Síminn fer á markað í annað sinn snemma næsta haust

siminn.jpg
Auglýsing

Stærsta fjar­skipta­fyr­ir­tæki lands­ins, Sím­inn, verður skráð á hluta­bréfa­markað í haust. Þetta kom fram í máli Orra Hauks­son­ar, for­stjóra Sím­ans, á Kaup­hall­ar­dögum Arion banka í morg­un. Arion banki er stærsti eig­andi Sím­ans með 38,32 pró­sent eign­ar­hlut. Aðrir stórir eig­endur eru íslenskir líf­eyr­is­sjóð­ir. Undir Sím­ann heyra meðal ann­ars Míla og Skjár­inn.

Pétur Ósk­ars­son, yfir­maður sam­skipta hjá Sím­an­um, segir að vinna við gerð skrán­ing­ar­lýs­ingar sé þegar hafin og að stefnt sé að skrán­ingu snemma næsta haust.

Sam­kvæmt upp­lýs­ingum Kjarn­ans eru Arion banki og Arct­ica Fin­ance vinna að und­ir­bún­ingi hluta­fjár­út­boðs vegna skrán­ing­ar­inn­ar. Arion banki mun selja hluta af eign sinni í Sím­anum í hluta­fjár­út­boði í aðdrag­anda skrán­ingar en ekki liggur fyrir hversu stóran hluta bank­inn ætlar að selja.

Auglýsing

Sím­inn verður 16 félagið í Kaup­höll Íslands gangi áformin eft­ir. Í dag eru þrettán félög skráð auk þess sem hluta­bréf í Reitum verða tekin til við­skipta á Aðal­mark­aði Nas­daq Iceland í fyrra­málið og Fast­eigna­fé­lagið Eik er komið langt með að verða skráð á mark­að. Sím­inn verður annað fjar­skipta­fyr­ir­tækið á mark­aði. Hitt er Voda­fone sem var skráð á markað í lok árs 2012.

Við­snún­ingur eftir 50 millj­arða tap eftir hrunSkipti, móð­ur­fé­lag Sím­ans, var sam­einað dótt­ur­fé­lag­inu Sím­anum á síð­asta ári og er sam­stæðan nú öll rekin undir nafni Sím­ans. Mik­ill við­snún­ingur hefur orðið á rekstri hennar á und­an­förnum árum. Á tíma­bil­inu 2008 og til loka árs 2013 tap­aði félagið sam­tals 50 millj­örðum króna. Í fyrra hagn­að­ist félagið hins vegar í fyrsta sinn frá hruni, um 3,3 millj­arða króna.

Hið mikla tap sem var á rekstri Skipta á árunum eftir hrun var að stóru leyti til­komin vegna þess að við­skipta­vild félags­ins var skrúfuð niður um 33 millj­arða króna frá árs­lokum 2008. Á árinu 2013, sama ári og fjár­hags­legri end­ur­skipu­lagn­ingu Skipta lauk, bók­færði félagið til að mynda 17 millj­arða króna tap þrátt fyrir að hagn­aður fyrir fjár­magnsliði, afskriftir og skatta hefði verið 8,3 millj­arðar króna.

Ekki í fyrsta sinn sem Sím­inn er á markaðÞetta er ekki í fyrsta sinn sem Sím­ann fer á mark­að. Þegar Exista, og við­skipta­legir með­reið­ar­sveinar þess áður stór­tæka fjár­fest­ing­ar­fé­lags, keyptu Sím­ann af íslenska rík­inu undir hatti félags sem fékk nafnið Skipti á upp­hæð sem í dag myndi vera um 140 millj­arðar króna, árið 2005 fylgdu því ákveðin skil­yrði. Eitt slíkt var ákvæði í kaup­samn­ingi um að almenn­ingi og öðrum fjár­festum yrði boðið að kaupa 30 pró­sent hlut í félag­inu í gegnum hluta­fjár­út­boð og skrán­ingu á mark­að.

Þegar kom að skrán­ing­unni í mars 2008 voru óveð­urs­skýin farin að hrann­ast upp yfir íslensku við­skipta­lífi og hluta­bréfa­verð hafði hríð­fallið mán­uð­ina á und­an. Skipti voru skráð á markað en fljót­lega eftir að fyrstu við­skipti voru hringd inn á skrán­ing­ar­deg­inum gerði Exista yfir­tökutil­boð í félag­ið. Skipti voru síðan afskráð nokkrum mán­uðum síð­ar.

 

Kristbjörn Árnason
Gleðidagur
Leslistinn 24. ágúst 2019
Vonast enn til að selja vörumerkið WOW air
Skiptastjórar WOW air segja að viðræður um að selja vörumerki, lén og bókunarvél félagsins gangi ágætlega.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri.
„Ég þekki nú fullvel þau víti sem þarf að varast“
Ásgeir Jónsson, nýskipaður seðlabankastjóri, segist hafa verið frekar bláeygður á stöðu bankanna fyrir hrun. Hann álítur þó að sú reynsla sé verðmæt fyrir hann sem seðlabankastjóra þar sem hann þekki nú vel þau víti sem þarf að varast.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Netógnir nýrrar aldar: Árásir á lýðræðið
Það er ekki lengur tekist á um það af neinni alvöru að netárásir eru notaðar til að hafa áhrif á hið lýðræðislega ferli og til að grafa undan lýðræðislegum stofnunum. Það hefur gerst í hverju landinu á eftir öðru.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Svona geta stjórnvöld orsakað nýtt fjármálaáfall
Gylfi Zoega, prófessor í hagfræði, hefur búið til lista yfir átta aðgerðir sem ríkisstjórn og Seðlabanki gætu gripið til sem gætu leitt að sér nýtt hrun. Hann biður fólk um að krossa við ef aðgerðirnar verði að veruleika.
Kjarninn 24. ágúst 2019
Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None