Starfsmönnum ungverska sjónvarpsins bannað að birta myndir af börnum flóttamanna

ungverjaland_syrland_flottafolk.jpg
Auglýsing

Starfs­menn rík­is­sjón­varps­ins í Ung­verja­landi hafa fengið skip­anir um að sýna ekki myndir af börnum flótta­manna í fréttum um flótta­fólk. Skjá­skot af skipun stjórnar sjón­varp­stöðv­ar­innar til blaða­manna lak í aðra fjöl­miðla í dag. Frá þessu er greint á vef The Guar­dian.

Rík­is­stjórn Ung­verja­lands skipar í stjórn rík­is­sjón­varps­ins þar. Stjórn stofn­un­ar­innar hefur neitað því að hafa beiðið fjöl­miðla­fólk að reyna að tak­marka sam­kennd almenn­ings með flótta­fólki. Heldur hafi skip­unin átt að vernda börn­in.

Stjórn­völd í Búda­pest hafa lokað Kel­et­i-­lest­ar­stöð­inni þar fyrir flótta­fólki sem reynir að kom­ast vestar í álf­una, meðal ann­ars til Þýska­lands eins og Kjarn­inn greindi frá fyrr í dag. Flótta­menn hafa brugð­ist illa við því og mót­mæla að gerðum lög­reglu við lest­ar­stöð­ina. Fjöl­miðlaum­fjöllun um mót­mælin hefur hins vegar verið af skornum skamti í Ung­verja­landi.

Auglýsing

Eftir að Fidesz-­flokkur popúlist­ans Viktor Orbán komst til valda árið 2010 var fjöl­miðla­lögum breytt á umdeildan máta og hefur Orbán for­sæt­is­ráð­herra verið gagn­rýndir fyrir yfir­gang gagn­vart frjálsum fjöl­miðlum í kjöl­far­ið. Fjöl­miðla­mála­nefnd Evr­ópu­sam­bands­ins hefur til dæmis haft efa­semdir um að stefna ung­verskra stjórn­valda sé í sam­ræmi við reglu­gerðir sam­bands­ins.

HUNGARY EUROPE MIGRATION REFUGEES Lög­regla hefur meinað flótta­fólki að fara inn í lest­ar­stöð­ina í Búda­pest. Ung­verskir fjöl­miðlar fjalla tak­markað um mót­mæl­in.

 

Síð­asta haust voru drög að sér­stökum inter­netskatti lögð í Ung­verja­landi sem varð til þess að meira en 100 þús­und manns mót­mæltu á götum höf­uð­borg­ar­inn­ar. Fallið var frá þessum áformum að lok­um.

Í fyrra sóttu 40.000 flótta­menn um hæli í Ung­verja­landi og hefur fjöldi flótta­fólks auk­ist stöðugt síðan þá. Um 95 pró­sent þessa fólks kemst inn í landið yfir landa­mærin við Serbíu en nú hafa ung­versk stjórn­völd reist fjög­urra metra háa girð­ingu á landa­mær­unum svo eng­inn kemst yfir.

Almenn­ings­á­litið í Ung­ver­landi gagn­vart flótta­mönnum hefur frá ára­mótum snú­ist við. Í lok árs 2014 sögð­ust 3 pró­sent Ung­verja telja flótta­menn vera meðal stærstu þjóð­mál­anna en í sam­kvæmt könnun Repu­blikon Institute sem kynnt var á dög­unum telja nú 66 pró­sent Ung­verja að „flótta­fólk valdi hættu í Ung­verja­landi og þess vegna ætti það ekki að fá að kom­ast þang­að.“ Aðeins 19 pró­sent sögðu það skyldu Ung­verja­lands að taka á móti þessu fólki.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
Stöðu hverra þarf raunverulega að „leiðrétta“?
Kjarninn 21. febrúar 2020
Frosti hættur hjá ORF Líftækni
Forstjóri ORF Líftækni hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu, en mun sinna starfinu áfram þar til eftirmaður verður ráðinn. Vinna við að finna þann aðila er þegar hafin.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir
Ekki unnt að svara fyrirspurn um bætur
Úttekt vegna fyrirspurnar er of umfangsmikil að ekki er hægt að taka upplýsingar saman um hve háar bætur að meðaltali hafa verið dæmdar brotaþolum vegna ólögmætrar uppsagnar, líkamsárásar og nauðgunar síðastliðin 5 ár, samkvæmt svari dómsmálaráðherra.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Eignir Lífeyrissjóðs verzlunarmanna hækkuðu um 155 milljarða á síðasta ári
Árið 2019 var metár í 63 ára sögu Lífeyrissjóðs verzlunarmanna.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Fossinn Rjúkandi
„Stórtækar“ breytingar á framkvæmd Hvalárvirkjunar kalla á nýtt umhverfismat
Það er mat Vesturverks að bráðnun Drangajökuls muni engin áhrif hafa á vinnslugetu fyrirhugaðrar Hvalárvirkjunar. Í skipulagslýsingu er lagt til að svæði ofan áformaðs virkjanasvæðis fái hverfisvernd vegna nálægðar við jökulinn.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Rúmlega 600 milljónir króna í eftirlaun til ráðherra og þingmanna í fyrra
Árið 2003 voru umdeild eftirlaunalög sett sem tryggðu þingmönnum og ráðherrum mun betri lífeyrisgreiðslur en öðrum landsmönnum. Þau voru afnumin 2009 en 203 fyrrverandi þingmenn og ráðherra njóta sérkjara þeirra þó ennþá.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur kominn með prókúru hjá Samherja
Tímabundinn forstjóri Samherja hefur loks formlega verið skráður í framkvæmdastjórn fyrirtækisins og með prókúru fyrir það, þremur mánuðum eftir að hann tók við starfinu. Hann er hins vegar enn ekki skráður með prókúru hjá Samherja Holding.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Donald Trump verður út um allt á Youtube á kjördegi
Framboð Donalds Trumps Bandaríkjaforseta hefur nú þegar keypt bróðurpartinn af auglýsingaplássi á Youtube, fyrir kjördag í nóvember.
Kjarninn 21. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None