Siðanefnd RÚV segir Helga Seljan að það sé ekki hægt að áfrýja

Siðanefnd RÚV segist ekki hafa neinar forsendur til þess að endurupptaka úrskurð sinn í máli fréttamannsins Helga Seljan. Úrskurðir nefndarinnar séu endanlegir og þeim verði ekki áfrýjað.

Helgi Seljan fréttamaður.
Helgi Seljan fréttamaður.
Auglýsing

Siða­nefnd RÚV hefur tjáð frétta­mann­inum Helga Seljan að úrskurðir hennar séu end­an­legir og verði ekki áfrýj­að. Þetta kemur fram í svar­bréfi sem siða­nefndin sendi í gær vegna end­ur­upp­töku­beiðni Helga, sem send var þann 10. apr­íl.

Í svari siða­nefnd­ar­innar segir að nefndin sé ekki skipuð lögum sam­kvæmt og sé ekki stjórn­vald í skiln­ingi stjórn­sýslu­laga. Þannig sé nefndin ekki bundin af stjórn­sýslu­lög­um, „þó hún hafi bent á að hún byggi á meg­in­reglum sem gilda í stjórn­sýsl­unni, hvað varðar að upp­lýsa málið, and­mæli og jafn­ræði aðila í máls­með­ferð­inn­i.“

Eins og Kjarn­inn sagði frá á fimmtu­dag voru færð rök fyrir því í end­ur­upp­töku­beiðni Helga að úrskurð nefnd­ar­innar ætti að end­ur­upp­taka í heild sinni vegna mis­taka siða­nefnd­ar­inn­ar, sem hefði metið fimm ummæli hans heild­stætt til að kom­ast að nið­ur­stöðu í mál­inu, þar af ein ummæli sem ekki fjöll­uðu um Sam­herja.

Siða­nefndin seg­ist hafa leið­rétt mis­tök sín og komið því á fram­færi við máls­að­ila að mis­tökin hefðu engin áhrif á nið­ur­stöðu máls­ins. Helgi hafi einnig verið beð­inn afsök­unar á mis­tök­unum í sér­stöku skrif­legu erindi.

Ekk­ert hafi komið fram sem dragi óhlut­drægni Sig­rúnar í efa

Í end­ur­upp­töku­beiðni Helga voru einnig færð rök fyrir því að einn nefnd­ar­manna, Sig­rún Stef­áns­dótt­ir, hefði ekki verið hæf til þess að kveða upp úrskurð­inn, vegna hags­muna­tengsla við Sam­herja. Siða­nefndin segir ekk­ert hafa komið fram í end­ur­upp­töku­beiðn­inni „sem gefur til kynna að hún hafi ekki verið hæf í skiln­ingi stjórn­sýslu­laga til að kveða upp úr­skurð­inn.“

„Af­markað verk­efni Sigrúnar er varðar Vís­inda­skóla unga fólks­ins, sem er viku­langt nám­skeið fyrir börn á aldr­inum 11-13 ára og er innan Háskól­ans á Aku­kreyri, lá fyrir og er greitt af Háskól­anum á Akur­eyri, þó starf­semi skól­ans sé vissu­lega studd af 20-25 fyr­ir­tækum á Akur­eyri.

Mynd: RÚV

Seta hennar í stjórn fjöl­mið­ils­ins N4, und­an­farin 7 ár, sem sjálf­stæður stjórn­ar­maður er öllum kunn. Hún er ekki eig­andi fjöl­mið­ils­ins né á fjöl­mið­ill­inn sér­stakra og veru­legra hags­muna að gæta í mál­inu. Fjöl­mið­ill­inn er jafn­framt með skýrar reglur um rit­stjórn­ar­legt sjálf­stæði og stjórn hans kemur að engu leyti að rit­stjórn og dag­legum störf­um,“ segir í erindi siða­nefnd­ar­inn­ar, sem telur ekk­ert hafa komið fram sem raski því mati að hún hafi verið hæf til að kveða upp úrskurð í mál­inu og ekk­ert komið fram sem dragi óhlut­drægni hennar með réttu í efa.

Bent á að við­ur­lög vegna úrskurð­ar­ins séu engin

Í svari siða­nefnd­ar­innar er einnig umfjöllun um hags­muni Helga af því að fá úrskurð­inn end­ur­upp­tek­inn. Siða­nefndin virð­ist ekki meta þá mikla, þar sem hún bendir á að í úrskurði siða­nefnd­ar­innar hafi ekki verið mælt fyrir um nein við­ur­lög.

