Styrmir verður umsjónarmaður í nýjum sjónvarpsþætti á RÚV

styrmir-4.jpg
Auglýsing

Nýr sjón­varps­þáttur í umsjón Boga Ágústs­son­ar, frétta­manns og fyrr­ver­andi frétta­stjóra RÚV, Þór­hildar Þor­leifs­dótt­ur, fyrr­ver­andi leik­hús­stjóra Borg­ar­leik­húss­ins, og Styrmis Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins, er í burð­ar­liðnum hjá RÚV, en umræðu­þátt­ur­inn hefur hlotið nafnið Hring­borð­ið.

Fyrsti þátt­ur­inn fer í loftið mánu­dags­kvöldið 8. des­em­ber næst­kom­andi, og verður fram­vegis mán­að­ar­lega á dag­skrá á eftir tíu-fréttum sjón­varps. Þátt­ur­inn er hug­ar­fóstur Magn­úsar Geirs Þórð­ar­sonar útvarps­stjóra.

Hinn ástsæli fréttamaður Bogi Ágústsson verður umsjónarmaður þáttarins. Bogi Ágústs­son, frétta­maður og fyrr­ver­andi frétta­stjóri RÚV.

Auglýsing

Auk þre­menn­ing­anna verða tveir gestir í hverjum þætti, þar sem ýmist verða rædd helstu mál­efni líð­andi stund­ar, eða þau mál sem rit­stjórn þátt­ar­ins vill vekja umræðu um.

„Upp­byggi­legur umræðu­þátt­ur“Út­varps­stjóri segir að þátt­ur­inn eigi að vera upp­byggi­legur umræðu­þáttur þar sem fólk með víð­tæka reynslu og þekk­ingu á íslensku sam­fé­lagi ræðir mál­efni líð­andi stund­ar. „Um­sjón­ar­menn­irnir eiga það sam­eig­in­legt að hafa mikla yfir­sýn og muna tím­ana tvenna. Við von­umst til að þátt­ur­inn muni setja mál­efni dags­ins í dag í stærra sam­hengi og skauta hjá því arga­þrasi sem ein­kennir umræð­una oft og tíð­um. Okkur hefur stundum þótt skorta nokkuð á að raddir hinna reynslu­meiri heyr­ist nægj­an­lega oft í íslenskum fjöl­miðlum en við teljum að með þessu séum við að vissu leyti að bæta úr því. Ég á því von á lit­ríkum og upp­byggi­legum umræðu­þætti þar sem tek­ist verður á af miklu krafti um þau mál­efni sem skipta þjóð­ina öllu máli, í dag og ekki síst til fram­tíðar lit­ið,“ segir Magnús Geir Þórð­ar­son útvarps­stjóri.

Skarp­héð­inn Guð­munds­son, dag­skrár­stjóri RÚV, segir umsjón­ar­menn þátt­ar­ins sann­ar­lega upp­fylla ofan­greindar kröf­ur. „(Þetta er) afar reynslu­mikið fólk sem á það sam­eig­in­legt að hafa betri og dýpri skiln­ing á íslenskum þjóð­málum en flestir aðrir og munu þau með aðstoð vel valdra við­mæl­enda sem flestir hverjir deila þess­ari reynslu – en eru ekk­ert endi­lega sam­mála þeim um hvernig túlka beri sög­una og hvaða lær­dóm við getum dregið af henni“ segir Skarp­héð­inn Guð­munds­son dag­skrár­stjóri RÚV.

Reynslu­bolt­arnir Styrmir og Þór­hildur 

Þór­hildur Þor­leifs­dóttir er fædd árið 1945 og er því 69 ára göm­ul. Hún sat á Alþingi fyrir Kvenna­list­ann á árunum 1987 til 1991 og var á fram­boðs­lista Lýð­ræð­is­vakt­ar­innar í síð­ustu Alþing­is­kosn­ing­um. Hún var kosin til setu á stjórn­laga­þingi, sem átti að gera til­lögur til breyt­inga á stjórn­ar­skrá Íslands, og var síðar skipuð í stjórn­laga­ráð sem hafði sama til­gang. Þór­hildur var, eins og áður seg­ir, leik­hús­stjóri Borg­ar­leik­húss­ins á árunum 1996 til 2000.

Þórhildur Þorleifsdóttir, fyrrverandi Borgarleikhússtjóri. Þór­hildur Þor­leifs­dótt­ir, fyrr­ver­andi Borg­ar­leik­hús­stjóri.

Styrmir Gunn­ars­son er fæddur 1938, og er því 76 ára gam­all. Hann hóf störf á Morg­un­blað­inu 2. Júní 1965 og varð rit­stjóri blaðs­ins 1972. Styrmir sat á rit­stjórn­ar­stóli í 36 ár. Hann lét af því starfi 2. júní 2008, nákvæm­lega 43 árum eftir að hann hóf störf á blað­inu.

Nýverið kom út bók eftir Styrmi sem heitir Í köldu stríði – Vin­átta og bar­átta á átaka­tím­um.  Þar greinir Styrmir meðal ann­ars frá því að hann hafi hitt flugu­mann úr röðum komm­ún­ista um ára­bil og skrifað skýrslur um það sem mað­ur­inn sagði hon­um. Skýrsl­urnar voru sendar til Bjarna Bene­dikts­son­ar, þáver­andi dóms­mála­ráð­herra, og Geirs Hall­gríms­son­ar, þáver­andi borg­ar­stóra. Auk þess grun­aði Styrmi að skýrsl­unar hafi verið sendar í banda­ríska sendi­ráðið við Lauf­ás­veg. Efni þeirra birt­ist einnig í frétta­skrifum í Morg­un­blað­inu.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meryl Streep er ein af aðalleikurum myndarinnar.
Mossack Fonseca stefnir Netflix
Mossack Fonseca, lögmannsstofan alræmda, hefur stefnt Netflix vegna kvikmyndar streymisveitunnar um Panamaskjölin.
Kjarninn 17. október 2019
Fimmtungur Íslendinga býr við leka- og rakavandamál
Hlutfall þeirra sem telja sig búa við leka- og/eða rakavandamál hér á landi er þrefalt hærra hér en í Noregi.
Kjarninn 17. október 2019
Boris Johnson, forsætisráðherra Breta.
Nýr Brexit-samningur samþykktur
Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Jean-Clau­de Juncker, for­seti fram­kvæmda­stjórn­ar Evrópusambandsins, tilkynntu í morgun að nýr útgöngusamningur milli Bretlands og Evrópusambandsins væri í höfn.
Kjarninn 17. október 2019
Þórður Snær Júlíusson
Ríkið sem vildi ekki sjá peningaþvættið heima hjá sér
Kjarninn 17. október 2019
Leikhúsið
Leikhúsið
Leikhúsið - Sex í sveit
Kjarninn 17. október 2019
Lögmenn bera mun meira traust til dómstóla
Lögmenn og ákærendur bera mun meira traust til dómstóla heldur en almenningur. Yfir 80 prósent lögmanna og ákærenda voru sammála því að dómarar og starfsmenn dómstóla ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika.
Kjarninn 17. október 2019
Heiða Sigurjónsdóttir
Alþjóðadagur málþroskaröskunar 18. október 2019
Leslistinn 17. október 2019
Segir Bandaríkin og Bretland vilja Ísland á lista yfir ósamvinnuþýð ríki
Það mun skýrast í lok viku hvort Íslandi muni takast að forðast það að lenda á lista með ríkjum með vafasamt stjórnarfar vegna lélegra varna landsins gegn peningaþvætti. Nánast ekkert var í lagi hérlendis í þeim vörnum áratugum saman.
Kjarninn 17. október 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None