Stjórnir MP banka og Straums samþykkja samrunaáætlun

straumur1.jpg
Auglýsing

Stjórnir MP banka hf. og Straums fjár­fest­inga­banka hf. hafa sam­þykkt áætlun um sam­runa félag­anna og mið­ast sam­run­inn við 31. des­em­ber 2014. Þetta kemur fram í sam­eig­in­legri frétta­til­kynn­ingu frá MP banka og Straumi.

Sam­run­inn er háður sam­þykki hlut­hafa­fundar beggja banka, Fjár­mála­eft­ir­lits­ins og Sam­keppn­is­eft­ir­lits­ins. Vonir standa til þess að nýr, sam­ein­aður banki hefji starf­semi með haustinu. Bank­inn mun starfa undir nýju heiti sem verður kynnt síð­ar.

Skipt­ing hluta­fjár í hinu sam­ein­aða félagi verður þannig að núver­andi hlut­hafar MP banka hf. munu eiga 58,66% af virku hlutafé en núver­andi hlut­hafar Straums fjár­fest­inga­banka hf. munu eign­ast 41,34% af virku hluta­fé.

Auglýsing

„Sam­ein­ing MP banka og Straums fjár­fest­inga­banka hefur aug­ljósan ávinn­ing í för með sér fyrir hlut­hafa beggja félaga. Sam­ein­aður banki verður með sterka stöðu á sviði fjár­fest­inga­banka­starf­semi og eigna­stýr­ingar og mun horfa til frek­ari sókn­ar­færa á þeim svið­u­m,“ segir í til­kynn­ing­unni frá bönk­un­um.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiInnlent
None