Tvö íslensk nýsköpunarfyrirtæki í viðskiptahraðalinn Climate-KIC

klak_innovit.jpg
Auglýsing

Nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækin Arctus og Crowbar Prot­ein fengu inn­göngu í við­skipta­hrað­al­inn Clima­te-KIC á dög­un­um. Þrjú íslensk teymi tóku þátt í úrslitum Clima­teLaunchpad, stærstu hug­mynda­sam­keppni í tengslum við lofts­lags­mál í heim­in­um, í Amster­dam. Alls bár­ust 35 íslenskar hug­myndir í keppn­ina.

Fyr­ir­tækið Arctus hlaut annað sæti í hug­mynda­sam­keppn­inni. Jón Hjalta­lín Magn­ús­son fór fyrir Arctus í Amster­dam en fyr­ir­tækið er stofnað í kringum orku­nýt­ari og umhverf­is­vænni aðferð til að fram­leiða ál en hingað til hefur verið gert. Í til­kynn­ingu frá Klak Innovit segir að Arctus hafi hlotið 5.000 evrur í verð­launa­fé, and­virði um það bil 750.000 krón­um. Engin útblástur koltví­oxíðs fylgir fram­leiðslu­að­ferð­inni því kola­skaut eru ekki notuð eins og hefð­bundnum álver­um.

Þá varð Crowbar Prot­ein, fyr­ir­tæki Stef­áns Atla Thorods­sen og Búa Bjarmars Aðal­steins­son­ar, meðal tíu bestu hug­mynd­anna sem fá inn­göngu í Clima­te-KIC. Fyr­ir­tækið fram­leiðir mat­vörur úr skor­dýrum og hefur tekið þátt í hug­mynda­sam­keppnum hér Íslandi, bæði Gul­leg­inu og Startup Reykja­vík, með góðum árangri.

Auglýsing

Sig­ur­hug­mynd­in, Des­ertcontrol, kemur frá Nor­egi og gengur út á að búa til rækt­ar­land í sönd­ugum jörðum eins og eyði­merk­um. Hug­myndin stuðlar að því að halda nær­ing­ar­efnum planta og vatni í jarð­veg­in­um, eins og í nátt­úru­legu rækt­ar­landi. Des­ertcontrol hlaut 10.000 evrur í verð­launafé til að þróa hug­mynd sína áfram.

Þriðja íslenska fyr­ir­tækið sem kynnt var í sam­keppn­inni í Amster­dam var e1. Axel Rúnar Eyþórs­son fór fór fyrir því teymi, en þar er stefnt að því að búa til mark­aðs­torg fyrir eig­endur raf­bíla og eig­endur hleðslu­stöðva. Með appi í snjall­síma má svo finna hag­stæð­ustu lausu hleðslu­stöð­ina.

Nálægðin við nátt­úr­una hvetur til grænnar nýsköp­unarstefan_thor_helgason Stefán Þór Helga­son

„Ég held að Íslend­ingar sjái betur tæki­færin í end­ur­nýj­an­legri orku því hún er allt í kringum okk­ur,“ segir Stefán Þór Helga­son, verk­efn­is­stjóri hjá Klak Innovit. Hann hélt utan um þátt­töku Íslands í keppn­inni í Amster­dam. „Af því að Íslend­ingar hafa í gegnum árin nýtt græna og hreina orku, með því að virkja fall­vötnin og nota jarð­hita, þá eru tæki­færin svo skýr fyrir framan okk­ur. Ísland er svo full­kom­inn stað­ur, bæði til þess að sjá mögu­leik­ana og til að gera til­raun­ir.“

Klak Innovit stendur nú fyrir tveimur við­skipta­hröðlum fyrir nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki. Það er Startup Reykja­vík og Startup Energy Reykja­vík sem fór af stað fyrir tæpum tveimur árum. Stefán Þór segir þau hjá Klak Innovit hafa áttað sig á áhuga Íslend­inga á nýsköpun í orku­geir­anum og ákveðið að setja sér­stakan við­skipta­hraðal í gang.

„Við byrj­uðum með Startup Reykja­vík sem gekk meira út á hug­bún­að,“ segir Stefán Þór. „Í kjöl­farið átt­uðum við okkur á að íslenskir frum­kvöðlar væru mjög orku­þenkj­andi og þá fór Startup Energy Reykja­vík af stað í sam­starfi við Lands­virkj­un, Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands og Arion banka.“

Hann segir nýsköpun í orku­geir­anum sjálf­krafa hafa jákvæð umhverf­is­leg áhrif. „Sjálf­krafa þegar maður er að hugsa um orku­geiran á Íslandi, jarð­hit­ann, fall­vötnin og allt þetta, þá ertu að hugsa grænt. Þú ert að vinna með hug­myndir sem menga lítið eða ekk­ert og auka skil­virkni þeirra.“

Mik­il­vægur þáttur í lofts­lags­málumÁ lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna í París í des­em­ber, COP 21, er mark­miðið að kom­ast að laga­lega bind­andi sam­komu­lagi allra þjóða heims um að minnka losun koltví­oxíðs út í and­rúms­loft­ið. Til þess að lofts­lags­mark­miðin verði að veru­leika er ljóst að gríð­ar­lega mik­illar fjár­fest­ingar er þörf í nýsköpun og þróun umhverf­is­vænnar tækni.

Francois Hollande, for­seti Frakk­lands, gerði þetta til dæmis að umræðu­efni sínu í ræðu í lok síð­asta mán­að­ar. Frakkar eru gest­kjafar ráð­stefn­unar og í for­sæti hennar þegar hún hefst. „Ef við ætlum að ná árangri í París þurfum ekki aðeins að ráð­ast í póli­tískar skuld­bind­ingar heldur einnig fjár­hags­leg­ar,“ sagði Hollande, eins og Kjarn­inn greindi frá.

Hollande bendir á að varla verið kom­ist að alheims­sam­komu­lagi nema fátæk­ustu þjóðum heims, van­þróuð lönd í Afr­íku til dæm­is, verði gefið tæki­færi til að kom­ast hratt og örugg­lega fram­hjá leiðum iðn­væð­ing­ar. Þróuð iðn­ríki á Vest­ur­löndum geta ekki gert ráð fyrir að van­þróuð ríki til­einki sér dýrar tækninýj­ungar til þess eins að kom­ast yfir meng­andi hjalla iðn­væð­ingar án þess að allir legg­ist á eitt.

Fjár­fest­ing í nýsköpun er ekki síður mik­il­væg til að hraða þróun á vist­vænni fram­leiðslu, ekki síst orku­frekum iðn­aði.

Lofts­lags­ráð­stefna Sam­ein­uðu þjóð­anna styðst við tvö lyk­il­hug­tök þegar stefna mann­kyns­ins er mörkuð í þessum mála­flokki. Það er mildun (e. mitigation) og aðlögun (e. adapta­tion). Það er mik­il­vægt fyrir heim­inn að milda áhrif mann­kyns á lofts­lag jarðar en það er einnig ljóst að mann­kynið verður að aðlag­ast breyttum aðstæðum vegna hlýn­unar jarð­ar.

ClimateLaunchpad Jón Hjalta­lín Magn­ús­son tók við verð­launum fyrir annað sæti í hug­mynda­sam­keppn­inni í Amster­dam.

 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgur dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Donald Trump á blaðamannafundi í vikunni, þar sem hann undirritaði forsetatilskipun sem ætlað er að refsa einkafyrirtækjum fyrir að ritskoða efni á internetinu.
Trump steig á endanum yfir línuna sem Twitter hafði dregið í sandinn
Árið 2018 byrjaði Twitter að þróa lausn til að bregðast við því að stjórnmálamenn töluðu með misvísandi eða meiðandi hætti á miðlinum. Í þessari viku beitti miðilinn þessu meðali sínu gegn Donald Trump í fyrsta sinn. Og sá varð reiður.
Kjarninn 30. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None