Sigmundur Davíð: Ísland mjög gott land, sem getur orðið mun betra

14428296416_594c7b9d02_z.jpg
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son for­sæt­is­ráð­herra segir að stundum virð­ist sem fremur sé lögð áhersla á hið nei­kvæða á Íslandi í stað þess að meta það sem vel hefur reynst. Vissu­lega sé hægt að gera betur á mörgum sviðum en besta leiðin til þess sú að „meta það sem vel hefur reynst og gera enn meira af því en minna af hin­u.“ Þetta kom fram í hátíð­ar­á­varpi ­for­sæt­is­ráð­herra sem hann flutti á Aust­ur­velli í dag. Hópur fólks mót­mælti rík­is­stjórn­inni á meðan að á ávarp­inu stóð.

Í því fór Sig­mundur Davíð um víðan völl. Hann sagði að síð­ustu miss­eri hafi gefið Íslend­ingum enn frek­ari ástæðu til að líta björtum augum fram á veg­inn. „Ís­land stendur nú á ný upp­rétt í sam­fé­lagi þjóða eftir að hafa sigr­ast á mestu efna­hags­erf­ið­leikum síð­ari tíma með elju og ein­lægum ásetn­ingi.

Búið er að lækka skuldir heim­il­anna, störfum hefur fjölgað og  hafa aldrei verið fleiri, kaup­máttur eru orð­inn meiri en hann hefur áður verið í land­inu, verð­bólga er lág og nú blasir við að hægt verði að lækka skuldir rík­is­ins vegna fjár­magns sem renna mun í rík­is­sjóð til að gera afnám hafta mögu­legt. Það kemur sam­fé­lag­inu öllu til góða.

Auglýsing

Þessi vatna­skil þýða að við getum ein­beitt okkur að því að horfa fram á við. Nýtt tæki­færin sem bíða og þær áskor­anir sem fel­ast í því að gera gott sam­fé­lag betra. Þar verður alltaf af nógu að taka – bæði til að við­halda og styrkja inn­við­ina og bæta kjör­in, ekki hvað síst þeirra sem minnst hafa.“

Of mikil áhersla á hið nei­kvæða



For­sæt­is­ráð­herra var á þjóð­legu nót­unum og tal­aði mik­il­vægi þjóð­há­tíð­ar­dags­ins 17. júní og íslenska fán­ans. Sig­mundur Davíð sagði dag­inn verða dag til að minn­ast þeirra braut­ryðj­enda sem fyrr á tíð skópu fram­tíð þjóð­ar­innar með bar­áttu sinni og dagur til að virkja sam­taka­mátt okkar og setja mark­iðin enn hærra en áður til heilla fyrir fram­tíð­ar­kyn­slóðir lands­ins.

„Ís­lend­ingar hafa þegar náð árangri sem hlýtur að telj­ast  merki­leg­ur. Það er nán­ast sama um hvaða svið er að ræða, hvort sem það er keppni í íþrótt­um, listir eða vís­indi, okkar litla sam­fé­lag á fjölda full­trúa sem skara fram úr á heims­vísu. Og það er mik­il­vægt að muna að við getum nýtt sama drif­kraft til fram­fara inn­an­lands.“

Í ræð­unni sagði Sig­mundur að í alþjóð­legum sam­an­burði væri Ísland talið örugg­asta land í heimi, í þriðja sæti yfir þau lönd sem best þætti að búa, jöfn rétt­indir allra væru betur tryggð en annar stað­ar, jöfn­uður væri meiri og að mati Sam­ein­uðu þjóð­anna væru Íslend­ingar sú þjóð sem hefði einna mesta ástæðu til að vera ham­ingju­söm.

„Raunar er bara eitt land annað sem telst búa við jafn mikil lífs­gæði og Íslend­ing­ar. En hvað finnst okkur sjálf­um?

Stundum virð­ist sem fremur sé lögð áhersla á hið nei­kvæða en að meta það sem vel hefur reynst og nýta þann árangur til að gera enn bet­ur. Við getum vissu­lega gert betur á mörgum sviðum en besta leiðin til þess er sú að meta það sem vel hefur reynst og gera enn meira af því en minna af hinu.  Við eigum líka að leyfa okkur að gleðj­ast yfir því góða á hátíð­legri stund eins og þess­ari og láta gleð­ina veita okkur hvatn­ingu til áfram­hald­andi fram­fara.

Við vitum auð­vitað öll að raun­veru­leg ham­ingja verður aldrei mæld í töl­um. En samt er rétt að minn­ast þess gamla vís­dóms að glöggt er gests aug­að. Þessi sam­an­burður segir okkur að hér á landi séu rík til­efni til ham­ingju. Það er svo okkar að nálg­ast þau með opnum huga, sjá þau og nýta.

Eins og ég hef rakið hefur Ísland spjarað sig vel frá því að landið varð sjálf­stætt og full­valda ríki. Það er ánægju­legt að sjá að Danir hafa líka spjarað sig ljóm­andi vel eftir aðskiln­að­inn, en Dan­mörk fylgir raunar næst á eftir Íslandi á ham­ingju­lista Sam­ein­uðu þjóð­anna.

Á morgun fara fram kosn­ingar í Dan­mörku. Þegar for­sæt­is­ráð­herra lands­ins boð­aði til kosn­inga hafði hann á orði að Dan­mörk væri besta land í heimi. Leið­togi stjórn­ar­and­stöð­unnar gerði engan ágrein­ing um það. Dan­mörk væri svo sann­ar­lega besta land í heimi ...en það gæti orðið enn betra.

Í heild­ar­sam­hengi hlut­anna hljótum við Íslend­ingar að geta verið sam­mála um að Ísland sé að minnsta kosti nokkuð gott land og lík­lega bara mjög gott land ...þótt það geti vissu­lega orðið enn betra.“

Viljum öllu bæta sam­fé­lagið



Sig­mundur Davíð sagði að þjóð­há­tíð­ar­dag­ur­inn minni okkur öll á við allir Íslend­ingar eigi að minnsta kosti eitt sam­eig­in­legt: að vilja bæta land­ið, sam­fé­lagið og búa fram­tíð­ar­kyn­slóðum örugga fram­tíð í góðu landi. „Hvort sem við lifum og störfum í höf­uð­borg­inni, ræktum land­ið, sækjum sjó­inn, tökum á móti ferða­mönnum eða sinnum öðrum störfum þá erum við öll að vinna í þágu sam­fé­lags­ins. Árangur okkar bygg­ist á því að við skiptum með okkur verkum en vinnum þó öll sam­an.

Þessi dagur minnir okkur því fyrst og síð­ast á þá sam­eig­in­legu skyldu okkar og hug­sjón sem þjóð, að standa vörð um árangur fyrri kyn­slóða sem við njótum í dag, og að skila kom­andi kyn­slóðum enn betra sam­fé­lagi, svo gott verði að búa á Íslandi til fram­tíð­ar.“

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None