Sósíalistaflokkurinn biður um að fá ókeypis auglýsingar á RÚV

Gunnar Smári Egilsson formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins hefur sent útvarpsráði erindi með beiðni um að Sósíalistaflokkurinn fái ókeypis pláss í miðlum Ríkisútvarpsins til þess að auglýsa sig fyrir kosningar.

Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Auglýsing

Gunnar Smári Egils­son, for­maður fram­kvæmda­stjórnar Sós­í­alista­flokks­ins, hefur sent erindi fyrir hönd flokks­ins á þá ein­stak­linga sem skip­aðir eru í útvarps­ráð Rík­is­út­varps­ins, með beiðni um að Sós­í­alista­flokk­ur­innn fái úthlutað aug­lýs­inga­tíma hjá miðlum Rík­is­út­varps­ins án þess að greiða nokkuð fyr­ir.

Í þessu erindi Sós­í­alista­flokks­ins, sem einnig var sent til útvarps­stjóra og aug­lýs­inga­stjóra RÚV auk fjöl­miðla, segir að að stjórn­mála­flokk­arnir sem eru núna á þingi hafi ákveðið að „styrkja sjálfa sig fjár­hags­lega með því að færa á kjör­tíma­bil­inu 2.848 millj­ónir króna úr rík­is­sjóði í eigin sjóði, þar með talda kosn­inga­sjóði sína“ og að sú ákvörðun skaði lýð­ræðið „þar sem hætta er á að erindi nýrra gras­rót­ar­fram­boða almenn­ings muni drukkna í aug­lýs­ingum þeirra flokka sem hafa skammtað sér þessa styrki,“ sem séu „í raun ekki til að örva lýð­ræðið heldur til að verja völd og stöðu þeirra flokka sem fyrir eru.“

Gunnar Smári, sem mun leiða lista Sós­í­alista­flokks­ins í Reykja­vík­ur­kjör­dæmi norður til kom­andi kosn­inga, segir að fjöl­miðlum og þá sér­stak­lega Rík­is­út­varp­inu beri að „verja lýð­ræðið og heil­brigða umræðu og gæta þess að sú mynd sem þeir færa almenn­ingi af sam­fé­lag­inu sé sönn en ekki skekkt af ægi­valdi pen­ing­anna“ og að sú skylda hverfi ekki „þótt þeir flokkar sem hafa kom­ist í aðstöðu til sjálftöku úr rík­is­sjóði mis­noti þá stöð­u,“ heldur verði þvert á móti rík­ari.

Verði Rík­is­út­varp­inu að tjón­lausu

„Fram­kvæmda­stjórn Sós­í­alista­flokks Íslands fer því þess á leit við útvarps­ráð og yfir­stjórn Rík­is­út­varps­ins að flokk­ur­inn fái úthlutað aug­lýs­inga­tíma hjá miðlum fyr­ir­tæk­is­ins eins og með­al­tal þess sem flokk­arnir á alþingi kaupa, í það minnsta eins og sá flokkur sem aug­lýsir minnst kaupir af Rík­is­út­varp­inu. Fyr­ir­komu­lagið getur verið þannig að í upp­hafi hverrar viku fá flokk­ur­inn úthlutað þeim tíma sem jafn­gildir notkun hinna flokk­anna í vik­unni á undan og í kosn­inga­vik­unni til við­bótar þeim tíma sem flokk­arnir hafa pantað í aug­lýs­inga­tímum miðla Rík­is­út­varps­ins,“ segir í erind­inu frá Gunn­ari Smára.

Auglýsing

Hann segir að það muni ekki skaða Rík­is­út­varpið á nokkurn hátt að verða við þess­ari beiðni, heldur þvert á móti „styrkja það sem ábyrga stofn­un“ og bætir við að ólík­legt sé að aug­lýs­inga­tímar verði upp­seld­ir.

„Það er því Rík­is­út­varp­inu að tjón­lausu að verða við þess­ari beiðni. Það er hins vegar mik­il­vægt fyrir sam­fé­lagið að veita við­nám sjálftöku stjórn­mála­flokk­anna og til­raunum þeirra til að verja eigin völd á kostnað jafn­ræðis og lýð­ræð­is,“ segir í erind­inu frá fram­kvæmda­stjórn Sós­í­alista­flokks­ins.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þeir eru takmörkuð auðlind, stafirnir í gríska stafrófinu.
Af hverju sleppti WHO tveimur stöfum gríska stafrófsins?
Á eftir Mý kemur Ný og þá Xí. En eftir að Mý-afbrigði kórónuveirunnar fékk nafn sitt var það næsta sem uppgötvaðist nefnt Ómíkron. Hvað varð um Ný og Xí?
Kjarninn 1. desember 2021
Guðmundur Hrafn Arngrímsson og Yngvi Ómar Sighvatsson
Kúgaða fólkið!
Kjarninn 1. desember 2021
Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingar verður formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.
Þórunn eini nefndarformaður stjórnarandstöðunnar
Sjálfstæðisflokkurinn fer með formennsku í þremur af átta fastanefndum þingsins, Framsókn tveimur og VG tveimur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir verður formaður fjárlaganefndar, eins og Vinstri græn gáfu reyndar óvart út á mánudag.
Kjarninn 1. desember 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Fyrsta sendiráð Íslands í Asíu
Kjarninn 1. desember 2021
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra kynnti fjárlagafrumvarpið sitt fyrir næsta ár í gær.
Útgjöld vegna barnabóta lækka
Ekki er gert ráð fyrir auknum útgjöldum ríkisins til barnabóta á næsta ári, þrátt fyrir að fjárhæðir þeirra til hvers einstaklings hækki og skerðingarmörk verði færð ofar. Áætluð útgjöld eru 11 prósentum minni en þau voru í fyrra.
Kjarninn 1. desember 2021
Hreinn Loftsson, lögmaður og annar aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Hreinn Loftsson hættir sem aðstoðarmaður Áslaugar Örnu og ræður sig til Jóns
Jón Gunnarsson tók við sem innanríkisráðherra á sunnudag hefur ákveðið að ráða fyrrverandi aðstoðarmann forvera síns í starfi, Hrein Loftsson, sem aðstoðarmann sinn.
Kjarninn 1. desember 2021
Í samfélaginu á Stöðvarfirði eru ekki allir sáttir með fyrirhugaða útgáfu rekstarleyfis til laxeldis gegnt bæjarstæðinu.
Rúmur fjórðungur íbúa á Stöðvarfirði leggst gegn fyrirhuguðu laxeldi
Matvælastofnun fékk á dögunum sendar undirskriftir um 50 íbúa á Stöðvarfirði sem mótmæla því að Fiskeldi Austfjarða fái útgefið rekstrarleyfi fyrir 7.000 tonna laxeldi í firðinum. Íbúar eru efins um að mörg störf verði til á Stöðvarfirði vegna eldisins.
Kjarninn 1. desember 2021
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn þeirra sem vilja stjórna, ekki leiða
Kjarninn 1. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent