Slökkvilið gerði alvarlegar athugasemdir við brunavarnir í félagsmiðstöð í Kópavogi

K.pavogur_Sm.rinn-1.jpg
Auglýsing

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins gerði á dögunum alvarlegar athugasemdir við brunavarnir í félagsmiðstöðinni Igló, sem er til húsa hjá Snælandsskóla í Kópavogi. Ráðist var í óreglulega eldvarnaskoðun hjá félagsmiðstöðinni eftir að slökkviliðinu barst ábending frá foreldra úr hverfinu. Um er að ræða gluggalaust kjallararými sem ekki var hannað undir félagsmiðstöð.

Í skoðunarskýrslunni, sem Kjarninn hefur undir höndum, eru gerðar athugasemdir við aðgengi að flóttaleið, sem var falin bakvið tjald og húsgögn, og að svæði milli tjaldsins og eldvarnahurðar hafi verið nýtt sem geymsla þar sem komið hafði verið fyrir brennanlegu dóti.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins taldi umtalsverða ágalla á brunavörnum mannvirkisins, sem er næst hæsta stig af fjórum. Alvarlegir ágallar er hæsta stigið sem slökkviliðið notar til að lýsa stöðu brunavarna hverju sinni.

Auglýsing

Skoðunarskýrslan var send Snælandsskóla og skólastjórnendum veittur eins dags frestur til að hlíta tilmælum slökkviliðsins um viðeigandi úrbætur.

Í samtali við Kjarnann segir Alfons S. Kristinsson, skoðunarmaðurinn hjá Slökkviliðið höfuðborgarsvæðisins sem annaðist úttektina á brunavörnum húsnæðisins, að daginn eftir að krafist var úrbóta hafi forráðamaður félagsmiðstöðvarinnar sent ljósmyndir í tölvupóst sem staðfestu að brugðist hafði verið við tilmælum slökkviliðsins.

Þá segir Alfons að almennt séu brunavarnir í góðu lagi hjá skólum og félagsmiðstöðvum í Kópavogi, en slökkvilið framkvæmir reglubundið eftirlit með brunavörnum hjá þessum aðilum á hverju hausti.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja og sonur hans, Baldvin Þorsteinsson, er yfir Evrópuútgerð Samherja.
Norskur ráðherra segist ekki sjá ástæðu til að hjálpa Samherja að safna meiri kvóta
Norsk stjórnvöld hafa gripið formlega til aðgerða vegna tilraunar Samherja til að komast yfir aukin fiskveiðikvóta þar í landi. Reglur verða hertar og fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi þar í landi verða bundnar sérstakri heimild.
Kjarninn 9. maí 2021
Women Empowerment – bók eftir Eddu Falak
„Kynþokki er allavega og við ættum ekki að vera hræddar við að sýna hann“
Edda Falak safnar nú fyrir bók sem ber nafnið „Women Empowerment“ á Karolina Fund.
Kjarninn 9. maí 2021
Mótmælandi steytir hnefa í borginni Cali en þar hafa átök milli mótmælenda og lögreglu orðið hve hörðust í mótmælunum sem staðið hafa yfir frá því 28. apríl í Kólumbíu.
Mótmæla harðræði lögreglu í Kólumbíu
Mótmæli hafa staðið yfir í Kólumbíu í á aðra viku. Upphaflega voru það breytingar á sköttum sem fólk mótmælti en síðar varð það harðræði lögreglu sem dró fólk af stað. Félagasamtök segja að hátt á fjórða tug mótmælanda hafi látist vegna aðgerða lögreglu.
Kjarninn 9. maí 2021
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None