Tölvan sagði nei við Kristján Vilhelmsson

Samherji missti stjórnarmann sinn í Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi á rafrænum aðalfundi síðasta föstudag. Kristján Vilhelmsson kenndi tæknilegum vanköntum í atkvæðagreiðslu um, en SFS hefur ekki kannast við neina slíka.

Kristján Vilhelmsson kennir tæknilegum vanköntum í kosningakerfi SFS um að Samherji eigi ekki lengur stjórnarmann í hagsmunasamtökunum.
Kristján Vilhelmsson kennir tæknilegum vanköntum í kosningakerfi SFS um að Samherji eigi ekki lengur stjórnarmann í hagsmunasamtökunum.
Auglýsing

Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji á ekki lengur stjórnarmann í Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS).

Þetta hefur vakið athygli, enda er fyrirtækið eitt það stærsta í íslenskum sjávarútvegi og hefur átt fulltrúa vísan í stjórn hagsmunasamtakanna í krafti atkvæðamagns síns á aðalfundum, en því stærri sem fyrirtæki eru, því meiri áhrif hafa þau þegar kemur að kosningum innan samtakanna.

Hvað klikkaði þá?

Samkvæmt tölvupósti sem Kristján Vilhelmsson framkvæmdastjóri útgerðarsviðs og annar fyrrverandi helsti eigandi Samherja sendi á hóp fólks innan Samherja síðdegis á föstudag var það kosningakerfið á aðalfundinum, sem fram fór á Zoom.

„Það hefur komið fram í fjölmiðlum að fulltrúi Samherja féll úr stjórn, ástæðan er að kerfið sem notað var til að kjósa virkaði ekki og þess vegna fékk okkar maður ekki okkar atkvæði sem annars nægja vel til að fá mann í stjórn,“ sagði í tölvupósti frá Kristjáni til starfsmanna fyrirtækisins.

Við tölvupóst hengdi hann nánari útskýringar á því sem hann segir hafa farið úrskeiðis, sem höfðu verið sendar á stjórnarmenn og starfsmenn SFS ásamt kröfu um rannsókn á því að svo fór sem fór.

Tókst ekki að setja atkvæði Samherja á fulltrúa félagsins

Samkvæmt tölvupósti Kristjáns fór hann á fundinn á föstudagsmorgun með umboð til að greiða atkvæði fyrir hönd Samherja og dótturfélaganna Samherja Fiskeldis og Útgerðarfélags Akureyringa.

Honum tókst að skipta atkvæðum tveggja minni fyrirtækjanna niður á nokkra aðila í stjórnarkjörinu, en þegar kom að því ráðstafa þeim 416.988 atkvæðum sem Samherji Íslands hafði til umráða hljóp snurða á þráðinn.

Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kristjáns til þess að setja öll atkvæði Samherja á einn mann og leiðbeiningar tæknimanns um að „haka bara við viðkomandi aðila“ og „ekki setja á hann nein atkvæði því hann fengi öll atkvæðin sjálfkrafa“ gekk það ekki, atkvæðum Samherja var að endingu ekki ráðstafað í kjörinu og stjórnarsætið tapaðist.

Ekki samþykkt að kjósa aftur

Í tölvupósti Kristjáns á föstudag sagði að útgerðarfyrirtækið Nesfiskur í Garði hefði lent í svipuðum tæknilegum erfiðleikum við atkvæðagreiðsluna, misst sinn mann úr stjórn og óskað eftir því að kosið yrði á ný.

Þá beiðni hefðu Samherji og Ísfélag Vestmannaeyja stutt, en það hefði ekki dugað til, því aðeins tæp 60 prósent atkvæðabærra hefðu samþykkt að kosið yrði aftur og samkvæmt samþykktum SFS þurfi 75 prósent atkvæðamagns til þess að knýja fram endurkjör á aðalfundi.

Auglýsing

Bergur Þór Eggertsson, aðstoðarframkvæmdastjóri og framkvæmdastjóri útgerðarsviðs hjá Nesfiski, vildi ekkert ræða málið við blaðamann þegar eftir því var leitað.

Í tölvupósti Kristjáns til starfsmanna Samherja sagði að eigandi Nesfisks væri „alvarlega að íhuga að hætta í þessum samtökum“ en hann sjálfur væri „ekki þar, allavega ekki núna.“

Hann sagði sömuleiðis viðbúið að fjölmiðlar myndu „gera sér mat úr“ stjórnarkosningunni og því að Samherji ætti ekki lengur fulltrúa í stjórninni.

SFS neitaði fyrir tæknilega vankanta

Fram kom í frétt á vef mbl.is á föstudaginn að Samherji hefði farið fram á að kosningakerfi fundarins yrði rannsakað og upplýst yrði um niðurstöður þeirrar rannsóknar.

Í tölvupósti frá Kristjáni sem Kjarninn hefur séð kemur hið sama fram, en Samherji veitti mbl.is einnig þær upplýsingar að atkvæðamagn Samherja ætti að vera nægt til þess að tryggja 1,6 stjórnarmenn í stjórn SFS.

Frétt mbl.is, sem birtist á sjávarútvegssíðu miðilsins, var uppfærð um klukkustund eftir að hún birtist með svörum frá upplýsingafulltrúa SFS þess efnis að búið væri að kanna hvort eitthvað hefði farið tæknilega úrskeiðis í atkvæðagreiðslukerfinu.

Hefðu hnökrar átt sér stað við atkvæðagreiðsluna hefðu þeir ekki snúið að tæknilegri framkvæmd atkvæðagreiðslunnar, samkvæmt svari upplýsingafulltrúa hagsmunasamtakanna sem mbl.is vísaði til.

Kjarninn falaðist í gær eftir því að ræða þetta mál nánar við Heiðrúnu Lind Marteinsdóttur framkvæmdastjóra SFS. Ekki hefur verið brugðist við þeirri beiðni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur.
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Nornahár og nornatár
Eigendur Icelandic Lava Show í Vík í Mýrdal skrifa reglulega hraunmola á Kjarnann. Þetta er sá fimmti. Markmiðið er að útskýra hin ýmsu fyrirbæri íslenskrar eldvirkni á einfaldan og áhugaverðan hátt.
Kjarninn 8. maí 2021
Þögnin rofin á ný
Hundruð íslenskra kvenna hafa í vikunni stigið fram opinberlega með sínar erfiðustu minningar, í kjölfar þess að stuðningsbylgja reis upp með þjóðþekktum manni sem tvær konur segja að brotið hafi á sér. Lærði samfélagið lítið af fyrri #metoo-bylgjunni?
Kjarninn 8. maí 2021
Benedikt Gíslason, bankastjóri Arion banka.
Arion banki að ná markmiðum sínum og ætlar að dæla fé til hluthafa á næstu árum
Umfram eigið fé Arion banka var 41 milljarður króna í lok mars síðastliðins. Bankinn ætlar að greiða hluthöfum sínum út um 50 milljarða króna á næstu árum. Hann hefur nú náð markmiði sínu um arðsemi tvo ársfjórðunga í röð.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent