Segir óhófleg launakjör og sjálftöku tekjuhárra friðarspilli á vinnumarkaði

Gylfi Zoega segir að það sé óumdeilt að mikil lækkun vaxta hafi aukið misskiptingu. Ef lýðræðislega kjörnum fulltrúum finnist þessi áhrif á tekju- og eignadreifingu vera óæskileg þá sé það þeirra að leiðrétta þau áhrif.

Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði sem situr í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands.
Auglýsing

Óum­deilt er að mikil lækkun vaxta hér á landi jafnt sem erlendis á COVID tím­anum jók mis­skipt­ingu eigna. „Þegar hluta­bréf hækka í verði þá hagn­ast þeir sem mest eiga af slíkum bréf­um. Vaxta­lækkun hefur sömu­leiðis í för með sér hækkun á verði skulda­bréfa bæði ríkis og einka­að­ila sem eykur eignir þeirra sem slík bréf eiga. Hækkun hús­næð­is­verðs kemur sömu­leiðis þeim best sem stærstu eign­irnar eiga o.s.frv. Og þegar vextir nú hækka og búast má við lækkun eigna­verðs þá bitnar vaxta­hækk­unin mest á þeim sem minnstan höf­uð­stól hafa, þ.e.a.s. eigna­minnsta fólk­in­u.“

Þetta skrifar Gylfi Zoega, pró­fessor í hag­fræði við Háskóla Íslands og ytri með­limur í pen­inga­stefnu­nefnd Seðla­banka Íslands, í grein sem birt­ist í nýjasta tölu­blaði Vís­bend­ing­ar. Þar fjallar Gylfi um stýri­vaxta­hækk­anir Seðla­bank­ans, sem eru til þess fallnar að vinna á auk­inni verð­bólgu. Gylfi tekur sér­stak­lega fram að þau við­horf sem komi fram í grein­inni end­ur­spegli ekki við­horf ann­arra með­lima pen­inga­stefnu­nefnd­ar, sem tekur ákvarð­anir um stýri­vexti.

Stjórn­mála­manna að bregð­ast við

Gylfi segir að í þessu sam­hengi, að mis­skipt­ing eigna hafi auk­ist á veiru­tím­anum og að vaxta­hækkun bitni mest á eigna­minnsta fólk­inu, verði að hafa í huga að rík­is­stjórn og Alþingi hafa lýð­ræð­is­legt umboð til þess að leggja á skatta og greiða bætur til ákveð­inna þjóð­fé­lags­hópa. „Ef að lýð­ræð­is­lega kjörnum full­trúum finnst áhrif pen­inga­stefnu á tekju- og eigna­dreif­ingu vera óæski­leg þá er það þeirra að beita sínum stjórn­tækjum til þess að leið­rétta þessi áhrif. Pen­inga­stefnu­nefnd eða Seðla­bank­inn hefur ekki umboð til slíkra aðgerða.“

Auglýsing
Í grein Gylfa segir að þegar verð­bólga fari vax­andi sé mik­il­vægt að kippa sem fyrst í taumana í stað þess að horfa upp á hana stig­magn­ast. „Það er auð­veld­ara að ná verð­bólgu niður fyrr en seinna en slíkt krefst þess að fyrstu skrefin í vaxta­hækk­un­ar­ferli séu stærri en þau sem á eftir koma. Sú aukn­ing verð­bólgu sem varð í vor vegna styrj­aldar í Úkra­ínu og sótt­varn­ar­að­gerðir í Kína var ekki fyr­ir­séð en reynslan frá átt­unda ára­tug síð­ustu aldar kennir okkur að tíma­bundin fram­boðs­á­föll geta valdið langvar­andi verð­bólgu ef spenna er mikil á inn­lendum vinnu­mark­að­i.“

Mik­il­vægt að friður skap­ist á vinnu­mark­aði

Gylfi segir mik­il­vægt að friður skap­ist á vinnu­mark­aði þannig að bæði launa­fólk og atvinnu­rek­endur verði sáttir við sinn hlut í þjóð­ar­kök­unni og verð­bólgu­vand­inn magn­ist ekki frek­ar. „Þótt launa- og starfs­loka­samn­ingar for­stjóra vegi ekki þungt í þjóð­hags­legu sam­hengi né launa­kjör helstu ráða­manna, sveit­ar­stjóra eða ráðu­neyt­is­stjóra og ann­arra sem gegna trún­að­ar­stöð­um, þá eru óhóf­leg launa­kjör og jafn­vel sjálf­taka þess­ara aðila frið­ar­spillir á vinnu­mark­aði og geta orðið til þess að verð­bólga verði erf­ið­ari viður­eign­ar.“

Hægt er að lesa grein Gylfa Zoega í heild sinni með því að ger­­ast áskrif­andi að Vís­bend­ingu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flensusprautan gagnast vel gegn alvarlegum veikindum af inflúensu.
Mikill veikindavetur framundan
COVID-19, inflúensa og RS-veiran. Margir smitsjúkdómar á kreiki á sama tíma kalla á aukna varúð. Alþjóða heilbrigðismálastofnunin hvetur yfirvöld til að vera vel á verði og almenning til að gæta að persónulegum sóttvörnum sínum.
Kjarninn 6. desember 2022
Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar á blaðamannafundinum í dag.
Vilja færa 13 milljarða í kjarabætur til almennings með sértækum skattahækkunum
Samfylkingin kynnti í dag breytingatillögur við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar. Flokkurinn leggur til að um 17 milljarðar króna verði sóttir með sértækum skattahækkunum til þess að fjármagna almennar kjarabótaaðgerðir fyrir launafólk.
Kjarninn 6. desember 2022
Jóhannes Hraunfjörð Karlsson
Ponzi-leikur eða fjárfesting til framtíðar?
Kjarninn 6. desember 2022
Lenya Rún Taha Karim, varaþingmaður Pírata.
„Þau hefðu bara átt góðan séns á því að fá hæli á Íslandi“
Hælisleitendur, sem vísað var úr landi í lok október, eru í hópi þeirra sem eiga rétt á að mál þeirra verði tekin til efnislegrar meðferðar samkvæmt nýjum úrskurði kærunefndar útlendingamála.
Kjarninn 6. desember 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihlutans yrðu felldar
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri lagði til að nær allar breytingatillögur minnihluta borgarstjórnar við fjárhagsáætlun borgarinnar yrðu felldar. Búast má við því að umræðan um hagræðingu í Reykjavíkurborg standi fram á kvöld.
Kjarninn 6. desember 2022
Sérstaklega á að styrkja landsbyggðarmiðla sem framleiða sjónvarpsefni.
100 milljóna framlag vegna reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða fyrir sjónvarp
Ein breyting var gerð á framlögum til fjölmiðla milli fyrstu og annarrar umræðu fjárlaga. Meirihluti stjórnarflokkanna ætlar að setja 100 milljónir króna í styrki vegna „reksturs fjölmiðla á landsbyggðinni sem framleiða eigið efni fyrir sjónvarpsstöð.“
Kjarninn 6. desember 2022
„Atvinnulífið hefur ekki sýnt vott af samfélagsábyrgð á miklum óvissutímum“
Formaður VR segir atvinnulífið hafa nýtt sér viðkvæma stöðu í samfélaginu, Þar sem verðbólga er há og vextir í hæstu hæðum, til að skapa sér „fordæmalaust góðæri á kostnað almennings.“
Kjarninn 6. desember 2022
Gæti verið að ein hæð úr SAS-hótelinu í Kaupmannahöfn leynist á hafsbotni?
Hótelið á hafsbotni
Í áratugi hafa gengið sögur um að á hafsbotni norðan við Helsingjaborg í Svíþjóð liggi stærðar steypuhlunkur sem átti að vera hluti eins þekktasta hótels á Norðurlöndum. En skyldi þetta nú vera rétt?
Kjarninn 6. desember 2022
Meira úr sama flokkiInnlent