Sigmundur Davíð segir vogunarsjóði hafa keypt hagsmunagæslu hér á landi fyrir 18 milljarða

9951287705_351870c03c_z.jpg
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­sæt­is­ráð­herra og for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, sagði í ræðu sinni á flokks­þingi Fram­sókn­ar­manna, sem hófst í dag, að erlendir vog­un­ar­sjóðir hafi keypt sér hags­muna­gæslu á Íslandi fyrir 18 millj­arða króna.

Í yfir­lits­ræðu sinni fór for­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins yfir árang­ur­inn á kjör­tíma­bil­inu, og gerði losun fjár­magns­hafta að umfjöll­un­ar­efn­i og ­sagði að stærsta hindr­unin við losun hafta væri hin óupp­gerðu slitabú föllnu bank­anna. Þá boð­aði for­sæt­is­ráð­herra að fram­kvæmd um losun fjár­magns­hafta verði hrint í fram­kvæmd áður en yfir­stand­andi vor­þingi lýk­ur.

Í stöðugri hags­muna­gæsluSig­mundur Davíð sagði að langstærstur hluti krafn­anna í búin sé í eigu erlendra vog­un­ar­sjóða, sem hafi keypt þær á bruna­út­sölu eftir fall bank­anna, og þeir hafi varið miklu­m fjár­munum í að verja hags­muni sína hér á landi sem gætu numið allt að 2.500 millj­örðum króna.

„Það er þekkt að flestar, ef ekki all­ar, stærri lög­manns­stofur lands­ins hafa unnið fyrir þessa aðila eða full­trúa þeirra. Það er leitun að almanna­tengsla-­fyr­ir­tæki sem starfar á Íslandi og hefur ekki verið í þjón­ustu sömu aðila auk fjölda ráð­gjafar á hinum ýmsu svið­u­m,“ sagði Sig­mundur Davíð í ræðu sinni.

Auglýsing

„Um­svifin eru nán­ast óhugna­leg og ómögu­legt er að segja til um hversu langt þau ná, en nýlegar fréttir herma að kröfu­hafar hafi keypt hags­muna­gæslu hér á landi fyrir 18 millj­arða króna á und­an­förnum árum. Við vitum að full­trúar kröfu­haf­anna hafa tekið saman per­sónu­legar upp­lýs­ingar um stjórn­mála­menn, blaða­menn og aðra sem hafa tjáð sig um þessi mál eða telj­ast lík­legir til að geta haft áhrif á gang mála. Og í sumum til­vikum hafa verið gerðar sál­grein­ingar á fólki til að átta sig á því hvernig best sé að eiga við það.“

Þá full­yrti for­sæt­is­ráð­herra í ræðu sinni að reglu­lega séu skrif­aðar svo­kall­aðar leyni­skýrslur hér­lendis fyrir kröfu­haf­ana þar sem „... veittar eru upp­lýs­ingar um gang mála á Íslandi, í stjórn­mál­un­um, opin­berri umræðu, fjár­mála­kerf­inu og svo fram­veg­is.“

 

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None