Segir nýja lotu í hinum alþjóðlega peningaleik hafna

Innrás Rússlands í Úkraínu og viðbrögðin við henni hafa breytt alþjóðlega fjármálakerfinu, segir doktor í fjármálum. Hann segir helstu vonina í fjármálastríðinu á milli austurs og vesturs liggja í þéttu samstarfi Evrópulanda.

Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum.
Ásgeir Brynjar Torfason, doktor í fjármálum.
Auglýsing

Engin sögu­leg for­dæmi eru fyrir efna­hags­að­gerðum sem settar hafa verið á Rúss­land vegna inn­rás­ar­innar í Úkra­ínu. Aðgerð­irnar eru ný teg­und af efna­hags­legum hern­aði og hafa leitt til mik­illa breyt­inga í alþjóð­lega fjár­mála­kerf­inu. Þetta skrifar Ásgeir Brynjar Torfa­son, doktor í fjár­mál­um, í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ingar, sem kom út á föstu­dag­inn.

Sam­kvæmt Ásgeiri Brynj­ari eru aðgerð­irnar ein­stakar vegna hraða þeirra og sam­taka­máttar ríkj­anna sem beita þeim. Þessi við­brögð, til við­bótar við sjálf­vilj­ugar aðgerðir alþjóð­legra fyr­ir­tækja sem hafa flúið Rúss­land með hverjum deg­inum sem líð­ur, eru að hans mati heims­sögu­legur við­burð­ur.

Hann bætir við að aðgerð­irn­ar, sem heims­byggðin hefur ráð­ist í til að reyna að kremja Rúss­land efna­hags­lega, séu líkar stríðs­að­gerðum að því leyt­inu til að þær bitna á sak­lausum almenn­ingi í land­inu. Einnig verði almenn­ingur um allan heim fyrir barð­inu á afleið­ingum aðgerð­anna, þar sem verð á ýmsum hrá­vörum hefur hækkað tölu­vert vegna þeirra.

Auglýsing

Vegna þess­ara afleið­inga segir Ásgeir að nauð­syn­legt verði að styðja við bæði úkra­ínskan og rúss­neskan efna­hag að stríð­inu loknu, fari svo að Rúss­land verði lýð­ræð­is­ríki og hætti við inn­rás­ina, en sam­kvæmt honum mun þurfa ígildi Mars­hall-að­stoð­ar­innar til að end­ur­reisa hag­kerfi beggja ríkj­anna.

Önnur fórn­ar­lömb efna­hags­að­gerð­anna eru rúss­neskir ólíg­ar­k­ar, sem urðu ríkir með því að sölsa undir sig auð­lindir rúss­nesku þjóð­ar­innar eftir fall Sov­ét­ríkj­anna. Að mati Ásgeirs áttu Vest­ur­lönd sinn þátt í auðgun þeirra með því að hvetja Rúss­land til að for­gangs­raða mark­aðsum­bætur umfram stjórn­ar­fars­legar umbætur á sínum tíma.

Ásgeir segir nýja lotu í hinum alþjóð­lega pen­inga­leik vera hafna með fryst­ingu á eignum ólíg­ar­kanna um allan heim, sem áhuga­vert sé að fylgj­ast með. Mögu­lega verði spilin stokkuð upp á nýtt, þótt það sé einnig yfir­vof­andi hætta á að þeir sem svindli mest græði áfram mest. Sam­kvæmt honum liggur helsta vonin í fjár­mála­stríð­inu í þéttu sam­starfi Evr­ópu­ríkja, sem sé drifið áfram af vilj­anum til að stöðva stríð.

Hægt er að lesa grein Ásgeirs Brynjars í heild sinni með því að ger­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiErlent