Trump neitaði að biðjast afsökunar á ummælum sínum um ólöglega innflytjendur

h_52031596-3.jpg
Auglýsing

Auð­kýf­ing­ur­inn Don­ald Trump, sem sæk­ist eftir útnefn­ingu Repúblikana­flokks­ins til emb­ættis for­seta Banda­ríkj­anna, heim­sótti landa­mærin að Mexíkó í dag. Þar neit­aði Trump að biðj­ast afsök­unar á nýlegum ummælum sem hann við­hafði um ólög­lega inn­flytj­end­ur, þegar hann ­full­yrti að stór hluti þeirra væru nauð­gar­ar. Frétta­mið­ill­inn TIME fjallar um málið.

„Þeir voru ekk­ert móðg­að­ir,“ sagði Trump aðspurður um hvort hann teldi ummæli sín hafa móðgað spænsku­mæl­andi hluta Banda­ríkj­anna. „Því fjöl­miðl­arnir snéru út úr orð­unum mín­um.“

Trump sagði að sér hefði verið vel tekið í heim­sókn sinni til bæj­ar­ins Laredo í Texas, þar sem yfir­gnæf­andi meiri­hluti íbúa eru inn­flytj­end­ur, en ítrek­aði að hann myndi ekki skipta um skoðun sína varð­andi bygg­ingu landamæra­veggjar á milli Banda­ríkj­anna og Mexíkó, sem hann hyggst láta síð­ar­nefndu þjóð­ina borga fyrir verði hann kjör­inn for­seti.

Auglýsing

Hættu­legur staður til að vera áUm­kringdur her líf­varða og lög­reglu­manna full­yrti Trump að það væri ekki heiglum hent að heim­sækja landa­mæri ríkj­anna. „Þeir segja að það sé hættu­legt, en ég verð að gera þetta,“ sagði auð­kýf­ing­ur­inn lit­ríki við blaða­menn um leið og hann steig frá borði Boeing 757 einka­þot­unn­ar. „Það stafar mikil hætta frá ólög­legum inn­flytj­end­um, það stafar gríð­ar­lega mikil hætta frá ólög­legum inn­flytj­endum við landa­mær­in.“

Henry Cuell­ar, þing­maður Demókrata frá Laredo, sagði í sam­tali við TIME að ummæli Trump stæð­ust enga skoð­un. „Hann talar um ofbeldi hér, en í Laredo eru framin þrjú morð á hverja 100 þús­und íbúa (2013), en miðað við Was­hington D.C., þar sem hann langar að fá nýja vinnu, eru framin 16 morð á hverja 100 þús­und íbúa. Og ef þú berð glæpa­tíðn­ina í Laredo við New York borg, þar sem hann býr, þá get ég full­yrt að Laredo er mun örugg­ari stað­ur.“

Far­sæl­ast að bjóða sig fram sem RepúblikaniÍ Laredo búa 250 þús­und íbú­ar, en um 95 pró­sent þeirra eru spænsku­mæl­andi. Trump hafði ráð­gert að hitta for­svars­menn landamæra­eft­ir­lits­ins á flug­vell­inum í Laredo, en þeir síð­ar­nefndu hættu við fund­inn snemma í dag.

Trump var spurður út í hót­anir sínar um að bjóða sig fram sem sjálf­stæður og óháður for­seta­fram­bjóð­andi hljóti hann ekki braut­ar­gengi á lands­þingi Repúblikana­flokks­ins. „Ég er Repúblikani. Ég er íhalds­mað­ur. Ég vil bjóða mig fram sem Repúblikani. Besta leiðin fyrir mig til að vinna er að hljóta útnefn­ingu flokks­ins.“

Auð­kýf­ing­ur­inn umdeildi hefur fengið vil­yrði fyrir því að hann fái að taka þátt í fyrstu kapp­ræðum lands­þings Repúblikana­flokks­ins eftir tvær vik­ur.

Hér má sjá mynd­band sem TIME tók saman um heim­sókn Trump til Laredo.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Útgjöld aukin, tekjur lækka og niðurstaðan er 533 milljarða króna halli á tveimur árum
Stjórnvöld ætla ekki að skera niður eða hækka skatta til að takast á við yfirstandandi kreppu vegna kórónuveirufaraldursins. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að tekjur og gjöld verði nánast þau sömu og áætlað er að þau verði í ár.
Kjarninn 1. október 2020
Karl Hafsteinsson, Bjarni Benediktsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson við undirritun samningsins í morgun
Tæpir fimm milljarðar króna til sveitarfélaganna
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar undirrituðu viljayfirlýsingu um að auka fjárveitingar til sveitarfélaganna um tæpa fimm milljarða króna til að bæta skuldastöðu þeirra til næstu fimm ára.
Kjarninn 1. október 2020
Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra við kynningu fjárlagafrumvarpsins í dag.
Fjárlög gera ráð fyrir 264 milljarða króna halla árið 2021
Samanlagður halli á rekstri ríkissjóðs á árunum 2020 og 2021 mun nema yfir 530 milljörðum króna. Ríkisstjórnin segist ætla að beita ríkisfjármálunum af fullum þunga og safna skuldum, frekar en að grípa til niðurskurðar eða skattahækkana.
Kjarninn 1. október 2020
Útflutningur dregst verulega saman á milli ára. Þar skiptir mestu máli að ferðaþjónusta er nær lömuð sem stendur. Kórónuveiran gerir það að verkum að fáir heimsækja Ísland.
Hagstofan spáir mesta samdrætti í heila öld – 30 prósent samdráttur í útflutningi
Hagstofa Íslands spáir því að hagkerfið taki við sér á næsta ári og að þá verði hagvöxtur upp á 3,9 prósent. Verbólguhorfur hafa versnað og nú er gert ráð fyrir að verðbólga verði að meðaltali yfir markmiði út næsta ár.
Kjarninn 1. október 2020
Þriðja bylgjan: „Þetta verður há tala, það er alveg ljóst“
Fleiri liggja nú á sjúkrahúsi vegna COVID-19 en á sama tímapunkti í fyrstu bylgju faraldursins. Thor Aspelund líftölfræðingur segir allt eins líklegt að þriðja bylgjan vari í fimm vikur til viðbótar og jafnvel að önnur taki svo við í desember.
Kjarninn 1. október 2020
Ráðherrar í ríkisstjórn hafa verið mismunandi sýnilegir vegna COVID-19. Svandís Svavarsdóttir nýtur nú meira trausts en áður, Katrín Jakobsdóttir stendur í stað en traust til Lilju Alfreðsdóttur hefur helmingast á rúmu ári.
Katrín nýtur mest trausts en traust til Lilju helmingast milli ára
Þrír ráðherrar Sjálfstæðisflokksins raða sér í þrjú efstu sætin yfir þá ráðherra sem landsmenn treysta síst. Þeim fækkar sem segjast treysta Lilju Alfreðsdóttur mest en fjölgar sem nefna Svandísi Svavarsdóttur eða Sigurð Inga Jóhannsson.
Kjarninn 1. október 2020
Brynjar sakar Pírata um popúlisma – Björn Leví segir Brynjar vera latan og gera ekkert
Tveir þingmenn, annar úr Sjálfstæðisflokki og hinn frá Pírötum, tókust hart á á samfélagsmiðli í gær. Sá fyrrnefndi ásakaði hinn um popúlisma. Sá síðarnefndi sagði hinn vera latan og reyna að gera sem minnst.
Kjarninn 30. september 2020
Ríkisbankarnir tveir á meðal stærstu eigenda Icelandair Group
Þeir 23 milljarðar hluta sem seldust í hlutafjárútboði Icelandair fyrr í mánuðinum voru teknir til viðskipta í Kauphöllinni í dag. Icelandair hefur uppfært lista yfir 20 stærstu hluthafa félagsins.
Kjarninn 30. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None