Skuldaleiðréttingin eykur verðbólgu og dregur úr ávinningi hækkunar íbúðaverðs

9954243815_70aeb44ba4_z-1.jpg
Auglýsing

Hröð hækkun á kaup­mætti ráð­stöf­un­ar­tekna heim­il­anna og áhrif aðgerða rík­is­stjórn­ar­innar til lækk­unar á verð­tryggðum lánum heim­ila, hin svo­nefnda Leið­rétt­ing, eru und­ir­liggj­andi ástæður þess að hækkun íbúða­verðs hefur verið hröð und­an­far­ið. Alls hefur verð íbúða hækkað um 9,4 pró­sent síð­ustu tólf mán­uði að nafn­virði á land­inu öllu og um 7,7 pró­sent að raun­verði. Þessi hækkun hefur einnig valdið auk­inn­i verð­bólgu og þar með „dregið úr þeim ávinn­ingi mælt í auknu eigin fé heim­il­anna sem hús­næð­is­verð­hækk­unin hefur skil­að.“ Þetta kemur fram í morg­un­korni Grein­ingar Íslands­banka í dag.

Eykur verð­bólgu og rýrir ávinn­ingAð­gerðir íslenskra stjórn­valda um að lækka hús­næð­is­skuldir hluta Íslend­inga um 80 millj­arða króna eru því að kynda undir hækkun íbúða­verðs. Sú hækkun kemur fram í vísi­tölu neyslu­verðs sem mælir verð­bólgu í land­inu. Sú neyslu­vísi­tala hækk­aði til að mynda um 1,02 pró­sent í febr­úar síð­ast­liðn­um,  sem var skarpasta hækkun hennar í langan tíma.

Grein­ing Íslands­banka segir ljóst að hækkun á verði íbúa hafi verið stór áhrifa­þáttur í verð­bólgu­þró­un­inni und­an­far­ið. „Skýrir hækkun hús­næð­is­verðs þannig alla verð­bólg­una sem nú er og gott bet­ur, enda hefur verð­lag lækkað um 0,1 pró­sent síð­ustu 12 mán­uði skv. vísi­tölu neyslu­verðs án hús­næð­is. Hefur þetta dregið úr þeim þeim ávinn­ingi mælt í auknu eigin fé heim­il­anna sem hús­næð­is­verð­hækk­unin hefur skil­að. Reiknum við með að hækkun hús­næð­is­verðs verði áfram stór þáttur í verð­bólgu­þró­un­innni á spá­tíma­bil­inu og spáum við því að  vístala neyslu­verðs hækka um 0,1 pró­sent á milli mán­aða að jafn­aði á kom­andi mán­uðum vegna þess.“

Áfram miklar hækk­anirGrein­ingin spáir að nafn­verðs­hækkun á hús­næði á land­inu öllu verði 15,5 pró­sent til loka árs 2017, eða 7,7 pró­sent raun­hækk­un. „Helstu rök fyrir áfram­hald­andi hækkun íbúð­ar­hús­næðis er dágóð hækkun á kaup­mætti ráð­stöf­un­ar­tekna sem kemur til m.a. vegna þess að laun munu á spá­tíma­bil­inu hækka nokkuð umfram verð­bólgu skv. okkar spá og heild­ar­vinnu­stundum fjölga. Áhrifa aðgerða rík­is­stjórn­ar­innar til lækk­unar verð­tryggðra skulda heim­il­anna mun á spá­tíma­bil­inu gæta mest á þessu ári.  Við spáum því að það muni draga úr nafn- og raun­verðs­hækk­unum eftir því sem líður á spá­tíma­bilið sam­hliða því að þessi áhrif skulda­lækk­un­ar­innar fjara út og heldur dregur úr vexti kaup­máttar ráð­stöf­un­ar­tekna.“

Íbúða­verð hefur raunar hækkað nán­ast stans­laust frá því að það náði botni í upp­hafi árs 2010. Síðan þá hefur nafn­verð íbúða hækkað um 39,1 pró­sent og raun­verð um 18,7 pró­sent. „Er þetta umtals­verð verð­hækkun sem hefur bætt hag þeirra heim­ila sem eiga sitt eigið hús­næði, en það eru all­flest íslensk heim­ili eða 73 pró­sent allra heimia á árinu 2013[...]Eru 55 pró­sent heim­il­anna með hús­næð­is­lán, og í flestum til­fellum um verð­tryggt lán að ræða. Eig­in­fjár­staða heim­il­anna hefur í þessum til­fellum auk­ist umtals­vert, en verð­bólgan hefur  verið sér­stak­lega lág und­an­farið og mælist nú 1,6 pró­sent.“

Auglýsing

Engin bóla en aðstæður fyrir hana til staðarÞað ætti ekki að koma neinum á óvart að íbúða­verð fjöl­býlis á höf­uð­borg­ar­svæð­inu hefur hækkað hraðar en verð sér­býla þar og verð íbúða ann­ars­staðar á land­inu. Grein­ing Íslands­banka telur þó að þær miklu hækk­anir sem átt hafi sér stað séu studdar efna­hags­legum rökum og því sé ekki um verð­bólu að ræða á íbúða­mark­aði „þó svo að aðstæður fyrir slíka bólu séu til staðar þar sem fjár­fest­inga­kostir eru tak­mark­aðri en ella innan gjald­eyr­is­hafta.“

Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Gísli Sigurgeirsson
Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur
Kjarninn 23. ágúst 2019
„Þurfum að taka afstöðu með hafinu og vernda það“
Ýmsar áleitnar spurningar vakna þegar hugsað er um hafið og hamfarahlýnun í sömu andrá. Væri hægt að búa á jörðinni án þess? Hvernig liti jörðin út án vatns? Getur verið að það verði meira af plasti í sjónum en fiskum árið 2050?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Kísilverksmiðjan í Helguvík
Reisa 52 metra háan skorstein í Helguvík
Stakksberg vinnur nú að 4,5 milljarða endurbótum á kísilmálmverksmiðju félagsins í Helguvík. Þar á meðal er 52 metra hár skorsteinn sem draga á úr mengun frá verksmiðjunni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Markús Sigurbjörnsson hefur verið dómari við Hæstarétt Íslands í aldarfjórðung.
Tveir hæstaréttardómarar hætta
Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og sá dómari við réttinn sem setið hefur lengst, mun hætta störfum við réttinn eftir rúman mánuð. Það mun Viðar Már Matthíasson einnig gera.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Þorsteinn Víglundsson
Breytum bönkum í brýr
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None