Sigríður Björk vísar gagnrýni á LÖKE-málið á bug

sbg.jpg
Auglýsing

Sig­ríður Björk Guð­jóns­dótt­ir, lög­reglu­stjóri á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, vísar á bug gagn­rýni á rann­sókn lög­regl­unnar á Suð­ur­nesjum á LÖKE-­mál­inu svo­kall­aða. Sig­ríður Björk var yfir lög­regl­unni á Suð­ur­nesjum þegar málið var rann­sakað þar. Hún var spurð um þetta í við­tali við Björn Inga Hrafns­son í Eyj­unni á Stöð 2 nú í kvöld.

Lög­reglu­maður var sak­aður um hafa flett upp nöfnum 45 kvenna í mála­skrá lög­regl­unn­ar, LÖKE, án þess að upp­flett­ingar tengd­ust starfi hans sem lög­reglu­manns. Hann var ákærður fyrir þetta og fyrir að hafa miðlað per­sónu­upp­lýs­ingum sem leynt áttu að fara til þriðja aðila í gegnum Face­book. Seinni ákæru­lið­ur­inn stendur eft­ir, en rík­is­sak­sókn­ari féll frá hinum fyrri.

Garðar Steinn Ólafs­son, lög­maður manns­ins, hefur sakað lög­regl­una á Suð­ur­nesjum um að hafa van­rækt að rann­saka málið til hlít­ar. Hann hefur sagt að aldrei hafi farið fram rann­sókn heldur hafi hann verið bor­inn sökum af aðstoð­ar­lög­reglu­stjór­anum á Suð­ur­nesjum á þeim tíma, Öldu Hrönn Jóhanns­dótt­ur. „Við höfum ítrekað kraf­ist þess að fram­kvæmd yrði rann­sókn á fjar­stæðu­kenndum sam­sær­is­kenn­ingum aðstoð­ar­lög­reglu­stjóra. Alltaf var við­kvæðið að það hafi verið gert. Svo þegar sak­sókn­ari sett­ist niður til að und­ir­búa aðal­með­ferð í mál­inu hefur hún lesið gögn máls­ins í fyrsta skipti. Þá hefur hún upp­götvað að ákæra hafi verið gefin út á fölskum for­send­um,“ sagði Garðar Steinn í við­tali við Kjarn­ann í vik­unni.

Auglýsing

Sig­ríður Björk vís­aði þessu öllu á bug í Eyj­unni og sagði gagn­rýn­ina ómál­efna­lega, vegna þess að það hafi verið rík­is­sak­sókn­ari sem hafi tekið allar ákvarð­anir í mál­inu.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Halldór Gunnarsson
Samtök eldri borgara ráðalaus eða hvað?
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir formaður velferðarnefndar.
Neitar að hafa brotið trúnað og segir „kostulegt“ að ráðuneytið geri athugasemdir
Helga Vala Helgadóttir telur sig ekki hafa brotið trúnað með því að ræða um efnisatriði sem komu fram á lokuðum nefndarfundi í sjónvarpsviðtali. Hún segir stöðu hjúkrunarheimila of alvarlega fyrir „pólitíska leiki.“
Kjarninn 2. mars 2021
Áréttar að það sé „salur til rannsóknar en ekki ráðherra“
Símtöl dómsmálaráðherra til lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins voru rædd í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag. Áslaug sagði símtölin ekki skráningarskyld þar sem hún hefði hringt til að afla sér upplýsinga en ekki í formlegum erindagjörðum.
Kjarninn 2. mars 2021
Helga Vala Helgadóttir þingmaður Samfylkingar og formaður velferðarnefndar Alþingis.
Heilbrigðisráðuneytið gerir „alvarlegar athugasemdir“ við orð Helgu Völu
Heilbrigðisráðuneytið telur að málflutningur formanns velferðarnefndar í frétt RÚV um Sjúkratryggingar Íslands í gærkvöldi hafi verið ógætilegur og að trúnaðar um það sem fram fór á lokuðum nefndarfundi hafi ekki verið gætt.
Kjarninn 2. mars 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra segir nauðsynlegt að ræða áhrif launabreytinga á verðbólgu
Hvaðan kemur verðbólgan?
Verðbólga hér á landi mælist nú í rúmum fjórum prósentum og hefur ekki verið jafnmikil í rúm sjö ár. Hvað veldur þessari miklu hækkun?
Kjarninn 2. mars 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður dómsmálaráðherra.
Segir það vekja furðu hvernig stjórnmálamenn og fjölmiðlar „hamast á dómsmálaráðherra“
Hreinn Loftsson segir dómsmálaráðherra ekki hafa gert neitt rangt þegar hún hringdi í lögreglustjórann á höfuðborgarsvæðinu á aðfangadag vegna Ásmundarsalsmálsins. Fjölmiðlar hafi ekki virt helgifrið og heimtað svör frá ráðherranum.
Kjarninn 2. mars 2021
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Sósíalistaflokkurinn hefur aldrei mælst stærri í könnunum Gallup
Stjórnarflokkarnir hafa saman tapað fylgi á kjörtímabilinu en eru við það að geta endurnýjað samstarfið, samkvæmt könnunum, standi vilji þeirra til þess. Þrír stjórnarandstöðuflokkar hafa styrkt stöðu sína á kjörtímabilinu en tveir veikst.
Kjarninn 2. mars 2021
Guðmundur Ingi var kjörinn varaformaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs árið 2019.
Tveir keppast um oddvitasæti VG í Kraganum
Guðmundur Ingi Guðbrandsson hefur tilkynnt að hann stefni á oddvitasætið í Suðvesturkjördæmi. Nú þegar hefur Ólafur Þór Gunnarsson tilkynnt að hann vilji fyrsta sætið.
Kjarninn 2. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None