Trump neitaði að biðjast afsökunar á ummælum sínum um ólöglega innflytjendur

h_52031596-3.jpg
Auglýsing

Auð­kýf­ing­ur­inn Don­ald Trump, sem sæk­ist eftir útnefn­ingu Repúblikana­flokks­ins til emb­ættis for­seta Banda­ríkj­anna, heim­sótti landa­mærin að Mexíkó í dag. Þar neit­aði Trump að biðj­ast afsök­unar á nýlegum ummælum sem hann við­hafði um ólög­lega inn­flytj­end­ur, þegar hann ­full­yrti að stór hluti þeirra væru nauð­gar­ar. Frétta­mið­ill­inn TIME fjallar um málið.

„Þeir voru ekk­ert móðg­að­ir,“ sagði Trump aðspurður um hvort hann teldi ummæli sín hafa móðgað spænsku­mæl­andi hluta Banda­ríkj­anna. „Því fjöl­miðl­arnir snéru út úr orð­unum mín­um.“

Trump sagði að sér hefði verið vel tekið í heim­sókn sinni til bæj­ar­ins Laredo í Texas, þar sem yfir­gnæf­andi meiri­hluti íbúa eru inn­flytj­end­ur, en ítrek­aði að hann myndi ekki skipta um skoðun sína varð­andi bygg­ingu landamæra­veggjar á milli Banda­ríkj­anna og Mexíkó, sem hann hyggst láta síð­ar­nefndu þjóð­ina borga fyrir verði hann kjör­inn for­seti.

Auglýsing

Hættu­legur staður til að vera áUm­kringdur her líf­varða og lög­reglu­manna full­yrti Trump að það væri ekki heiglum hent að heim­sækja landa­mæri ríkj­anna. „Þeir segja að það sé hættu­legt, en ég verð að gera þetta,“ sagði auð­kýf­ing­ur­inn lit­ríki við blaða­menn um leið og hann steig frá borði Boeing 757 einka­þot­unn­ar. „Það stafar mikil hætta frá ólög­legum inn­flytj­end­um, það stafar gríð­ar­lega mikil hætta frá ólög­legum inn­flytj­endum við landa­mær­in.“

Henry Cuell­ar, þing­maður Demókrata frá Laredo, sagði í sam­tali við TIME að ummæli Trump stæð­ust enga skoð­un. „Hann talar um ofbeldi hér, en í Laredo eru framin þrjú morð á hverja 100 þús­und íbúa (2013), en miðað við Was­hington D.C., þar sem hann langar að fá nýja vinnu, eru framin 16 morð á hverja 100 þús­und íbúa. Og ef þú berð glæpa­tíðn­ina í Laredo við New York borg, þar sem hann býr, þá get ég full­yrt að Laredo er mun örugg­ari stað­ur.“

Far­sæl­ast að bjóða sig fram sem RepúblikaniÍ Laredo búa 250 þús­und íbú­ar, en um 95 pró­sent þeirra eru spænsku­mæl­andi. Trump hafði ráð­gert að hitta for­svars­menn landamæra­eft­ir­lits­ins á flug­vell­inum í Laredo, en þeir síð­ar­nefndu hættu við fund­inn snemma í dag.

Trump var spurður út í hót­anir sínar um að bjóða sig fram sem sjálf­stæður og óháður for­seta­fram­bjóð­andi hljóti hann ekki braut­ar­gengi á lands­þingi Repúblikana­flokks­ins. „Ég er Repúblikani. Ég er íhalds­mað­ur. Ég vil bjóða mig fram sem Repúblikani. Besta leiðin fyrir mig til að vinna er að hljóta útnefn­ingu flokks­ins.“

Auð­kýf­ing­ur­inn umdeildi hefur fengið vil­yrði fyrir því að hann fái að taka þátt í fyrstu kapp­ræðum lands­þings Repúblikana­flokks­ins eftir tvær vik­ur.

Hér má sjá mynd­band sem TIME tók saman um heim­sókn Trump til Laredo.Bankahöllin sem eigandinn vill ekki en er samt að rísa
Þegar íslensku bankarnir voru endurreistir úr ösku þeirra sem féllu í hruninu var lögð höfuðáhersla á að stjórnmálamenn gætu ekki haft puttanna í þeim.
Kjarninn 20. september 2019
Hrun fuglastofna í Norður-Ameríku vekur upp spurningar
Ný grein í Science greinir frá niðurstöðum viðamikilla rannsókna á fuglalífi í Norður-Ameríku.
Kjarninn 20. september 2019
Amazon lagði inn pöntun fyrir 100 þúsund rafmagns sendibíla
Nýsköpunarfyrirtækið Rivian sem er með höfuðstöðvar í Michigan er heldur betur að hrista upp í sendibílamarkaðnum.
Kjarninn 19. september 2019
Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þingmenn fjögurra flokka fara fram á fullan aðskilnað ríkis og kirkju
Lögð hefur verið fram þingsályktunartillaga um að frumvarp um aðskilnað ríkis og kirkju verði lagt fram snemma árs 2021 og að sá aðskilnaður verði gengin í gegn í síðasta lagi 2034.
Kjarninn 19. september 2019
Guðmundur Ingi Guðbrandsson
Hamfarahlýnun – gripið til mikilvægra aðgerða
Kjarninn 19. september 2019
Að jafnaði eru konur líklegri en karlar til að gegna fleiri en einu starfi.
Talsvert fleiri í tveimur eða fleiri störfum hér á landi
Mun hærra hlutfall starfandi fólks gegna tveimur eða fleiri störfum hér á landi en í öðrum Evrópuríkjum. Þá vinna fleiri Íslendingar langar vinnuvikur eða tæp 18 prósent.
Kjarninn 19. september 2019
Árni Pétur Jónsson, forstjóri Skeljungs, stýrði áður Basko.
Skeljungur fær undanþágu vegna kaupa á Basko
Samkeppniseftirlitið hefur heimilað samruna Skeljungs og Basko með skilyrðum. Kaupverðið er 30 milljónir króna og yfirtaka skulda.
Kjarninn 19. september 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
„Við getum ekki brugðist við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu“
Formaður Miðflokksins segir að leyfa verði vísindum að leysa loftslagsvandann í stað þess að bregðast við með því að reyna að lifa eins og í sænskri hippakommúnu.
Kjarninn 19. september 2019
Meira úr sama flokkiErlent
None