„Þær þurfa að lifa við afleið­ingar þessa ofbeld­is“

Lögmaður tvegga sómalskra kvenna sem senda á úr landi segir að þær muni við end­ur­komu til Grikk­lands aftur lenda á göt­unni án við­un­andi hús­næðis og ber­skjald­aðar.

Claudia Ashonie Wilson
Auglýsing

Claudia Ashanie Wil­­son, lög­­­maður tveggja kvenna sem íslensk stjórn­völd ætla að senda til baka til Grikk­lands, segir í sam­tali við Kjarn­ann að þessi tvö mál eigi það sam­eig­in­­legt að þau varði konur í sér­­stak­­lega við­­kvæmri stöðu sem orðið hafa fyrir fjöl­­mörgum mann­rétt­inda­brotum og kyn­bundnu ofbeldi í heima­­ríki, á leið til Grikk­lands og ekki síður í Grikk­landi.

Kjarn­inn tal­aði við kon­urnar tvær á dög­unum og fjall­aði ítar­lega um málið um helg­ina.

„Þær eru fórn­­­ar­lömb mansals, kyn­­færalim­­lest­ing­­ar, nauð­g­ana, þar með talið hópnauð­g­ana, ýmiss and­­legs og lík­­am­­legs ofbeld­is, jafn­­vel frá lög­­­reglu í Grikk­landi. Þær þurfa að lifa við afleið­ingar þessa ofbeld­is, meðal ann­­ars þurfa báðar á skurð­að­­gerð að halda, sem var hafnað af stjórn­­völdum þótt það sé mat sér­­fróðs læknis að þessar aðgerðir séu þeim nauð­­syn­­leg­­ar,“ bendir Claudia á.

Auglýsing

Hvað telur þú að muni ger­­ast fyrir þessar tvær konur þegar þær verða sendar til Grikk­lands?

„Þrátt fyrir sér­­stak­­lega við­­kvæma stöðu þeirra, hina óum­­deildu stað­­reynd að þær verði við end­­ur­komu til Grikk­lands aftur sendar út á göt­una án við­un­andi hús­næðis og ber­skjald­aðar – enda hafa íslensk stjórn­­völd ekki dregið trú­verð­ug­­leika frá­­­sagna þeirra í efa – telja stjórn­­völd að það sé öruggt fyrir þær að snúa aftur til Grikk­lands,“ segir hún.

Claudia telur að sú nið­­ur­­staða end­­ur­­spegli ann­­ars vegar enn harð­­ari stefnu íslenskra stjórn­­­valda í mál­efnum umsækj­enda um alþjóð­­lega vernd, sem hún full­yrðir að eigi bara eftir að versna, nema Íslend­ingar breyti við­eig­andi lögum og fram­­kvæmd þeirra. Hins vegar end­­ur­­spegli sú nið­­ur­­staða afleið­ingu þess að kynja­­jafn­­rétti og kynja­­sjón­­ar­mið nái ekki til mál­efna kvenna á flótta.

Hvað ert þú núna að gera til að sporna við því að þær verði sendar úr landi?

„Ég hef starfað á þessu sviði í mörg ára en hef aldrei séð stjórn­­völd leggja mat á umsóknir við­­kvæmra kvenna þar sem tekið er til­­liti til ákvæða kvenna­sátt­­mál­ans, evr­­ópu­ráðs­­samn­ings um aðgerðir gegn man­­sali eða hins nýja Ist­an­­búl-­­samn­ings, sem hefur verið full­giltur hér á landi sem ég tel að kunni að hafa áhrif á nið­­ur­­stöðu máls kvenn­anna.“

Hún bendi á grein í Ist­an­­búl-­­samn­ingnum sem segir að:

„Samn­ings­að­ilar skulu gera nauð­­syn­­legar ráð­staf­an­ir, með laga­­setn­ingu eða öðrum hætti, til að virða þá meg­in­­reglu í sam­ræmi við skyldur þjóða­réttar að vísa hæl­­is­­leit­anda ekki aftur þangað sem líf hans eða frelsi kann að vera í hættu.

Samn­ings­að­ilar skulu gera nauð­­syn­­legar ráð­staf­an­ir, með laga­­setn­ingu eða öðrum hætti, til að tryggja að konur sem verða fyrir ofbeldi og þarfn­­ast verndar skuli, óháð stöðu þeirra eða búsetu, ekki undir neinum kring­um­­stæðum vera sendar úr landi til nokk­­urs lands þar sem líf þeirra kann að vera í hættu eða þar sem þær gætu átt á hættu að sæta pynt­ing­um, ómann­úð­­legri eða van­virð­andi með­­­ferð eða refs­ing­u.“

Claudia segir að það virð­ist sem að stjórn­­völd líti ekki svo á að ákvæði þessa samn­inga nái einnig til kvenna á flótta líkt og umbjóð­endum hennar og taki aldrei til­­liti til þeirra við afgreiðslu umsóknar þessa hóps kvenna.

„Þetta er algjör mis­­skiln­ing­­ur. Mark­mið mitt er fyrst og fremst að bjarga þessum kon­­um. Ekki síst er það mitt mark­mið að varpa ljósi á þetta vanda­­mál og að sjá til þess að stjórn­­völd breyti núver­andi fram­­kvæmd og geri sér grein fyrir því að kven­rétt­indi eru mann­rétt­indi sem ná einnig til kvenna á flótta.“

Kynja­mis­­rétti ger­ist einnig á meðal fólks á flótta

Af hverju er þessi kvenna­vink­ill mik­il­væg­­ur?

„Það er grund­vall­­ar­at­riði að stjórn­­völd geri sér grein fyrir því sem aðgreinir konur á flótta frá körlum á flótta, en stað­­reyndin er sú að kynja­mis­­rétti ger­ist ekki bara hjá sínum sam­­fé­lags­þegnum heldur einnig á meðal fólks á flótta.“

Vísar Claudia í yfir­­lýs­ingu frá UN WOMEN, KFRI, Amnesty Íslands­­­deild­­ar, SOL­­ARIS, NO-­­BORDERS og Sam­tök kvenna af erlendum upp­­runa sem hún tekur heilsu­­sam­­lega undir en í henni kemur fram að kyn og kyn­­gervi skipti miklu máli þegar fjallað eru málefni flótta­­fólks. Það sé stað­­reynd að staða kvenna á flótta sé sér­stak­­lega við­­kvæm þar sem þær standa frammi fyrir fjöl­þættri mis­­mun­un, svo sem hætt­unni á kyn­bund­inni mis­­munun og kyn­­ferð­is­­legu ofbeldi.

„Mál umbjóð­enda minna eru skýr dæmi um þetta,“ segir hún.

Hægt er að lesa við­talið við kon­urnar tvær hér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jepplingur á ferð í Laugarnesi í Reykjavík. Bílar af þessari stærðargráðu og stærri hafa orðið æ algengari á götunum undanfarin ár.
Bílarnir á götunum þyngjast og þyngjast
Nýskráðir fólksbílar á Íslandi árið 2021 voru að meðaltali um 50 prósentum þyngri en bílarnir voru árið 1990. Þetta er alþjóðleg þróun – sem sumir segja að sé helst leidd af bílaframleiðendum sem vilja selja almenningi stærri og dýrari bíla ár frá ári.
Kjarninn 22. janúar 2022
Nokkrir valkostanna sem eru til skoðunar gera ráð fyrir jarðgöngum í gegnum Reynisfjall og að vegurinn liggi meðfram Víkurfjöru.
Sér ekki hvað nýr valkostur um Mýrdal á að leysa
Oddviti Mýrdalshrepps telur að nýjum valkosti Vegagerðarinnar við færslu hringvegarins í Mýrdal myndi fylgja umtalsvert meira jarðrask en láglendisvegi og jarðgöngum.
Kjarninn 22. janúar 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Microsoft kaupir Blizzard og frábær CES
Kjarninn 22. janúar 2022
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Stefnt að því að koma Íslandi í efstu sætin á Regnbogakortinu
Forsætisráðherra hefur lagt fram framkvæmdaáætlun í málefnum hinsegin fólks í 17 liðum fram í samráðsgátt stjórnvalda. Á meðal aðgerða er að stjórnendur hjá ríkinu og lögreglumenn fái fræðslu um málefni hinsegin fólks.
Kjarninn 21. janúar 2022
N1 Rafmagn er dótturfélag N1, sem er eitt dótturfélaga Festi hf., sem er að uppistöðu í eigu íslenskra lífeyrissjóða.
N1 reiknar með því að útskýra rafmagnsendurgreiðslur betur eftir helgi
N1 Rafmagn, sem áður hét Íslensk orkumiðlun, hefur verið orkusali til þrautavara frá 1. júní 2020. Fyrirtækið hefur ekki útskýrt hvers vegna það hyggst einungis endurgreiða neytendum mismun tveggja taxta frá 1. nóvember 2021.
Kjarninn 21. janúar 2022
Tímasetning uppsagnar tilfallandi og greiðslur til hluthafa „eðlilegur hluti af fyrirtækjarekstri“
Sjóvá vísar því á bug að samningi við FÍB um vegaþjónustu hafi verið sagt upp í hefndarskyni. Tímasetningin hafi verið tilfallandi. Markaðsstjóri Sjóvá segir greiðslur til hluthafa „eðlilegan hluta af fyrirtækjarekstri“.
Kjarninn 21. janúar 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Kínverska fjárfestinga- og innviðaverkefnið Belti og braut
Kjarninn 21. janúar 2022
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Meiri fjárfesting en minni útboð hjá hinu opinbera
Heildarvirði fjárfestinga hjá stærstu opinberu aðilunum gæti aukist um 20 milljarða króna í ár, en Reykjavíkurborg boðar umfangsmestu framkvæmdirnar. Á hinn bóginn hefur umfang útboða minnkað á milli ára, sem SI segir vera áhyggjuefni.
Kjarninn 21. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent