SVÞ segja að tollvernd á Íslandi sé farin að snúast upp í andhverfu sína

Svi.akjammi.jpg
Auglýsing

Andrés Magn­ús­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka versl­unar og þjón­ustu (SVÞ) og Lárus M. K. Ólafs­son, lög­maður sam­tak­anna, rita grein í Frétta­blaðið í dag undir fyr­ir­sögn­inni „Sviðin toll­vernd.“

Þar vekja tví­menn­ing­arn­ir ­at­hygli á því að inn­lendir fram­leið­endur séu orðnir uppi­skroppa með hin þjóð­legu svið, og það á sjálfum þorr­an­um. Sam­kvæmt grein­inni má rekja skort­inn, meðal ann­ars til þess að að inn­lendir fram­leið­endur séu farnir að herja á erlenda mark­aði með íslensku svið­in. „Ástand þetta er enn ein áminn­ingin um á hvaða enda­stöð inn­flutn­ings­tak­mark­anir á land­bún­að­ar­vörum eru komn­ar,“ segir í grein­inni.

Eins og kunn­ugt er hafa SVÞ lengi barist fyrir umbótum varð­andi inn­flutn­ing á land­bún­að­ar­vör­um. Í við­leitni sinni hafa sam­tökin meðal ann­ars leitað til umboðs­manns Alþing­is, dóm­stóla og Eft­ir­lits­stofn­unar EFTA, sem komst að þeirri nið­ur­stöðu í októ­ber að núg­gild­andi lög­gjöf á Íslandi varð­andi inn­flutn­ing á fersku kjöti brjóti í bága við EES-­samn­ing­inn.

Auglýsing

Rík­is­styrkt fram­leiðsla í þágu erlendra neyt­endaÍ grein­inni fagna SVÞ að inn­lendir fram­leið­endur söðli um á erlendum mörk­uð­um. „Hins vegar svíður það að slík fram­ganga sé á kostnað inn­lendra neyt­enda og versl­ana og að inn­lend fram­leiðsla, sem styrkt er af skattfé og fram­leidd í full­komnu skjóli toll­vernd­ar, standi ekki inn­lendum neyt­endum til boða.“

SVÞ segja að rök rík­is­ins fyrir við­var­andi toll­vernd og inn­flutn­ings­tak­mörk­unum hafi ávallt ver­ið að með þeim sé verið að styðja við inn­lenda fram­leiðslu og tryggja fram­boð til inn­lendra neyt­enda.

„Það kann því að skjóta skökku við að sú toll­vernd sé farin að snú­ast upp í and­hverfu sína á þá vegu að verndin sé til þess fallin að tryggja fram­leiðslu hér á landi fyrir erlenda neyt­end­ur. Með öðrum orðum er hin rík­is­styrkta fram­leiðsla í þágu erlendra mat­gæð­inga,“ segir í grein­inni.

Að end­ingu skora SVÞ á Sig­urð Inga Jóhanns­son land­bún­að­ar­ráð­herra að taka til­lit til gagn­rýni sam­tak­anna um ágalla á núver­andi toll­kvóta­kerfi, og hann tryggi inn­lendri fram­leiðslu aukið aðhald með inn­flutn­ingi á land­bún­að­ar­vörum án þess að hann sé und­ir­orp­inn him­in­háum tollam­úrum og óyf­ir­stíg­an­legum inn­flutn­ings­höml­um. „Síð­ast en ekki síst skora SVÞ á land­bún­að­ar­ráð­herra að taka af skarið og tryggja íslenskum neyt­endum aukið vöru­úr­val á land­bún­að­ar­vörum á lægra verð­i.“

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None