Starfsmenn Fiskistofu greiddu hátt í milljón fyrir fjölmiðlaráðgjöf

fiskistofa_2_1.jpg
Auglýsing

Starfs­menn Fiski­stofu í Hafn­ar­firði réðu almanna­tengsla­fyr­ir­tækið Athygli til að aðstoða sig í bar­átt­unni gegn ákvörðun Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra um að flytja stofn­un­ina til Akur­eyr­ar. Kostn­aður vegna ráð­gjaf­ar­innar hljóð­aði upp á um 900 þús­und krón­ur, og var greiddur af stétt­ar­fé­lagi.

„Í þeirri orra­hríð og óvissu sem við starfs­menn Fiski­stofu vorum í eftir yfir­lýs­ingar og bréf ráð­herra til okkar síð­ast­liðið haust, kom fram sú hug­mynd meðal okkar að leita til almanna­tengsla­fyr­ir­tækis til að leið­beina okkur og aðstoða við að koma sjón­ar­miðum okkar með skipu­legum og mark­vissum hætti á fram­færi við Alþingi, ráðu­neyti og fjöl­miðla. Ástæðan var ein­fald­lega sú að við átt­uðum okkur á því að þessi þekk­ing var, að okkar áliti, ekki til staðar í hópn­um,“ segir Guð­mundur Jóhann­es­son, deild­ar­stjóri veiði­eft­ir­lits­sviðs Fiski­stofu, í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Leið­beint hvernig bera ætti sig aðGuð­mundur segir að leitað hafi verið eftir fjöl­miðla­ráð­gjöf­inni í októ­ber, og hún hafi staðið fram í des­em­ber. Í henni fólust fund­ar­höld með starfs­mönn­um, þar sem þeim var meðal ann­ars leið­beint um hvernig bera ætti sig að við að koma sjón­ar­miðum sínum á fram­færi, hvenær ætti að bregð­ast við og hvern­ig. Hann segir að starfs­manna­fé­lag Fiski­stofu hafi enga aðkomu haft að mál­inu.

„Starfs­menn Fiski­stofu leit­uðu til allra þeirra stétt­ar­fé­laga sem við erum félagar í og einnig til Hafn­ar­fjarð­ar­bæjar um stuðn­ing, þar með talin fjár­hags­legum til að geta ráðið almanna­tengsla­fyr­ir­tæki. Allir þessir aðilar veittu okkur marg­vís­legan stuðn­ing, enn ein­ungis SFR - stétt­ar­fé­lag í almanna­þjón­ustu styrkti okkur fjár­hags­lega. SFR gaf okkur vil­yrði fyrir allt að einni milljón króna til þess að ráða almanna­tengsla­fyr­ir­tæki. Í kjöl­farið var Athygli ráðið og reynd­ist það okkur mik­ill happa­feng­ur,“ segir Guð­mundur í áður­nefndu svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Auglýsing

„Bar­átta gegn órétt­læti“Bréfið sem starfs­menn Fiski­stofu sendi Hafn­ar­fjarð­arbæ til að óska eftir fjár­stuðn­ingi er dag­sett 29. októ­ber. Þar kemur fram að áætl­aður kostn­aður vegna fjöl­miðla­ráð­gjafar hafi verið 1,5 millj­ónir króna. Í bréf­inu seg­ir: „Okkur starfs­mönnum Fiski­stofu var fljót­lega ljóst að við stóðum ein og rödd okkar var hjáróma og veik í þessu gjörn­inga­veðri. Jafn­framt var okkur það ljóst að til þess að ein­hver von væri til að snúa þess­ari ólög­mætu og óvit­ur­legu ákvörðun við, þá urðum við að skipu­leggja mál­flutn­ing okkar og fá utan­að­kom­andi ráð­gjafa til að ráða okkur heilt. Það er hvernig bar­átt­unni gegn þessu órétt­læti skyldi hag­að, við hverja við ættum að tala máli okk­ar, hvernig og hvenær það skyldi gert, hvaða rökum skyldi teflt fram og svo fram­veg­is.“

Undir bréfið rita fyrr­nefndur Guð­mundur Jóhann­es­son og Björn Jóns­son lög­fræð­ingur hjá Fiski­stofu. Hafn­ar­fjarð­ar­bær varð ekki við ósk starfs­manna Fiski­stofu um fjár­stuðn­ing vegna fjöl­miðla­ráð­gjaf­ar.

Ná sáttum um stjórnarmenn Lífeyrissjóðs verzlunarmanna
VR hefur náð samkomulagi við Lífeyrissjóð verzlunarmanna um að þeir stjórnarmenn sem nú sitja í stjórninni í nafni VR munu láta af störfum og í stað þeirra munu þeir stjórnarmenn sem VR skipaði í síðustu viku taka sæti í stjórninni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Seldu losunarheimildir til að borga laun fyrir marsmánuð
Skiptastjórar WOW air eru meðal annars búnir að selja skrifstofubúnað og reiðhjólaleigu WOW air til að auka endurheimtir í búið. Félagið hafði selt margar verðmætar eignir, t.d. afgreiðslutíma á flugvelli og losunarheimildir, fyrir gjaldþrot.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Molar
Molar
Molar – Opnar Costco annað vöruhús á Íslandi?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Gísli Sigurgeirsson
Opið bréf til Katrínar Jakobsdóttur
Kjarninn 23. ágúst 2019
„Þurfum að taka afstöðu með hafinu og vernda það“
Ýmsar áleitnar spurningar vakna þegar hugsað er um hafið og hamfarahlýnun í sömu andrá. Væri hægt að búa á jörðinni án þess? Hvernig liti jörðin út án vatns? Getur verið að það verði meira af plasti í sjónum en fiskum árið 2050?
Kjarninn 23. ágúst 2019
Kísilverksmiðjan í Helguvík
Reisa 52 metra háan skorstein í Helguvík
Stakksberg vinnur nú að 4,5 milljarða endurbótum á kísilmálmverksmiðju félagsins í Helguvík. Þar á meðal er 52 metra hár skorsteinn sem draga á úr mengun frá verksmiðjunni.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Markús Sigurbjörnsson hefur verið dómari við Hæstarétt Íslands í aldarfjórðung.
Tveir hæstaréttardómarar hætta
Markús Sigurbjörnsson, forseti Hæstaréttar og sá dómari við réttinn sem setið hefur lengst, mun hætta störfum við réttinn eftir rúman mánuð. Það mun Viðar Már Matthíasson einnig gera.
Kjarninn 23. ágúst 2019
Þorsteinn Víglundsson
Breytum bönkum í brýr
Kjarninn 23. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None