Auglýsing

„Út­varps­stjóri og yfir­stjórn RÚV hafa til­kynnt að af þeirra hálfu fylgi engin við­ur­lög í kjölfar úr­skurðar nefnd­ar­innar og hann hafi engin áhrif á störf Helga Seljan hjá RÚV. Stjórn RÚV hefur jafn­framt lýst yfir að málið sé ekki á hennar valdsviði og hún muni ekki aðhaf­ast neitt í mál­in­u,“ segir í svari siða­nefnd­ar­inn­ar.

Í bréf­inu, sem Gunnar Þór Pét­urs­son und­ir­ritar fyrir hönd nefnd­ar­inn­ar, segir að siða­nefnd telji sig hafa upp­fyllt allar skyldur sínar í mál­inu. Mat hennar sé að það séu engar for­sendur til að bregð­ast frekar við end­ur­upp­töku­beiðn­inni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Enn ein tilraun gerð til að semja um verndun úthafanna
Stjórnvöld á Íslandi, í Rússlandi og Kína vilja að fiskveiðar verði ekki settar inn í samning þjóðríkja um verndun hafsins. Stærstur hluti úthafanna er alþjóðlegt hafsvæði. Innan við 2 prósent þess nýtur verndar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Hafnfirðingar stefna að því að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins á næstunni.
Hafnarfjörður ætlar að hefja vinnu við hjólreiðaáætlun
Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar hefur ákveðið að fela starfshópi með fulltrúum allra flokka að hefja vinnu við sérstaka hjólreiðaáætlun bæjarins. Örfá sveitarfélög hafa til þessa gert sérstakar áætlanir um hjólreiðar.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Umhverfismat stækkunar Sigöldustöðvar er hafið. Landsvirkjun áformar að stækka tvær virkjanir til viðbótar á svæðinu
Landsvirkjun geri skýra grein fyrir forsendum stækkunar Sigöldustöðvar
Skipulagsstofnun vill að Landsvirkjun geri skýrari grein fyrir tilgangi og forsendum fyrirhugaðrar stækkunar Sigölduvirkjunar. Stækkunin myndi aðeins auka orkuframleiðslu lítillega. Meira vatn þurfi til að meira rafmagn verði framleitt.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Bensínlítrinn lækkaði í fyrsta sinn á þessu ári en hlutdeild olíufélaganna í hverjum seldum lítra eykst
Framan af ári voru olíufélögin ekki að velta miklum hækkunum á bensíni út í verðið sem neytendum var boðið upp á. Nú þegar heimsmarkaðsverð hefur lækkað umtalsvert eru félögin að samak skapi að velta lækkunum hægar út í verðlagið en tilefni er til.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Sortuæxli myndast þegar fólk verður fyrir sólbruna og raunar þrefaldast líkurnar á að fólk þrói með sér húðkrabbamein við það eitt að sólbrenna á tveggja ára fresti.
Óttast fjölgun tilfella sortuæxla samhliða hlýnandi veðri
Sérfræðingar í Bretlandi óttast að tilfellum húðkrabbameins muni fjölga samhliða loftslagsbreytingum og hvetja fólk til að vera vart um sig í sólinni.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Kaupfélag Skagfirðinga hefur hagnast um 18 milljarða króna á fjórum árum
Eigið fé Kaupfélags Skagfirðinga, samvinnufélags í eigu 1.465 félagsmanna með höfuðstöðvar á Sauðárkróki, hefur þrefaldast frá árinu 2010 og er 49,5 milljarðar. Eignir félagsins eru metnar á tæplega 80 milljarða. Verðmætasta bókfærða eignin er kvóti.
Kjarninn 15. ágúst 2022
Áfengi spilar afar stjórt hlutverk í danskri unglingamenningu.
Danskir menntaskólar endurhugsi drykkjumenninguna
Danska heilbrigðisstofnunin hefur sent menntaskólum landsins bréf þar sem óskað er eftir því að hætt verði að gera áfengi hátt undir höfði á viðburðum á vegum skólanna.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Vilja gera óperuna aðgengilega fyrir Íslendinga
Kammeróperan ætlar að flytja meistarverkið Così fan tutte eftir Mozart íslensku á óperukvöldverði í Iðnó. Safnað er fyrir verkefninu á Karolina fund.
Kjarninn 14. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent