Trump neitaði að biðjast afsökunar á ummælum sínum um ólöglega innflytjendur

h_52031596-3.jpg
Auglýsing

Auð­kýf­ing­ur­inn Don­ald Trump, sem sæk­ist eftir útnefn­ingu Repúblikana­flokks­ins til emb­ættis for­seta Banda­ríkj­anna, heim­sótti landa­mærin að Mexíkó í dag. Þar neit­aði Trump að biðj­ast afsök­unar á nýlegum ummælum sem hann við­hafði um ólög­lega inn­flytj­end­ur, þegar hann ­full­yrti að stór hluti þeirra væru nauð­gar­ar. Frétta­mið­ill­inn TIME fjallar um málið.

„Þeir voru ekk­ert móðg­að­ir,“ sagði Trump aðspurður um hvort hann teldi ummæli sín hafa móðgað spænsku­mæl­andi hluta Banda­ríkj­anna. „Því fjöl­miðl­arnir snéru út úr orð­unum mín­um.“

Trump sagði að sér hefði verið vel tekið í heim­sókn sinni til bæj­ar­ins Laredo í Texas, þar sem yfir­gnæf­andi meiri­hluti íbúa eru inn­flytj­end­ur, en ítrek­aði að hann myndi ekki skipta um skoðun sína varð­andi bygg­ingu landamæra­veggjar á milli Banda­ríkj­anna og Mexíkó, sem hann hyggst láta síð­ar­nefndu þjóð­ina borga fyrir verði hann kjör­inn for­seti.

Auglýsing

Hættu­legur staður til að vera áUm­kringdur her líf­varða og lög­reglu­manna full­yrti Trump að það væri ekki heiglum hent að heim­sækja landa­mæri ríkj­anna. „Þeir segja að það sé hættu­legt, en ég verð að gera þetta,“ sagði auð­kýf­ing­ur­inn lit­ríki við blaða­menn um leið og hann steig frá borði Boeing 757 einka­þot­unn­ar. „Það stafar mikil hætta frá ólög­legum inn­flytj­end­um, það stafar gríð­ar­lega mikil hætta frá ólög­legum inn­flytj­endum við landa­mær­in.“

Henry Cuell­ar, þing­maður Demókrata frá Laredo, sagði í sam­tali við TIME að ummæli Trump stæð­ust enga skoð­un. „Hann talar um ofbeldi hér, en í Laredo eru framin þrjú morð á hverja 100 þús­und íbúa (2013), en miðað við Was­hington D.C., þar sem hann langar að fá nýja vinnu, eru framin 16 morð á hverja 100 þús­und íbúa. Og ef þú berð glæpa­tíðn­ina í Laredo við New York borg, þar sem hann býr, þá get ég full­yrt að Laredo er mun örugg­ari stað­ur.“

Far­sæl­ast að bjóða sig fram sem RepúblikaniÍ Laredo búa 250 þús­und íbú­ar, en um 95 pró­sent þeirra eru spænsku­mæl­andi. Trump hafði ráð­gert að hitta for­svars­menn landamæra­eft­ir­lits­ins á flug­vell­inum í Laredo, en þeir síð­ar­nefndu hættu við fund­inn snemma í dag.

Trump var spurður út í hót­anir sínar um að bjóða sig fram sem sjálf­stæður og óháður for­seta­fram­bjóð­andi hljóti hann ekki braut­ar­gengi á lands­þingi Repúblikana­flokks­ins. „Ég er Repúblikani. Ég er íhalds­mað­ur. Ég vil bjóða mig fram sem Repúblikani. Besta leiðin fyrir mig til að vinna er að hljóta útnefn­ingu flokks­ins.“

Auð­kýf­ing­ur­inn umdeildi hefur fengið vil­yrði fyrir því að hann fái að taka þátt í fyrstu kapp­ræðum lands­þings Repúblikana­flokks­ins eftir tvær vik­ur.

Hér má sjá mynd­band sem TIME tók saman um heim­sókn Trump til Laredo.Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiErlent
None