Skúli Mogensen: Ísland mun tapa 100-200 milljörðum vegna seinagangs stjórnvalda

skulimoege.jpg
Auglýsing

Skúli Mog­en­sen, for­stjóri og aðal­eig­andi WOW air, segir að Ísland muni tapa á milli 100 og 200 millj­örðum króna á seina­gangi íslenskra stjórn­valda í inn­viða­upp­bygg­ingu í ferða­þjón­ustu. Kefla­vík­ur­flug­völlur sé þegar sprungin og frá árunum 2017 eða 2018 þurfi flug­rek­endur að draga veru­lega úr vexti sínum vegna þess að flug­völl­ur­inn geti ekki tekið á móti fleiri far­þeg­um. Skúli segir upp­bygg­ingu í Hvassa­hrauni ekki raun­hæfa og telur að það verði að hefja mynd­ar­lega upp­bygg­ingu í Kefla­vík til að tak­marka það tjón sem þegar er ljóst að verði vegna aðgerð­ar­leysis stjórn­valda. Þetta kemur fram í við­tali við Skúla í Við­skipta­Mogg­anum í dag.

Of seint að forða tjón­inuSkúli segir of seint að forða því tjóni sem seina­gangur viðað mæta hinni miklu fjölgun sem orðið hefur á ferða­mönnum hér­lendis á síð­ustu miss­er­um. Hann segir stærstu hindrun ferða­þjón­ust­unar á Íslandi ekki vera sam­keppni, skort á tæki­færum eða fólki, stað­setn­ingu eða getu­leysi til að taka við ferða­mönnum og dreifa þeim um land­ið. Stærsta hindr­unin sé Kefla­vík­ur­flug­völlur og stjórn­sýslan á Íslandi. "Það að við séum enn að vand­ræð­ast með áætl­anir um fjölgun ferða­manna sem byggj­ast á ein­hverjum skýrslum frá McK­insey og Boston Consulting Group er alveg hræði­legt. Við erum að vasast með far­þeg­a­spár frá þessum ágætu herra­mönn­um, sem fengu stórfé til að búa til sín gögn, sem urðu úreltar innan tólf mán­aða. Það sem þeir áætl­uðu að yrði fimm ára vöxtur var orðið að veru­leika innan árs. Því miður hafa inn­lendar spár verið lítið betri og enn er það þannig að far­þeg­a­spár Sam­taka ferðaþjón­ust­unnar og Isa­via hafa verið allt of var­kárar sem hægir á öllum fjár­fest­ing­um. Þetta var skilj­an­legt að ein­hverju leyti fyrir nokkrum árum en er óaf­sak­an­legt í dag."

Miklu stærra en tap sjáv­ar­út­veg­ar­ins vegna Rúss­landsSkúli bendir á að allt hafi farið á hlið­ina í íslensku sam­fé­lagi nýverið þegar sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki lands­ins sáu fram á að missa nokkra millj­arða króna í tekjur vegna við­skipta­banns sem Rúss­land setti á íslensk mat­væli. Þá hafi verið skipuð neyð­ar­nefnd og rætt um að greiða sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­unum miska­bæt­ur. Staðan í ferða­þjón­ust­unni sé hins vegar þannig að Kefla­vík­ur­flug­völlur sé sprungin og í nán­un­ustu fram­tíð muni WOW og aðrir flug­rek­endur þurfa að draga veru­lega úr vexti sínum þar sem flug­völl­ur­inn getur ekki tekið við fleir­um. "Þá þurfum við að bíða eftir nýjum velli sem verður von­andi til­bú­inn 2021. Tap Íslands af þessum seina­gangi verður ekki minna en 100 millj­arðar og senni­lega nær 200 millj­örð­um. Það er ótækt að þetta sé á höndum margra aðila í stjórn­sýsl­unni og rík­is­stjórnin verður að grípa til aðgerða til að forða frekara tjóni.

Sem dæmi þá er það í engu til­liti raun­hæft að ætla sér að hefja upp­bygg­ingu á nýjum flug­velli mitt á milli Kefla­víkur og Reykja­vík­ur. Það verður að byggja upp í Kefla­vík og gera það mynd­ar­lega. Að ráð­ast í það að reisa nýjan völl mun kosta miklu meiri pen­inga og það mun taka svo langan tíma að tjónið verður löngu orðið að veru­leika þegar hann verður tek­inn í gagn­ið."

Stór­iðju­stefnan glóru­lausSkúli bendir á að ferða­þjón­usta sé orðin stærsta útflutn­ings­grein þjóð­ar­inn­ar. Á næsta ári megi búast við að gjald­eyr­is­tekjur vegna hennar verði vel yfir 400 millj­arðar króna á ári. Til sam­an­burðar þá eru gjald­eyr­is­tekj­urnar af sjáv­ar­út­veg­inum rúmir 240 millj­arðar og heild­ar­tekjur allrar stór­iðju í land­inu er um 230 millj­arð­ar. Ferða­þjón­ustan er orðin miklu stærri hér á landi en öll álver, kís­il­ver og járn­blendi saman lögð.

Skúli hefur verið mjög gagn­rýn­inn á frek­ari stór­iðju­upp­bygg­ingu. Hann hafi haft samúð með því þegar stór­iðja var byggð upp hér­lendis á sjö­unda ára­tugnum en nú sé staðan gjör­breytt. "Núna er stór­iðjan orðin mjög stór og hún hefur verið byggð upp á ódýrri raf­orku og slakri umhverfispóli­tík. Nú er staðan hins vegar breytt og engin ástæða til að halda áfram á þeirri veg­ferð. Stór­iðju­stefnan er búin að malla svo lengi í kerf­inu að það er kom­inn mik­ill póli­tískur þrýst­ing­ur. Það er enda­laust af verk­fræði­stof­um, lög­fræði­stof­um, fjár­mála­stofn­unum og allskyns sér­fræð­ingum sem hafa hag af því að við­halda þess­ari nálg­un. Þetta er hins vegar glóru­laust.

Auglýsing

Ég full­yrði að hver sá sem gæfi sér tíma til að kynna sér þetta, meira að segja óháð nátt­úru­vernd­ar­sjón­ar­mið­um, myndi sjá að þetta er glóru­laus nálgun og við erum að fórna mun stærri hags­munum og tekju­mögu­leikum fyrir minni. Enn er helsta rétt­læt­ingin fyrir áfram­hald­andi stór­iðju að hún skapi störf en stað­reyndin er sú að atvinnu­leysi er í lág­marki og það eina sem mun ger­ast er að við munum þurfa að flytja inn þús­undir ómennt­aðra far­and­verka­manna, sem skilja lítið sem ekk­ert eftir sig, til að vinna þessi lág­launa­störf. Það er sorg­legt að það séu enn þá ráð­herrar sem full­yrða það að það sé for­senda fyrir áfram­hald­andi hag­vexti á Íslandi að það sé stofnað til nýrrar stór­iðju og fleiri virkj­anir reist­ar."

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Climate Strikes and Societal Responsibility
Kjarninn 22. október 2019
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Women in prison
Kjarninn 21. október 2019
Curio hlaut Nýsköpunarverðlaunin
Elliði Hreinsson er framkvæmdastjóri og stofnandi Curio.
Kjarninn 21. október 2019
Ef ég væri VG þá myndi ég láta mig hverfa
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, gagnrýndi stjórnvöld fyrir stefnuleysi í málefnum fjármálakerfisins og mögulega sölu á eignarhlutum í ríkisbönkunum.
Kjarninn 21. október 2019
Samkvæmisleikur að geta til um stefnu stjórnvalda í bankamálum
Oddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, var málshefjandi umræðu um sölu á ríkisbönkunum. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, minnti hana á að hún hefði mælt fyrir frumvarpi sem ráðherra um sölu á bönkum.
Kjarninn 21. október 2019
Jón Grétar Guðjónsson
Ekki láta góða kreppu fara til spillis – nýttu hana sem tækifæri
Kjarninn 21. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Það er ekki ósmekklegt að segja satt
Kjarninn 21. október 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson
„Sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál“
Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sést bregða fyrir í nýrri kvikmynd um Panamaskjölin og lögfræðistofuna Mossack Fonseca. Hann segir að eins og honum þyki það sárt og óþolandi að vera bendlaður við þessi spillingarmál þá verði myndinni vart breytt.
Kjarninn 21. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None