Skýrsla Frosta: Bankar búa til meiri peninga en hagkerfið þarf, vill þjóðpeningakerfi

frosti_sigurjonsson.jpg
Auglýsing

Frosti Sig­ur­jóns­son, þing­maður og for­maður efna­hags- og við­skipta­nefndar Alþing­is, hefur skilað skýrslu um end­ur­bætur á íslenska pen­inga­kerf­inu til Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­sonar for­sæt­is­ráð­herra.

Í skýrsl­unni, sem var unnin að beiðni for­sæt­is­ráð­herra, kemur meðal ann­ars fram að íslenskir við­skipta­bankar hafi búið til mun meira af pen­ingum en íslenska hag­kerfið þurfi á að halda. Seðla­bank­anum hafi ekki tek­ist að hafa hemil á pen­inga­myndun bank­anna með hefð­bundnum stjórn­tækjum sín­um. Í skýtsl­unni eru skoð­aðar end­ur­bætur á pen­inga­kerf­inu. Nið­ur­staða hennar er sú að svo­kallað þjóð­pen­inga­kerfi geti verið not­hæfur grund­völlur að end­ur­bótum á pen­inga­kerf­inu.

Í frétta­til­kynn­ingu frá for­sæt­is­ráðu­neyt­inu er haft eftir Sig­mundi Davíð að hann sé mjög ánægður með að skýrslan sé komin út. "Ég vænti þess að hún verði mik­il­vægt inn­legg í þá nauð­syn­legu umræðu sem framundan er, hér sem ann­ars stað­ar, um pen­inga­myndun og stjórnun pen­inga­mála.‟

Auglýsing

Hægt er að lesa sam­an­tekt úr skýrsl­unni á íslensku hér.

Hvað er þjóð­pen­inga­kerfi?Í skýrsl­unni segir að með þjóð­pen­inga­kerfi verði öll velti­inn­lán, sem nú eru hjá inn­láns­stofn­un­um, færð í Seðla­bank­ann á svo­nefnda færslu­reikn­inga. "Pen­inga­magnið í land­inu væri þar með hvorki háð greiðslu­hæfi ein­stakra inn­láns­stofn­ana né útlána­hegðun þeirra. Inn­stæður á færslu­reikn­ingum væru ávallt aðgengi­leg­ar, án áhættu og bæru því ekki vexti. Inn­láns­stofn­anir myndu áfram bjóða upp á bundna inn­láns­reikn­inga, svo­kall­aða fjár­fest­inga­reikn­inga (e. Invest­ment Accounts) en enga reikn­inga sem hægt væri að taka út af fyr­ir­vara­laust.

Með þessu er komið í veg fyrir að inn­láns­stofn­anir geti búið til ígildi pen­inga. Fjár­fest­inga­reikn­ingar væru bundnir í fyr­ir­fram ákveð­inn tíma eða úttektir af þeim háðar upp­sagn­ar­fresti. Reikn­ing­arnir gætu verið bundnir til mis­mun­andi langs tíma og borið mis­mun­andi áhættu og vexti. Seðla­bank­inn myndi skapa pen­inga í nægu magni til að mæta þörfum vax­andi hag­kerf­is, að teknu til­liti til mark­miðs um stöðugt verð­lag.

Ákvarð­anir um pen­inga­myndun eru teknar af sjálf­stæðri pen­inga­magns­nefnd sem væri óháð stjórn­völdum með sama hætti og núver­andi pen­inga­stefnu­nefnd. Nýir pen­ingar sem Seðla­bank­inn býr til eru færðir á færslu­reikn­ing rík­is­sjóðs. Um leið eign­ast Seðla­bank­inn jafn háa kröfu á rík­is­sjóð sem ber enga vexti og er án afborg­ana. Í stað þess að lána nýja pen­inga í umferð eins og bankar gera í dag, geta stjórn­völd sett nýja pen­inga í umferð með því að auka rík­is­út­gjöld, lækka skatta, lækka rík­is­skuldir eða dreifa pen­ing­unum jafnt á skatt­greið­endur eða hvern íbúa í land­inu.

Auk þess gæti Seðla­banki búið til pen­inga til að lána bönkum sem aftur myndu lána þá til fyr­ir­tækja sem ekki eru í fjár­fest­inga eða fjár­mála­starf­semi. Pen­inga­magns­nefndin tekur ein­göngu ákvörðun um hvort auka skuli pen­inga en hún getur ekki ákveðið til hvaða verk­efna þeim er var­ið. Alþingi ákveður til hvaða verk­efna nýjum pen­ingum er var­ið, en getur ekki ákveðið hvort búnir séu til nýjir pen­ing­ar. Þannig er dregið úr hættu á að pen­inga­valdið sé mis­not­að. En hvað þyrfti að auka pen­inga­magn mikið á ári? Ef miðað er við 2% hag­vöxt, 2% verð­bólgu og upp­haf­legt pen­inga­magn 500 millj­arða króna, má áætla að bæta þyrfti við 20 millj­örðum króna á hverju ári. Það er há fjár­hæð en þó innan við 3% af núver­andi fjár­lög­um."

Valdið til að skapa aðskilið frá vald­inu til að ráð­stafaÍ sam­an­tekt skýrsl­unnar er farið yfir kosti þjóð­pen­inga­kerf­is­ins umfram brota­forða­kerf­ið. Þar segir meðal ann­ars að í þjóð­pen­inga­kerfi sé pen­inga­magni stýrt af seðla­bank­anum og einka­bankar geta ekki aukið pen­inga­magn stjórn­laust eins hingað til­."­Seðla­bank­inn mun auka pen­inga­magnið í takt við vöxt og þarfir hag­kerf­is­ins og í sam­ræmi við mark­mið um stöðugt verð­lag. Valdið til að skapa pen­inga er aðskilið frá vald­inu til að ráð­stafa nýjum pen­ing­um. Með því að skipta pen­inga­vald­inu upp er dregið úr hættu á að það verði mis­notað í þágu sér­hags­muna."

Ef valið yrði að skipta yfir í þjóð­pen­inga­kerfi gætu inn­láns­stofn­anir frá fyrsta degi ekki lengur búið til pen­inga. Það myndi hins vegar taka mörg ár að skipta út því pen­inga­magni sem þeir hafa skapað fyrir þjóð­pen­inga. "Við umbreyt­ingu í þjóð­pen­inga­kerfi eru allir veltu­reikn­ingar og hlaupa­reikn­ingar í inn­láns­stofn­unum (nú um 450 millj­arð­ar) fluttir yfir á færslu­reikn­inga sem geymdir eru í Seðla­bank­an­um. Um leið eign­ast Seðla­bank­inn jafn háa kröfu á inn­láns­stofn­an­irn­ar, sem kölluð er umbreyt­ing­ar­krafa. Inn­láns­stofn­anir munu end­ur­greiða Seðla­bank­anum umbreyt­ing­ar­kröf­una á álíka löngum tíma og þeir fá sín útlán end­ur­greidd, lík­lega á 10 árum. Umbreyt­ing­ar­krafan gæti borið svip­aða vexti og inn­láns­stofn­arn­irnar greiða inn­stæðu­höfum veltu­hlaupa­reikn­inga í dag.

Í hvert sinn sem inn­lánstofn­anir greiða af umbreyt­inga­kröf­unni minnkar pen­inga­magn í umferð. Seðla­bank­inn þarf því að búa til nýja þjóð­pen­inga jafn óðum til að halda pen­inga­magn­inu stöð­ugu lík­lega 45 millj­arða króna á ári í 10 ár. Því pen­inga­magni gæti Seðla­bank­inn komið í umferð með því að greiða upp rík­is­skuldir eða með því að fela stjórn­völdum að nota þær aðferðir sem það hefur til að setja nýja pen­inga í umferð. Ef Seðla­bank­inn teldi æski­legt að minnka pen­inga­magn í umferð gæti hann það með því að búa til minna af þjóð­pen­ing­um," segir í skýrsl­unni.

 

Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None