Þorsteinn Már: Ástandið í Rússlandi ekki ósvipað Íslandi í október 2008

samherjaVef.jpg
Auglýsing

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­is­ins Sam­herja, segir að ástandið í Rúss­landi nú sé ekki ósvipað því sem var á Íslandi í októ­ber 2008, þegar íslenska banka­kerfið hrund­i.­Sam­herji flytur út mjög mikið magn af sjáv­ar­af­urðum á Rúss­lands­markað og landið er mjög mik­il­vægur mark­aður fyrir fyr­ir­tæk­ið. Þetta kemur fram í Frétta­blað­inu í dag.

Íslenskir útflytj­endur eiga mik­illa hags­muna að gæta í Rúss­landi. Tæp­lega helm­ingur alls mak­ríls sem veiddur eru af íslenskum fyr­ir­tækjum fer til að mynda á markað þar. Íslenskir fi

Frétta­blaðið greindi frá því á mið­viku­dag  að rúss­nesk fyr­ir­tæki skuldi íslenskum fisk­út­flytj­endum þrjá til fimm millj­arða króna fyrir upp­sjáv­ar­fisk sem þau hafi feng­ið, en ekki greitt fyr­ir.

Auglýsing

Þor­steinn að Sam­herji hafi sent flutn­inga­skip til Rúss­lands fyrir um tíu dögum og að það sé vænt­an­legt í höfn þar í byrjum næstu viku. Aðspurður um hvort hans sé von­góður um að fá greitt fyrir þær vörur segir hann að aðstæður séu erf­ið­ar.

Gæti leitt til risa­vax­innar banka­kreppuKjarn­inn greindi frá því á laug­ar­dag að Evgeny Gavri­len­kov, aðal­hag­fræð­ingur fjár­fest­inga­banka­arms rúss­neska bank­ans Sber­bank CIB, hefði varað við því að þær aðgerðir sem rúss­nesk stjórn­völd hafa ráð­ist í til að bjarga rúss­neskum bönkum sem eiga í miklum vand­ræð­um, gætu leitt til risa­vax­innar banka­kreppu.Sber­Bank CIB er stærsti lán­veit­andi Rúss­lands.

Í frétt á vef Business Insider er haft eftir honum að ef seðla­banki Rúss­lands heldur áfram að end­ur­fjár­magna banka í skiptum fyrir skulda­bréf sem eng­inn mark­aður er fyr­ir, en bank­arnir geti fram­leitt í nán­ast ótæm­andi magni, þá muni það leiða til banka­kreppu af stærstu gerð.

Þetta er staða sem er Íslend­ingum að nokkru kunn­ug. Í aðrag­anda banka­hruns­ins sem átti sér stað hér­lendis í októ­ber 2008 dældu íslensku bank­arnir skulda­bréfum gefnum út af sjálfum sér inn í Seðla­banka Íslands í skiptum fyrir lausa­fé. Þegar þeir voru búnir með kvót­ann þá fengu þeir smærri fjár­mála­fyr­ir­tæki til að vera milli­göngu­að­ilar gegn þókn­un. Þessi svoköll­uðu ást­ar­bréfa­við­skipti end­uðu með ósköpum og því að íslenska ríkið þurfti að taka yfir miklar skuldir Seðla­bank­ans.

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None