SVÞ segja að tollvernd á Íslandi sé farin að snúast upp í andhverfu sína

Svi.akjammi.jpg
Auglýsing

Andrés Magn­ús­son, fram­kvæmda­stjóri Sam­taka versl­unar og þjón­ustu (SVÞ) og Lárus M. K. Ólafs­son, lög­maður sam­tak­anna, rita grein í Frétta­blaðið í dag undir fyr­ir­sögn­inni „Sviðin toll­vernd.“

Þar vekja tví­menn­ing­arn­ir ­at­hygli á því að inn­lendir fram­leið­endur séu orðnir uppi­skroppa með hin þjóð­legu svið, og það á sjálfum þorr­an­um. Sam­kvæmt grein­inni má rekja skort­inn, meðal ann­ars til þess að að inn­lendir fram­leið­endur séu farnir að herja á erlenda mark­aði með íslensku svið­in. „Ástand þetta er enn ein áminn­ingin um á hvaða enda­stöð inn­flutn­ings­tak­mark­anir á land­bún­að­ar­vörum eru komn­ar,“ segir í grein­inni.

Eins og kunn­ugt er hafa SVÞ lengi barist fyrir umbótum varð­andi inn­flutn­ing á land­bún­að­ar­vör­um. Í við­leitni sinni hafa sam­tökin meðal ann­ars leitað til umboðs­manns Alþing­is, dóm­stóla og Eft­ir­lits­stofn­unar EFTA, sem komst að þeirri nið­ur­stöðu í októ­ber að núg­gild­andi lög­gjöf á Íslandi varð­andi inn­flutn­ing á fersku kjöti brjóti í bága við EES-­samn­ing­inn.

Auglýsing

Rík­is­styrkt fram­leiðsla í þágu erlendra neyt­endaÍ grein­inni fagna SVÞ að inn­lendir fram­leið­endur söðli um á erlendum mörk­uð­um. „Hins vegar svíður það að slík fram­ganga sé á kostnað inn­lendra neyt­enda og versl­ana og að inn­lend fram­leiðsla, sem styrkt er af skattfé og fram­leidd í full­komnu skjóli toll­vernd­ar, standi ekki inn­lendum neyt­endum til boða.“

SVÞ segja að rök rík­is­ins fyrir við­var­andi toll­vernd og inn­flutn­ings­tak­mörk­unum hafi ávallt ver­ið að með þeim sé verið að styðja við inn­lenda fram­leiðslu og tryggja fram­boð til inn­lendra neyt­enda.

„Það kann því að skjóta skökku við að sú toll­vernd sé farin að snú­ast upp í and­hverfu sína á þá vegu að verndin sé til þess fallin að tryggja fram­leiðslu hér á landi fyrir erlenda neyt­end­ur. Með öðrum orðum er hin rík­is­styrkta fram­leiðsla í þágu erlendra mat­gæð­inga,“ segir í grein­inni.

Að end­ingu skora SVÞ á Sig­urð Inga Jóhanns­son land­bún­að­ar­ráð­herra að taka til­lit til gagn­rýni sam­tak­anna um ágalla á núver­andi toll­kvóta­kerfi, og hann tryggi inn­lendri fram­leiðslu aukið aðhald með inn­flutn­ingi á land­bún­að­ar­vörum án þess að hann sé und­ir­orp­inn him­in­háum tollam­úrum og óyf­ir­stíg­an­legum inn­flutn­ings­höml­um. „Síð­ast en ekki síst skora SVÞ á land­bún­að­ar­ráð­herra að taka af skarið og tryggja íslenskum neyt­endum aukið vöru­úr­val á land­bún­að­ar­vörum á lægra verð­i.“

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None