Þverpólitísk samstaða í Reykjavíkurborg um að taka á móti fleiri flóttamönnum

radhus.jpg
Auglýsing

Á borg­ar­stjórn­ar­fundi, sem fer fram í dag klukkan 14, verður lögð fram til­laga með afbrigðum um við­brögð Reykja­vík­ur­borgar við þeim flótta­manna­vanda sem Evr­ópa stendur frammi fyr­ir. Sam­kvæmt til­lög­unni lýsir Reykja­vík­ur­borg því yfir að hún sé til­búin að taka á móti fleiri flótta­mönn­um. Öll fram­boð sem eiga full­trúa í borg­ar­stjórn standa á bak­við til­lög­una. Þetta stað­festir Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri Reykja­vík­ur, í sam­tali við Kjarn­ann.

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík. Dagur B. Egg­erts­son, borg­ar­stjóri í Reykja­vík­.

Dagur segir að með til­lög­unni sé borg­ar­stjórn að ítreka það sem vel­ferð­ar­ráð borg­ar­innar er þegar búið að sam­þykkja. „Að borgin sé til­búin að taka á móti fleiri flótta­mönnum og að hún sé til­búin í við­ræður við ríkið um það.“ Dagur segir engar tölur um fjölda flótta­manna sem borgin sé til­búin að taka á móti liggja fyr­ir. Sveita­fé­lög lands­ins, sem mörg hver hafa lýst yfir vilja til að taka við fleiri flótta­mönn­um, eigi að vinna málið í sam­eig­in­legu átaki og í sam­vinnu við Rauða kross Íslands.

Auglýsing

Vel­ferð­ar­ráð Reykja­víkur sam­þykkti bókun á fundi sínum 27. Ágúst síð­ast­lið­inn um mót­t­töku flótta­fólks. Bók­unin vel­ferð­ar­ráðs var svohljóð­andi: „Vel­ferð­ar­ráð fagnar því að íslensk stjórn­völd ætli að taka á móti flótta­fólki á þessu ári og því næsta og axla þannig ábyrgð til að létta á vanda fólks í brýnni þörf. Reykja­vík­ur­borg hefur tekið á móti flestum hópum flótta­manna á und­an­förnum árum með samn­ingum við vel­ferð­ar­ráðu­neyt­ið. Vel­ferð­ar­ráð felur vel­ferð­ar­sviði að hefja við­ræður við ráðu­neytið um mót­töku þeirra flótta­manna sem hér vilja dvelja.“

Til­lagan sem lögð verður fram í borg­ar­stjórn á eftir er svohljóð­andi: "Borg­ar­stjórn sam­þykkir að óska eftir við­ræðum við rík­is­valdið um hlut­verk og aðkomu borg­ar­innar að mót­töku flótta­fólks og lýsir sig reiðu­búna til að leggja sitt af mörkum til að tryggja sem flestum öruggt skjól. Borg­ar­stjóra er falið að hefja við­ræð­urn­ar, upp­lýsa borg­ar­ráð um fram­gang þeirra á meðan á við­ræð­unum stendur og leggja svo fram útfærða, tíma­setta og kostn­að­ar­metna áætlun þegar nið­ur­staða liggur fyr­ir."

Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent
None