Trump neitaði að biðjast afsökunar á ummælum sínum um ólöglega innflytjendur

h_52031596-3.jpg
Auglýsing

Auð­kýf­ing­ur­inn Don­ald Trump, sem sæk­ist eftir útnefn­ingu Repúblikana­flokks­ins til emb­ættis for­seta Banda­ríkj­anna, heim­sótti landa­mærin að Mexíkó í dag. Þar neit­aði Trump að biðj­ast afsök­unar á nýlegum ummælum sem hann við­hafði um ólög­lega inn­flytj­end­ur, þegar hann ­full­yrti að stór hluti þeirra væru nauð­gar­ar. Frétta­mið­ill­inn TIME fjallar um málið.

„Þeir voru ekk­ert móðg­að­ir,“ sagði Trump aðspurður um hvort hann teldi ummæli sín hafa móðgað spænsku­mæl­andi hluta Banda­ríkj­anna. „Því fjöl­miðl­arnir snéru út úr orð­unum mín­um.“

Trump sagði að sér hefði verið vel tekið í heim­sókn sinni til bæj­ar­ins Laredo í Texas, þar sem yfir­gnæf­andi meiri­hluti íbúa eru inn­flytj­end­ur, en ítrek­aði að hann myndi ekki skipta um skoðun sína varð­andi bygg­ingu landamæra­veggjar á milli Banda­ríkj­anna og Mexíkó, sem hann hyggst láta síð­ar­nefndu þjóð­ina borga fyrir verði hann kjör­inn for­seti.

Auglýsing

Hættu­legur staður til að vera áUm­kringdur her líf­varða og lög­reglu­manna full­yrti Trump að það væri ekki heiglum hent að heim­sækja landa­mæri ríkj­anna. „Þeir segja að það sé hættu­legt, en ég verð að gera þetta,“ sagði auð­kýf­ing­ur­inn lit­ríki við blaða­menn um leið og hann steig frá borði Boeing 757 einka­þot­unn­ar. „Það stafar mikil hætta frá ólög­legum inn­flytj­end­um, það stafar gríð­ar­lega mikil hætta frá ólög­legum inn­flytj­endum við landa­mær­in.“

Henry Cuell­ar, þing­maður Demókrata frá Laredo, sagði í sam­tali við TIME að ummæli Trump stæð­ust enga skoð­un. „Hann talar um ofbeldi hér, en í Laredo eru framin þrjú morð á hverja 100 þús­und íbúa (2013), en miðað við Was­hington D.C., þar sem hann langar að fá nýja vinnu, eru framin 16 morð á hverja 100 þús­und íbúa. Og ef þú berð glæpa­tíðn­ina í Laredo við New York borg, þar sem hann býr, þá get ég full­yrt að Laredo er mun örugg­ari stað­ur.“

Far­sæl­ast að bjóða sig fram sem RepúblikaniÍ Laredo búa 250 þús­und íbú­ar, en um 95 pró­sent þeirra eru spænsku­mæl­andi. Trump hafði ráð­gert að hitta for­svars­menn landamæra­eft­ir­lits­ins á flug­vell­inum í Laredo, en þeir síð­ar­nefndu hættu við fund­inn snemma í dag.

Trump var spurður út í hót­anir sínar um að bjóða sig fram sem sjálf­stæður og óháður for­seta­fram­bjóð­andi hljóti hann ekki braut­ar­gengi á lands­þingi Repúblikana­flokks­ins. „Ég er Repúblikani. Ég er íhalds­mað­ur. Ég vil bjóða mig fram sem Repúblikani. Besta leiðin fyrir mig til að vinna er að hljóta útnefn­ingu flokks­ins.“

Auð­kýf­ing­ur­inn umdeildi hefur fengið vil­yrði fyrir því að hann fái að taka þátt í fyrstu kapp­ræðum lands­þings Repúblikana­flokks­ins eftir tvær vik­ur.

Hér má sjá mynd­band sem TIME tók saman um heim­sókn Trump til Laredo.Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Vilja að ekki verði hvoru tveggja beitt álagi og annarri refsingu vegna sama skattalagabrots
Nefnd um rannsókn og saksókn skattalagabrota leggur til að hætt verði að beita álagi við endurákvörðun skatta þegar mál fer í refsimeðferð.
Kjarninn 25. janúar 2020
Erlendum ríkisborgurum gæti fjölgað um einn Garðabæ út 2023
Útlendingum sem fluttu til Íslands fjölgaði um rúmlega fimm þúsund í fyrra þrátt fyrir efnahagssamdrátt. Þeir hefur fjölgað um 128 prósent frá byrjun árs 2011 og spár gera ráð fyrir að þeim haldi áfram að fjölga á allra næstu árum.
Kjarninn 25. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Hrunadans nútímans
Leslistinn 25. janúar 2020
Kórónaveiran: Heimshorna á milli á innan við 30 dögum
Það var ekkert leyndarmál að á fiskmarkaðinum í Wuhan var hægt að kaupa margt annað en fisk. 41 hefur látist vegna veirusýkingar sem rakin er til markaðarins.
Kjarninn 25. janúar 2020
Stefán Ólafsson
Nýfrjálshyggju Miltons Friedman hafnað í Bandaríkjunum og Davos
Kjarninn 25. janúar 2020
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn leiðir starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent
None