Siðanefnd RÚV segir Helga Seljan að það sé ekki hægt að áfrýja

Siðanefnd RÚV segist ekki hafa neinar forsendur til þess að endurupptaka úrskurð sinn í máli fréttamannsins Helga Seljan. Úrskurðir nefndarinnar séu endanlegir og þeim verði ekki áfrýjað.

Helgi Seljan fréttamaður.
Helgi Seljan fréttamaður.
Auglýsing

Siða­nefnd RÚV hefur tjáð frétta­mann­inum Helga Seljan að úrskurðir hennar séu end­an­legir og verði ekki áfrýj­að. Þetta kemur fram í svar­bréfi sem siða­nefndin sendi í gær vegna end­ur­upp­töku­beiðni Helga, sem send var þann 10. apr­íl.

Í svari siða­nefnd­ar­innar segir að nefndin sé ekki skipuð lögum sam­kvæmt og sé ekki stjórn­vald í skiln­ingi stjórn­sýslu­laga. Þannig sé nefndin ekki bundin af stjórn­sýslu­lög­um, „þó hún hafi bent á að hún byggi á meg­in­reglum sem gilda í stjórn­sýsl­unni, hvað varðar að upp­lýsa málið, and­mæli og jafn­ræði aðila í máls­með­ferð­inn­i.“

Eins og Kjarn­inn sagði frá á fimmtu­dag voru færð rök fyrir því í end­ur­upp­töku­beiðni Helga að úrskurð nefnd­ar­innar ætti að end­ur­upp­taka í heild sinni vegna mis­taka siða­nefnd­ar­inn­ar, sem hefði metið fimm ummæli hans heild­stætt til að kom­ast að nið­ur­stöðu í mál­inu, þar af ein ummæli sem ekki fjöll­uðu um Sam­herja.

Siða­nefndin seg­ist hafa leið­rétt mis­tök sín og komið því á fram­færi við máls­að­ila að mis­tökin hefðu engin áhrif á nið­ur­stöðu máls­ins. Helgi hafi einnig verið beð­inn afsök­unar á mis­tök­unum í sér­stöku skrif­legu erindi.

Ekk­ert hafi komið fram sem dragi óhlut­drægni Sig­rúnar í efa

Í end­ur­upp­töku­beiðni Helga voru einnig færð rök fyrir því að einn nefnd­ar­manna, Sig­rún Stef­áns­dótt­ir, hefði ekki verið hæf til þess að kveða upp úrskurð­inn, vegna hags­muna­tengsla við Sam­herja. Siða­nefndin segir ekk­ert hafa komið fram í end­ur­upp­töku­beiðn­inni „sem gefur til kynna að hún hafi ekki verið hæf í skiln­ingi stjórn­sýslu­laga til að kveða upp úr­skurð­inn.“

„Af­markað verk­efni Sigrúnar er varðar Vís­inda­skóla unga fólks­ins, sem er viku­langt nám­skeið fyrir börn á aldr­inum 11-13 ára og er innan Háskól­ans á Aku­kreyri, lá fyrir og er greitt af Háskól­anum á Akur­eyri, þó starf­semi skól­ans sé vissu­lega studd af 20-25 fyr­ir­tækum á Akur­eyri.

Mynd: RÚV

Seta hennar í stjórn fjöl­mið­ils­ins N4, und­an­farin 7 ár, sem sjálf­stæður stjórn­ar­maður er öllum kunn. Hún er ekki eig­andi fjöl­mið­ils­ins né á fjöl­mið­ill­inn sér­stakra og veru­legra hags­muna að gæta í mál­inu. Fjöl­mið­ill­inn er jafn­framt með skýrar reglur um rit­stjórn­ar­legt sjálf­stæði og stjórn hans kemur að engu leyti að rit­stjórn og dag­legum störf­um,“ segir í erindi siða­nefnd­ar­inn­ar, sem telur ekk­ert hafa komið fram sem raski því mati að hún hafi verið hæf til að kveða upp úrskurð í mál­inu og ekk­ert komið fram sem dragi óhlut­drægni hennar með réttu í efa.

Bent á að við­ur­lög vegna úrskurð­ar­ins séu engin

Í svari siða­nefnd­ar­innar er einnig umfjöllun um hags­muni Helga af því að fá úrskurð­inn end­ur­upp­tek­inn. Siða­nefndin virð­ist ekki meta þá mikla, þar sem hún bendir á að í úrskurði siða­nefnd­ar­innar hafi ekki verið mælt fyrir um nein við­ur­lög.

Auglýsing

„Út­varps­stjóri og yfir­stjórn RÚV hafa til­kynnt að af þeirra hálfu fylgi engin við­ur­lög í kjölfar úr­skurðar nefnd­ar­innar og hann hafi engin áhrif á störf Helga Seljan hjá RÚV. Stjórn RÚV hefur jafn­framt lýst yfir að málið sé ekki á hennar valdsviði og hún muni ekki aðhaf­ast neitt í mál­in­u,“ segir í svari siða­nefnd­ar­inn­ar.

Í bréf­inu, sem Gunnar Þór Pét­urs­son und­ir­ritar fyrir hönd nefnd­ar­inn­ar, segir að siða­nefnd telji sig hafa upp­fyllt allar skyldur sínar í mál­inu. Mat hennar sé að það séu engar for­sendur til að bregð­ast frekar við end­ur­upp­töku­beiðn­inni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eigið fé Íslendinga 5.635 milljarðar í lok árs 2020 – Jókst um 65 prósent á fimm árum
Á árunum 2015 til 2020 jókst eigið fé Íslendingar um 2.227 milljarða króna. Þorri eigna þeirra er bundið í fasteignum, eða um 73 prósent. Á árinu 2020 voru það þó, í fyrsta sinn, aðrar eignir en hækkun á virði fasteigna sem hækkuðu mest í virði.
Kjarninn 22. janúar 2022
Ingunn Reynisdóttir
Í þágu hestsins
Kjarninn 22. janúar 2022
Þorkell Helgason
Aukið vægi útstrikana í komandi sveitarstjórnarkosningum
Kjarninn 22. janúar 2022
Ráðherrar þeirrar ríkisstjórnarinnar sem sat að völdum þegar eftirlaunalögin voru samþykkt.
Tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir kostnað vegna eftirlauna ráðherra og þingmanna
257 fyrrverandi þingmenn og 46 fyrrverandi ráðherrar fá eftirlaun á grundvelli umdeildra eftirlaunalaga sem voru í gildi á árunum 2003 til 2009. Alls kostaði þetta 876 milljónir króna í fyrra. Hér eru tíu hlutir sem hægt væri að gera fyrir það fé á ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent