Þórólfur telur „varhugavert að slaka meira á“

Sóttvarnastofnun Evrópu og Alþjóða heilbrigðisstofnunin spá aukinni útbreiðslu kórónuveirunnar nú í byrjun vetrar „og hafa hvatt þjóðir til að viðhafa áfram nauðsynlegar sóttvarnir,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Í ljósi þró­unar far­ald­urs­ins erlendis og reynsl­unnar hér­lendis af fullri aflétt­ingu tak­mark­ana „þá tel ég var­huga­vert að slaka meira á þeim sótt­varna­að­gerðum inn­an­lands en þeim sem nú eru í gild­i,“ skrifar Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir í nýjasta minn­is­blaði sínu til heil­brigð­is­ráð­herra. Í því leggur hann til að núver­andi tak­mark­anir inn­an­lands gildi óbreyttar í að minnsta kosti einn mánuð til við­bót­ar.

Heil­brigð­is­ráð­herra tók undir þá til­lögu Þór­ólfs að fram­lengja inn­an­lands­að­gerðir en að þær muni gilda óbreyttar til 20. októ­ber og verði þá end­ur­skoð­að­ar. Áfram verða því fjölda­tak­mark­anir í gildi sem og eins metra nánd­ar­regla auk tak­mark­ana á opn­un­ar­tíma veit­inga­húsa svo dæmi séu tek­in. Síð­ustu daga hefur smitum fjölgað nokk­uð, aðal­lega vegna hóp­sýk­ingar á Akur­eyri.

Auglýsing

Í minn­is­blaði Þór­ólfs til heil­brigð­is­ráð­herra er þróun far­ald­urs­ins rakin frá því að öllum opin­berum sótt­varna­að­gerðum hér á landi var aflétt 26. júní og slakað á sýna­tökum hjá far­þegum á landa­mær­un­um. Þórólfur bendir á að þessar til­slak­anir hafi verið gerðar í ljósi þess að smit voru fátíð og um 70 pró­sent þjóð­ar­innar full­bólu­sett og rétt þótti að láta reyna á hvort bólu­setn­ingin væri nægi­lega áhrifa­rík til að koma í veg fyrir útbreiðslu jafn­vel þótt ljóst væri að smit myndu koma til lands­ins með ferða­mönn­um. Tveimur til þremur vikum eftir aflétt­ingu sótt­varna­að­gerða tók hins vegar smitum að fjölga, fjölgun varð sömu­leiðis á inn­lögnum á Land­spít­ala og alvar­leg veik­indi juk­ust.

Bólu­settir um helm­ingur inn­lagðra

Í þess­ari bylgju far­ald­urs­ins eða frá 1. júlí hafa um 5.200 ein­stak­lingar greinst smit­aðir hér á landi, 117 þurft á spít­ala­inn­lögn að halda, tutt­ugu hafa lagst inn á gjör­gæslu­deild og þrír lát­ist. „Um helm­ingur þeirra sem greindust smit­aðir og þurftu að leggj­ast inn á spít­ala var full­bólu­settur og því ljóst að smit og alvar­leg veik­indi geta sést einnig hjá bólu­settum ein­stak­lingum þó í minna mæli sé,“ skrifar Þórólf­ur.

Í þess­ari bylgju, heldur Þórólfur áfram, er sömu­leiðis smit og alvar­leg veik­indi algeng­ari hjá óbólu­settum börnum en sést hefur í fyrri bylgjum og hafa til þessa tvö alvar­lega veik börn lagst inn á sjúkra­hús. „Ástæður þess­arar hröðu útbreiðslu kór­ónu­veirunnar eru ekki þekktar en lík­leg­ast má rekja skýr­ing­una að stórum hluta til hins nýja delta-af­brigðis veirunnar sem er tölu­vert meira smit­andi en önnur afbrigði, veldur skæð­ari sjúk­dómi og sleppur meira undan vernd­andi áhrifum bólu­efn­anna.“

Ýmsar til­slak­anir gerðar erlendis

Eftir að aðgerðir inn­an­lands og á landa­mærum voru hertar á ný í lok júlí hefur dag­legum smitum fækkað og eru þau nú um 20-60, breyti­leg eftir dag­legum fjölda tek­inna sýna. Sömu­leiðis hefur inn­lögnum á sjúkra­hús fækk­að. Nú eru átta ein­stak­lingar inniliggj­andi á Land­spít­ala, þar af einn á gjör­gæslu í önd­un­ar­vél. Þórólfur fjallar svo í minn­is­blað­inu um hvað verið er að gera út í heimi í aðgerðum gegn far­aldr­in­um. Hann segir að marg­vís­legar til­slak­anir hafi und­an­farið verið gerðar í ýmsum lönd­um, sér­stak­lega þar sem vel hefur gengið að bólu­setja. Hins vegar er mis­mun­andi hvort til­slak­an­irnar hafi leitt til auk­innar útbreiðslu en bæði Sótt­varna­stofnun Evr­ópu­sam­bands­ins (ECDC) og Alþjóða heil­brigð­is­stofn­unin (WHO) spá auk­inni útbreiðslu nú í byrjun vetrar „og hafa hvatt þjóðir til að við­hafa áfram nauð­syn­legar sótt­varnir þ.á.m. fjölda­tak­mark­an­ir, nánd­ar­reglu og notk­unar and­lits­grímu við skil­greinda atburð­i,“ skrifar Þórólf­ur.

Í ljósi alls þessa mælir hann svo með að núver­andi aðgerðir gildi í mán­uði til við­bótar í það minnsta. Sem fyrr segir hefur ráð­herra fall­ist á fram­leng­ingu en til 20. októ­ber í stað mán­aðar líkt og sótt­varna­læknir lagði til.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir er ritstjóri Stundarinnar, en Jón Trausti Reynisson er framkvæmdastjóri útgáfufélagsins auk þess að vera blaðamaður á miðlinum.
Útgáfufélag Stundarinnar tapaði rúmlega milljón krónum á síðasta ári
Tekjur útgáfufélags Stundarinnar námu 233,9 milljónum króna á síðasta ári og jukust þær um fjögur prósent á milli ára. Tapið af rekstrinum nam 1,2 milljónum króna í fyrra, samanborið við rúmlega sjö milljóna hagnað árið 2020.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra.
Inga Hrefna nýr aðstoðarmaður Þórdísar Kolbrúnar
Utanríkisráðherra er nú komin með tvo aðstoðarmenn. Alls má ríkisstjórnin ráða 27 aðstoðarmenn. Laun og starfs­­kjör aðstoð­­ar­­manna ráð­herra mið­­ast við kjör skrif­­stofu­­stjóra í ráðu­­neytum sam­­kvæmt ákvörð­unum kjara­ráðs.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra.
Leggur til að sameina héraðsdómstóla landsins í eina stofnun
Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra er með áform um að sameina þá átta héraðsdómstóla sem eru í landinu í eina stofnun. Forsenda sameiningarinnar er að sameinaður dómstóll hafi starfsstöðvar á landsbyggðinni.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kolafarmi frá Suður-Afríku skipað upp í pólskri höfn í sumar.
Pólverjum er vandi á höndum
Stærsti framleiðandi kola í Evrópu utan Rússlands er í vanda staddur eftir að hafa bannað innflutning á rússneskum kolum vegna innrásarinnar í Úkraínu.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Kristján Loftsson forstjóri Hvals hf. virðir hér fyrir sér dauðan hval í Hvalfirði í júlímánuði.
Lögregla væntir þess að Hvalur hf. skili dróna svissneska ríkisútvarpsins í dag
Teymi frá svissneska ríkisfjölmiðlafyrirtækinu SRG SSR flaug dróna yfir hvalstöð Hvals hf. fyrr í vikunni. Starfsmenn Hvals hf. hirtu af þeim drónann og lögreglan á Akranesi hefur krafið fyrirtækið um að skila dróna Svisslendinganna.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.
Hildur varði 9,3 milljónum í prófkjörsslaginn og átti eina og hálfa milljón afgangs
Hildur Björnsdóttir oddviti Sjálfstæðisflokksins átti 1,5 milljónir eftir í kosningasjóði sínum þegar prófkjör Sjálfstæðisflokksins í borginni var um garð gengið. Það fé ætlar hún að færa félagi sem hún sjálf stjórnar, en það heitir Frelsisborgin.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Skúli Mogensen hefur byggt upp mikla ferðaþjónustu í Hvammsvík i Hvalfirði.
Áformin einkennist af „einhvers konar firringu“
Zephyr Iceland, sem áformar vindorkuver í Hvalfirði, „forðast að snerta á kjarna málsins“ í matsáætlun á framkvæmdinni. Kjarninn er sá að mati Skúla Mogensen, eiganda sjóbaðanna í Hvammsvík, að áformin einkennast af „einhvers konar firringu“.
Kjarninn 12. ágúst 2022
Vatnsyfirborð Rínarfljóts hefur lækkað stöðugt síðustu vikur.
Hættuástand að skapast í Rínarfljóti – Munu skipin geta siglt?
Vatnsyfirborð Rínarfljóts gæti á næstu dögum orðið hættulega lágt að mati þýskra yfirvalda. Sífellt erfiðara er að flytja vörur um ána, m.a. kol og bensín. Gríðarmiklir þurrkar hafa geisað víða í Evrópu með margvíslegum afleiðingum.
Kjarninn 11. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent