Tvö íslensk nýsköpunarfyrirtæki í viðskiptahraðalinn Climate-KIC

klak_innovit.jpg
Auglýsing

Nýsköp­un­ar­fyr­ir­tækin Arctus og Crowbar Prot­ein fengu inn­göngu í við­skipta­hrað­al­inn Clima­te-KIC á dög­un­um. Þrjú íslensk teymi tóku þátt í úrslitum Clima­teLaunchpad, stærstu hug­mynda­sam­keppni í tengslum við lofts­lags­mál í heim­in­um, í Amster­dam. Alls bár­ust 35 íslenskar hug­myndir í keppn­ina.

Fyr­ir­tækið Arctus hlaut annað sæti í hug­mynda­sam­keppn­inni. Jón Hjalta­lín Magn­ús­son fór fyrir Arctus í Amster­dam en fyr­ir­tækið er stofnað í kringum orku­nýt­ari og umhverf­is­vænni aðferð til að fram­leiða ál en hingað til hefur verið gert. Í til­kynn­ingu frá Klak Innovit segir að Arctus hafi hlotið 5.000 evrur í verð­launa­fé, and­virði um það bil 750.000 krón­um. Engin útblástur koltví­oxíðs fylgir fram­leiðslu­að­ferð­inni því kola­skaut eru ekki notuð eins og hefð­bundnum álver­um.

Þá varð Crowbar Prot­ein, fyr­ir­tæki Stef­áns Atla Thorods­sen og Búa Bjarmars Aðal­steins­son­ar, meðal tíu bestu hug­mynd­anna sem fá inn­göngu í Clima­te-KIC. Fyr­ir­tækið fram­leiðir mat­vörur úr skor­dýrum og hefur tekið þátt í hug­mynda­sam­keppnum hér Íslandi, bæði Gul­leg­inu og Startup Reykja­vík, með góðum árangri.

Auglýsing

Sig­ur­hug­mynd­in, Des­ertcontrol, kemur frá Nor­egi og gengur út á að búa til rækt­ar­land í sönd­ugum jörðum eins og eyði­merk­um. Hug­myndin stuðlar að því að halda nær­ing­ar­efnum planta og vatni í jarð­veg­in­um, eins og í nátt­úru­legu rækt­ar­landi. Des­ertcontrol hlaut 10.000 evrur í verð­launafé til að þróa hug­mynd sína áfram.

Þriðja íslenska fyr­ir­tækið sem kynnt var í sam­keppn­inni í Amster­dam var e1. Axel Rúnar Eyþórs­son fór fór fyrir því teymi, en þar er stefnt að því að búa til mark­aðs­torg fyrir eig­endur raf­bíla og eig­endur hleðslu­stöðva. Með appi í snjall­síma má svo finna hag­stæð­ustu lausu hleðslu­stöð­ina.

Nálægðin við nátt­úr­una hvetur til grænnar nýsköp­unarstefan_thor_helgason Stefán Þór Helga­son

„Ég held að Íslend­ingar sjái betur tæki­færin í end­ur­nýj­an­legri orku því hún er allt í kringum okk­ur,“ segir Stefán Þór Helga­son, verk­efn­is­stjóri hjá Klak Innovit. Hann hélt utan um þátt­töku Íslands í keppn­inni í Amster­dam. „Af því að Íslend­ingar hafa í gegnum árin nýtt græna og hreina orku, með því að virkja fall­vötnin og nota jarð­hita, þá eru tæki­færin svo skýr fyrir framan okk­ur. Ísland er svo full­kom­inn stað­ur, bæði til þess að sjá mögu­leik­ana og til að gera til­raun­ir.“

Klak Innovit stendur nú fyrir tveimur við­skipta­hröðlum fyrir nýsköp­un­ar­fyr­ir­tæki. Það er Startup Reykja­vík og Startup Energy Reykja­vík sem fór af stað fyrir tæpum tveimur árum. Stefán Þór segir þau hjá Klak Innovit hafa áttað sig á áhuga Íslend­inga á nýsköpun í orku­geir­anum og ákveðið að setja sér­stakan við­skipta­hraðal í gang.

„Við byrj­uðum með Startup Reykja­vík sem gekk meira út á hug­bún­að,“ segir Stefán Þór. „Í kjöl­farið átt­uðum við okkur á að íslenskir frum­kvöðlar væru mjög orku­þenkj­andi og þá fór Startup Energy Reykja­vík af stað í sam­starfi við Lands­virkj­un, Nýsköp­un­ar­mið­stöð Íslands og Arion banka.“

Hann segir nýsköpun í orku­geir­anum sjálf­krafa hafa jákvæð umhverf­is­leg áhrif. „Sjálf­krafa þegar maður er að hugsa um orku­geiran á Íslandi, jarð­hit­ann, fall­vötnin og allt þetta, þá ertu að hugsa grænt. Þú ert að vinna með hug­myndir sem menga lítið eða ekk­ert og auka skil­virkni þeirra.“

Mik­il­vægur þáttur í lofts­lags­málumÁ lofts­lags­ráð­stefnu Sam­ein­uðu þjóð­anna í París í des­em­ber, COP 21, er mark­miðið að kom­ast að laga­lega bind­andi sam­komu­lagi allra þjóða heims um að minnka losun koltví­oxíðs út í and­rúms­loft­ið. Til þess að lofts­lags­mark­miðin verði að veru­leika er ljóst að gríð­ar­lega mik­illar fjár­fest­ingar er þörf í nýsköpun og þróun umhverf­is­vænnar tækni.

Francois Hollande, for­seti Frakk­lands, gerði þetta til dæmis að umræðu­efni sínu í ræðu í lok síð­asta mán­að­ar. Frakkar eru gest­kjafar ráð­stefn­unar og í for­sæti hennar þegar hún hefst. „Ef við ætlum að ná árangri í París þurfum ekki aðeins að ráð­ast í póli­tískar skuld­bind­ingar heldur einnig fjár­hags­leg­ar,“ sagði Hollande, eins og Kjarn­inn greindi frá.

Hollande bendir á að varla verið kom­ist að alheims­sam­komu­lagi nema fátæk­ustu þjóðum heims, van­þróuð lönd í Afr­íku til dæm­is, verði gefið tæki­færi til að kom­ast hratt og örugg­lega fram­hjá leiðum iðn­væð­ing­ar. Þróuð iðn­ríki á Vest­ur­löndum geta ekki gert ráð fyrir að van­þróuð ríki til­einki sér dýrar tækninýj­ungar til þess eins að kom­ast yfir meng­andi hjalla iðn­væð­ingar án þess að allir legg­ist á eitt.

Fjár­fest­ing í nýsköpun er ekki síður mik­il­væg til að hraða þróun á vist­vænni fram­leiðslu, ekki síst orku­frekum iðn­aði.

Lofts­lags­ráð­stefna Sam­ein­uðu þjóð­anna styðst við tvö lyk­il­hug­tök þegar stefna mann­kyns­ins er mörkuð í þessum mála­flokki. Það er mildun (e. mitigation) og aðlögun (e. adapta­tion). Það er mik­il­vægt fyrir heim­inn að milda áhrif mann­kyns á lofts­lag jarðar en það er einnig ljóst að mann­kynið verður að aðlag­ast breyttum aðstæðum vegna hlýn­unar jarð­ar.

ClimateLaunchpad Jón Hjalta­lín Magn­ús­son tók við verð­launum fyrir annað sæti í hug­mynda­sam­keppn­inni í Amster­dam.

 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ríkisstjórnin vill auka gagnsæið hjá 30 óskráðum en þjóðhagslega mikilvægum fyrirtækjum
Í drögum að nýju frumvarpi, sem ríkisstjórnin hefur lagt fram til að auka traust á íslenskt atvinnulíf, er lagt til að skilgreining á „einingum tengdum almannahagsmunum“ verði víkkuð verulega út og nái meðal annars til stóriðju og sjávarútvegsrisa.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Virkjanir undir 10 MW hafa verið kallaðar smávirkjanir.
Vilja einfalda lög og reglur um smávirkjanir
Þingmenn Framsóknarflokksins segja umsóknarferli varðandi minni virkjanir fjárfrekt og langt og að smávirkjanir séu umhverfisvænir orkugjafar þar sem þær stuðli „að minni útblæstri óæskilegra efna sem hafa áhrif á hitastig jarðar“.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Aðalsteinn Leifsson
Aðalsteinn Leifsson nýr ríkissáttasemjari
Félags- og barnamálaráðherra hefur skipað Aðalstein Leifsson framkvæmdastjóra hjá EFTA sem ríkissáttasemjara frá og með 1.apríl næstkomandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Stefán Eiríksson, sem nýverið var valinn af stjórn RÚV til að stýra fyrirtækinu til næstu fimm ára hið minnsta.
Verðandi útvarpsstjóri vill opna safn RÚV fyrir fjölmiðlum og almenningi
Stefán Eiríksson vill að allt efni sem er til staðar í safni RÚV, og er ekki bundið rétthafatakmörkunum, verði opið og aðgengilegt öllum almenningi og öðrum fjölmiðlum til frjálsra nota.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Ástráður með það til skoðunar að stefna íslenska ríkinu ... aftur
Ástráður Haraldsson hefur fjórum sinnum sóst eftir því að komast að sem dómari við Landsrétt. Þrívegis hefur honum verið hafnað en ekki hefur verið tekin ákvörðun um eina umsókn hans. Ástráður telur sig hafa mátt þola ítrekuð réttarbrot.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Mannréttindadómstóll Evrópu: Ríkið þarf að greiða Elínu bætur
Mannréttindadómstóll Evrópu hefur kveðið upp dóm í máli Elínar Sigfúsdóttur, fyrrverandi framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs Landsbankans, gegn íslenska ríkinu.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent
None