Þorsteinn Már: Ástandið í Rússlandi ekki ósvipað Íslandi í október 2008

samherjaVef.jpg
Auglýsing

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins Sam­herja, segir að ástandið í Rúss­landi nú sé ekki ósvipað því sem var á Íslandi í októ­ber 2008, þegar íslenska banka­kerfið hrund­i.­Sam­herji flytur út mjög mikið magn af sjáv­ar­af­urðum á Rúss­lands­markað og landið er mjög mik­il­vægur mark­aður fyrir fyr­ir­tæk­ið. Þetta kemur fram í Frétta­blað­inu í dag.

Íslenskir útflytj­endur eiga mik­illa hags­muna að gæta í Rúss­landi. Tæp­lega helm­ingur alls mak­ríls sem veiddur eru af íslenskum fyr­ir­tækjum fer til að mynda á markað þar. Íslenskir fi

Frétta­blaðið greindi frá því á mið­viku­dag  að rúss­nesk fyr­ir­tæki skuldi íslenskum fisk­út­flytj­endum þrjá til fimm millj­arða króna fyrir upp­sjáv­ar­fisk sem þau hafi feng­ið, en ekki greitt fyr­ir.

Auglýsing

Þor­steinn að Sam­herji hafi sent flutn­inga­skip til Rúss­lands fyrir um tíu dögum og að það sé vænt­an­legt í höfn þar í byrjum næstu viku. Aðspurður um hvort hans sé von­góður um að fá greitt fyrir þær vörur segir hann að aðstæður séu erf­ið­ar.

Gæti leitt til risa­vax­innar banka­kreppuKjarn­inn greindi frá því á laug­ar­dag að Evgeny Gavri­len­kov, aðal­hag­fræð­ingur fjár­fest­inga­banka­arms rúss­neska bank­ans Sber­bank CIB, hefði varað við því að þær aðgerðir sem rúss­nesk stjórn­völd hafa ráð­ist í til að bjarga rúss­neskum bönkum sem eiga í miklum vand­ræð­um, gætu leitt til risa­vax­innar banka­kreppu.Sber­Bank CIB er stærsti lán­veit­andi Rúss­lands.

Í frétt á vef Business Insider er haft eftir honum að ef seðla­banki Rúss­lands heldur áfram að end­ur­fjár­magna banka í skiptum fyrir skulda­bréf sem eng­inn mark­aður er fyr­ir, en bank­arnir geti fram­leitt í nán­ast ótæm­andi magni, þá muni það leiða til banka­kreppu af stærstu gerð.

Þetta er staða sem er Íslend­ingum að nokkru kunn­ug. Í aðrag­anda banka­hruns­ins sem átti sér stað hér­lendis í októ­ber 2008 dældu íslensku bank­arnir skulda­bréfum gefnum út af sjálfum sér inn í Seðla­banka Íslands í skiptum fyrir lausa­fé. Þegar þeir voru búnir með kvót­ann þá fengu þeir smærri fjár­mála­fyr­ir­tæki til að vera milli­göngu­að­ilar gegn þókn­un. Þessi svoköll­uðu ást­ar­bréfa­við­skipti end­uðu með ósköpum og því að íslenska ríkið þurfti að taka yfir miklar skuldir Seðla­bank­ans.

Fyrir einu ári síðan: „Við eigum Ísland, það eina sem við eigum eftir að gera er að taka það“
Lífeyrissjóðir landsins eiga stóran hluta af íslensku atvinnulífi. Hávær krafa hefur lengi verið um að þeir verði virkari eigendur og nýti sér þau völd sem í því felast til að beita sér fyrir lífsgæðum sjóðsfélaga í nútíð ekki síður en í framtíð.
Kjarninn 21. september 2019
Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None