Skattgreiðendur þurfi að borga fyrir tómar áhorfendastúkur

Borgaryfirvöld í Tókíó gætu þurft að niðurgreiða Ólympíuleikana sem þar eiga að fara fram síðsumars um jafnvirði 97 milljarða króna til viðbótar, ef leikarnir þurfa að fara fram fyrir luktum dyrum.

Almenningur í Japan hefur verið ansi andsnúinn því að leikarnir fari fram í Tókíó í sumar.
Almenningur í Japan hefur verið ansi andsnúinn því að leikarnir fari fram í Tókíó í sumar.
Auglýsing

Nýlegar fjár­hags­á­ætl­anir fyrir Ólymp­íu­leik­ana í Tókíó sýna að skipu­leggj­endur leik­anna eru enn að gera ráð fyrir því að við­burðir á leik­unum verði þétt­setnir áhorf­end­um, þrátt fyrir að alls óvíst sé hvort það geti mögu­lega orðið raun­in.

Um tvö ár eru síðan að miðar á við­burði Ólymp­íu­leik­anna fóru í sölu, að mestu til almenn­ings í Jap­an, og löngu er búið að verja ágóða miða­söl­unnar til þess að skipu­leggja leik­ana.

Í nýrri úttekt Fin­ancial Times kemur fram að borg­ar­yf­ir­völd í Tókíó hafi skuld­bundið sig til þess að end­ur­greiða mið­ana ef til þess þyrfti að koma og að kostn­að­ur­inn borg­ar­innar við það, ef leik­arnir fara fram bak við luktar dyr, muni nema um 800 millj­ónum Banda­ríkja­dala. Það er jafn­virði rúm­lega 97 millj­arða íslenskra króna.

Auglýsing

Rík­is­stjórn Jap­ans er ákveðin í að halda leik­ana, þrátt fyrir að and­staða almenn­ings hafi verið all­mik­il, en til stendur að setn­ing­ar­at­höfn þeirra fari fram 23. júlí.

Yoshihide Suga forsætisráðherra Japans. Mynd: EPA

Yos­hi­hide Suga for­sæt­is­ráð­herra lands­ins sagði við frétta­menn á G7 fund­inum í Bret­landi á dög­unum að fjöldi áhorf­enda myndi taka mið af stöðu COVID-19 far­ald­urs­ins í land­inu og sömu við­mið um áhorf­enda­fjölda yrðu á Ólymp­íu­leik­unum og á öðrum íþrótta­við­burðum í land­inu.

Læknar og sótt­varna­sér­fræð­ingar hafa að und­an­förnu talað gegn því að áhorf­endum verði hleypt inn á við­burði Ólymp­íu­leik­anna. For­maður lækna­sam­tak­anna í Tókíó sagði nýlega að ef til stæði að halda leik­ana væri það eini val­mögu­leik­inn að gera það án nokk­urra áhorf­enda.

Kór­ónu­veiru­far­ald­ur­inn hefur ekki verið kveð­inn niður í Japan og hund­ruð smita grein­ast í Tókíó á degi hverj­um, þrátt fyrir að far­ald­urs­bylgja sem reis hátt í maí sé í rén­un. Á sama tíma er ekki búið að full­bólu­setja nema tæp 6 pró­sent Jap­ana og innan við 10 pró­sent lands­manna til við­bótar hafa fengið að minnsta kosti einn skammt af bólu­efni.

Anton Sveinn McKee sund­maður er eini íslenski íþrótta­mað­ur­inn sem hefur unnið sér inn keppn­is­rétt á Ólymp­íu­leik­unum í sum­ar.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kim Kardashian á rauða dregli Met Gala fyrr í þessum mánuði. Skömmu eftir að þessi mynd var tekin skipti hún yfir í endurgerð kjólsins til þess að koma í veg fyrir skemmdir á þeim upprunalega.
„Sögufrægum flíkum ætti enginn að klæðast, nokkurn tímann“
Fyrr í mánuðinum mætti Kim Kardashian á Met Gala í sögufrægum kjól sem var í eigu Marilyn Monroe. Svo mjög voru forverðir óánægðir með uppátækið að ICOM, alþjóðaráð safna, sá ástæðu til að senda frá sér yfirlýsingu.
Kjarninn 18. maí 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Segir marga hljóta að spyrja hvað LOGOS fékk greitt fyrir minnisblað um Bankasýsluna
Þingmaður Samfylkingar segir að ef mönnum sé alvara um að fara í saumana á sölunni á Íslandsbanka sé það ekki ekki gert með aðkeyptum lögfræðiálitum sem bæta engu við málflutninginn og er komið með forgangi til ákveðinna fjölmiðla til forsíðubirtingar.“
Kjarninn 18. maí 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar.
Þórdís Lóa segir ekki ólíklegt að Viðreisn og Framsókn séu að fara að vinna saman
Oddviti Viðreisnar segir Samfylkingu, Pírata og Viðreisn eiga málefnalega samleið í mikilvægum málaflokkum og að Framsókn virðist standa nærri þeim. Það sé þó ljóst að gamli meirihlutinn sé fallinn og að næstu skref séu að mynda nýjan.
Kjarninn 18. maí 2022
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Segir lánakjör enn í dag mjög góð – í sögulegu ljósi
Þrátt fyrir að kjör á lánamarkaði séu í sögulegu ljósi góð þá breytir það því ekki að margir ráða ekki við aukna greiðslubyrði, segir fjármálaráðherra. Hann vill þó ekki að ríkið grípi inn í og þvingi fram niðurstöðu sem ekki fæst á markaði.
Kjarninn 18. maí 2022
Maður á lestarstöð í Seoul í Suður-Kóreu fylgist með upplýsingafundi yfirvalda í Norður-Kóreu um kórónuveriufaraldurinn sem hefur loks náð þar fótfestu, um tveimur ogh álfu ári eftir að fyrsta smitið greindist í Kína.
Yfir milljón manns í Norður-Kóreu „með hita“
Yfirvöld í Norður-Kóreu fullyrða að um milljón íbúa landsins séu „með hita“eftir að fyrsta COVID-tilfellið var staðfest fyrir helgi. Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, hefur skipað sjálfan sig sem yfirmann sjúkdómsviðbragðra.
Kjarninn 18. maí 2022
Blaða- og fréttamenn í eina sæng
Á aðalfundi Félags fréttamanna í gær var sameining félagsins við Blaðamannafélag Íslands samþykkt en aðalfundur BÍ samþykkti sameininguna í apríl.
Kjarninn 18. maí 2022
Rússneska ríkisfyrirtækinu Gazprom hefur verið vísað úr alþjóðlegu bandalagi gasfyrirtækja.
ESB slakar á klónni gagnvart Rússum
Til að koma í veg fyrir stórfelldan orkuskort í Evrópu hefur framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gefið út viðmiðunarreglur um hvernig greiða megi fyrir rússneskt gas. Verið að láta undan kúgunum Pútíns, segir forsætisráðherra Póllands.
Kjarninn 18. maí 2022
Aðalvalkostur Landsnets er sá að Blöndulína 3 liggi um fimm sveitarfélög og í lofti alla leiðina.
Bítast um stuttan jarðstrengsspotta Blöndulínu 3
Sveitarfélög á Norðurlandi vilja Blöndulínu 3 í jörð um lönd sín en þeir eru hins vegar örfáir, kílómetrarnir sem Landsnet telur jarðstreng mögulegan á hinni 100 km löngu línu. Náttúruverndarsamtök segja streng yfir Sprengisand höggva á hnútinn.
Kjarninn 18. maí 2022
Meira úr sama flokkiErlent