Tíu bestu pólitísku auglýsingarnar í breskri stjórnmálasögu

2015.jpeg
Auglýsing

Kosið verður til þings í Bret­landi eftir tæpan mán­uð, þann 7. maí. Ljóst er að kosn­ing­arnar geta orðið sögu­legar þar sem minni flokk­ar, sér­stak­lega UKIP og Skoski þjóð­ar­flokk­ur­inn, mæl­ast með mun meira fylgi en þeir hafa nokkru sinni áður mælst með og allar líkur á að turn­arnir tveir, Verka­manna­flokk­ur­inn og Íhalds­flokk­ur­inn, nái hvor­ugur hreinum meiri­hluta. Nýjasta skoð­anna­könnun sem fram­kvæmd var í Bret­landi sýnir að Íhaldss­flokk­ur­inn mælist með 34 pró­sent fylgi en Verka­manna­flokk­ur­inn með 33 pró­sent.

Nicola Stur­ge­on, leið­togi Skoska þjóð­ar­flokks­ins, þótti auk þess standa sig best í kapp­ræðum stjórn­mála­leið­toga í Bret­landi í síð­ustu viku, sam­kvæmt könnun You­Gov. Hún þótti raunar standa sig svo vel að spurn­ingin um hvort íbúar Eng­lands gætu kosið Skoska þjóð­ar­flokk­inn (þeir geta það ekki, flokk­ur­inn býður bara fram í kjör­dæmum í Skotlandi) var sjötta vin­sælasta spurn­ingin sem leitað var að svari við á Google kvöldið eftir kapp­ræð­urn­ar. Nigel Fara­ge, hinn umdeildi leið­togi UKIP, þótti næst bestur í kapp­ræð­un­um.

Í til­efni þess að kosn­inga­bar­áttan er komin á fullt þá tók The Guar­dian saman yfir­lit yfir tíu bestu bresku kosn­inga­aug­lýs­inga­spjöldin sem gerð hafa ver­ið.

Auglýsing

1966: You Know Labour Govern­ment Works



1966

Aug­lýs­ingin er marg­slung­in. Hún inni­heldur ekki neins­konar kosn­inga­lof­orð né er til þess fallin að ala á ótta um hvað ger­ist ef póli­tískir and­stæð­ingar Verka­manna­flokks­ins kom­ast til valda. En hug­myndin um að það hitti í mark að kjósa flokk­inn vakti athygli.

1978: Labour Isn´t Work­ing



1978

Hug­myndin var aug­ljós­lega sú að benda á að Verka­manna­flokk­ur­inn skap­aði ekki störf. Flokk­ur­inn kall­aði aug­lýs­ing­una frægu, sem aug­lýs­inga­stofan Saatchi & Saatchi gerði, fölsun þar sem fólkið í röð­inni var í raun ungir íhalds­menn frá Hendon. Marg­aret Thatcher, þáver­andi leið­togi Íhalds­flokks­ins, hafn­aði upp­hald­lega aug­lýs­ing­unni á grund­velli þess að flokkur ætti aldrei að vera með nafn and­stæð­ings­ins á sinni eigin aug­lýs­ingu. Auk þess gæti tví­ræðnin sem fram kemur í henni ekki verið neitt sér­stak­lega góð vegna þess að Thatcher sjálf sagð­ist ekk­ert botna í henni. Það varð allt vit­laust þegar aug­lýs­ingin birt­ist og Saatchis-­stofan áætl­aði að upp­hlaupið hafi skilað Íhalds­flokknum fríum birt­ingum sem metnar voru á um fimm millj­ónir punda. Íhaldið vann kosn­ing­arn­ar, og næstu þrjár sem fylgdu í kjöl­far­ið, í góðu og nánu sam­starfi við Saatchis & Saatchis.

1979: The Real Fight Is For Britain



1979

Blaða­manni The Guar­dian fannst þessi aug­lýs­ing Frjáls­lyndra demókrata, sem oft­ast nær hafa verið í algjöru auka­hlut­verki í breskum stjórn­mál­um, svo dásam­lega skrýtin að hún hlyti að eiga að heima á meðal þeirra bestu.

1984: If You Want Me Out, You Should Have the Right to Vote Me Out



1984 (1)

Ken Livingstone varð síðar frægur út um allan heim fyrir að vera borg­ar­stjóri í London. Fyrir rúmum 30 árum síðan var hann hins vegar að berj­ast fyrir því að borg­ar­ráð Lund­úna yrði lagt niður með þess­ari áhrifa­ríku aug­lýs­ingu. Livingstone náði ekki mark­miði sínu en aug­lýs­ingin færði stað­bundið deilu­mál yfir á þjóð­ar­vett­vang­inn.

1987: La­bo­ur’s Policy On Arms



1987

Neil Kinnock, þáver­andi leið­togi Verka­manna­flokks­ins, gerði sjálfum sér mik­inn afleik með því að leggja til í sjón­varps­við­tali í aðdrag­anda kosn­ing­anna að ef Sov­ét­ríkin myndu ráð­ast inn í Bret­land þá ættu Bretar að berj­ast gegn inn­rásinni með skæru­hern­aði. Ummælin þóttu bera með sér mikið van­traust til breska hers­ins og urðu and­lag margra vel heppn­aðra árás­ar­aug­lýs­inga.

1992: La­bo­ur’s Tax Bombs­hell



1992

Aug­lýs­ingin var gíf­ur­lega umdeild þar sem höf­undar hennar reikn­uðu út að rík­is­út­gjöld myndu aukast um 35 millj­arða punda ef stefnu­skrá Verka­manna­flokks­ins yrði að veru­leika og deildu þeirri upp­hæð í fjölda Breta. En Saatchi & Saatchi og Íhalds­flokknum var alveg sama.

1999: Bliar



1999

Íhalds­menn eru ekki vin­sælir í Skotlandi og margir kann­ast við brandar­ann um að það séu fleiri pöndur í Skotlandi en Íhalds­menn (pönd­urnar eru tvær). Þeir hafa samt sem áður fram­leitt nokkrar eft­ir­minni­legar aug­lýs­ing­ar, og þessi, sem hinn lítt þekkta aug­lýs­inga­stofa Yellow M gerði, vakti athygli langt út fyrir landa­mæri Skotlands. Hún skil­aði líka stærsta kosn­inga­sigri Íhalds­manna fyrr og síðar í Skotlandi og gerði það að verkum að William Hague, þáver­andi for­maður Íhalds­flokks­ins, réð Yellow M til starfa fyrir kosn­ing­arnar 2001.

2001: Be Afraid. Be Very Afraid



2001

Aug­lýs­ingin var hönnuð af Trevor Beattie, mann­inum sem gerði "Hello Boys" aug­lýs­ing­arnar fyrir Wond­er­bra-brjóst­ar­haldar­anna, og mark­aði ákveðin tíma­mót fyrir Verka­manna­flokk­inn í aug­lýs­inga­gerð. Hann var allt í einu far­inn að beita sömu með­ölum í aug­lýs­inga­gerð og dugað höfðu Íhalds­flokknum svo vel ára­tug­ina á und­an. Og hann var að vinna. Aug­lýs­ingin sem sýndi William Hague með Thatcher-hár er sú eft­ir­minni­leg­asta og þótti skapa réttu nei­kvæðu hug­hrifin í huga kjós­enda sem vildu allt annað en nýjan Thatcher-­tíma.

2005: The Day Tory Sums Add Up



2000s UK The Labour Party Poster

Skila­boðin voru ein­föld, sá dagur sem reikn­ings­dæmi Íhalds­manna í rík­is­fjár­málum gengur upp þá munu svín fljúga. Aug­lýs­ingin olli á end­anum meiri skaða en gagni fyrir Verka­manna­flokk­inn þar sem birt­ingu hennar fylgdu ásak­anir um gyð­inga­hat­ur, en bæði Mich­ael Howard og Oli­ver Letwin, sem eru á aug­lýs­ing­unni, eru gyð­ing­ar. Hún er eft­ir­minni­leg engu að síð­ur.

2015: Vote Conservative



2015

Þessi aug­lýs­ing skoskra íhalds­manna þykir skara framúr það sem af er yfir­stand­andi kosn­inga­bar­áttu. Henni er ætlað að sýna að atkvæði greitt Skoska þjóð­ar­flokknum í Skotlandi sé atkvæði greitt mögu­legri sam­steypu­stjórn hans og Verka­manna­flokks­ins. Og skila­boð­unum er komið á fram­færði án orða, með því að sýna Ed Mili­band í brjóst­vasa Alex Salmond, fyrrum leið­toga Skoska þjóð­ar­flokk­ins.

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent
None