Starfsmönnum ungverska sjónvarpsins bannað að birta myndir af börnum flóttamanna

ungverjaland_syrland_flottafolk.jpg
Auglýsing

Starfs­menn rík­is­sjón­varps­ins í Ung­verja­landi hafa fengið skip­anir um að sýna ekki myndir af börnum flótta­manna í fréttum um flótta­fólk. Skjá­skot af skipun stjórnar sjón­varp­stöðv­ar­innar til blaða­manna lak í aðra fjöl­miðla í dag. Frá þessu er greint á vef The Guar­dian.

Rík­is­stjórn Ung­verja­lands skipar í stjórn rík­is­sjón­varps­ins þar. Stjórn stofn­un­ar­innar hefur neitað því að hafa beiðið fjöl­miðla­fólk að reyna að tak­marka sam­kennd almenn­ings með flótta­fólki. Heldur hafi skip­unin átt að vernda börn­in.

Stjórn­völd í Búda­pest hafa lokað Kel­et­i-­lest­ar­stöð­inni þar fyrir flótta­fólki sem reynir að kom­ast vestar í álf­una, meðal ann­ars til Þýska­lands eins og Kjarn­inn greindi frá fyrr í dag. Flótta­menn hafa brugð­ist illa við því og mót­mæla að gerðum lög­reglu við lest­ar­stöð­ina. Fjöl­miðlaum­fjöllun um mót­mælin hefur hins vegar verið af skornum skamti í Ung­verja­landi.

Auglýsing

Eftir að Fidesz-­flokkur popúlist­ans Viktor Orbán komst til valda árið 2010 var fjöl­miðla­lögum breytt á umdeildan máta og hefur Orbán for­sæt­is­ráð­herra verið gagn­rýndir fyrir yfir­gang gagn­vart frjálsum fjöl­miðlum í kjöl­far­ið. Fjöl­miðla­mála­nefnd Evr­ópu­sam­bands­ins hefur til dæmis haft efa­semdir um að stefna ung­verskra stjórn­valda sé í sam­ræmi við reglu­gerðir sam­bands­ins.

HUNGARY EUROPE MIGRATION REFUGEES Lög­regla hefur meinað flótta­fólki að fara inn í lest­ar­stöð­ina í Búda­pest. Ung­verskir fjöl­miðlar fjalla tak­markað um mót­mæl­in.

 

Síð­asta haust voru drög að sér­stökum inter­netskatti lögð í Ung­verja­landi sem varð til þess að meira en 100 þús­und manns mót­mæltu á götum höf­uð­borg­ar­inn­ar. Fallið var frá þessum áformum að lok­um.

Í fyrra sóttu 40.000 flótta­menn um hæli í Ung­verja­landi og hefur fjöldi flótta­fólks auk­ist stöðugt síðan þá. Um 95 pró­sent þessa fólks kemst inn í landið yfir landa­mærin við Serbíu en nú hafa ung­versk stjórn­völd reist fjög­urra metra háa girð­ingu á landa­mær­unum svo eng­inn kemst yfir.

Almenn­ings­á­litið í Ung­ver­landi gagn­vart flótta­mönnum hefur frá ára­mótum snú­ist við. Í lok árs 2014 sögð­ust 3 pró­sent Ung­verja telja flótta­menn vera meðal stærstu þjóð­mál­anna en í sam­kvæmt könnun Repu­blikon Institute sem kynnt var á dög­unum telja nú 66 pró­sent Ung­verja að „flótta­fólk valdi hættu í Ung­verja­landi og þess vegna ætti það ekki að fá að kom­ast þang­að.“ Aðeins 19 pró­sent sögðu það skyldu Ung­verja­lands að taka á móti þessu fólki.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinunn Olína vill verða útvarpsstjóri
Magnús Geir Þórðarson tók nýverið við hlutverki Þjóðleikhússtjóra og því bíður það stjórnar RÚV að ráða nýjan útvarpsstjóra.
Kjarninn 6. desember 2019
Nýtt fjölmiðlafrumvarp komið fram – Endurgreiðsluhlutfall lækkað í 18 prósent
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur birt nýtt frumvarp um stuðning við einkarekna fjölmiðla. Endurgreiðsluhlutfall verður lækkað en frekar. Það átti upphaflega að vera 25 prósent en verður 18 prósent.
Kjarninn 6. desember 2019
Sýknað og refsing milduð í Glitnismáli
Löng málsmeðferð leiddi til þess að refsing var skilorðsbundin. Tveir af fimm áfrýjuðu fyrri niðurstöðu til Landsréttar.
Kjarninn 6. desember 2019
Nú sé kominn tími til að bregðast við
Ný skýrsla Umhverfisstofnunar Evrópu er komin út.
Kjarninn 6. desember 2019
Bjarki Þór Grönfeldt
Rauði múrinn gliðnar
Kjarninn 6. desember 2019
Jón Atli Benediktsson
Jón Atli sækist eftir því að vera áfram rektor HÍ
Embætti rektors hefur verið auglýst laust til umsóknar fyrir tímabilið 1. júlí 2020 til 30. júní 2025.
Kjarninn 6. desember 2019
Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Jafnréttismiðuð fyrirtæki greiði lægra tryggingagjald
Þingmenn úr þremur flokkum hafa lagt til að fyrirtæki með jafnara kynjahlutfall í stjórnunarstöðum greiði lægra tryggingagjald. Markmiðið er að fjölga konum í stjórnunarstöðum og þar með draga úr óleiðréttum launamun kynjanna.
Kjarninn 6. desember 2019
Hafa aldrei lánað meira til húsnæðiskaupa en í október
Tvö met voru sett í útlánum lífeyrissjóða til sjóðsfélaga sinna í október 2019. Í fyrsta lagi lánuðu þeir 26 prósent meira en þeir höfðu gert í fyrri metmánuði og í öðru lági voru útlánin 45 prósent fleiri en nokkru sinni áður innan mánaðar.
Kjarninn 6. desember 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None