Slökkvilið gerði alvarlegar athugasemdir við brunavarnir í félagsmiðstöð í Kópavogi

K.pavogur_Sm.rinn-1.jpg
Auglýsing

Slökkvi­lið höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins gerði á dög­unum alvar­legar athuga­semdir við bruna­varnir í félags­mið­stöð­inni Igló, sem er til húsa hjá Snæ­lands­skóla í Kópa­vogi. Ráð­ist var í óreglu­lega eld­varna­skoðun hjá félags­mið­stöð­inni eftir að slökkvi­lið­inu barst ábend­ing frá for­eldra úr hverf­inu. Um er að ræða glugga­laust kjall­ara­rými sem ekki var hannað undir félags­mið­stöð.

Í skoð­un­ar­skýrsl­unni, sem Kjarn­inn hefur undir hönd­um, eru gerðar athuga­semdir við aðgengi að flótta­leið, sem var falin bak­við tjald og hús­gögn, og að svæð­i milli tjalds­ins og eld­varna­hurðar hafi verið nýtt sem geymsla þar sem komið hafði verið fyrir brenn­an­legu dóti.

Slökkvi­lið höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins taldi umtals­verða ágalla á bruna­vörnum mann­virk­is­ins, sem er næst hæsta stig af fjór­um. Alvar­legir ágallar er hæsta stigið sem slökkvi­liðið notar til að lýsa stöðu bruna­varna hverju sinni.

Auglýsing

Skoð­un­ar­skýrslan var send Snæ­lands­skóla og skóla­stjórn­end­um veittur eins dags frestur til að hlíta til­mælum slökkvi­liðs­ins um við­eig­andi úrbæt­ur.

Í sam­tali við Kjarn­ann segir Alfons S. Krist­ins­son, skoð­un­ar­mað­ur­inn hjá Slökkvi­liðið höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins sem ann­að­ist úttekt­ina á bruna­vörnum hús­næð­is­ins, að dag­inn eftir að kraf­ist var úrbóta hafi for­ráða­maður félags­mið­stöðv­ar­innar sent ljós­myndir í tölvu­póst sem stað­festu að brugð­ist hafði verið við til­mælum slökkvi­liðs­ins.

Þá segir Alfons að almennt séu bruna­varnir í góðu lagi hjá skólum og félags­mið­stöðvum í Kópa­vogi, en slökkvi­lið fram­kvæmir reglu­bundið eft­ir­lit með bruna­vörnum hjá þessum aðilum á hverju hausti.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jarðskjálftahrinur ollu mikilli hræðslu meðal barna og engar upplýsingar voru veittar til fólksins, sem margt glímir við áfallastreituröskun. Ásbrú er því ekki ákjósanlegasti dvalarstaðurinn fyrir fólk sem flúið hefur stríðsátök, að mati UN Women.
Konur upplifi sig ekki öruggar á Ásbrú – og erfitt að koma óskum á framfæri
UN Women á Íslandi gera alvarlegar athugasemdir við svör Útlendingastofnunar varðandi útbúnað og aðstæður fyrir flóttafólk og umsækjendur um alþjóðlega vernd á Ásbrú.
Kjarninn 20. maí 2022
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent
None