Skuldaleiðréttingin eykur verðbólgu og dregur úr ávinningi hækkunar íbúðaverðs

9954243815_70aeb44ba4_z-1.jpg
Auglýsing

Hröð hækkun á kaup­mætti ráð­stöf­un­ar­tekna heim­il­anna og áhrif aðgerða rík­is­stjórn­ar­innar til lækk­unar á verð­tryggðum lánum heim­ila, hin svo­nefnda Leið­rétt­ing, eru und­ir­liggj­andi ástæður þess að hækkun íbúða­verðs hefur verið hröð und­an­far­ið. Alls hefur verð íbúða hækkað um 9,4 pró­sent síð­ustu tólf mán­uði að nafn­virði á land­inu öllu og um 7,7 pró­sent að raun­verði. Þessi hækkun hefur einnig valdið auk­inn­i verð­bólgu og þar með „dregið úr þeim ávinn­ingi mælt í auknu eigin fé heim­il­anna sem hús­næð­is­verð­hækk­unin hefur skil­að.“ Þetta kemur fram í morg­un­korni Grein­ingar Íslands­banka í dag.

Eykur verð­bólgu og rýrir ávinn­ingAð­gerðir íslenskra stjórn­valda um að lækka hús­næð­is­skuldir hluta Íslend­inga um 80 millj­arða króna eru því að kynda undir hækkun íbúða­verðs. Sú hækkun kemur fram í vísi­tölu neyslu­verðs sem mælir verð­bólgu í land­inu. Sú neyslu­vísi­tala hækk­aði til að mynda um 1,02 pró­sent í febr­úar síð­ast­liðn­um,  sem var skarpasta hækkun hennar í langan tíma.

Grein­ing Íslands­banka segir ljóst að hækkun á verði íbúa hafi verið stór áhrifa­þáttur í verð­bólgu­þró­un­inni und­an­far­ið. „Skýrir hækkun hús­næð­is­verðs þannig alla verð­bólg­una sem nú er og gott bet­ur, enda hefur verð­lag lækkað um 0,1 pró­sent síð­ustu 12 mán­uði skv. vísi­tölu neyslu­verðs án hús­næð­is. Hefur þetta dregið úr þeim þeim ávinn­ingi mælt í auknu eigin fé heim­il­anna sem hús­næð­is­verð­hækk­unin hefur skil­að. Reiknum við með að hækkun hús­næð­is­verðs verði áfram stór þáttur í verð­bólgu­þró­un­innni á spá­tíma­bil­inu og spáum við því að  vístala neyslu­verðs hækka um 0,1 pró­sent á milli mán­aða að jafn­aði á kom­andi mán­uðum vegna þess.“

Áfram miklar hækk­anirGrein­ingin spáir að nafn­verðs­hækkun á hús­næði á land­inu öllu verði 15,5 pró­sent til loka árs 2017, eða 7,7 pró­sent raun­hækk­un. „Helstu rök fyrir áfram­hald­andi hækkun íbúð­ar­hús­næðis er dágóð hækkun á kaup­mætti ráð­stöf­un­ar­tekna sem kemur til m.a. vegna þess að laun munu á spá­tíma­bil­inu hækka nokkuð umfram verð­bólgu skv. okkar spá og heild­ar­vinnu­stundum fjölga. Áhrifa aðgerða rík­is­stjórn­ar­innar til lækk­unar verð­tryggðra skulda heim­il­anna mun á spá­tíma­bil­inu gæta mest á þessu ári.  Við spáum því að það muni draga úr nafn- og raun­verðs­hækk­unum eftir því sem líður á spá­tíma­bilið sam­hliða því að þessi áhrif skulda­lækk­un­ar­innar fjara út og heldur dregur úr vexti kaup­máttar ráð­stöf­un­ar­tekna.“

Íbúða­verð hefur raunar hækkað nán­ast stans­laust frá því að það náði botni í upp­hafi árs 2010. Síðan þá hefur nafn­verð íbúða hækkað um 39,1 pró­sent og raun­verð um 18,7 pró­sent. „Er þetta umtals­verð verð­hækkun sem hefur bætt hag þeirra heim­ila sem eiga sitt eigið hús­næði, en það eru all­flest íslensk heim­ili eða 73 pró­sent allra heimia á árinu 2013[...]Eru 55 pró­sent heim­il­anna með hús­næð­is­lán, og í flestum til­fellum um verð­tryggt lán að ræða. Eig­in­fjár­staða heim­il­anna hefur í þessum til­fellum auk­ist umtals­vert, en verð­bólgan hefur  verið sér­stak­lega lág und­an­farið og mælist nú 1,6 pró­sent.“

Auglýsing

Engin bóla en aðstæður fyrir hana til staðarÞað ætti ekki að koma neinum á óvart að íbúða­verð fjöl­býlis á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur hækkað hraðar en verð sér­býla þar og verð íbúða ann­ars­staðar á land­inu. Grein­ing Íslands­banka telur þó að þær miklu hækk­anir sem átt hafi sér stað séu studdar efna­hags­legum rökum og því sé ekki um verð­bólu að ræða á íbúða­mark­aði „þó svo að aðstæður fyrir slíka bólu séu til staðar þar sem fjár­fest­inga­kostir eru tak­mark­aðri en ella innan gjald­eyr­is­hafta.“

Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Sigurður Hlöðversson
Makríll á leið í kvóta – Eftir höfðinu dansa limirnir
Kjarninn 15. júní 2019
Margrét Tryggvadóttir
Hver skapaði skrímslið?
Leslistinn 15. júní 2019
Tíðavörur loks viðurkenndar sem nauðsyn
Alþingi samþykkti á dögunum að lækka virðisaukaskatt á tíðavörum úr efra skattþrepi í neðra. Ákvörðunin kemur í kjölfar þess að konur hafa á síðustu árum vakið athygli á því að það skjóti skökku við að skattleggja ekki tíðavörur sem nauðsynjavörur.
Kjarninn 15. júní 2019
Órói í stjórnmálum haggar varla fylgi stjórnmálablokka
Meirihluti stjórnarandstöðunnar mælist nú með meira fylgi en stjórnarflokkarnir þrír, frjálslyndu miðjuflokkarnir hafa sýnt mikinn stöðugleika í könnunum um langt skeið og fylgi Miðflokksins haggast varla þrátt fyrir mikla fyrirferð.
Kjarninn 15. júní 2019
Wikileaks: Blaðamennska í almannaþágu eða glæpur?
Julian Assange, stofnandi Wikileaks, á í hættu á að vera framseldur til Bandaríkjanna þar sem hann gæti átt yfir höfði sér 175 ár í fangelsi verði hann fundinn sekur.
Kjarninn 15. júní 2019
Segir forystu Sjálfstæðisflokksins vera sama um vilja flokksmanna
Stríð Davíðs Oddssonar og Morgunblaðsins sem hann stýrir við Sjálfstæðisflokkinn heldur áfram á síðum blaðsins í dag. Þar gagnrýnir hann forystu flokksins harkalega og bætir í gagnrýni sína vegna þriðja orkupakkans.
Kjarninn 15. júní 2019
Nýliðunarbrestur veldur Hafró áhyggjum
Hlýnun sjávar í íslenskri lögsögu er einn áhrifaþátturinn sem Hafró fylgist grannt með.
Kjarninn 14. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None