Sveinn Andri sakar Sigurð G. um brot á siðareglum lögmanna

siggiggudjonsson.jpg
Auglýsing

Sveinn Andri Sveins­son, lög­maður Datacell, telur að Sig­urður G. Guð­jóns­son, lög­maður Valitor, hafi brotið siða­reglur lög­manna í bréfa­skrifum sínum í tengslum við Wiki­leaks-­málið svo­kall­aða, með því að beina hótun að sér per­sónu­lega. Hann hyggst senda Lög­manna­fé­lagi Íslands form­lega kvörtun vegna fram­komu Sig­urðar G. Þetta stað­festir Sveinn Andri í skrif­legu svari við fyr­ir­spurn Kjarn­ans.

Í frétt sem birt­ist á vef­miðl­inum Vísi í dag er greint frá hótun sem birt­ist í svar­bréfi Sig­urðar G., fyrir hönd Valitors, við greiðslu­á­skorun Datacell og Suns­hine Press Prod­uct­ions til Valitors, útgef­anda VISA-greiðslu­korta á Íslandi. Fyr­ir­tækin tvö, það er Datacell og Suns­hine Press, sáu um að halda utan um ­styrkt­arfé til handa Wiki­leaks.

Fyrr­ver­andi skjól­stæð­ingur Sig­urðar G. áætl­aði tjónHæsti­réttur stað­festi í apríl árið 2013 að Valitor hafi verið óheim­ilt að loka fyr­ir­vara­laust greiðslu­gátt fyrir styrki til Wiki­leaks, og gerði greiðslu­miðl­un­ar­fyr­ir­tæk­inu að opna greiðslu­gátt­ina að nýju að við­lögðum dag­sekt­um.

Fyr­ir­tækin Datacell og Suns­hine Press Prod­uct­ions fengu Sig­ur­jón Þ. Árna­son, fyrr­ver­andi banka­stjóra Lands­bank­ans og skjól­stæð­ing Sig­urðar G. Guð­jóns­son­ar, til að áætla tjón sitt vegna lok­unar greiðslu­gátt­ar­inn­ar. Sig­ur­jón áætl­aði að tjónið gæti numið frá einum og upp í átta millj­arða króna.

Auglýsing

Nú hafa ­fyr­ir­tækin tvö kraf­ist þess fyrir Hér­aðs­dómi Reykja­ness að Valitor verði tekið til gjald­þrota­skipta vegna ógreiddrar skaða­bóta­kröfu sem hljóðar upp á 10,3 millj­arða króna auk vaxta.

„Blasir við“ að Sig­urður braut siða­reglur lög­mannaÍ áður­nefndri frétt Vísis í dag er sagt frá því að Sveinn Andri, lög­maður Datacell, og Sig­urður G. Guð­jóns­son, lög­maður Valitors, hafi átt í bréfa­skrifum áður en krafan um gjald­þrota­skiptin var lögð fram, eftir að greiðslu­á­skorun var send Valitor. Í frétt­inni er vitnað orð­rétt í svar­bréf Sig­urðar til Sveins Andra, en þar seg­ir: „Verði af þeirri hótun þinni fyrir hönd umbjóð­enda þinna að leggja fram kröfu um gjald­þrot­skipti á hendur Valitor hf. munt þú per­sónu­lega og for­svars­menn þeirra félaga og félögin sjálf verða gerðir ábyrgir in soli­dum fyrir öllu því tjóni sem Valitor hf. og hlut­hafa félags­ins kunna að verða fyrir vegna þess að krafa um gjald­þrota­skipti er sett fram.“

Í 30. grein siða­reglna lög­manna, sem finna má á vef­síðu Lög­manna­fé­lags Íslands, seg­ir: „Lög­maður má ekki hóta lög­manni gagn­að­ila kæru eða lög­sókn í því skyni að fá hann til að aðhaf­ast eitt­hvað eða láta eitt­hvað ógert í máli gagn­að­ila.“

Í skrif­legu svari Sveins Andra við fyr­ir­spurn Kjarn­ans, segir hann Sig­urð hafa brotið gegn ofan­greindu ákvæði siða­reglna lög­manna með bréfa­skrifum sín­um. „Ekki nokkur spurn­ing. Blasir við. Ég mun senda inn kvörtun (til Lög­manna­fé­lags Íslands) í vik­unn­i.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None