„Þær þurfa að lifa við afleið­ingar þessa ofbeld­is“

Lögmaður tvegga sómalskra kvenna sem senda á úr landi segir að þær muni við end­ur­komu til Grikk­lands aftur lenda á göt­unni án við­un­andi hús­næðis og ber­skjald­aðar.

Claudia Ashonie Wilson
Auglýsing

Claudia Ashanie Wil­­son, lög­­­maður tveggja kvenna sem íslensk stjórn­völd ætla að senda til baka til Grikk­lands, segir í sam­tali við Kjarn­ann að þessi tvö mál eigi það sam­eig­in­­legt að þau varði konur í sér­­stak­­lega við­­kvæmri stöðu sem orðið hafa fyrir fjöl­­mörgum mann­rétt­inda­brotum og kyn­bundnu ofbeldi í heima­­ríki, á leið til Grikk­lands og ekki síður í Grikk­landi.

Kjarn­inn tal­aði við kon­urnar tvær á dög­unum og fjall­aði ítar­lega um málið um helg­ina.

„Þær eru fórn­­­ar­lömb mansals, kyn­­færalim­­lest­ing­­ar, nauð­g­ana, þar með talið hópnauð­g­ana, ýmiss and­­legs og lík­­am­­legs ofbeld­is, jafn­­vel frá lög­­­reglu í Grikk­landi. Þær þurfa að lifa við afleið­ingar þessa ofbeld­is, meðal ann­­ars þurfa báðar á skurð­að­­gerð að halda, sem var hafnað af stjórn­­völdum þótt það sé mat sér­­fróðs læknis að þessar aðgerðir séu þeim nauð­­syn­­leg­­ar,“ bendir Claudia á.

Auglýsing

Hvað telur þú að muni ger­­ast fyrir þessar tvær konur þegar þær verða sendar til Grikk­lands?

„Þrátt fyrir sér­­stak­­lega við­­kvæma stöðu þeirra, hina óum­­deildu stað­­reynd að þær verði við end­­ur­komu til Grikk­lands aftur sendar út á göt­una án við­un­andi hús­næðis og ber­skjald­aðar – enda hafa íslensk stjórn­­völd ekki dregið trú­verð­ug­­leika frá­­­sagna þeirra í efa – telja stjórn­­völd að það sé öruggt fyrir þær að snúa aftur til Grikk­lands,“ segir hún.

Claudia telur að sú nið­­ur­­staða end­­ur­­spegli ann­­ars vegar enn harð­­ari stefnu íslenskra stjórn­­­valda í mál­efnum umsækj­enda um alþjóð­­lega vernd, sem hún full­yrðir að eigi bara eftir að versna, nema Íslend­ingar breyti við­eig­andi lögum og fram­­kvæmd þeirra. Hins vegar end­­ur­­spegli sú nið­­ur­­staða afleið­ingu þess að kynja­­jafn­­rétti og kynja­­sjón­­ar­mið nái ekki til mál­efna kvenna á flótta.

Hvað ert þú núna að gera til að sporna við því að þær verði sendar úr landi?

„Ég hef starfað á þessu sviði í mörg ára en hef aldrei séð stjórn­­völd leggja mat á umsóknir við­­kvæmra kvenna þar sem tekið er til­­liti til ákvæða kvenna­sátt­­mál­ans, evr­­ópu­ráðs­­samn­ings um aðgerðir gegn man­­sali eða hins nýja Ist­an­­búl-­­samn­ings, sem hefur verið full­giltur hér á landi sem ég tel að kunni að hafa áhrif á nið­­ur­­stöðu máls kvenn­anna.“

Hún bendi á grein í Ist­an­­búl-­­samn­ingnum sem segir að:

„Samn­ings­að­ilar skulu gera nauð­­syn­­legar ráð­staf­an­ir, með laga­­setn­ingu eða öðrum hætti, til að virða þá meg­in­­reglu í sam­ræmi við skyldur þjóða­réttar að vísa hæl­­is­­leit­anda ekki aftur þangað sem líf hans eða frelsi kann að vera í hættu.

Samn­ings­að­ilar skulu gera nauð­­syn­­legar ráð­staf­an­ir, með laga­­setn­ingu eða öðrum hætti, til að tryggja að konur sem verða fyrir ofbeldi og þarfn­­ast verndar skuli, óháð stöðu þeirra eða búsetu, ekki undir neinum kring­um­­stæðum vera sendar úr landi til nokk­­urs lands þar sem líf þeirra kann að vera í hættu eða þar sem þær gætu átt á hættu að sæta pynt­ing­um, ómann­úð­­legri eða van­virð­andi með­­­ferð eða refs­ing­u.“

Claudia segir að það virð­ist sem að stjórn­­völd líti ekki svo á að ákvæði þessa samn­inga nái einnig til kvenna á flótta líkt og umbjóð­endum hennar og taki aldrei til­­liti til þeirra við afgreiðslu umsóknar þessa hóps kvenna.

„Þetta er algjör mis­­skiln­ing­­ur. Mark­mið mitt er fyrst og fremst að bjarga þessum kon­­um. Ekki síst er það mitt mark­mið að varpa ljósi á þetta vanda­­mál og að sjá til þess að stjórn­­völd breyti núver­andi fram­­kvæmd og geri sér grein fyrir því að kven­rétt­indi eru mann­rétt­indi sem ná einnig til kvenna á flótta.“

Kynja­mis­­rétti ger­ist einnig á meðal fólks á flótta

Af hverju er þessi kvenna­vink­ill mik­il­væg­­ur?

„Það er grund­vall­­ar­at­riði að stjórn­­völd geri sér grein fyrir því sem aðgreinir konur á flótta frá körlum á flótta, en stað­­reyndin er sú að kynja­mis­­rétti ger­ist ekki bara hjá sínum sam­­fé­lags­þegnum heldur einnig á meðal fólks á flótta.“

Vísar Claudia í yfir­­lýs­ingu frá UN WOMEN, KFRI, Amnesty Íslands­­­deild­­ar, SOL­­ARIS, NO-­­BORDERS og Sam­tök kvenna af erlendum upp­­runa sem hún tekur heilsu­­sam­­lega undir en í henni kemur fram að kyn og kyn­­gervi skipti miklu máli þegar fjallað eru málefni flótta­­fólks. Það sé stað­­reynd að staða kvenna á flótta sé sér­stak­­lega við­­kvæm þar sem þær standa frammi fyrir fjöl­þættri mis­­mun­un, svo sem hætt­unni á kyn­bund­inni mis­­munun og kyn­­ferð­is­­legu ofbeldi.

„Mál umbjóð­enda minna eru skýr dæmi um þetta,“ segir hún.

Hægt er að lesa við­talið við kon­urnar tvær hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rannsóknarskipið Hákon krónprins við rannsóknir í Norður-Íshafi.
Ískyggilegar niðurstöður úr Norður-Íshafi
Lífríkið undir ísnum í Norður-Íshafinu er ekki það sem vísindamenn áttu von á. Í nýrri rannsókn kom í ljós að vistkerfið einkennist ekki af tegundum sem helst einkenna hin köldu heimskautasvæði.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Ingrid Kuhlman
Tölum um dauðann
Kjarninn 17. ágúst 2022
Lilja Alfreðsdóttir er menningar- og viðskiptaráðherra.
Stefnt að því að sameina þrjá tónlistarsjóði í einn og skilgreina Sinfó sem þjóðareign
Menningar- og viðskiptaráðherra hefur lagt fram drög að nýjum heildarlögum um tónlist. Stofna á Tónlistarmiðstöð, sjálfseignarstofnun sem á að verða hornsteinn íslensks tónlistarlífs og rekin með svipuðum hætti og Íslandsstofa.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Í sumar hafa tugir borga í Kína lýst yfir hættuástandi vegna hita.
Verksmiðjum lokað og mikill uppskerubrestur blasir við
Hitabylgja sumarsins hefur haft gríðarleg áhrif á stórum landsvæðum í Kína. Rafmagn er skammtað og algjörum uppskerubresti hefur þegar verið lýst yfir á nokkrum svæðum.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Seðlabankinn mun kynna næstu stýrivaxtaákvörðun í næstu viku.
Búast við að stýrivextir verði komnir upp í sex prósent í byrjun næsta árs
Markaðsaðilar vænta þess að verðbólgan sé við hámark nú um stundir en að hún muni hjaðna hægar. Í vor bjuggust þeir við að verðbólga eftir ár yrði fimm prósent en nú telja þeir að hún verði 5,8 prósent.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Segja toppana í samfélaginu hafa tekið sitt og að lágmark sé að launafólk fái það sama
Í Kjarafréttum Eflingar er lagt til að almenn laun hækki um 52.250 krónur á mánuði miðað við núverandi verðbólgu. Ríkið þurfi auk þess að koma að kjarasamningaborðinu með tug milljarða króna aðgerðir til að bæta stöðu þeirra verst settu í samfélaginu.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Starfsmenn Hvals hf. komu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglunnar á Akranesi án þess að til húsleitaraðgerðar þyrfti að koma.
Hvals-menn skiluðu dróna svissneska ríkisfjölmiðilsins til lögreglu
Lögreglan á Akranesi fékk kvikmyndatökudróna sem starfsmenn Hvals hf. hirtu af starfsmönnum svissnesks ríkisfjölmiðils afhentan og kom honum til eigenda sinna. Bæði drónaflugið og drónastuldurinn eru á borði lögreglunnar.
Kjarninn 17. ágúst 2022
Suðurhringþokan mynduð af WEBB-sjónaukanum í tveimur ólíkum útfærslum.
2.000 ljósár á sextíu sekúndum
Þau sem dreymir um að ferðast um geiminn ættu ekki að láta nýtt myndband geimferðastofnana Bandaríkjanna og Evrópu framhjá sér fara. Á sextíu sekúndum er boðið upp á 2.000 ljósára ferðalag með hjálp hins magnaða WEBB-sjónauka.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent