Starfsmönnum ungverska sjónvarpsins bannað að birta myndir af börnum flóttamanna

ungverjaland_syrland_flottafolk.jpg
Auglýsing

Starfsmenn ríkissjónvarpsins í Ungverjalandi hafa fengið skipanir um að sýna ekki myndir af börnum flóttamanna í fréttum um flóttafólk. Skjáskot af skipun stjórnar sjónvarpstöðvarinnar til blaðamanna lak í aðra fjölmiðla í dag. Frá þessu er greint á vef The Guardian.

Ríkisstjórn Ungverjalands skipar í stjórn ríkissjónvarpsins þar. Stjórn stofnunarinnar hefur neitað því að hafa beiðið fjölmiðlafólk að reyna að takmarka samkennd almennings með flóttafólki. Heldur hafi skipunin átt að vernda börnin.

Stjórnvöld í Búdapest hafa lokað Keleti-lestarstöðinni þar fyrir flóttafólki sem reynir að komast vestar í álfuna, meðal annars til Þýskalands eins og Kjarninn greindi frá fyrr í dag. Flóttamenn hafa brugðist illa við því og mótmæla að gerðum lögreglu við lestarstöðina. Fjölmiðlaumfjöllun um mótmælin hefur hins vegar verið af skornum skamti í Ungverjalandi.

Auglýsing

Eftir að Fidesz-flokkur popúlistans Viktor Orbán komst til valda árið 2010 var fjölmiðlalögum breytt á umdeildan máta og hefur Orbán forsætisráðherra verið gagnrýndir fyrir yfirgang gagnvart frjálsum fjölmiðlum í kjölfarið. Fjölmiðlamálanefnd Evrópusambandsins hefur til dæmis haft efasemdir um að stefna ungverskra stjórnvalda sé í samræmi við reglugerðir sambandsins.

HUNGARY EUROPE MIGRATION REFUGEES Lögregla hefur meinað flóttafólki að fara inn í lestarstöðina í Búdapest. Ungverskir fjölmiðlar fjalla takmarkað um mótmælin.

 

Síðasta haust voru drög að sérstökum internetskatti lögð í Ungverjalandi sem varð til þess að meira en 100 þúsund manns mótmæltu á götum höfuðborgarinnar. Fallið var frá þessum áformum að lokum.

Í fyrra sóttu 40.000 flóttamenn um hæli í Ungverjalandi og hefur fjöldi flóttafólks aukist stöðugt síðan þá. Um 95 prósent þessa fólks kemst inn í landið yfir landamærin við Serbíu en nú hafa ungversk stjórnvöld reist fjögurra metra háa girðingu á landamærunum svo enginn kemst yfir.

Almenningsálitið í Ungverlandi gagnvart flóttamönnum hefur frá áramótum snúist við. Í lok árs 2014 sögðust 3 prósent Ungverja telja flóttamenn vera meðal stærstu þjóðmálanna en í samkvæmt könnun Republikon Institute sem kynnt var á dögunum telja nú 66 prósent Ungverja að „flóttafólk valdi hættu í Ungverjalandi og þess vegna ætti það ekki að fá að komast þangað.“ Aðeins 19 prósent sögðu það skyldu Ungverjalands að taka á móti þessu fólki.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Ný stjórnarskrá í 10 ár – Viska almennings og máttur kvenna
Kjarninn 29. júlí 2021
Til að fá að fljúga með flugfélaginu Play verða farþegar að skila inn vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi eða hraðprófi.
Hafa þurft að vísa vottorðalausum farþegum frá
Flugfélagið Play hefur fengið jákvæð viðbrögð við þeirri ákvörðun að meina farþegum um flug sem ekki hafa vottorð um neikvætt COVID próf. Fyrirkomulagið verður enn í gildi hjá Play þrátt fyrir að vottorðalausum muni bjóðast sýnataka á landamærunum.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kamilla Jósefsdóttir og Alma Möller landlæknir.
Sértæk bóluefni gegn delta-afbrigði „okkar helsta von“
Frá því að fjórða bylgja faraldursins hófst hér á landi hafa sextán sjúklingar legið á Landspítala með COVID-19. Tíu eru inniliggjandi í dag, þar af tveir á gjörgæslu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Kort Sóttvarnastofnunar Evrópu sem uppfært var í dag.
Ísland orðið appelsínugult á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu
Mikil fjölgun greindra smita hér á landi hefur haft það í för með sér að Ísland er ekki lengur grænt á korti Sóttvarnastofnunar Evrópu. Væru nýjustu upplýsingar um faraldurinn notaðar yrði Ísland rautt á kortinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Jóhann Björn Skúlason, yfirmaður smitrakningateymis almannavarna.
Smitrakningunni „sjálfhætt“ ef fjöldi smita vex gríðarlega úr þessu
Miklar annir eru nú hjá smitrakningarteymi almannavarna. Á bilinu 180-200 þúsund notendur eru með smitrakningarforrit yfirvalda í símum sínum og það gæti reynst vel ef álagið verður svo mikið að rakningarteymið hafi ekki undan. Sem gæti gerst.
Kjarninn 29. júlí 2021
Ari Trausti Guðmundsson
Faraldur er ekki fyrirsjáanlegur
Kjarninn 29. júlí 2021
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.
„Ekki má hringla með marklínuna“
Dómsmálaráðherra vonar að stjórnarandstöðunni „auðnist ekki að slíta í sundur þá einingu sem ríkt hefur meðal landsmanna í baráttunni gegn veirunni“. Samhliða útbreiddri bólusetningu þurfi að slá nýjan takt og „leggja grunn að eðlilegu lífi á ný“.
Kjarninn 29. júlí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja.
Samherji kannar hvernig afsökunarbeiðnir leggjast í landann
Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup fengu í vikunni sendar spurningar um Samherja. Fyrirtækið, sem baðst tvívegis afsökunar fyrr í sumar, virðist fylgjast grannt með almenningsálitinu.
Kjarninn 29. júlí 2021
Meira úr sama flokkiErlent
None