Þórólfur: Hægt að hafa margar skoðanir á siðferði bólusetninga

Að baki þeirri ákvörðun að gefa fólki bólusettu með Janssen örvunarskammt býr að sögn sóttvarnalæknis sú stefna að reyna að bólusetja sem flesta hér á landi með áhrifaríkum hætti. 1,32 prósent íbúa fátækustu ríkja heims hafa verið bólusett.

Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Himinn og haf skilja fátækari ríki heims og þau ríkari að þegar kemur að bólusetningum.
Auglýsing

„Varð­andi spurn­ing­una um sið­ferði bólu­setn­ing­anna þá væri hægt að ræða það lengi og hafa á því margar skoð­an­ir,“ segir Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir spurður hvort það sé sið­ferði­lega rétt­læt­an­legt að gefa þeim sem fengu bólu­efni Jans­sen örv­un­ar­skammt á meðan innan við 2 pró­sent íbúa í fátæk­ustu ríkjum heims hafa fengið nokkuð bólu­efni yfir höf­uð. „Sú stefna hefur hins vegar verið tekin hér að reyna að bólu­setja sem flesta og gera það á eins áhrifa­ríkan hátt og mögu­legt er,“ heldur Þórólfur áfram í skrif­legu svari sínu við fyr­ir­spurn Kjarn­ans. „Þar undir fellur sú ákvörðun að gefa þeim sem fengu Jans­sen örv­un­ar­skammt.“

Auglýsing

Þórólfur greindi frá því á upp­lýs­inga­fundi á fimmtu­dag að uppi væru áætl­anir um að bjóða öllum þeim sem bólu­settir eru með bólu­efni Jans­sen hér á landi auka­skammt af öðru bólu­efni. Lík­lega yrði bólu­efni Pfiz­er-BioNtech fyrir val­inu. „Sömu­leiðis að bjóða fólki sem að lík­legt er að hafi verr svarað bólu­setn­ingu en aðrir auka­skammt.“

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Mynd: Almannavarnir

Þetta mun að sögn Þór­ólfs ekki koma til fram­kvæmda fyrr en seinni hluta ágúst­mán­aðar vegna þess að ákveð­inn tími þarf að líða frá síð­asta skammti þar til örv­un­ar­skammtur er gef­inn. Rík­is­stjórnin sam­þykkti áformin á föstu­dag og í frétt á vef heil­brigð­is­ráðu­neyt­is­ins, vegna hertra sam­komu­tak­markanna er sér­stak­lega fjallað um málið og þar seg­ir: Í sam­ræmi við til­lögur sótt­varna­læknis er þegar haf­inn und­ir­bún­ingur að því að bjóða þeim sem bólu­settir hafa verið með bólu­efni Jans­sen seinni bólu­setn­ingu í ágúst. Einnig verður ein­stak­lingum með und­ir­liggj­andi ónæm­is­vanda­mál og þeim sem talið er að tveir skammtar veiti ekki nægi­lega góða vörn gegn COVID-19 boð­inn þriðji skammtur bólu­efn­is.

Græðgi Vest­ur­landa

Eftir að smitum tók að fjölga á ný á Vest­ur­löndum hefur umræða um örv­un­ar­skammta af bólu­efnum (e. Boosters) orðið hávær­ari. Lyfja­fyr­ir­tækið Pfizer greindi frá því nýverið að það ætti í við­ræðum við stjórn­völd í Banda­ríkj­unum um að gefa þeim sem fengið hefðu bólu­efnið þriðja skammt­inn.

Hins vegar hafa sér­fræð­ingar Alþjóða heil­brigð­is­mála­stofn­un­ar­innar (WHO) nýlega sagt að enn væru ekki komnar fram nægj­an­legar sann­anir fyrir því að þörf væri á þriðja skammt­inum og hvöttu stjórn­endur Pfiz­er, Moderna og fleiri bólu­efna­fram­leið­enda, til að ein­beita sér frekar að því að bæta aðgengi að bólu­efnum um allan heim.

Tedros Adhanom Ghebr­eyesus, fram­kvæmda­stjóri WHO sagði að græðgi væri drif­kraft­ur­inn í mis­munun í bólu­setn­ingu milli heims­hluta. „Við erum að taka með­vit­aðar ákvarð­anir núna um að vernda ekki þá sem þurfa mest á því að halda,“ sagði hann og að þeir sem ekki hefðu enn fengið einn ein­asta skammt af bólu­efni ættu að ganga fyr­ir, áður en kæmi að því að gefa „örv­un­ar­skammta“ á Vest­ur­lönd­um. Bólu­efna­fram­leið­endur ættu að gera allt sem þeir gætu til að styðja við COVAX-­sam­starfið og almennt við dreif­ingu bólu­efna til fátæk­ari ríkja heims.

Sou­mya Swa­m­in­athan, helsti vís­inda­sér­fræð­ingur WHO, sagði að WHO myndi gefa út til­mæli varð­andi örv­un­ar­skammta byggð á vís­indum – ekki yfir­lýs­ingum ein­stakra lyfja­fram­leið­enda.

Mich­ael Ryan, sem fer fyrir bráða­að­gerðum WHO, sagði að ef ríku löndin ákveða að gefa örv­un­ar­skammta í stað þess að gefa bólu­efni til fátæk­ari ríkja myndum við síðar „líta til baka í reiði og ég held að við myndum líta til baka með skömm“.

Einn af hverjum 76

Í rík­ustu löndum jarð­ar, sem Ísland til­heyr­ir, hefur að með­al­tali annar hver maður verið bólu­sett­ur. Í fátæk­ari löndum hefur aðeins einn af hverjum 76 fengið bólu­setn­ingu eða um 1,32 pró­sent íbúa þeirra.

Rúm­lega 53 þús­und manns hafa fengið bólu­efni Jans­sen hér á landi. Um 21.500 eru á aldr­inum 16-29 ára eða um 40 pró­sent, og um 16.400 á aldr­inum 30-39 ára eða um 30 pró­sent allra sem fengið hafa bólu­efn­ið.

Lang­flestir sem greinst hafa með COVID-19 síð­ustu daga eru á aldr­inum 18-29 ára.

Því hefur ítrekað verið haldið fram bæði af heil­brigð­is­yf­ir­völdum hér á landi og íslenskum stjórn­völdum að heims­far­aldr­inum ljúki ekki fyrr en heims­byggðin öll hafi verið bólu­sett. Í óbólu­settum sam­fé­lögum er hætta á stökk­breyt­ingum veirunnar mest. Því sé það allra hagur að bólu­setja alla.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, Antony Blinken, á blaðamannafundi með utanríkisráðherra Þýskalands, Annalena Baerbock, fyrr í dag.
Hvað gerist ef Rússland ræðst inn í Úkraínu?
Bandaríkjaforseti gerir nú ráð fyrir að rússneski herinn muni ráðast inn í Úkraínu. Evrópusambandið, Bretland og Bandaríkin hóta því að grípa til harðra aðgerða, verði innrásin að veruleika.
Kjarninn 20. janúar 2022
Hinrik Örn Bjarnason er framkvæmdastjóri N1.
N1 Rafmagn biðst velvirðingar og ætlar að endurgreiða mismun frá 1. nóvember
„Við störfum á neyt­enda­mark­aði og tökum mark á þeim athuga­semdum sem okkur ber­ast og biðj­umst vel­virð­ingar á því að hafa ekki gert það fyrr,“ segir í yfirlýsingu frá N1 Rafmagni, sem hefur verið gagnrýnt fyrir tvöfalda verðlagningu á raforku.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þorbjörn Guðmundsson
Katrín, kemur réttlætið kannski á næsta ári eða þar næsta ári?
Kjarninn 20. janúar 2022
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þeir sem fá dvalarleyfi hér á landi á grundvelli mannúðarsjónarmiða verði heimilt að vinna
Þingmenn fjögurra stjórnarandstöðuflokka vilja að útlendingar sem hafa fengið dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða eða vegna sérstakra tengsla við Ísland verði undanþegnir kröfu um tímabundið atvinnuleyfi hér á landi.
Kjarninn 20. janúar 2022
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar.
Borgin skoðar að selja Malbikunarstöðina Höfða sem er að flytja í Hafnarfjörð
Á fundi borgarráðs í dag var samþykkt að láta skoða sölu á malbikunarstöð sem borgin hefur átt í meira en 80 ár og hefur lengi verið þyrnir í augum margra. Stöðin var með 91 prósent markaðshlutdeild í malbikun í höfuðborginni um tíma.
Kjarninn 20. janúar 2022
Framleiðni eykst með meiri fjarvinnu
Aukin fjarvinna hefur bætt framleiðni skrifstofustarfsmanna vestanhafs um fimm til átta prósent. Búist er við að bandarískir vinnustaðir leyfi að meðaltali tvo fjarvinnudaga í viku að faraldrinum loknum.
Kjarninn 20. janúar 2022
Einungis tveir ráðherrar til svara á þingi – Vonbrigði, óforskammað og óásættanlegt
Stjórnarandstaðan var ekki sátt við ráðherra ríkisstjórnarinnar á Alþingi í morgun en tveir ráðherrar af tólf voru til svara í óundirbúnum fyrirspurnatíma. „Þetta minnir mig á það andrúmsloft sem var hér fyrir hrun þegar ráðherraræðið var algjört.“
Kjarninn 20. janúar 2022
Jónas Þór Guðmundsson stjórnarformaður Landvirkjunar og fyrrverandi formaður kjararáðs er einn þriggja sem sækjast eftir dómaraembættinu í Strassborg.
Stjórnarformaður Landsvirkjunar og tvö til sækjast eftir dómaraembætti við MDE
Þrjár umsóknir bárust frá íslenskum lögfræðingum um stöðu dómara við Mannréttindadómstól Evrópu. Þing Evrópuráðsins tekur ákvörðun um skipan í embættið. Stjórnarformaður Landsvirkjunar er á meðal umsækjenda.
Kjarninn 20. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent