Tölvan sagði nei við Kristján Vilhelmsson

Samherji missti stjórnarmann sinn í Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi á rafrænum aðalfundi síðasta föstudag. Kristján Vilhelmsson kenndi tæknilegum vanköntum í atkvæðagreiðslu um, en SFS hefur ekki kannast við neina slíka.

Kristján Vilhelmsson kennir tæknilegum vanköntum í kosningakerfi SFS um að Samherji eigi ekki lengur stjórnarmann í hagsmunasamtökunum.
Kristján Vilhelmsson kennir tæknilegum vanköntum í kosningakerfi SFS um að Samherji eigi ekki lengur stjórnarmann í hagsmunasamtökunum.
Auglýsing

Sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækið Sam­herji á ekki lengur stjórn­ar­mann í Sam­tökum fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi (SFS).

Þetta hefur vakið athygli, enda er fyr­ir­tækið eitt það stærsta í íslenskum sjáv­ar­út­vegi og hefur átt full­trúa vísan í stjórn hags­muna­sam­tak­anna í krafti atkvæða­magns síns á aðal­fund­um, en því stærri sem fyr­ir­tæki eru, því meiri áhrif hafa þau þegar kemur að kosn­ingum innan sam­tak­anna.

Hvað klikk­aði þá?

Sam­kvæmt tölvu­pósti sem Krist­ján Vil­helms­son fram­kvæmda­stjóri útgerð­ar­sviðs og annar fyrr­ver­andi helsti eig­andi Sam­herja sendi á hóp fólks innan Sam­herja síð­degis á föstu­dag var það kosn­inga­kerfið á aðal­fund­in­um, sem fram fór á Zoom.

„Það hefur komið fram í fjöl­miðlum að full­trúi Sam­herja féll úr stjórn, ástæðan er að kerfið sem notað var til að kjósa virk­aði ekki og þess vegna fékk okkar maður ekki okkar atkvæði sem ann­ars nægja vel til að fá mann í stjórn,“ sagði í tölvu­pósti frá Krist­jáni til starfs­manna fyr­ir­tæk­is­ins.

Við tölvu­póst hengdi hann nán­ari útskýr­ingar á því sem hann segir hafa farið úrskeið­is, sem höfðu verið sendar á stjórn­ar­menn og starfs­menn SFS ásamt kröfu um rann­sókn á því að svo fór sem fór.

Tókst ekki að setja atkvæði Sam­herja á full­trúa félags­ins

Sam­kvæmt tölvu­pósti Krist­jáns fór hann á fund­inn á föstu­dags­morgun með umboð til að greiða atkvæði fyrir hönd Sam­herja og dótt­ur­fé­lag­anna Sam­herja Fisk­eldis og Útgerð­ar­fé­lags Akur­eyr­inga.

Honum tókst að skipta atkvæðum tveggja minni fyr­ir­tækj­anna niður á nokkra aðila í stjórn­ar­kjör­inu, en þegar kom að því ráð­stafa þeim 416.988 atkvæðum sem Sam­herji Íslands hafði til umráða hljóp snurða á þráð­inn.

Þrátt fyrir ítrek­aðar til­raunir Krist­jáns til þess að setja öll atkvæði Sam­herja á einn mann og leið­bein­ingar tækni­manns um að „haka bara við við­kom­andi aðila“ og „ekki setja á hann nein atkvæði því hann fengi öll atkvæðin sjálf­krafa“ gekk það ekki, atkvæðum Sam­herja var að end­ingu ekki ráð­stafað í kjör­inu og stjórn­ar­sætið tap­að­ist.

Ekki sam­þykkt að kjósa aftur

Í tölvu­pósti Krist­jáns á föstu­dag sagði að útgerð­ar­fyr­ir­tækið Nes­fiskur í Garði hefði lent í svip­uðum tækni­legum erf­ið­leikum við atkvæða­greiðsl­una, misst sinn mann úr stjórn og óskað eftir því að kosið yrði á ný.

Þá beiðni hefðu Sam­herji og Ísfé­lag Vest­manna­eyja stutt, en það hefði ekki dugað til, því aðeins tæp 60 pró­sent atkvæða­bærra hefðu sam­þykkt að kosið yrði aftur og sam­kvæmt sam­þykktum SFS þurfi 75 pró­sent atkvæða­magns til þess að knýja fram end­ur­kjör á aðal­fundi.

Auglýsing

Bergur Þór Egg­erts­son, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri og fram­kvæmda­stjóri útgerð­ar­sviðs hjá Nes­fiski, vildi ekk­ert ræða málið við blaða­mann þegar eftir því var leit­að.

Í tölvu­pósti Krist­jáns til starfs­manna Sam­herja sagði að eig­andi Nes­fisks væri „al­var­lega að íhuga að hætta í þessum sam­tök­um“ en hann sjálfur væri „ekki þar, alla­vega ekki nún­a.“

Hann sagði sömu­leiðis við­búið að fjöl­miðlar myndu „gera sér mat úr“ stjórn­ar­kosn­ing­unni og því að Sam­herji ætti ekki lengur full­trúa í stjórn­inni.

SFS neit­aði fyrir tækni­lega van­kanta

Fram kom í frétt á vef mbl.is á föstu­dag­inn að Sam­herji hefði farið fram á að kosn­inga­kerfi fund­ar­ins yrði rann­sakað og upp­lýst yrði um nið­ur­stöður þeirrar rann­sókn­ar.

Í tölvu­pósti frá Krist­jáni sem Kjarn­inn hefur séð kemur hið sama fram, en Sam­herji veitti mbl.is einnig þær upp­lýs­ingar að atkvæða­magn Sam­herja ætti að vera nægt til þess að tryggja 1,6 stjórn­ar­menn í stjórn SFS.

Frétt mbl.is, sem birt­ist á sjáv­ar­út­vegs­síðu mið­ils­ins, var upp­færð um klukku­stund eftir að hún birt­ist með svörum frá upp­lýs­inga­full­trúa SFS þess efnis að búið væri að kanna hvort eitt­hvað hefði farið tækni­lega úrskeiðis í atkvæða­greiðslu­kerf­inu.

Hefðu hnökrar átt sér stað við atkvæða­greiðsl­una hefðu þeir ekki snúið að tækni­legri fram­kvæmd atkvæða­greiðsl­unn­ar, sam­kvæmt svari upp­lýs­inga­full­trúa hags­muna­sam­tak­anna sem mbl.is vís­aði til.

Kjarn­inn fal­að­ist í gær eftir því að ræða þetta mál nánar við Heiðrúnu Lind Mart­eins­dóttur fram­kvæmda­stjóra SFS. Ekki hefur verið brugð­ist við þeirri beiðni.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Umsókn um líf- og sjúkdómatryggingu frestað vegna „óljósra aukaverkana af bóluefni“
Kona sem sótti um líf- og sjúkdómatryggingu hjá TM fékk ekki trygginguna heldur var umsókninni frestað vegna óljósra aukaverkana af bóluefni. Embætti landlæknis hefur ekki heyrt af málum sem þessu.
Kjarninn 9. desember 2021
Guðmundur Kristjánsson, forstjóri og stærsti eigandi Brims.
Guðmundur í Brimi keypti þrjú þúsund bækur til að gefa í grunn- og leikskóla landsins
Útgáfufélag sem er meðal annars í eigu viðskiptaritstjóra Morgunblaðsins og eiginkonu hans gefur út bækur sem Brim hefur ákveðið að færa öllum leik- og grunnskólum á Íslandi.
Kjarninn 9. desember 2021
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabanka Íslands.
Skuldir fyrirtækja hafa dregist umtalsvert saman en skuldir heimila aukist skarpt
Rúmur þriðjungur skulda íslenskra fyrirtækja er í öðrum gjaldmiðli en íslenskum krónum. Styrking hennar gerði það að verkum að skuldir þeirra drógust verulega saman á síðastliðnu ári.
Kjarninn 9. desember 2021
Hildur Björnsdóttir vill verða borgarstjóri – Ætlar að velta Eyþóri Arnalds úr oddvitasæti
Það stefnir i oddvitaslag hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík í prófkjöri flokksins fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Hildur Björnsdóttir ætlar að skora Eyþór Arnalds á hólm.
Kjarninn 8. desember 2021
Um þriðjungi allra matvæla sem framleidd eru í heiminum er hent.
Minni matarsóun en markmiðum ekki náð
Matarsóun Norðmanna dróst saman um 10 prósent á árunum 2015 til 2020. Í því fellst vissulega árangur en hann er engu að síður langt frá þeim markmiðum sem sett hafa verið. Umhverfisstofnun Noregs segir enn skorta yfirsýn í málaflokknum.
Kjarninn 8. desember 2021
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir þingmaður Pírata.
Þingmaður fékk netfang upp á 53 stafbil
Nýr þingmaður Pírata biðlar til forseta Alþingis að beita sér fyrir því að þingið „þurfi ekki að beygja sig undir óþarfa duttlunga stjórnsýslunnar“.
Kjarninn 8. desember 2021
Árni Stefán Árnason
Blóðmeraníðið – fjandsamleg yfirhylming MAST og fordæming FEIF – Hluti II
Kjarninn 8. desember 2021
Ragnar Sigurðsson, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu.
Fyrrverandi eiginkona Ragnar Sigurðssonar segir landsliðsnefndarmann ljúga
Magnús Gylfason, fyrrverandi landsliðsnefndarmaður hjá KSÍ, sagði við úttektarnefnd að hann hefði hitt Ragnar Sigurðsson og þáverandi eiginkonu hans á kaffihúsi daginn eftir að hann var talinn hafa beitt hana ofbeldi. Konan segir þetta ekki rétt.
Kjarninn 8. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent