Tilvik komu upp þar sem fatlað fólk fékk ekki að kjósa leynilega

Ekki var nægilega gott aðgengi fyrir fatlað fólk á kjörstöðum í nýafstöðnum kosningum, samkvæmt réttindagæslumanni fatlaðs fólks. „Þetta er ein af grunnstoðum lýðræðisins og ef þetta er ekki í lagi þá er það mjög mikið áhyggjuefni.“

Kjörstaður
Auglýsing

Rétt­inda­gæsla fatl­aðs fólks varð áskynja um að aðstæður á kjör­stöðum hefðu ekki verið full­nægj­andi fyrir fatlað fólk í kosn­ingum lið­innar helg­ar. Erfitt var fyrir sumt fatlað fólk að athafna sig í kjör­klefa og gátu sumir jafn­vel ekki kosið leyni­lega.

Freyja Har­alds­dótt­ir, rétt­inda­gæslu­maður fatl­aðs fólks, segir í sam­tali við Kjarn­ann að rétt­inda­gæslan sé á vakt á kjör­dag en hlut­verk þeirra er meðal ann­ars að útvega kosn­inga­vott­orð til þeirra sem geta ekki með skýrum hætti tjáð vilja sinn og þurfa aðstoð í kjör­klefa – annað hvort frá kjör­stjórn eða mann­eskju sem fólk velur sjálft.

„Sumir eru búnir að und­ir­búa þetta fyr­ir­fram en aðrir hafa ekki náð að und­ir­búa vott­orð eða vita ekki að þess þurfi. Þá erum við til taks svo fólk geti pott­þétt kos­ið. Svo erum við líka á vakt til að taka á móti erindum ef fatlað fólk lendir í vand­ræðum eða vantar upp­lýs­ing­ar,“ segir hún.

Auglýsing

Mik­il­vægt að hafa gott næði í klef­unum

Freyja segir að borið hafi á því að ekki hafi verið nægi­lega gott aðgengi fyrir fatlað fólk á kjör­stöð­um, þrengsli hafi sums staðar verið of mikil og kjör­klefar jafn­vel of litl­ir. Hæðin á borðum í kjör­klef­unum virt­ust jafn­framt ekki verið still­an­leg, sem hafði þær afleið­ingar að þau hent­uðu ekki alltaf fólki sem situr eða liggur í hjóla­stól.

„Við vorum upp­lýst um til­vik þar sem ekki var hægt að kjósa leyni­lega. Þá voru ekki alltaf tjöld fyrir klef­unum sem gerir það að verkum að það er mjög auð­velt að sjá inn í klef­ann. Í raun og veru er sér­stak­lega mik­il­vægt, myndi ég segja, fyrir aðgengið að hafa gott næði inni í klef­an­um. Fólk sem nýtir aðstoð verður að geta átt sam­skipti þar inni og getað talað saman – og oft þarf aðstoð­ar­mann­eskja að sýna fötl­uðu mann­eskj­unni kjör­seð­il­inn og svo fram­veg­is.“

Hún segir að þau vita ekki nákvæma tölu en til­fellin voru alla­vega fleiri en eitt þar sem ekk­ert tjald var fyrir klef­an­um.

„Við munum gera minn­is­blað og koma þessum ábend­ingum til fram­kvæmda­að­ila kosn­ing­anna og fara yfir það sem fór úrskeið­is. Það er í raun nauð­syn­legt að kjör­staðir séu kort­lagðir sér­stak­lega út frá algildri hönnun og feng­inn væri ein­hvers konar aðgeng­is­full­trúi sem tryggði að kjör­staðir upp­fylltu við­mið sem tryggja fullt aðgengi fyrir alla. Til þess að tryggja að kosn­ingar fari fram þannig að fatlað fólk geti raun­veru­lega tekið þátt í þeim og að það sé alveg á hreinu að fólk geti athafnað sig og fái að njóta þeirra mann­rétt­inda sem ófatl­aðir borg­ara hafa – eins og það að kjósa leyni­lega.“

Skorað á yfir­kjör­stjórnir að styðja við fatlað fólk í kosn­ingum

Þroska­hjálp stóð fyrir her­ferð fyrir kosn­ing­arnar þar sem skorað var á yfir­kjör­stjórnir og sam­fé­lagið allt að styðja við fatlað fólk í kosn­ing­um, tryggja óhindrað aðgengi á kjör­stað og koma í veg fyrir for­dóma. 6.000 manns skrif­uðu undir áskor­un­ina.

Í áskorun Þroska­hjálpar kemur fram að fatlað fólk hafi hvar­vetna í heim­inum mátt þola að vera svipt kosn­inga­rétti vegna djúp­stæðra for­dóma og mis­mun­unar í lögum og/eða fram­kvæmd laga og þannig sé það enn mjög víða.

„Ís­land er engin und­an­tekn­ing frá því þó að mjög margt hafi skánað og annað muni skána þegar ný kosn­inga­lög taka gildi í byrjun næsta árs. En þetta er ekki bara spurn­ing um að lög og reglur kveði á um rétt allra til að kjósa án mis­mun­un­ar. Þetta er líka spurn­ing um ýmsar hindr­anir í umhverfi og við­horfum fólks sem mæta fötl­uðu fólki þegar það ætlar að nýta kosn­inga­rétt­inn,“ stendur í áskor­un­inni.

Þá var spurt hvort tryggt væri að þeir sem þess þurfa fái aðstoð til að kom­ast á kjör­stað. Enn fremur hvort tryggt væri að aðgengi á kjör­stað væri hindr­un­ar­laust og öruggt – og hvort hætta væri á að fólk teldi eðli­legt að fatlað fólk nýtti ekki kosn­inga­rétt sinn og drægi jafn­vel úr því að gera það.

Freyja Haraldsdóttir Mynd: Aðsend

Þarf að tryggja þekk­ingu þeirra sem starfa á vett­vangi kosn­inga

Freyja segir að í kosn­ing­unum hafi komið upp atvik og aðstæður þar sem erfitt hafi þótt að túlka lögin og verk­lagið í kringum þau, til að mynda hvað varðar að velja sér aðstoð­ar­mann í kjör­klefa. Einnig sé ekki alltaf hægt að treysta að kjör­stjórnir og starfs­fólk á kjör­stað sé fylli­lega upp­lýst um verk­lag­ið. „Það þarf að skýra margt betur og fræða alla þá sem starfa við kosn­ing­arn­ar. Að allir viti hver rétt­indi fólks eru og viti hvaða leiðir er hægt að fara til að tryggja að allir geti kos­ið.“

Kom á óvart í ljósi her­ferðar Þroska­hjálpar að þetta hafi ekki verið í lagi á kjör­stöðum núna?

„Jú, að ein­hverju leyti kom það á óvart. Auð­vitað von­umst við alltaf til þess að kosn­ingar geti gengið þægi­lega fyrir sig fyrir fatlað fólk, og víða gekk þetta vel, en á sama tíma höfum við séð að það hefur ekki alltaf verið þannig. Þetta kom því kannski ekki mikið á óvart, en maður er samt alltaf að vona að þetta verði í lag­i.“

Hún seg­ist fagna því að athygli hafi verið vakin á þessum málum fyrir kosn­ingar – bæði Þroska­hjálp með sinni her­ferð og ein­stak­lingar sem sett hafa sig í sam­band við þau. „Okkur er mjög annt um að þetta sé í lagi og því er mik­il­vægt að við séum upp­lýst ef svo er ekki.“

Hafa til­vik sem þessi ein­hverjar raunaf­leið­ing­ar?

„Lögin eru skýr, til dæmis að allir hafi rétt á því að taka þátt í leyni­legum kosn­ing­um. En það ræðst af því hvað kjós­and­inn vill gera – kjós­and­inn sem hefur upp­lifað brot á þessum rétt­ind­um. Ein­stak­ling­ur­inn sem upp­lifir brotið getur kosið að leggja fram kvörtun eða kæra fram­kvæmd kosn­ing­anna. Geri hann það fer málið í ákveðið ferli og fær þá lík­lega ein­hverja nið­ur­stöðu. Það verður bara að koma í ljós hvað fólkið kýs að gera og hvort það ákveði að taka málin lengra,“ segir hún.

Áhyggju­efni ef þetta er ekki í lagi

Freyja segir að henni finn­ist óeðli­legt að fylgja ekki lögum sem séu öllum borg­urum mjög mik­il­væg. „Þetta er ein af grunn­stoðum lýð­ræð­is­ins og ef þetta er ekki í lagi þá er það mjög mikið áhyggju­efn­i.“

Hún bendir enn fremur á og ítrekar að Íslend­ingar hafi und­ir­ritað mann­rétt­inda­samn­ing Sam­ein­uðu þjóð­anna um rétt­indi fatl­aðs fólks þar sem sér­stak­lega er kveðið á um aðgengi að stjórn­mála­þátt­töku og aðgengi að lýð­ræð­is­legri þátt­töku á kosn­ing­um. „Þar er mjög skýrt að fólk á að geta valið hver aðstoðar það og fólk á að geta kosið í leyni­legum kosn­ing­um. Það á að vera öruggt í kosn­inga­þátt­töku sinni. Það er grund­vall­ar­skylda að stjórn­völd fram­fylgi því og algjör lág­marks­krafa.“

Í samn­ingnum segir meðal ann­ars að aðild­ar­ríkin skulu tryggja fötl­uðum stjórn­mála­leg rétt­indi og tæki­færi til þess að njóta þeirra til jafns við aðra og skulu jafn­framt tryggja að fötl­uðu fólki sé gert kleift að taka virkan og fullan þátt í stjórn­málum og opin­beru lífi til jafns við aðra, þar með tal­inn réttur og tæki­færi til þess að kjósa og vera kos­inn, meðal ann­ars með því að tryggja að kosn­inga­að­ferð­ir, kosn­inga­að­staða og kjör­gögn séu við hæfi, aðgengi­leg og auð­skilin og auðnot­uð.

Einnig skuli vernda rétt fatl­aðs fólks til þess að taka þátt í leyni­legri atkvæða­greiðslu í kosn­ingum og þjóð­ar­at­kvæða­greiðslum án þving­ana með hót­unum og til þess að bjóða sig fram í kosn­ing­um, að gegna emb­ættum með virkum hætti og að sinna öllum opin­berum störfum á öllum stigum stjórn­sýslu, jafn­framt því að greiða fyrir notkun hjálp­ar­tækja og nýrrar tækni þar sem við á og að fatlað fólk geti látið vilja sinn óþvingað í ljós sem kjós­endur og að heim­ilað sé í þessu skyni, þar sem nauð­syn krefur og að ósk þess, að það njóti aðstoðar ein­stak­linga að eigin vali við að greiða atkvæði.

Getur orðið kvíð­væn­legt fyrir fatlað fólk að kjósa – sem dregur úr kjör­sókn

Næstu sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ingar fara fram í maí á næsta ári og segir Freyja að mik­il­vægt sé að læra af þess­ari fram­kvæmd kosn­inga.

„Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem koma upp vanda­mál á kosn­inga­dag og við kosn­ingar – og þess vegna getur þetta orðið mjög þreyt­andi fyrir fatlað fólk og kvíð­væn­legt að fara að kjósa. Sem getur haft áhrif á kosn­inga­þátt­töku hóps­ins,“ segir hún.

Hún segir að fleiri hindr­anir séu í vegi fólks sem til­heyrir minni­hluta­hópum en öðrum, til dæmis til að kjósa sem dragi úr kjör­sókn. Þetta megi ekki ein­ungis sjá hér á landi heldur líka erlend­is. „Það þarf að kort­leggja hvaða breyt­inga er þörf og fara yfir það á hverjum kjör­stað hvort allt sé í lagi. Allur strúktúr verður að vera eins skýr og hægt er til að fyr­ir­byggja að fatlað fólk upp­lifi mis­munun þegar það ætlar að nota kosn­inga­rétt­inn sinn.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent