Telur stjórnvöld vera að „smygla“ inn óræddum breytingum í lífeyrismálum

Nýtt frumvarp um breytingar á lífeyrismálum frá fjármálaráðherra hefur fallið í grýttan jarðveg hjá verkalýðshreyfingunni. Forseti ASÍ segir að svo virðist sem búið sé að smygla inn í það óásættanlegum hlutum sem aldrei hafi verið ræddir.

Drífa Snædal forseti ASÍ gerir miklar athugasemdir við samráðsleysi stjórnvalda í málinu.
Drífa Snædal forseti ASÍ gerir miklar athugasemdir við samráðsleysi stjórnvalda í málinu.
Auglýsing

For­ystu­fólk í verka­lýðs­hreyf­ing­unni er mjög óánægt með nýtt frum­varp fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, um breyt­ingar á ýmsum lögum vegna hækk­unar lág­marks­ið­gjalds til líf­eyr­is­sjóða og ákvæðum um til­greinda sér­eign. Frum­varpið var lagt fram á þingi í síð­ustu viku, en ekki hefur enn verið mælt fyrir því.

Drífa Snæ­dal for­seti ASÍ hefur óskað eftir fundi með Katrínu Jak­obs­dóttur for­sæt­is­ráð­herra og Bjarna Bene­dikts­syni fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra vegna máls­ins. Í sam­tali við Kjarn­ann segir hún að búið sé að vinna að mál­inu sem slíku í mörg ár.

Í frum­varp­inu séu til dæmis ákveðnir hlutir sem stjórn­völd hétu að gera í tengslum við lífs­kjara­samn­ing­ana frá árinu 2019. Þegar frum­varpið var lagt fram hafi verið þar líka verið nýmæli sem komu verka­lýðs­hreyf­ing­unni „spánskt fyrir sjón­ir“.

Að sögn Drífu virð­ist sem búið sé að „smygla ákveðnum hlutum þarna inn“ sem verka­lýðs­hreyf­ingin sætti sig engan veg­inn við. Athuga­semdum hafi hún komið á fram­færi á síð­asta fundi Þjóð­hags­ráðs, sem fram fór á mið­viku­dag­inn í síð­ustu viku.

Þrjú atriði sem óánægja er með

Drífa rekur að það sem sé óánægja ríki með af hálfu ASÍ sé fyrst og fremst þrennt. Í fyrsta lagi sé verið að hækka þann aldur þegar rétt­inda­á­vinnsla til elli­líf­eyris hefst frá 16 ára aldri og upp í 18 ára ald­ur. Það þýðir að 16 og 17 ára ung­menni greiði ekki í líf­eyr­is­sjóð eins og í dag og atvinnu­rek­endur greiði þar af leið­andi heldur ekki mót­fram­lag í líf­eyr­is­sjóði þeirra vegna. Í frum­varpi ráð­herra segir að þetta sé „til sam­ræmis við rétt­inda­á­vinnslu til elli­líf­eyris í lögum um almanna­trygg­ing­ar.“

Auglýsing

Í annan stað er stefnt að því að breyta upp­færslu á vísi­tölu líf­eyr­is, þannig að líf­eyrir verði ein­ungis verð­bættur einu sinni á ári, 1. jan­ú­ar, en ekki í hverjum ein­asta mán­uði. Drífa segir að ASÍ sé að reikna nákvæm­lega út hvaða áhrif þetta komi til með að hafa. Í frum­varp­inu segir um þetta atriði að breytt fram­kvæmd geti „dregið veru­lega úr kröfum Trygg­inga­stofn­unar rík­is­ins um end­ur­greiðslur vegna van­á­ætl­unar á greiðslum frá líf­eyr­is­sjóðum í byrjun árs.“

Í þriðja lagi segir Drífa að ASÍ sé ekki hrifið af und­an­þágu sem sé tíma­bundið veitt frá hækkun lág­marks­ið­gjalda í líf­eyr­is­sjóði, sem ann­ars er verið að lög­festa með frum­varp­inu að fari úr 12 pró­sentum upp í 15,5 pró­sent. Und­an­þágan er veitt til bráða­birgða fyrir þá sem eru með samn­inga um 12 pró­sent iðgjöld, en þetta á fyrst og fremst á við sjó­menn. Þessa und­an­þágu vill ASÍ ekki hafa inni.

Alvar­legt að látið sé eins og sam­ráð hafi átt sér stað

Í grein­ar­gerð frum­varps­ins kemur fram að meðal ann­ars hafi verið haft sam­ráð við aðila vinnu­mark­að­ar­ins við samn­ingu frum­varps­ins.

Drífa segir að það sé „mjög alvar­legt ef það er látið líta út fyrir að þetta sé í ein­hverju sam­ráði sem ekki hefur átt sér stað“ og ef verið sé að villa fyrir um þing­inu með það.

Hún segir að Alþýðu­sam­bandið muni koma því skýrt á fram­færi við þing­heim hver afstaða þess sé. Frum­varpið verður til umræðu í líf­eyr­is­nefnd Alþýðu­sam­bands Íslands á morg­un, þriðju­dag.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þótt ferðamenn séu farnir að heimsækja Ísland í meira magni en í fyrra, og störfum í geiranum hafi samhliða fjölgað, er langur vegur að því að ferðaþjónustan skapi jafn mörg störf og hún gerði fyrir heimsfaraldur.
Langtímaatvinnuleysi 143 prósent meira en það var fyrir kórónuveirufaraldur
Þótt almennt atvinnuleysi sé komið niður í sömu hlutfallstölu og fyrir faraldur þá er atvinnuleysið annars konar nú. Þúsundir eru á tímabundnum ráðningastyrkjum og 44 prósent atvinnulausra hafa verið án vinnu í ár eða lengur.
Kjarninn 17. október 2021
Eiríkur Ragnarsson
Af hverju er aldrei neitt til í IKEA?
Kjarninn 17. október 2021
Karl Gauti Hjaltason er oddviti Miðflokksins í Suðvesturkjördæmi.
„Það er búið að eyðileggja atkvæðin í þessu kjördæmi“
Atkvæðin í kosningunum í Norðvesturkjördæmi „eru því miður ónýt,“ segir Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi sýslumaður og „vafaþingmaður“ Miðflokksins. „Það getur enginn í raun og veru treyst því að ekki hafi verið átt við þessi atkvæði“.
Kjarninn 17. október 2021
Gabby Petito
Verður morðið á Gabby Petito leyst á TikTok?
Margrét Valdimarsdóttir, doktor í afbrotafræði, segir enga ástæðu til að óttast breyttan veruleika við umfjöllun sakamála en mikilvægt sé að að gera greinarmun á sakamálum sem afþreyingu og lögreglurannsókn.
Kjarninn 17. október 2021
Lars Løkke fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur og formaður í Venstre.
Klækjarefurinn Lars Løkke ekki á förum úr pólitík
Þegar Lars Løkke Rasmussen sagði af sér formennsku í danska Venstre flokknum 2019 töldu margir að dagar hans í stjórnmálum yrðu brátt taldir. Skoðanakannanir benda til annars, nýstofnaður flokkur Lars Løkke nýtur talsverðs fylgis kjósenda.
Kjarninn 17. október 2021
Kornótta ljósmyndin sem vakti athygli á kjarabaráttu
Verkafólk hjá morgunkornsframleiðandanum Kelloggs segist ekki ætla að láta bjóða sér kjaraskerðingar og er komið í verkfall. Einn verkfallsvörðurinn varð nokkuð óvænt andlit baráttunnar.
Kjarninn 16. október 2021
Lestur Fréttablaðsins á leið undir 30 prósent og verðhækkanir á prentun blaða framundan
Frá byrjun árs 2018 hefur lestur Fréttablaðsins aukist á milli mánaða í fimm skipti en dalað 39 sinnum. Útgáfufélag blaðsins tapaði um 800 milljónum króna á árunum 2019 og 2020.
Kjarninn 16. október 2021
Bankarnir bjóða ekki lengur upp á lægstu vextina
Í byrjun árs í fyrra voru óverðtryggð lán 27,5 prósent af heildaríbúðalánum til heimila. Nú er hlutfallið komið yfir 50 prósent. Þessi breyting gæti stuðlað að því að Seðlabankinn þurfi ekki að hækka stýrivexti jafn skarpt til að slá á eftirspurn.
Kjarninn 16. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent