Telur stjórnvöld vera að „smygla“ inn óræddum breytingum í lífeyrismálum

Nýtt frumvarp um breytingar á lífeyrismálum frá fjármálaráðherra hefur fallið í grýttan jarðveg hjá verkalýðshreyfingunni. Forseti ASÍ segir að svo virðist sem búið sé að smygla inn í það óásættanlegum hlutum sem aldrei hafi verið ræddir.

Drífa Snædal forseti ASÍ gerir miklar athugasemdir við samráðsleysi stjórnvalda í málinu.
Drífa Snædal forseti ASÍ gerir miklar athugasemdir við samráðsleysi stjórnvalda í málinu.
Auglýsing

Forystufólk í verkalýðshreyfingunni er mjög óánægt með nýtt frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra, um breytingar á ýmsum lögum vegna hækkunar lágmarksiðgjalds til lífeyrissjóða og ákvæðum um tilgreinda séreign. Frumvarpið var lagt fram á þingi í síðustu viku, en ekki hefur enn verið mælt fyrir því.

Drífa Snædal forseti ASÍ hefur óskað eftir fundi með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra og Bjarna Benediktssyni fjármála- og efnahagsráðherra vegna málsins. Í samtali við Kjarnann segir hún að búið sé að vinna að málinu sem slíku í mörg ár.

Í frumvarpinu séu til dæmis ákveðnir hlutir sem stjórnvöld hétu að gera í tengslum við lífskjarasamningana frá árinu 2019. Þegar frumvarpið var lagt fram hafi verið þar líka verið nýmæli sem komu verkalýðshreyfingunni „spánskt fyrir sjónir“.

Að sögn Drífu virðist sem búið sé að „smygla ákveðnum hlutum þarna inn“ sem verkalýðshreyfingin sætti sig engan veginn við. Athugasemdum hafi hún komið á framfæri á síðasta fundi Þjóðhagsráðs, sem fram fór á miðvikudaginn í síðustu viku.

Þrjú atriði sem óánægja er með

Drífa rekur að það sem sé óánægja ríki með af hálfu ASÍ sé fyrst og fremst þrennt. Í fyrsta lagi sé verið að hækka þann aldur þegar réttindaávinnsla til ellilífeyris hefst frá 16 ára aldri og upp í 18 ára aldur. Það þýðir að 16 og 17 ára ungmenni greiði ekki í lífeyrissjóð eins og í dag og atvinnurekendur greiði þar af leiðandi heldur ekki mótframlag í lífeyrissjóði þeirra vegna. Í frumvarpi ráðherra segir að þetta sé „til samræmis við réttindaávinnslu til ellilífeyris í lögum um almannatryggingar.“

Auglýsing

Í annan stað er stefnt að því að breyta uppfærslu á vísitölu lífeyris, þannig að lífeyrir verði einungis verðbættur einu sinni á ári, 1. janúar, en ekki í hverjum einasta mánuði. Drífa segir að ASÍ sé að reikna nákvæmlega út hvaða áhrif þetta komi til með að hafa. Í frumvarpinu segir um þetta atriði að breytt framkvæmd geti „dregið verulega úr kröfum Tryggingastofnunar ríkisins um endurgreiðslur vegna vanáætlunar á greiðslum frá lífeyrissjóðum í byrjun árs.“

Í þriðja lagi segir Drífa að ASÍ sé ekki hrifið af undanþágu sem sé tímabundið veitt frá hækkun lágmarksiðgjalda í lífeyrissjóði, sem annars er verið að lögfesta með frumvarpinu að fari úr 12 prósentum upp í 15,5 prósent. Undanþágan er veitt til bráðabirgða fyrir þá sem eru með samninga um 12 prósent iðgjöld, en þetta á fyrst og fremst á við sjómenn. Þessa undanþágu vill ASÍ ekki hafa inni.

Alvarlegt að látið sé eins og samráð hafi átt sér stað

Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að meðal annars hafi verið haft samráð við aðila vinnumarkaðarins við samningu frumvarpsins.

Drífa segir að það sé „mjög alvarlegt ef það er látið líta út fyrir að þetta sé í einhverju samráði sem ekki hefur átt sér stað“ og ef verið sé að villa fyrir um þinginu með það.

Hún segir að Alþýðusambandið muni koma því skýrt á framfæri við þingheim hver afstaða þess sé. Frumvarpið verður til umræðu í lífeyrisnefnd Alþýðusambands Íslands á morgun, þriðjudag.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Einkabílaeign á Ísland er hlutfallslega sú hæsta í Evrópu.
Getur Ísland keyrt sig út úr loftslagsvandanum?
Orkuskipti í samgöngum er eitt helsta framlag íslenskra stjórnvalda í baráttunni við loftslagshamfarir. Rafbílar eru hins vegar ekki sú töfralausn sem oft er haldið fram. Vandamálið er ekki bensíndrifnir bílar heldur bíladrifin menning.
Kjarninn 24. júlí 2021
Daði Már Kristófersson
Gölluð greinargerð um fyrningu aflaheimilda
Kjarninn 24. júlí 2021
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar hafa sem sakir standa ekki kost á því að starfa á einkareknum stofum innan greiðsluþátttökukerfis hins opinbera fyrr en eftir tveggja ára starf í greininni.
Nýútskrifaðir sjúkraþjálfarar byrja að veita þjónustu án greiðsluþátttöku ríkisins
Á nokkrum sjúkraþjálfarastofum er nú hægt að bóka þjónustu nýútskrifaðra sjúkraþjálfara, en þá þarf að greiða fullt verð fyrir tímann, vegna ákvæðis í reglugerð heilbrigðisráðherra. Tveir eigendur stofa segja þetta ekki gott fyrir skjólstæðinga.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ríkisstjórnin fundaði á Egilsstöðum í dag. Mynd úr safni.
200 manna samkomutakmarkanir til 13. ágúst
Í mesta lagi 200 manns mega koma saman frá miðnætti á morgun og þar til 13. ágúst og eins metra regla verður í gildi. Barir og veitingahús þurfa að loka á miðnætti.
Kjarninn 23. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent