Starfsmenn Fiskistofu greiddu hátt í milljón fyrir fjölmiðlaráðgjöf

fiskistofa_2_1.jpg
Auglýsing

Starfs­menn Fiski­stofu í Hafn­ar­firði réðu almanna­tengsla­fyr­ir­tækið Athygli til að aðstoða sig í bar­átt­unni gegn ákvörðun Sig­urðar Inga Jóhanns­sonar sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra um að flytja stofn­un­ina til Akur­eyr­ar. Kostn­aður vegna ráð­gjaf­ar­innar hljóð­aði upp á um 900 þús­und krón­ur, og var greiddur af stétt­ar­fé­lagi.

„Í þeirri orra­hríð og óvissu sem við starfs­menn Fiski­stofu vorum í eftir yfir­lýs­ingar og bréf ráð­herra til okkar síð­ast­liðið haust, kom fram sú hug­mynd meðal okkar að leita til almanna­tengsla­fyr­ir­tækis til að leið­beina okkur og aðstoða við að koma sjón­ar­miðum okkar með skipu­legum og mark­vissum hætti á fram­færi við Alþingi, ráðu­neyti og fjöl­miðla. Ástæðan var ein­fald­lega sú að við átt­uðum okkur á því að þessi þekk­ing var, að okkar áliti, ekki til staðar í hópn­um,“ segir Guð­mundur Jóhann­es­son, deild­ar­stjóri veiði­eft­ir­lits­sviðs Fiski­stofu, í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Leið­beint hvernig bera ætti sig aðGuð­mundur segir að leitað hafi verið eftir fjöl­miðla­ráð­gjöf­inni í októ­ber, og hún hafi staðið fram í des­em­ber. Í henni fólust fund­ar­höld með starfs­mönn­um, þar sem þeim var meðal ann­ars leið­beint um hvernig bera ætti sig að við að koma sjón­ar­miðum sínum á fram­færi, hvenær ætti að bregð­ast við og hvern­ig. Hann segir að starfs­manna­fé­lag Fiski­stofu hafi enga aðkomu haft að mál­inu.

„Starfs­menn Fiski­stofu leit­uðu til allra þeirra stétt­ar­fé­laga sem við erum félagar í og einnig til Hafn­ar­fjarð­ar­bæjar um stuðn­ing, þar með talin fjár­hags­legum til að geta ráðið almanna­tengsla­fyr­ir­tæki. Allir þessir aðilar veittu okkur marg­vís­legan stuðn­ing, enn ein­ungis SFR - stétt­ar­fé­lag í almanna­þjón­ustu styrkti okkur fjár­hags­lega. SFR gaf okkur vil­yrði fyrir allt að einni milljón króna til þess að ráða almanna­tengsla­fyr­ir­tæki. Í kjöl­farið var Athygli ráðið og reynd­ist það okkur mik­ill happa­feng­ur,“ segir Guð­mundur í áður­nefndu svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Auglýsing

„Bar­átta gegn órétt­læti“Bréfið sem starfs­menn Fiski­stofu sendi Hafn­ar­fjarð­arbæ til að óska eftir fjár­stuðn­ingi er dag­sett 29. októ­ber. Þar kemur fram að áætl­aður kostn­aður vegna fjöl­miðla­ráð­gjafar hafi verið 1,5 millj­ónir króna. Í bréf­inu seg­ir: „Okkur starfs­mönnum Fiski­stofu var fljót­lega ljóst að við stóðum ein og rödd okkar var hjáróma og veik í þessu gjörn­inga­veðri. Jafn­framt var okkur það ljóst að til þess að ein­hver von væri til að snúa þess­ari ólög­mætu og óvit­ur­legu ákvörðun við, þá urðum við að skipu­leggja mál­flutn­ing okkar og fá utan­að­kom­andi ráð­gjafa til að ráða okkur heilt. Það er hvernig bar­átt­unni gegn þessu órétt­læti skyldi hag­að, við hverja við ættum að tala máli okk­ar, hvernig og hvenær það skyldi gert, hvaða rökum skyldi teflt fram og svo fram­veg­is.“

Undir bréfið rita fyrr­nefndur Guð­mundur Jóhann­es­son og Björn Jóns­son lög­fræð­ingur hjá Fiski­stofu. Hafn­ar­fjarð­ar­bær varð ekki við ósk starfs­manna Fiski­stofu um fjár­stuðn­ing vegna fjöl­miðla­ráð­gjaf­ar.

Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow”
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None