Snafsarnir Gammel Dansk og Álaborgar-ákavíti orðnir norskir

e5d4a78ca020479199eaed954f2a6352_Gammel_Dansk.jpg
Auglýsing

Hold da op! (hættu nú alveg) var fyr­ir­sögnin í einu dönsku dag­blað­anna þegar frá því var greint fyrir nokkru að dönsku „þjóð­ar­drykkirn­ir“ Gammel Dansk, Ála­borg­ar-áka­víti og tólf aðrar þekktar danskar snafsa­teg­undir yrðu eft­ir­leiðis fram­leiddir í Nor­egi. „Í Nor­egi, af öllum lönd­um“ sagði í umfjöllun þessa sama blaðs og hneyksl­un­ar­tónn­inn skein í gegn.

Síð­ustu flösk­urnar af Ála­borg­ar-áka­vít­inu og hinum þrettán teg­und­unum sem fram­leiddar hafa verið í verk­smiðjum De Danske Sprit­fa­brikker í Ála­borg voru sendar í versl­anir í byrjun vik­unn­ar. Þar með er lokið sögu sem hófst árið 1881 þegar De Danske Sprit­fa­brikker (DDSF) voru stofn­að­ar. Saga snafsa­fram­leiðslu í Ála­borg er reyndar mun lengri en um 1840 sam­ein­uð­ust nokkur fyr­ir­tæki sem fram­leiddu sterk vín og urðu á fáum árum stærst á þessu sviði í Dan­mörku.

Fram­leiðslan jókst ört og jafn­framt fækk­aði öðrum fram­leið­end­um. Árið 1923 var svo komið að allar verk­smiðjur í land­inu, sem fram­leiddu sterk vín, voru í eigu DDSF. Fyr­ir­tækið fékk sama ár einka­rétt á fram­leiðslu sterkra vína og sömu­leiðis til að fram­leiða pressu­ger. Þetta einka­leyfi var í gildi fram til 1. jan­úar 1973 þegar Dan­mörk varð aðili að Efna­hags­banda­lagi Evr­ópu, síðar Evr­ópu­sam­band­inu.

Auglýsing

Verk­smiðju­bygg­ing­arnar í Ála­borg eru lista­verkÁrið 1931 flutt­ist starf­semi DDSF í nýbyggðar verk­smiðjur í vest­ur­hluta Ála­borg­ar. Þekktur danskur arki­tekt Alf Cock-Clausen teikn­aði verk­smiðju­hús­in. Þar var ekk­ert til sparað enda eru bygg­ing­arn­ar, bæði að utan og innan nær óbreytt í dag, 84 árum síð­ar. Það sama gildir um fram­leiðslu­bún­að­inn enda sagði for­stjór­inn þegar verk­smiðjan var tekin í notkun að hér væri ekki tjaldað til einnar næt­ur. Verk­smiðju­hús­in, með tækjum og tól­um, eru á lista dönsku Minja­stofn­un­ar­innar (Kultur­arvs­styrel­sen) ásamt 25 öðrum bygg­ingum og verk­smiðju­hverf­um.

Ála­borg­ar-áka­vítið óbreytt síðan 1846Þekktasti, og mest seldi drykk­ur­inn sem DDSF fram­leiðir er Taf­fel Akvavit, sem í dag­legu tali gengur undir nafn­inu Rød Aal­borg. Þessi vin­sæli snafs var fyrst fram­leiddur 1846 og þótt margt hafi breyst í henni ver­öld síðan þá gildir það ekki um þann rauða (sem er reyndar ekki rauð­ur), þar hefur engu verið breytt. Árið 2002 var sá rauði val­inn besta áka­víti í þekkt­ustu vín­keppni í heimi.

Snafs­arnir sem DDSF fram­leiðir eiga hver um sig sína aðdá­endur og hafa flestir verið gerðir eftir óbreyttri for­skrift ára­tugum sam­an.

Gammel Dansk er ekki mjög gam­allÞótt nafnið Gammel Dansk, sem margir þekkja, hljómi eins og nafn á mjög gömlum drykk er sú ekki raun­in. Þessi vin­sæli kryddsnafs kom á mark­að­inn 1964. Skömmu áður hafði DDSF sett á mark­að­inn annan kryddsnafs sem seld­ist mjög lítið og fram­leiðsl­unni var fljót­lega hætt. Stjórn fyr­ir­tæk­is­ins ákvað að gera aðra til­raun. Snafs­inn fékk nafnið Gammel Dansk, krydd­aður snafs og kynntur sem holl und­ir­staða í mag­ann að morgni dags. Án þess að slíkt hafi bein­línis verið sannað á Gammel Dansk marga aðdá­endur sem telja hann ákjós­an­legt upp­haf dags­ins. Margir Danir nota hann líka í upp­hafi hátíð­ar­máls­verð­ar, ómissandi á veislu­borðið segja þeir. Mikið var lagt í hönnun umbúð­anna, lögun flösk­unnar er sér­stök, ólík flestum öðr­um.

Af hverju til Nor­egs?Þess­ari spurn­ingu veltu margir Danir fyrir sér þegar fréttir af flutn­ingi DDSF til Nor­egs bár­ust. Svarið er ein­fald­lega að núver­andi eig­endur DDFS, Arcus Grupp­en, ákváðu að flytja fram­leiðsl­una til Nor­egs. Hag­kvæmni réði að sögn þeirri ákvörð­un. Tals­maður fyr­ir­tæk­is­ins sagði að neyt­endur þyrftu ekki að hafa neinar áhyggj­ur, drykkirnir yrðu áfram þeir sömu þótt notað yrði norskt vatn við fram­leiðsl­una. Norð­menn hefðu líka langa hefð á þessu sviði, og kynnu vel að meta snafs þótt hjá þeim sé van­inn að drekka hann volgan en ekki vel kældan eins og Danir vilja hafa hann.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sex ný innanlandssmit – 120 með COVID-19
Sex ný innanlandssmit af kórónuveirunni greindist hér á landi í gær. Fjögur sýni bíða mótefnamælingar úr landamæraskimun. 120 manns eru með COVID-19 og í einangrun. Einn liggur á gjörgæsludeild.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Jacinda Ardern er í endurkjöri fyrir Verkamannaflokkinn. Til stóð að kosningar færu fram 19. september en það kann að breytast.
Í örvæntingarfullri leit að upprunanum
Þegar fyrsta nýja tilfellið af COVID-19 í meira en 100 daga greindist á Nýja-Sjálandi í vikunni vöknuðu margar spurningar en þó fyrst og fremst ein: Hvernig í ósköpunum komst veiran aftur inn í land sem hafði nær lokað sig algjörlega af fyrir umheiminum?
Kjarninn 13. ágúst 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 14. þáttur: Maðurinn sem breytti sér í múmíu
Kjarninn 13. ágúst 2020
Oddný G. Harðardóttir
Hækkum atvinnuleysisbætur!
Kjarninn 13. ágúst 2020
Útgáfufélag DV og tengdra miðla tapaði yfir 600 milljónum á 28 mánuðum
Frjáls fjölmiðlun tapaði 21,5 milljón króna á mánuði frá því að félagið keypti DV og tengda miðla og fram að síðustu áramótum. Fjárfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfssonar fjármagnaði tapreksturinn með vaxtalausu láni.
Kjarninn 13. ágúst 2020
Eldvarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar tekur fljótlega til starfa á starfsstöð stofnunarinnar á Sauðárkróki.
Búið að ráða í stöðu framkvæmdastjóra eldvarnasviðs HMS á Sauðárkróki
Stefnt er að því að eldvarnasvið Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar taki til starfa á Sauðárkróki 1. október næstkomandi. Sjö nýir starfsmenn verða ráðnir auk framkvæmdastjóra en enginn af núverandi starfsmönnum HMS á sviðinu mun flytja norður.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Fyrsta bakarí Brauð og Co. opnaði á Frakkastíg í mars 2016.
Skeljungur búinn að kaupa fjórðungshlut í bæði Gló og Brauð & Co
Greint er frá því í árshlutauppgjöri Skeljungs að fyrirtækið hafi fest kaup á 25 prósent hlut í bakarískeðjunni Brauð & Co og veitingastaðakeðjunni Gló á síðasta ársfjórðungi. Ekkert hefur verið gefið upp um kaupverðið.
Kjarninn 12. ágúst 2020
Herbert Herbertsson
Þeim er fórnandi, eða (ásættanleg áhætta)
Kjarninn 12. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None