Spurði Bjarna hvort það væri samfélagslega hollt að ráðherra selji pabba sínum banka

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, mætti á fund fjárlaganefndar í morgun til að svara fyrir bankasöluna. Þar var hann meðal annars spurður út í kaup föðurs síns á hlut í bankanum. Bjarni sagði að framsetning spyrjanda stæðist ekki skoðun.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði spurningum á opnum fundi fjárlaganefndar í morgun.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, svaraði spurningum á opnum fundi fjárlaganefndar í morgun.
Auglýsing

„Heldur þú í alvöru að það sé hollt fyrir íslenskt sam­fé­lag almennt sé að það kom­ist upp að fjár­mála­ráð­herra sé að selja pabba sínum banka?“ Þannig spurði Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, Bjarna Bene­dikts­son, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra og for­mann Sjálf­stæð­is­flokks­ins, þegar hann mætti á opinn fund fjár­laga­nefndar í morgun til að ræða sölu á 22,5 pró­sent hlut rík­is­ins í Íslands­banka fyrir rúmum mán­uð­i. 

Bjarni svar­aði því til að þetta væri „bara áróður sem þú ert að flytja hér. Þetta er fram­setn­ing sem stenst ekki skoð­un.“ 

Á meðal kaup­enda á hlut rík­is­ins í Íslands­banka var félagið Haf­­silf­­ur, í eigu Bene­dikts Sveins­­son­­ar. Félagið keypti fyrir tæpar 55 millj­ónir króna af þeim 52,65 millj­örðum króna sem 22,5 pró­sent hlutur rík­is­ins var seldur fyr­ir. Bene­dikt er faðir Bjarna sem kom fram fyrir hönd rík­­is­ins í tengslum við söl­una á hlutnum í Íslands­­­banka.

Auglýsing
Í minn­is­blaði sem fjár­mála- og efna­hags­ráðu­neytið sendi fjár­laga­nefnd í byrjun viku sagði að engar sér­­stakar reglur hefðu gilt um við­­skipti ráð­herra eða fjöl­­skyld­u­­með­­lima hans í tengslum við sölu rík­­is­­sjóðs á eign­­ar­hlutum í fjár­­­mála­­fyr­ir­tækj­­um. Bjarni sagði í svörum sínum til Björns Leví að ef „þing­mað­ur­inn er svo sann­færður um að hér hafi stjórn­sýslu­lög verið brot­in, að hér hafi lög um pen­inga­þvætti verið brot­in, hér hafi margar aðrar laga­greinar verið brotn­ar, þá hlýtur hann bara að vera rólegur vegna þess að allt er þetta til skoð­unar hjá Rík­is­end­ur­skoð­un.“

Eng­inn með fleiri atkvæði á bak­við sig

Björn Leví spurði Bjarna einnig hvort hann haldi „í alvöru að þú kom­ist upp með að selja „pabba þínum banka eftir allt sem hefur gengið á á und­an“.

Svo taldi hann upp mörg mál tengd Bjarna sem ratað hafa í umræðu, svo sem Vafn­ings­mál­ið, við­skipti tengd sjóði 9, skýrslu­málið svo­kall­aða og eign­ar­hald Bjarna á aflands­fé­lag­inu Falson, sem var opin­berað í Panama­skjöl­unum og sagði að all­staðar ann­ars­staðar í sið­mennt­uðum sam­fé­lögum hefði öllum þessum málum fylgt afsögn.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, á fundinum í dag. Mynd: Skjáskot/Alþingi

Bjarni svar­aði því til að þetta væri áróð­ur. „Ég hef aldrei átt í vand­ræðum að mæta kjós­endum í þessu landi, ganga í gegnum kosn­ing­ar, mæta þér og öðrum mót­fram­bjóð­end­um, svara fyrir mig og mín mál. Uppi­staðan af öllu því sem þú ert að telja er áróð­ur. Nú gengum við til kosn­inga í sept­em­ber síð­ast­lið­inn. Þar var einn þing­maður sem fór með fleiri atkvæði á bak við sig en nokkur ann­ar. Og það er sá sem þú ert að tala við nún­a.“

Póli­tískar áhyggj­ur, ekki laga­legar

Á fund­inum var meðal ann­ars rætt um þær áhyggjur sem Lilja Alfreðs­dótt­ir, við­skipta- og menn­ing­ar­mála­ráð­herra, hefur sagst hafa viðrað í aðdrag­anda söl­unnar en hún hefur sagst hafa verið á móti því að hlutur rík­is­ins í Íslands­banka yrði seldur í lok­uðu útboði. Þeim skoð­unum hafi hún komið fram við aðra ráð­herra, en hún situr meðal ann­ars í ráð­herra­nefnd um efna­hags­mál með for­sæt­is­ráð­herra og fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra.  

Þegar Lilja mætti í fyrsta sinn í gær fyrir Alþingi til að svara fyrir þessi ummæli, sem hún lét fyrst falla í við­tali við Morg­un­blaðið 11. apr­íl, sagði hún að allir þrír ráð­herr­arnir í ráð­herra­nefnd um efna­hags­mál hefði haft áhygglur af sölu­ferl­in­u. 

Bjarni var spurður út í þessar yfir­lýs­ingar Lilju á fund­inum í morg­un. Bjarni svar­aði því til að hann telji að Lilja hafi verið að viðra póli­tískar áhyggjur af söl­unni en ekki laga­leg­ar. „Póli­­tísk­ar á­hyggj­ur af því hvernig menn geti við­haldið góðum stuðn­ingi meðal þjóð­ar­­inn­ar eft­ir því hvaða leið er far­in. Og kannski er það það sem ráð­herra er að vísa til að það hef­ur skap­­ast mikið upp­­­­­nám og mold­­viðri út af þess­­ari fram­­­kvæmd, að það hafi ræst sem hún hafði á­hyggj­ur af, að það væri erf­ið­ara að við­halda póli­­tísk­um stuðn­ingi þegar að all­ur ís­­­lensk­ur al­­­menn­ing­ur ætti ekki aðild að fram­­­kvæmd út­­boðs­ins.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Úlfar Þormóðsson
Uppvakningar
Kjarninn 25. júní 2022
Ingrid Kuhlman
Að hlakka til einhvers er næstum jafn gott og að upplifa það
Kjarninn 25. júní 2022
Niðurhal Íslendinga stóreykst milli ára
Íslendingar notuðu 25 prósent meira gagnamagn á farsímaneti í fyrra en árið áður og 21 prósent meira gagnamagn í gegnum fastanet. Tæplega 76 prósent notenda á fastaneti eru nú með ljósleiðaratengingu, en þeir voru þriðjungur 2016.
Kjarninn 25. júní 2022
Af kosningavöku Framsóknarflokksins í fyrrahaust.
Framsókn hirti kjósendur í stórum stíl frá hinum stjórnarflokkunum og Miðflokki
Fylgisaukning Framsóknar í síðustu kosningum var tekin frá samstarfsflokkunum í ríkisstjórn og klofningsflokki. Átta hverjum tíu kjósendum Sjálfstæðisflokks voru úr kjarnafylginu. Framboð Sósíalista hafði neikvæð áhrif á fylgi Vinstri græna og Pírata.
Kjarninn 25. júní 2022
Hraðtíska nær nýjum hæðum með tilkomu tískurisans Shein
Kínverska fatafyrirtækið Shein hefur vaxið gríðarlega á undanförnum árum og er í dag eitt stærsta tískuvörufyrirtæki í heimi. Umhverfissinnar benda á að fötin séu úr svo litlum gæðum að oft séu þau aðeins notuð í eitt skipti áður en þau enda í ruslinu.
Kjarninn 25. júní 2022
Auður Önnu Magnúsdóttir
Af hverju nýta Íslendingar raforkuna sína svo illa?
Kjarninn 25. júní 2022
Sjö molar um seðlabankavexti úti í heimi
Verðbólga veldur því að vaxtalækkanir faraldursins eru að ganga til baka, víðar en hér á Íslandi. Kjarninn tók saman nokkra fróðleiksmola um þróun mála í ríkjum bæði nær og fjær.
Kjarninn 25. júní 2022
Flokkur Sigurðar Inga Jóhannssonar andar ofan í hálsmál flokks Bjarna Benediktssonar samkvæmt síðustu könnunum.
Framsókn mælist næstum jafn stór og Sjálfstæðisflokkurinn
Stjórnarflokkarnir hafa tapað umtalsverðu fylgi á kjörtímabilinu. Sjálfstæðisflokkurinn nær mun verr til fólks undir fertugu en annarra á meðan að Framsókn nýtur mikilla vinsælda þar. Vinstri græn mælast með þriðjungi minna fylgi en í síðustu kosningum.
Kjarninn 24. júní 2022
Meira úr sama flokkiInnlent