Tekjur RÚV stóðu í stað milli ára – Fengu 4,9 milljarða króna úr ríkissjóði

RÚV skilaði tapi á síðasta ári í fyrsta sinn síðan 2014 þrátt fyrir að tekjur fyrirtækisins hafi verið þær sömu og 2019. RÚV hefur á síðustu árum selt byggingarétt og lengt í skuldabréfaflokki til að auka verulega á fjárhagslegt svigrúm til skamms tíma.

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Stefán Eiríksson útvarpsstjóri.
Auglýsing

RÚV tap­aði 209 millj­ónir króna í fyrra. Þetta er í fyrsta sinn síðan árið 2014 sem RÚV skil­aði tapi. Rekstr­ar­tekjur voru tæp­lega 6,9 millj­arðar króna og nán­ast þær sömu í krónum talið og árið áður. Rekstr­ar­gjöld voru tæp­lega 6,8 millj­arðar króna og juk­ust um 174 millj­ónir króna milli ára. Fjár­magns­gjöld, aðal­lega vegna skulda­bréfa­út­gáfu, voru svo 353,2 millj­ónir króna. 

Þetta kemur fram í árs­reikn­ingi RÚV sem birtur var í gær.

Þess má þó geta að afkoma RÚV á árunum 2013 til 2019, sem var sam­tals jákvæð um 1,5 millj­­­arða króna, skýrð­ist fyrst og fremst af hagn­aði vegna sölu bygg­inga­réttar á lóð félags­­­ins við Efsta­­­leiti. Ef litið er á afkomu félags­­­ins fyrir tekju­skatt og sölu­hagnað hefði heild­­­ar­af­koma félags­­­ins á þessu tíma­bili var hún nei­­­kvæð um rúm­lega 50 millj­ónir króna. Án lóða­­­söl­unnar hefði RÚV ohf. því verið ógjald­­­fært.

Auk þess samdi RÚV í maí 2019 við Líf­eyr­is­­­­­sjóð starfs­­­­­manna rík­­­­­is­ins (LSR) um að breyta skil­­­­­málum á skulda­bréfi í eigu sjóðs­ins sem er til­­­­­komið vegna ógreiddra líf­eyr­is­skuld­bind­inga. Í sam­komu­lag­inu fólst að veru­­­­lega var lengt í greiðslu­­­­­ferli bréfs­ins, en loka­gjald­dagi þess er nú 1. októ­ber 2057 í stað 1. apríl 2025. Sam­hliða var höf­uð­­­­­stóll hækk­­­­­aður og vextir lækk­­­­­aðir úr fimm pró­­­­­sentum í 3,5 pró­­­­­sent. Þetta gerði það að verkum að greiðsla skuld­­­­ar­innar mun teygja sig til nýrra kyn­slóða en fjár­­­­­­­magns­­­­gjöld  sem RÚV greiðir árlega munu lækka umtals­vert. Þau voru, líkt og áður sagði, 353,2 millj­­­­ónir króna í fyrra.

Aug­lýs­inga­tekjur voru 1,6 millj­arðar króna

Sér­stak­lega er fjallað um áhrif COVID-19 heims­far­ald­urs­ins á rekstur RÚV í árs­reikn­ingn­um. Þar segir að aug­lýs­inga­tekjur hafi minnkað í sam­ræmi við sam­drátt í atvinnu­líf­inu, alls um tæp­lega 200 millj­ónir króna, tekju­tapið í heild sinni er metið á tæp­lega 300 millj­ónir króna. Alls námu tekjur af sam­keppn­is­rekstri á árinu 2020 1.946 millj­ónum króna. Þar af námu tekjur af aug­lýs­ingum 1.624 millj­ónum króna.

Auglýsing
Tekjur af almanna­þjón­ustu, sem koma að öllu leyti úr rík­is­sjóði, 4,9 millj­örðum króna. Þess má geta að til að mæta þessu tekju­tapi voru fram­lög úr rík­is­sjóði aukin um 140 millj­ónir króna milli umræðna um fjár­lög á Alþingi í des­em­ber síð­ast­liðn­um. 

Í árs­reikn­ingnum er sagt að áætlum fyrir árið 2021 geri ráð „fyrir meiri tekju­sam­drætti, bæði vegna minni aug­lýs­inga­tekna og minni þjón­ustu­tekna og því nauð­syn­legt að sýna áfram aðhald í rekstri til að mark­mið um halla­lausan rekstur á árinu náist.“

Í umsögn Stef­áns Eirík­s­­sonar útvarps­­­stjóra RÚV um fjár­­laga­frum­varp rík­­is­­stjórn­­­ar­inn­ar fyrir árið 2021 kom fram að það myndi vanta um 600 millj­ónir króna í fjár­mögnun RÚV. „Fyr­ir­­sjá­an­­legt er að mæta þurfi þessu með breyt­ingum og sam­drætti í dag­­skrár­­gerð og frétta­­þjón­­ustu RÚV,“ sagði enn fremur í umsögn­inn­i. 

Síðan þá hefur verið skrifað undir nýjan þjón­ustu­samn­ing RÚV við mennta- og menn­ing­ar­mála­ráðu­neyt­ið, en hann gildir aft­ur­virkt  frá 1. jan­úar 2020 til og með 31. des­em­ber 2023. Í árs­reikn­ingnum seg­ir: „Með samn­ingnum er RÚV tryggður nauð­syn­legur stöð­ug­leiki sem gerir félag­inu kleift að gera áætl­anir til lengri tíma.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni hættir sem forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur
Forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Bjarni Bjarnason, óskaði eftir því á fundi stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að láta af störfum sem forstjóri í mars á næsta ári. Þá verða tólf ár liðin síðan Bjarni tók við forstjórastöðunni.
Kjarninn 26. september 2022
Halla Hrund Logadóttir orkumálastjóri.
Orkumálastýra fer spennt til vinnu á hverjum morgni – Ekki bara dökk ský í loftslagsmálum
„Það sem mun koma okkur á leiðarenda og út úr þessu hættuástandi er heitstrenging þess að vinna saman,“ segir Halla Hrund Logadóttir, forstjóri Orkustofnunar. Koma þurfi hlutunum í verk heima fyrir en ekki síður að beita sér í þágu fátækari ríkja.
Kjarninn 26. september 2022
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Hættið þessu fikti strákar!
Kjarninn 26. september 2022
Fyrstu meðalhraðamyndavélarnar hér á landi voru settar upp í fyrra. Ávinningurinn af þeim, í formi lægri slysakostnaðar, er sagður geta verið tífaldur á við kostnaðinn við að halda úti kerfunum.
Meðalhraðaeftirlit gæti verið „arðbærasta“ umferðaröryggismálið
Drög að nýrri umferðaröryggisáætlun stjórnvalda hafa verið birt. Þar segir að innleiðing meðalhraðaeftirlits á vegum landsins gæti talist arðbærasta umferðaröryggisframkvæmdin sem völ er á og að innleiðing slíks eftirlits verði forgangsmál næstu árin.
Kjarninn 26. september 2022
Kallað var eftir auknum kaupmætti í kröfugöngu verkalýðsins 1. maí síðastliðinn.
Kaupmáttur hefur rýrnað um 4,2 prósent á þessu ári og hefur ekki verið minni síðan 2020
Í júní síðastliðnum lauk tólf ára samfelldu skeiði þar sem kaupmáttur launa jókst, sé horft til breytinga milli ára. Á síðasta ári hefur kaupmátturinn himns vegar rýrnað um 1,6 prósent og hefur ekki verið minni síðan í lok árs 2020.
Kjarninn 26. september 2022
Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Vill lengja tímabil endurhæfingarlífeyris úr þremur árum í fimm
Stjórnvöld vilja gera fólki kleift að fá greiddan endurhæfingarlífeyri í lengri tíma en nú er gert ráð fyrir í lögum. Tilgangurinn er að reyna að fækka þeim sem fara á örorku og fjölga þeim sem snúa aftur til vinnu.
Kjarninn 26. september 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Google Analytics bann og GTA6 myndbroti lekið
Kjarninn 26. september 2022
„Lukkuriddararnir“ í bakgarðinum
Þrír fyrrverandi þingmenn, fjögur erlend stórfyrirtæki, félag í eigu svokallaðs hrunverja og fólk úr sveitum Vesturlands koma við sögu í frásögn Sunnu Óskar Logadóttur af fundi þar sem vindorkufyrirtæki kynntu áform sín.
Kjarninn 26. september 2022
Meira úr sama flokkiInnlent