Skýtur ekki lengur skökku við að ríkið ráðist í byggingu dýrra höfuðstöðva?

gu--jon.jpg
Auglýsing

Fréttir af áætl­unum for­sæt­is­ráð­herra um bygg­ingu nýrrar við­bygg­ingar við Alþingi til þess að minn­ast 100 ára full­veldis Íslands eftir þrjú ár vöktu gríð­ar­lega athygli. Margir töldu mál­ið, sem birt­ist fyrst á for­síðu Frétta­blaðs­ins, vera apr­ílgabb. Svo er ekki.

Fleira er áætlað til að minn­ast full­veld­is­ins. Það á að byggja hús íslenskra fræða og nýja Val­höll. Hvergi í drögum að til­lög­unni er talað um kostn­að­inn við þessar þrjár bygg­ing­ar. Hins vegar kemur fram að gerðar hafi verið athug­anir sem sýni fram á hag­kvæmni þess að koma Alþingi öllu undir eitt þak.

Það er svo­lítið áhuga­vert í kjöl­far þess­ara frétta að rifja upp ummæli sama Sig­mundar fyrir einu og hálfu ári síð­an, þegar Lands­bank­inn viðr­aði hug­myndir sínar um nýjar höf­uð­stöðvar á hafn­ar­bakk­anum í Reykja­vík. Þá sagði Sig­mundur nefni­lega: „­Rík­ið, stofn­anir þess og fyr­ir­tæki í opin­berri eigu munu þurfa að spara á næstu árum. Nú er verið að end­ur­skoða ýmis útgjalda­á­form þannig að það myndi skjóta skökku við ef rík­is­fyr­ir­tæki réð­ist á sama tíma í bygg­ingu dýrra höf­uð­stöðv­a”.

Auglýsing

Frosti Sig­ur­jóns­son þing­maður tók undir það og sagði í ljósi þess að bank­inn væri í eigu rík­is­ins, „sem er mjög skuldugt og stendur í erf­iðum nið­ur­skurði, er spurn­ing hvort nýjar höf­uð­stöðvar rík­is­bank­ans eigi að njóta for­gangs. Ef rík­is­bank­inn er aflögu­fær um þá millj­arða sem þarf til að byggja höf­uð­stöðv­ar, þá hlýtur það að vera krafa eig­and­ans eins og staðan er núna að fjár­magnið renni í rík­is­sjóð í formi arðs. Þannig myndu millj­arð­arnir nýt­ast við brýnni verk­efni til dæmis í heil­brigð­is­kerf­in­u.“

Hefur svona mikið breyst á þessum tíma? Þarf ekki lengur að spara og er ríkið ekki lengur stór­skuldugt? Jú, það fer ekki á milli mála hversu skuldugt ríkið er. En eitt og hálft ár er greini­lega mjög langur tími í póli­tík.

Pæl­ing dags­ins er hluti af dag­legum frétta­pósti Kjarn­ans, þar sem farið er yfir það helsta í inn­lendum og erlendum frétt­um. Í pæl­ingu dags­ins er athygl­is­verðum hlutum velt upp.

Frétta­póstur Kjarn­ans kemur í póst­hólfið þitt á hverjum morgni.

Formaður stjórnar: Illa vegið að mér og öðrum stjórnarmönnum
VR ákvað í kvöld að afturkalla umboð stjórnarmanna VR hjá Lífeyrissjóði verslunarmanna.
Kjarninn 20. júní 2019
Umboð stjórnarmanna VR í Lífeyrissjóði verslunarmanna afturkallað
Tillaga um nýja stjórnarmenn til bráðabirgða var einnig samþykkt.
Kjarninn 20. júní 2019
Arion banki eignast ferðaskrifstofufyrirtækið TravelCo
Arion banki hefur nú tekið yfir starfsemi TravelCo. Bankinn hyggst selja fyrirtækið eins hratt og kostur er.
Kjarninn 20. júní 2019
Yngvi Örn Kristinsson
Skattlagning lífeyrissparnaðar og skerðing ellilífeyris
Kjarninn 20. júní 2019
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegi MND dagurinn 21. júní 2019
Kjarninn 20. júní 2019
Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra
Íslensk stjórnvöld hafa ekki mótað afstöðu til Beltis og brautar
Kínverski sendiherrann á Íslandi segir íslensk stjórnvöld vera opin fyrir þátttöku í Belti og braut. Íslensk stjórnvöld hafa þó ekki mótað sér afstöðu til verkefnisins.
Kjarninn 20. júní 2019
Már Guðmundsson er seðlabankastjóri. Hann mun láta af því starfi í ágúst og nýr taka við.
Seðlabankinn og Fjármálaeftirlitið sameinast um næstu áramót
Breytingarnar lúta að sameiningu verkefna hjá einni stofnun. Sextán þingmenn greiddu ekki atkvæði eða voru fjarverandi við atkvæðagreiðsluna.
Kjarninn 20. júní 2019
Mótmæli
Aðför að grundvallarréttindum launafólks ógnar friði og stöðugleika
Í 72 prósent landa heims hefur verkafólk engan eða takmarkaðan aðgang að réttarkerfinu sé á því brotið.
Kjarninn 20. júní 2019
Meira úr sama flokkiPæling dagsins
None