Sigmundur Davíð segir vogunarsjóði hafa keypt hagsmunagæslu hér á landi fyrir 18 milljarða

9951287705_351870c03c_z.jpg
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði í ræðu sinni á flokks­þingi Fram­sókn­ar­manna, sem hófst í dag, að erlendir vog­un­ar­sjóðir hafi keypt sér hags­muna­gæslu á Íslandi fyrir 18 millj­arða króna.

Í yfir­lits­ræðu sinni fór for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins yfir árang­ur­inn á kjör­tíma­bil­inu, og gerði losun fjár­magns­hafta að umfjöll­un­ar­efn­i og ­sagði að stærsta hindr­unin við losun hafta væri hin óupp­gerðu slitabú föllnu bank­anna. Þá boð­aði for­sæt­is­ráð­herra að fram­kvæmd um losun fjár­magns­hafta verði hrint í fram­kvæmd áður en yfir­stand­andi vor­þingi lýk­ur.

Í stöðugri hags­muna­gæsluSig­mundur Davíð sagði að langstærstur hluti krafn­anna í búin sé í eigu erlendra vog­un­ar­sjóða, sem hafi keypt þær á bruna­út­sölu eftir fall bank­anna, og þeir hafi varið miklu­m fjár­munum í að verja hags­muni sína hér á landi sem gætu numið allt að 2.500 millj­örðum króna.

„Það er þekkt að flestar, ef ekki all­ar, stærri lög­manns­stofur lands­ins hafa unnið fyrir þessa aðila eða full­trúa þeirra. Það er leitun að almanna­tengsla-­fyr­ir­tæki sem starfar á Íslandi og hefur ekki verið í þjón­ustu sömu aðila auk fjölda ráð­gjafar á hinum ýmsu svið­u­m,“ sagði Sig­mundur Davíð í ræðu sinni.

Auglýsing

„Um­svifin eru nán­ast óhugna­leg og ómögu­legt er að segja til um hversu langt þau ná, en nýlegar fréttir herma að kröfu­hafar hafi keypt hags­muna­gæslu hér á landi fyrir 18 millj­arða króna á und­an­förnum árum. Við vitum að full­trúar kröfu­haf­anna hafa tekið saman per­sónu­legar upp­lýs­ingar um stjórn­mála­menn, blaða­menn og aðra sem hafa tjáð sig um þessi mál eða telj­ast lík­legir til að geta haft áhrif á gang mála. Og í sumum til­vikum hafa verið gerðar sál­grein­ingar á fólki til að átta sig á því hvernig best sé að eiga við það.“

Þá full­yrti for­sæt­is­ráð­herra í ræðu sinni að reglu­lega séu skrif­aðar svo­kall­aðar leyni­skýrslur hér­lendis fyrir kröfu­haf­ana þar sem „... veittar eru upp­lýs­ingar um gang mála á Íslandi, í stjórn­mál­un­um, opin­berri umræðu, fjár­mála­kerf­inu og svo fram­veg­is.“

 

Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None