Þórólfur telur „varhugavert að slaka meira á“

Sóttvarnastofnun Evrópu og Alþjóða heilbrigðisstofnunin spá aukinni útbreiðslu kórónuveirunnar nú í byrjun vetrar „og hafa hvatt þjóðir til að viðhafa áfram nauðsynlegar sóttvarnir,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Í ljósi þró­unar far­ald­urs­ins erlendis og reynsl­unnar hér­lendis af fullri aflétt­ingu tak­mark­ana „þá tel ég var­huga­vert að slaka meira á þeim sótt­varna­að­gerðum inn­an­lands en þeim sem nú eru í gild­i,“ skrifar Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir í nýjasta minn­is­blaði sínu til heil­brigð­is­ráð­herra. Í því leggur hann til að núver­andi tak­mark­anir inn­an­lands gildi óbreyttar í að minnsta kosti einn mánuð til við­bót­ar.

Heil­brigð­is­ráð­herra tók undir þá til­lögu Þór­ólfs að fram­lengja inn­an­lands­að­gerðir en að þær muni gilda óbreyttar til 20. októ­ber og verði þá end­ur­skoð­að­ar. Áfram verða því fjölda­tak­mark­anir í gildi sem og eins metra nánd­ar­regla auk tak­mark­ana á opn­un­ar­tíma veit­inga­húsa svo dæmi séu tek­in. Síð­ustu daga hefur smitum fjölgað nokk­uð, aðal­lega vegna hóp­sýk­ingar á Akur­eyri.

Auglýsing

Í minn­is­blaði Þór­ólfs til heil­brigð­is­ráð­herra er þróun far­ald­urs­ins rakin frá því að öllum opin­berum sótt­varna­að­gerðum hér á landi var aflétt 26. júní og slakað á sýna­tökum hjá far­þegum á landa­mær­un­um. Þórólfur bendir á að þessar til­slak­anir hafi verið gerðar í ljósi þess að smit voru fátíð og um 70 pró­sent þjóð­ar­innar full­bólu­sett og rétt þótti að láta reyna á hvort bólu­setn­ingin væri nægi­lega áhrifa­rík til að koma í veg fyrir útbreiðslu jafn­vel þótt ljóst væri að smit myndu koma til lands­ins með ferða­mönn­um. Tveimur til þremur vikum eftir aflétt­ingu sótt­varna­að­gerða tók hins vegar smitum að fjölga, fjölgun varð sömu­leiðis á inn­lögnum á Land­spít­ala og alvar­leg veik­indi juk­ust.

Bólu­settir um helm­ingur inn­lagðra

Í þess­ari bylgju far­ald­urs­ins eða frá 1. júlí hafa um 5.200 ein­stak­lingar greinst smit­aðir hér á landi, 117 þurft á spít­ala­inn­lögn að halda, tutt­ugu hafa lagst inn á gjör­gæslu­deild og þrír lát­ist. „Um helm­ingur þeirra sem greindust smit­aðir og þurftu að leggj­ast inn á spít­ala var full­bólu­settur og því ljóst að smit og alvar­leg veik­indi geta sést einnig hjá bólu­settum ein­stak­lingum þó í minna mæli sé,“ skrifar Þórólf­ur.

Í þess­ari bylgju, heldur Þórólfur áfram, er sömu­leiðis smit og alvar­leg veik­indi algeng­ari hjá óbólu­settum börnum en sést hefur í fyrri bylgjum og hafa til þessa tvö alvar­lega veik börn lagst inn á sjúkra­hús. „Ástæður þess­arar hröðu útbreiðslu kór­ónu­veirunnar eru ekki þekktar en lík­leg­ast má rekja skýr­ing­una að stórum hluta til hins nýja delta-af­brigðis veirunnar sem er tölu­vert meira smit­andi en önnur afbrigði, veldur skæð­ari sjúk­dómi og sleppur meira undan vernd­andi áhrifum bólu­efn­anna.“

Ýmsar til­slak­anir gerðar erlendis

Eftir að aðgerðir inn­an­lands og á landa­mærum voru hertar á ný í lok júlí hefur dag­legum smitum fækkað og eru þau nú um 20-60, breyti­leg eftir dag­legum fjölda tek­inna sýna. Sömu­leiðis hefur inn­lögnum á sjúkra­hús fækk­að. Nú eru átta ein­stak­lingar inniliggj­andi á Land­spít­ala, þar af einn á gjör­gæslu í önd­un­ar­vél. Þórólfur fjallar svo í minn­is­blað­inu um hvað verið er að gera út í heimi í aðgerðum gegn far­aldr­in­um. Hann segir að marg­vís­legar til­slak­anir hafi und­an­farið verið gerðar í ýmsum lönd­um, sér­stak­lega þar sem vel hefur gengið að bólu­setja. Hins vegar er mis­mun­andi hvort til­slak­an­irnar hafi leitt til auk­innar útbreiðslu en bæði Sótt­varna­stofnun Evr­ópu­sam­bands­ins (ECDC) og Alþjóða heil­brigð­is­stofn­unin (WHO) spá auk­inni útbreiðslu nú í byrjun vetrar „og hafa hvatt þjóðir til að við­hafa áfram nauð­syn­legar sótt­varnir þ.á.m. fjölda­tak­mark­an­ir, nánd­ar­reglu og notk­unar and­lits­grímu við skil­greinda atburð­i,“ skrifar Þórólf­ur.

Í ljósi alls þessa mælir hann svo með að núver­andi aðgerðir gildi í mán­uði til við­bótar í það minnsta. Sem fyrr segir hefur ráð­herra fall­ist á fram­leng­ingu en til 20. októ­ber í stað mán­aðar líkt og sótt­varna­læknir lagði til.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jair Bolsonaro hefur verið forseti Braslilíu frá árinu 2019.
Bolsonaro ásakaður um glæpi gegn mannkyni vegna viðbragða sinna við COVID-19
Rekja má dauða um 300 þúsund Brasilíumanna til stefnu forsetans í faraldrinum. Ríkisstjórnin hunsaði yfir 100 tölvupósta frá Pfizer, leyfði veirunni að breiðast út meðal frumbyggja og forsetinn hvatti til fjöldasamkoma er sjúkrahúsin voru að fyllast.
Kjarninn 20. október 2021
Heilt yfir myndi stöðugildum presta fækka um 10,7, samkvæmt þeirri tillögu sem liggur fyrir kirkjuþingi.
Lagt til að prestum landsbyggðar verði fækkað í hagræðingaraðgerðum
Í hagræðingartillögum sem liggja fyrir kirkjuþingi er gengið út frá því að prestum á landsbyggðinni fækki um tíu, en að stöðugildum fjölgi hins vegar um 3,5 í prestaköllum á höfuðborgarsvæðinu.
Kjarninn 20. október 2021
Hrafn Magnússon
Slæmur viðsnúningur í lífeyriskerfinu
Kjarninn 20. október 2021
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Aukin samskipti Íslands við Kína: Skjól eða gildra?
Kjarninn 20. október 2021
Nýtt deiliskipulag fyrir reitinn í Sigtúni var samþykkt árið 2015. Síðan þá hefur ekkert hreyfst á svæðinu.
Vonast til að uppbygging á Blómavalsreit geti hafist snemma á næsta ári
Framkvæmdastjóri Íslandshótela vonast til þess að hægt verði að hefjast handa við uppbyggingu á svokölluðum Blómavalsreit bak við Grand Hótel snemma á næsta ári. Þar stendur til að byggja 109 íbúðir í sex fjölbýlishúsum, auk viðbyggingar við hótelið.
Kjarninn 20. október 2021
Allir stóru bankarnir búnir að hækka íbúðalánavexti og heimilin borga meira
Rúmlega helmingur allra sem eru með íbúðalán á Íslandi eru með óverðtryggð lán. Stór hluti þeirra lána er á breytilegum vöxtum og afborganir þeirra hafa hækkað í takti við stýrivaxtahækkanir Seðlabankans undanfarna mánuði.
Kjarninn 20. október 2021
Myndir af kjörgögnum sem starfsmaður Hótels Borgarness birti á Instagram.
Fólk gekk inn og út úr talningarsal á meðan yfirkjörstjórn „brá sér frá“
Á öryggismyndavélum, sem vakta tvo innganga þar sem kjörgögn Norðvesturkjördæmis voru varðveitt í sal í Hótel Borgarnesi, sést hótelstarfsfólk ganga inn og út frá klukkan 7:30 til 11:46 sunnudagsmorguninn 26. september.
Kjarninn 20. október 2021
Kolbeinn Marteinsson
Af hverju skipulag skiptir máli
Kjarninn 20. október 2021
Meira úr sama flokkiInnlent