Þorsteinn Már: Umræðan um Rússabann hefur verið afvegaleidd

--orsteinnmar.jpg
Auglýsing

Þor­steinn Már Bald­vins­son, einn stærsti eig­andi Sam­herja og stjórn­ar­for­maður Síld­ar­vinnsl­unnar í Nes­kaups­stað, segir inn­flutn­ings­bann Rússa á sjáv­ar­af­urðum til Rúss­lands vera ákveðið áfall fyrir íslenskan sjáv­ar­út­veg. „Því miður gerð­ist það sem við höfðum ótt­ast og varað við und­an­farna mán­uði. Við sem störfum í íslenskum sjáv­ar­út­vegi erum sorg­mædd yfir hversu afvega­leidd umræðan hefur ver­ið. Full­yrð­ingar um að þeir sem starfa í grein­inni sjái ekki lengra en tvo mán­uði fram í tím­ann, þ.e.a.s. meðan svokölluð mak­ríl­ver­tíð stendur yfir, eru með ólík­ind­um,“ sagði Þor­steinn Már í ræðu á aðal­fundi Síld­ar­vinnsl­unnar sem fram fór í gær. Hann sagði sögu Síld­ar­vinnsl­una og sögu við­skipta við Rúss­lands sam­ofna.

Eins og greint var frá í gær þá ákváðu hlut­hafar Síld­ar­vinnsl­unnar að fresta ákvörðun um arð­greiðslur vegna óvissunnar í tengslum við við­skipta­bann Rússa, á hlut­hafa­fund­inum sem hald­inn var í gær. Afkoma Síld­ar­vinnsl­unnar hefur verið góð und­an­farin ár. Hagn­aður fyr­ir­tæk­is­ins árið 2013 nam 5,6 millj­örðum króna og sjö millj­örðum króna árið 2012.

Auglýsing


Í ræð­unni á aðal­fundi Síld­ar­vinnsl­unnar í gær, en hluti hennar hefur verið birtur á vef­síðu félags­ins og má lesa hér fyrir neð­an, sagði Þor­steinn Már að umræðan og full­yrð­ingar ein­stakra stjórn­mála­manna og fræði­manna und­an­farna daga bygg­ist annað hvort á van­þekk­ingu eða litlum skiln­ingi.



Staða íslenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja í alþjóð­legri sam­keppni um sölu mat­væla er ótrú­lega sterk og það er ekk­ert það mark­aðs­svæði í heim­inum sem menn hafa látið afskipt. Fyr­ir­tækin hafa sér­hæft sig inn á ákveðna mark­aði og íslensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki hafa notið trausts við­skipta­vina vegna þess að lang­tíma hags­munir í mark­aðs­málum hafa verið teknir fram yfir það sem menn hafa metið sem skamm­tíma hags­muni eins og tíma­bundnar verð­sveifl­ur.



Þetta hafa fyr­ir­tækin gert án fjár­hags­legs stuðn­ings stjórn­valda,“ sagði hann.

Áhrifin hverf­andi í Evr­ópu en mikil hér

Þor­steinn sagði áhrif við­skipta­þving­ana Evr­ópu­sam­bands­ins og inn­flutn­ings­bann Rússa hafa hverf­andi áhrif ann­ars staðar í Evr­ópu. Málið snú­ist ekki um hvort Ísland vilji vera „þjóð meðal þjóða“. Þving­an­irnar séu ekki refsi­að­gerðir og eigi ekki að hitta fyrir almenn­ing, hvorki í Rúss­landi né ríkjum Evr­ópu­sam­bands­ins. Við­skipta­vaþving­an­irnar feli í sér bann á við­skiptum með vopn, tak­mark­anir á við­skiptum með til­tekna fjár­mál­gern­inga og fryst­ingu eigna nokk­urra Rússa. Hvað Ísland varð­ar, þar sem gilda gjald­eyr­is­höft, snúi bann við kaupum og sölu her­gagna eitt eft­ir. Þor­steinn Már benti á að Íslandi á í engum við­skiptum með her­gögn.



„Það hefur legið ljóst fyrir mán­uðum saman hvaða áhrif þátt­taka Íslands í banni á inn- og útflutn­ingi her­gagna hefði fyrir útflutn­ing Íslands. Hefði ekki verið mögu­leiki að fá skiln­ing meðal Evr­ópu­sam­bands­þjóða og Banda­ríkja­manna fyrir því að Ísland sé á móti aðgerðum Rússa í Úkra­ínu án þess að vera form­legur aðili að bann­inu, þar sem við hvorki fram­leiðum eða stundum við­skipti með her­gögn?“

Þann hluta ræðu Þor­steins Más sem birtur er á vef­síðu Síld­ar­vinnsl­unnar má lesa í heild hér:

„Síld­ar­vinnslan hefur í hart­nær sex ára­tugi selt afurðir sínar út um allan heim og þurft í gegnum tíð­ina að bregð­ast við breyt­ingum á innri og ytri aðstæð­um. Við­skipta­sam­bönd byggj­ast upp á löngum tíma og byggj­ast á gagn­kvæmu trausti. Í traustum við­skipta­sam­böndum ganga menn saman í gegnum sveifl­ur. Rússar fóru með okkur í gegnum nið­ur­sveifl­una á Íslandi. Á sama hátt höfum við farið með Rússum í gegnum þeirra nið­ur­sveiflu síð­ast­liðið ár.



Afurðir eru ekki alltaf seldar á þann markað sem gefur hæsta verð á hverjum tíma en hærra verð getur stundum átt sér skýr­ingar í skamm­tíma breyt­ingum á borð við inn­byrðis breyt­ingar á gjald­miðl­um. Heldur er horft til sög­unnar og lang­tíma hags­munir metn­ir.



Sterk alþjóð­leg staða sjáv­ar­út­vegs­ins



Staða íslenskra sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækja í alþjóð­legri sam­keppni um sölu mat­væla er ótrú­lega sterk og það er ekk­ert það mark­aðs­svæði í heim­inum sem menn hafa látið afskipt. Fyr­ir­tækin hafa sér­hæft sig inn á ákveðna mark­aði og íslensk sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki hafa notið trausts við­skipta­vina vegna þess að lang­tíma hags­munir í mark­aðs­málum hafa verið teknir fram yfir það sem menn hafa metið sem skamm­tíma hags­muni eins og tíma­bundnar verð­sveifl­ur.



Þetta hafa fyr­ir­tækin gert án fjár­hags­legs stuðn­ings stjórn­valda.



Umræðan og full­yrð­ingar ein­stakra stjórn­mála­manna og fræði­manna und­an­farna daga bygg­ist annað hvort á van­þekk­ingu eða litlum skiln­ingi.



Saga Síld­ar­vinnsl­unnar og saga við­skipta við Rúss­land er sam­of­in. Inn­flutn­ings­bann Rússa á sjáv­ar­af­urðum til Rúss­lands er ákveðið áfall fyrir íslenskan sjáv­ar­út­veg. Því miður gerð­ist það sem við höfðum ótt­ast og varað við und­an­farna mán­uði. Við sem störfum í íslenskum sjáv­ar­út­vegi erum sorg­mædd yfir hversu afvega­leidd umræðan hefur ver­ið. Full­yrð­ingar um að þeir sem starfa í grein­inni sjái ekki lengra en tvo mán­uði fram í tím­ann, þ.e.a.s. meðan svokölluð mak­ríl­ver­tíð stendur yfir, eru með ólík­ind­um.



Við skulum fara yfir um hvað málið snýst.



Bannið ekki refsi­að­gerð



Þvert á það sem ætla mætti af fjöl­miðlaum­fjöllun og yfir­lýs­ingum ráða­manna þá snú­ast aðgerðir Evr­ópu­sam­bands­ins ekki um refs­ingu. Þetta eru ekki refsi­að­gerð­ir. Það kemur skýrt fram í til­kynn­ingu Evr­ópu­sam­bands­ins. Jafn­framt kemur fram að þetta séu aðgerðir sem eiga ekki að hitta fyrir almenn­ing, hvorki í Rúss­landi né löndum Evr­ópu­sam­bands­ins. Það kemur einnig skýrt fram. Í umræð­unni er talað um við­skipta­þving­anir gegn Rúss­landi. Er það rétt? Hverjar eru þær?



Helstu atriðin eru:

  • Bann á inn- og útflutn­ingi á vopnum og tengdum varn­ingi.
  • Tak­mörkun á við­skiptum með til­tekna fjár­mála­gern­inga við örfá fyr­ir­tæki.
  • Bann við að lána fimm bönkum fjár­muni.
  • Fryst­ing eigna og ferða­bann nokk­urra ein­stak­linga.

 Lítum nánar á þetta:

  • Eldri samn­ingar um vopna­við­skipti falla ekki undir bann­ið.
  • Á Íslandi eru gjald­eyr­is­höft og því úti­lokað að íslensk fyr­ir­tæki láni eða eigi í við­skiptum með fjár­mála­gern­inga.

Eftir stendur bann við kaupum og sölu her­gagna.



Áhrifin í Evr­ópu hverf­andi



Rússar geta selt og keypt hvaða vöru sem er, fyrir utan her­gögn, frá löndum Evr­ópu­sam­bands­ins. Lítum til dæmis á áhrifin á Þýska­land. Þar gætti jafn­að­ar­mað­ur­inn Frank-Walter Stein­meier, utan­rík­is­ráð­herra Þýska­lands, þess að aðgerð­irnar hefðu hverf­andi áhrif á fyr­ir­tæki og ein­stak­linga bæði í Þýska­landi og Rúss­landi.



 Stjórn­mála­menn og aðrir hafa margir hverjir talað um að við þurfum að vera þátt­tak­endur í við­skipta­þving­unum á Rússa vegna þess að við þurfum að treysta á aðrar þjóðir í alþjóða­sam­starfi. Í huga fólks snú­ast við­skipta­þving­anir um að bannað sé að flytja inn eða selja vörur til ákveð­ins lands og hafi veru­leg efna­hags­leg áhrif á líf fólks. Þannig væri hægt að tala um við­skipta­þving­anir ef Þjóð­verjar hefðu lokað á gasinn­flutn­ing frá Rúss­landi. Það hefði haft skað­leg áhrif. Engar slíkar við­skipta­hömlur eru í gangi.



Eigum ekki við­skipti með her­gögn



Það hefur legið ljóst fyrir mán­uðum saman hvaða áhrif þátt­taka Íslands í banni á inn- og útflutn­ingi her­gagna hefði fyrir útflutn­ing Íslands. Hefði ekki verið mögu­leiki að fá skiln­ing meðal Evr­ópu­sam­bands­þjóða og Banda­ríkja­manna fyrir því að Ísland sé á móti aðgerðum Rússa í Úkra­ínu án þess að vera form­legur aðili að bann­inu, þar sem við hvorki fram­leiðum eða stundum við­skipti með her­gögn?



Þetta snýst ekki um það hvort við viljum vera „þjóð meðal þjóða“ og alls ekki ef mark­mið Evr­ópu­sam­bands­ins eru höfð í huga og les­in. Það er ómak­legt að ráð­ast á ein­staka aðila og ásaka sjáv­ar­út­veg­inn um að stjórn­ast af skamm­tíma­hags­mun­um,vilja ráðskast með utan­rík­is­stefn­una, sýna mann­rétt­indum skeyt­ing­ar­leysi og hunsa sam­fé­lags­lega ábyrgð.



Hefur íslenskur sjáv­ar­út­vegur gert athuga­semdir við afstöðu íslenskra stjórn­valda gagn­vart fram­ferði Rússa í Úkra­ínu? Nei. Trúa menn því virki­lega að þeir sem starfi í sjáv­ar­út­vegi séu á móti vopna­sölu­banni á Rúss­land? Það getur ekki ver­ið.



Gagn­rýni sjáv­ar­út­vegs­ins snýr að því að tím­inn var ekki nýttur til að ígrunda hvað væri í húfi, hvaða þýð­ingu Rúss­lands­mark­aður hefur fyrir Ísland og bera saman hvað þýð­ingu það hefði fyrir Ísland að vera aðili að vopna­sölu­banni á Rúss­land miðað við aðrar þjóð­ir. Hefðu Íslend­ingar ekki getað komið sjón­ar­miðum sín­um­varð­andi­að­gerðir Rússa í Úkra­ínu með öðru móti á fram­færi án þess að skaða eigin hags­muni eða fólks í Rúss­landi­þar sem ekki er um refsi­að­gerð að ræða af hálfu Evr­ópu­sam­bands­ins?



Reyndi á skiln­ing banda­manna okk­ar?



Myndi það ekki njóta skiln­ings banda­manna okkar og vera í sam­ræmi við áherslur Evr­ópu­sam­bands­ins um að lág­marka tjón almenn­ings og fyr­ir­tækja, að nægj­an­legt væri að Ísland lýsti yfir skýrri afstöðu þó svo ekki væri skrifað undir vopna­sölu­bann sem vitað var að myndi leiða til inn­flutn­ings­banns á mik­il­vægar útflutn­ings­vörur Íslands?“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent
None