Tryggvi Þór Herbertsson vinnur fyrir slitastjórn Glitnis við að selja Íslandsbanka

tryggvi.png
Auglýsing

Tryggvi Þór Her­berts­son, fyrrum þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks, vinnur nú sem ráð­gjafi slita­stjórnar Glitnis og aðstoðar þrota­búið við að selja 95 pró­sent hlut í Íslands­banka til erlendra fjár­festa. Þetta kemur fram í DV í dag.

Tryggvi Þór hefur gegnt ýmsum trún­að­ar­störfum fyrir íslenskrar rík­is­stjórn­ir. Hann var efna­hags­ráð­gjafi Geirs H. Haar­de, þáver­andi for­stæt­is­ráð­herra, í hrun­inu og verk­efna­stjóri „Leið­rétt­ing­ar­inn­ar“, sem snérist um að nið­ur­greiða hús­næð­is­lán hluta þeirra sem voru með verð­tryggð hús­næð­is­lán á árunum 2008 og 2009. "Leið­rétt­ing­in" verður greidd úr rík­is­sjóði en til að auka tekjur sínar til að standa undir þeim greiðslum hækk­aði ríkið sér­stakan banka­skatt og lagði hann meðal ann­ars á skuldir þrotabú föllnu bank­anna. Glitn­ir, sem hefur kært álagn­ingu skatts­ins til Rík­is­skatt­stjóra og sagt að til greina komi að fara með hann fyrir dóm­stóla, borg­aði 8,3 millj­arða króna í skatt­inn í fyrra.

Tryggvi vildi ekki stað­festa þetta í sam­tali við DV og svar­aði spurn­ingu þess efnis með: „No comment“. DV seg­ist hins vegar hafa heim­ildir fyrir því að starf hans felist einkum í því að veita Glitni ráð­gjöf við sölu­ferli Íslands­banka.

Auglýsing

Kaup­endur frá Mið-Aust­ur­löndum

Kjarn­inn greindi frá því í síð­asta mán­uði að nokkrir hópar séu áhuga­samir um að kaupa Íslands­banka. Við­ræður standa yfir við þá. Þeir sem hafa sýnt mestan áhuga koma ann­ars vegar frá lönd­unum við Persafló­a í Mið-Aust­ur­löndum og hins vegar frá Kína. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er um að ræða risa­stór fyr­ir­tæki sem eiga þegar hluti í alþjóð­legum bönk­um.

Steinunn Guðbjartsdóttir, formaður slitastjórnar Glitnis. Stein­unn Guð­bjarts­dótt­ir, for­maður slita­stjórnar Glitn­is.

Ein­hver hópana rit­aði undir vilja­yf­ir­lýs­ingu í síð­asta mán­uði. DV sagði að það hefðu verið Mið-Aust­ur­landa­hóp­ur­inn og að um sé að ræða rík­is­fjár­fest­inga­sjóði. Ekk­ert skuld­bind­andi til­boð liggur hins vegar enn fyrir en innan slita­bús Glitnis standa vonir til þess að það muni geta valið úr til­boðum þegar upp er stað­ið. Áhug­inn á Íslands­banka, sem gæti selst á um 150 millj­arða króna, sé það mik­ill.

Ef allt gengur sam­kvæmt áætlun er búist við því að hægt verði að ganga frá sölu á 95 pró­sent hlut slita­bús Glitnis til nýs erlends eig­anda fyrir mitt þetta ár.

Gæti selst á um 150 millj­arða krónaEf af söl­unni verð­ur­ mun slita­stjórn Glitnis fá erlendan gjald­eyri fyrir hlut sinn í bank­anum og inn­lendar eignir þrota­bús Glitnis lækka um það sem nemur kaup­verð­inu. Miðað við bók­fært virði á hlut Glitnis í Íslands­banka gæti það verið um 150 millj­arðar króna. Gangi áformin eftir gæti söl­unni á Ísland­banka lokið um mitt þetta ár. Áformin voru kynnt fyrir ráð­gjöfum stjórn­valda á fundi með þeim í des­em­ber síð­ast­liðn­um.

Kaupin yrðu enda bundin því að íslensk stjórn­völd myndu blessa þau. Auk þess þyrfti að semja um hvers kyns hömlur yrðu settar á arð­greiðslur bank­anna til erlendra eig­enda á meðan að fjár­magns­höft eru við lýði. Þá þarf að taka póli­tíska afstöðu til þess hvort vilji sé til að selja íslenskan banka til erlendra fjár­festa.

Stærstu kröfu­hafar Glitnis eru erlendir vog­un­ar- og fjár­fest­inga­sjóðir. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Kamilla Rut Jósefsdóttir á upplýsingafundi dagsins.
Aukið bóluefnaframboð mun auka hraða bólusetninga á næstunni
Bóluefni Janssen verður dreift í næstu viku og 16 þúsund skammtar af AstraZeneca bóluefni eru á leiðinni frá Norðmönnum. Óljóst hvernig frumvarp um aðgerðir á landamærum verður endanlega afgreitt að sögn sóttvarnalæknis.
Kjarninn 21. apríl 2021
Skúli Skúlason og félagar hans eru áfram stærstu eigendur Play.
Hluthafalisti Play birtur – Hópur Skúla enn stærsti eigandinn
Í nýjum hluthafahópi flugfélagsins Play er að finna umsvifamikla einkafjárfesta, lífeyrissjóði og fagfjárfestingasjóði. Til stendur að skrá félagið á First North og gefa almenningi tækifæri á að kaupa.
Kjarninn 21. apríl 2021
Jóhannes Stefánsson er handhafi sænsku sjálfbærniverðlaunanna WIN WIN árið 2021.
Jóhannes Stefánsson í hóp með Kofi Annan og Al Gore
Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson fær tæpar 15 milljónir króna í verðlaunafé fyrir að vinna sænsku sjálfbærniverðlaunin WIN WIN Gothenburg. Heimsþekkt fólk hefur hlotið þessi verðlaun á fyrri árum.
Kjarninn 21. apríl 2021
Peningum á Íslandi er áfram sem áður stýrt af körlum
Áttunda árið í röð framkvæmdi Kjarninn úttekt á því hver kynjahlutföll séu á meðal þeirra sem stýra peningum á Íslandi. Fyrirtækjunum sem úttektin náði til fjölgaði lítillega á milli ára og samsetning þeirra breyttist aðeins.
Kjarninn 21. apríl 2021
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Tæknivarpið - Apple kynnir skífur fyrir utangátta, nýjan iMac og iPad Pro
Kjarninn 21. apríl 2021
Stefán Jón Hafstein
Óttast um Elliðaárnar
Kjarninn 21. apríl 2021
Sigríður Á. Andersen sagði af sér sem dómsmálaráðherra vegna málsins
Enn ekki upplýst um kostnað ríkislögmanns vegna ólöglegrar skipunar dómara í Landsrétt
Kostnaður ríkissjóðs vegna þess að þáverandi dómsmálaráðherra sinnti ekki rannsóknarreglu stjórnsýslulaga þegar hún lagði fyrir Alþingi lista yfir dómara sem ætti að skipa við Landsrétt var 141 milljónir króna í lok síðasta árs. Hann er enn að aukast.
Kjarninn 21. apríl 2021
Armin Laschet og Annalena Baerbock. Telja má nánast öruggt að annað þeirra verði næsti kanslari Þýskalands.
Armin eða Annalena?
Sextugur karl og fertug kona eru talin þau einu sem möguleika eiga á að taka við af Angelu Merkel og verða næsti kanslari Þýskalands. Græningjar með Önnulenu Baerbock í fararbroddi eru á flugi í skoðanakönnunum.
Kjarninn 20. apríl 2021
Meira úr sama flokkiInnlent
None