Styrmir verður umsjónarmaður í nýjum sjónvarpsþætti á RÚV

styrmir-4.jpg
Auglýsing

Nýr sjón­varps­þáttur í umsjón Boga Ágústs­son­ar, frétta­manns og fyrr­ver­andi frétta­stjóra RÚV, Þór­hildar Þor­leifs­dótt­ur, fyrr­ver­andi leik­hús­stjóra Borg­ar­leik­húss­ins, og Styrmis Gunn­ars­son­ar, fyrr­ver­andi rit­stjóra Morg­un­blaðs­ins, er í burð­ar­liðnum hjá RÚV, en umræðu­þátt­ur­inn hefur hlotið nafnið Hring­borð­ið.

Fyrsti þátt­ur­inn fer í loftið mánu­dags­kvöldið 8. des­em­ber næst­kom­andi, og verður fram­vegis mán­að­ar­lega á dag­skrá á eftir tíu-fréttum sjón­varps. Þátt­ur­inn er hug­ar­fóstur Magn­úsar Geirs Þórð­ar­sonar útvarps­stjóra.

Hinn ástsæli fréttamaður Bogi Ágústsson verður umsjónarmaður þáttarins. Bogi Ágústs­son, frétta­maður og fyrr­ver­andi frétta­stjóri RÚV.

Auglýsing

Auk þre­menn­ing­anna verða tveir gestir í hverjum þætti, þar sem ýmist verða rædd helstu mál­efni líð­andi stund­ar, eða þau mál sem rit­stjórn þátt­ar­ins vill vekja umræðu um.

„Upp­byggi­legur umræðu­þátt­ur“Út­varps­stjóri segir að þátt­ur­inn eigi að vera upp­byggi­legur umræðu­þáttur þar sem fólk með víð­tæka reynslu og þekk­ingu á íslensku sam­fé­lagi ræðir mál­efni líð­andi stund­ar. „Um­sjón­ar­menn­irnir eiga það sam­eig­in­legt að hafa mikla yfir­sýn og muna tím­ana tvenna. Við von­umst til að þátt­ur­inn muni setja mál­efni dags­ins í dag í stærra sam­hengi og skauta hjá því arga­þrasi sem ein­kennir umræð­una oft og tíð­um. Okkur hefur stundum þótt skorta nokkuð á að raddir hinna reynslu­meiri heyr­ist nægj­an­lega oft í íslenskum fjöl­miðlum en við teljum að með þessu séum við að vissu leyti að bæta úr því. Ég á því von á lit­ríkum og upp­byggi­legum umræðu­þætti þar sem tek­ist verður á af miklu krafti um þau mál­efni sem skipta þjóð­ina öllu máli, í dag og ekki síst til fram­tíðar lit­ið,“ segir Magnús Geir Þórð­ar­son útvarps­stjóri.

Skarp­héð­inn Guð­munds­son, dag­skrár­stjóri RÚV, segir umsjón­ar­menn þátt­ar­ins sann­ar­lega upp­fylla ofan­greindar kröf­ur. „(Þetta er) afar reynslu­mikið fólk sem á það sam­eig­in­legt að hafa betri og dýpri skiln­ing á íslenskum þjóð­málum en flestir aðrir og munu þau með aðstoð vel valdra við­mæl­enda sem flestir hverjir deila þess­ari reynslu – en eru ekk­ert endi­lega sam­mála þeim um hvernig túlka beri sög­una og hvaða lær­dóm við getum dregið af henni“ segir Skarp­héð­inn Guð­munds­son dag­skrár­stjóri RÚV.

Reynslu­bolt­arnir Styrmir og Þór­hildur 

Þór­hildur Þor­leifs­dóttir er fædd árið 1945 og er því 69 ára göm­ul. Hún sat á Alþingi fyrir Kvenna­list­ann á árunum 1987 til 1991 og var á fram­boðs­lista Lýð­ræð­is­vakt­ar­innar í síð­ustu Alþing­is­kosn­ing­um. Hún var kosin til setu á stjórn­laga­þingi, sem átti að gera til­lögur til breyt­inga á stjórn­ar­skrá Íslands, og var síðar skipuð í stjórn­laga­ráð sem hafði sama til­gang. Þór­hildur var, eins og áður seg­ir, leik­hús­stjóri Borg­ar­leik­húss­ins á árunum 1996 til 2000.

Þórhildur Þorleifsdóttir, fyrrverandi Borgarleikhússtjóri. Þór­hildur Þor­leifs­dótt­ir, fyrr­ver­andi Borg­ar­leik­hús­stjóri.

Styrmir Gunn­ars­son er fæddur 1938, og er því 76 ára gam­all. Hann hóf störf á Morg­un­blað­inu 2. Júní 1965 og varð rit­stjóri blaðs­ins 1972. Styrmir sat á rit­stjórn­ar­stóli í 36 ár. Hann lét af því starfi 2. júní 2008, nákvæm­lega 43 árum eftir að hann hóf störf á blað­inu.

Nýverið kom út bók eftir Styrmi sem heitir Í köldu stríði – Vin­átta og bar­átta á átaka­tím­um.  Þar greinir Styrmir meðal ann­ars frá því að hann hafi hitt flugu­mann úr röðum komm­ún­ista um ára­bil og skrifað skýrslur um það sem mað­ur­inn sagði hon­um. Skýrsl­urnar voru sendar til Bjarna Bene­dikts­son­ar, þáver­andi dóms­mála­ráð­herra, og Geirs Hall­gríms­son­ar, þáver­andi borg­ar­stóra. Auk þess grun­aði Styrmi að skýrsl­unar hafi verið sendar í banda­ríska sendi­ráðið við Lauf­ás­veg. Efni þeirra birt­ist einnig í frétta­skrifum í Morg­un­blað­inu.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Ingimundur Bergmann
Hótelhald, búfjárhald og pólitík
Kjarninn 10. júlí 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans.
„Allir eru á dekki“ við að tryggja áfram landamæraskimun
Starfsfólk Landspítalans hefur brugðist við „af ótrúlegri snerpu og atorku“ með það að markmiði að tryggja að skimun á landamærum geti haldið áfram eftir 13. júlí. „Allir eru á dekki,“ segir Páll Matthíasson, forstjóri spítalans.
Kjarninn 10. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Börnin
Kjarninn 10. júlí 2020
Félag leikskólakennara skrifar undir nýjan kjarasamning
Þrjú aðildarfélög KÍ hafa skrifað undir kjarasamninga við samninganefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga: Félag leikskólakennara, Skólastjórafélag Íslands og Félag stjórnenda leikskóla.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farþegaskipið Boreal heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Það tekur um 200 farþega en í fyrstu siglingunni verða á bilinu 50 til 60 farþegar sem allir koma með flugi frá París á morgun.
Ekki fást upplýsingar um sóttvarnaráðstafanir frá umboðsaðila Boreal
Fyrsta farþegaskip sumarsins heldur frá Reykjavíkurhöfn á morgun. Starfsfólk skipafélags tjáir sig ekki um sóttvarnaráðstafanir sem gerðar hafa verið vegna farþega sem hyggjast sigla, en þeir koma með flugi frá París á morgun.
Kjarninn 10. júlí 2020
Farandverkamenn í haldi lögreglumanna í lok maí.
„Blaðamennska er ekki glæpur“
Yfirvöld í Malasíu hafa ítrekað yfirheyrt fréttamenn sem fjallað hafa um aðstæður farandverkamanna í landinu í faraldri COVID-19. Hópur fréttamanna Al Jazeera var yfirheyrður í dag vegna heimildarmyndar sem varpar ljósi á harðar aðgerðir gegn verkamönnum.
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None