Tíu mikilvægustu hlutirnir sem eru að gerast í heiminum í dag

Google.jpg
Auglýsing

Business Insider tekur reglu­lega saman lista yfir tíu mik­il­væg­ustu hlut­ina sem eru að ger­ast í heim­inum í dag, að þeirra mati. Hér kemur list­inn í dag, skír­dag.  1. Rúss­neskur frysti­tog­ari sökk í Okhot­sk-hafi, undan strönd Kamtsjat­ka­skaga austur af Rúss­landi. Minnst 54 af þeim 132 sem voru í áhöfn­inni eru látn­ir.


  2. Að minnsta kosti fjórir eru látnir og tugir særðir eftir að eldur braust út á olíu­bor­p­alli í Mexík­óflóa.


  3. Vopn­aðir menn réð­ust inn í háskóla í Garissa í aust­ur­hluta Kenía í morg­un, minnst fjórt­án eru látnir og tugir særð­ir.


  4. Einn mann­anna sem grun­aðir eru um að hafa myrt rúss­neska stjórn­ar­and­stæð­ing­inn Boris Nemtsov í Moskvu segir nú að honum hafi verið rænt og hann hafi verið í haldi í tvo daga án þess að vera ákærð­ur.


  5. Evr­ópu­sam­bandið ætlar að kæra netris­ann Google á grund­velli laga gegn ein­okun og hringa­mynd­un. ESB hefur rann­sakað Google um nokk­urra ára skeið.


  6. Hluta­bréf í fyr­ir­tæk­inu GoDaddy hækk­uðu um 31 pró­sent á fyrsta degi við­skipta í kaup­höll­inni í New York.


  7. Banda­ríski öld­ung­ar­deild­ar­þing­mað­ur­inn Bob Menendez hefur verið ákærður fyrir spill­ingu, þar á meðal fyrir sam­særi, mút­ur, fjár­svik og að bera ljúg­vitni.


  8. Hluta­bréf í Aspiro, sem á Tidal streym­isveit­una sem Jay Z og fleiri tón­list­ar­menn settu á lagg­irnar fyrr í vik­unni, hækk­uðu um 938 pró­sent á þriðju­dag­inn. Kaup­höllin í Stokk­hólmi varð að stöðva við­skipti.


  9. Búið er að setja á strangar reglur um notkun vatns í Kali­forníu vegna langvar­andi þurrka. Þetta er í fyrsta skipti sem vatns­skortur er svo slæmur að setja þarf reglur sem þess­ar.


  10. Ebólafar­ald­ur­inn í Síerra Leone er nán­ast yfir­stað­inn, eftir að aðeins tíu ný til­felli fund­ust þegar þriggja daga útgöngu­bann var sett á.


Bólusótt í hættu
Er réttlætanlegt að geyma veirur eins og bólusótt, sem geta valdið jafnmiklum mannskaða og raun ber vitni?
Kjarninn 21. september 2019
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Uppfærðar græjur, Sambandið og Apple Arcade
Kjarninn 21. september 2019
Birgir Birgisson
Reið hjól
Kjarninn 21. september 2019
Þjálfa þarf peningahund til að berjast gegn peningaþvætti
Embætti tollstjóra skortir bæði þekkingu og úrræði til að geta almennilega haft eftirlit með smygli á reiðufé til Íslands. Á meðal þeirra úrræða sem lagt er til að ráðist verði í er að þjálfa peningahund.
Kjarninn 21. september 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Að iðka mannréttindi
Kjarninn 21. september 2019
Athuga hvar eftirlitsaðilar gera ónauðsynlegar kröfur til matvæla
Umhverfisráðherra hefur hrundið af stað aðgerðum til að vinna gegn matarsóun á Íslandi. Meðal annars verður gerð athugun á því hvar eftirlitsaðilar gera mögulega ónauðsynlegur kröfur til matvælaöryggis sem ýtt gætu undir matarsóun.
Kjarninn 21. september 2019
Brim-flétta KS fagnaðarefni fyrir Skagfirðinga
Eftir að hafa keypt hlutabréf í Brimi, og selt nokkrum vikum síðar, hefur Kaupfélag Skagfirðinga styrkt stöðu sína.
Kjarninn 21. september 2019
„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None