Segir náin tengsl ríkja á milli sérhagsmunahópa og stjórnmálamanna hérlendis

Samkvæmt OECD geta náin tengsl sérhagsmunahópa við stjórnmálamenn skaðað samkeppnishæfni landsins. Ísland var með óskýrustu reglurnar um áhrif hagsmunahópa af öllum Norðurlöndunum árið 2018.

Spilling Mynd: Bára Huld Beck
Auglýsing

Sam­gangur á milli sér­hags­muna­hópa og stjórn­mála­manna hér á landi er mik­ill og óljós, en reglur hér­lendis voru óskýr­ari en í flestum OECD-­ríkjum og öllum Norð­ur­lönd­unum árið 2018. Þetta kemur fram í nýrri úttekt OECD á efna­hags­líf­inu hér­lendis og í hag­tölum frá sam­tök­un­um.

Kjarn­inn fjall­aði betur um úttekt­ina í gær, en hún hvetur til sóknar í nýsköpun og grænni fram­leiðslu hér á landi. Sam­tökin segja einnig að bæta megi reglu­verkið hér til muna til að efla sam­keppn­is­hæfni lands­ins.

Í því sam­hengi nefna skýrslu­höf­undar að miklar aðgangs­hindr­anir séu fyrir ný fyr­ir­tæki á ýmsum mörkum hér­lend­is, til dæmis með til­vist starfs­leyfa. Þessar hindr­anir vernda fyr­ir­tækin sem eru nú þegar á mark­aði og koma í veg fyrir nýsköp­un, sam­kvæmt sam­tök­un­um.

Auglýsing

OECD bætir einnig við að mik­ill sam­gangur á milli stjórn­mála­stétt­ar­innar og sér­hags­muna­hópa, sem sé mögu­lega ókort­lagður hafi nei­kvæð áhrif á sam­keppn­is­hæfni lands­ins. Að mati skýrslu­höf­unda gæti Ísland stuðlað að opnu og sam­keppn­isvænu umhverfi með því að aðskilja almanna­hags­muni og sér­hags­muni með skýrum hætti.

Nýj­ustu gögn OECD um lög gegn áhrifum hags­muna­hópa á stjórn­mála­menn eru frá árinu 2018, en sam­kvæmt þeim var Ísland aft­ar­lega á mer­inni í þeim efn­um. Regl­urnar hér­lendis voru óskýrastar allra Norð­ur­landa og óskýr­ari en í flestum aðild­ar­ríkjum sam­tak­anna.

Síðan þá hafa hins vegar verið sam­þykkt lög um varnir gegn hags­muna­á­rekstrum í stjórn­ar­ráð­inu sem inni­halda meðal ann­ars reglur um sam­skipti emb­ætt­is­manna við hags­muna­varða og lög­bund­inn tíma sem þarf að líða á milli þess sem æðstu stjórn­endur ráðu­neyta geti unnið sem hags­muna­verð­ir. Sam­kvæmt aðsendri grein sem Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra skrif­aði á Kjarn­anum í kjöl­far laga­setn­ing­ar­innar var höfð hlið­sjón af leið­bein­ingum OECD um opin­ber heil­indi við gerð frum­varps­ins, auk ábend­inga GRECO, sam­taka gegn ríkja og spill­ingu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent