyrftu að fara að lifa með veirunni, í ljósi útbreiddra bólusetninga.
Kjarninn 25. júlí 2021
DÓTTIR er stuttmynd um ást, þráhyggju og brotna sjálfsmynd.
Stuttmyndin DÓTTIR er „ástarbréf til Íslands“
Sofia Novakova, leik- og kvikmyndagerðarkona frá Slóvakíu, er þessa dagana að taka upp stuttmyndina DÓTTIR hér á landi. Safnað er fyrir útgáfu myndarinnar á Karolina Fund.
Kjarninn 25. júlí 2021
Hólmfríður Árnadóttir menntunarfræðingur og Heiða Guðný Ásgeirsdóttir bóndi skipa 1. og 2. sæti á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi.
Þjórsáin okkar allra
Kjarninn 25. júlí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent