Umdeildar úlfaveiðar í Noregi heimilaðar

Innan við hundrað úlfar eru staðbundnir í Noregi og flestir þeirra eru innan friðlands. Stjórnvöld vilja halda stofninum niðri og hafa heimilað veiðar á 26 dýrum í ár.

Úlfur sem drepinn var í Noregi um síðustu helgi.
Úlfur sem drepinn var í Noregi um síðustu helgi.
Auglýsing

Dag­inn sem veiðar innan „úlfa­svæð­is­ins“ í Nor­egi voru leyfðar í síð­ustu viku voru níu úlfar skotnir. Leyfi til veið­anna voru gefin út eftir að áfrýj­un­ar­dóm­stóll í land­inu hafði kom­ist að þeirri nið­ur­stöðu að veið­arnar væru lög­leg­ar. Dýra­vernd­un­ar­sam­tök fóru fram á lög­bann á veið­arnar í des­em­ber sem fall­ist var á í und­ir­rétti. Þeirri nið­ur­stöðu var svo snúið við á efra dóm­stigi. Veið­arnar eru hluti af stefnu stjórn­valda sem vilja halda stofn­inum í lág­marki.

Auglýsing

Aðeins um átta­tíu úlfar eru stað­bundnir í Nor­egi og hefur búsvæðum þeirra verið snið­inn þröngur stakkur í suð­aust­ur­hluta lands­ins við landa­mærin að Sví­þjóð. Nokkur tugur dýra til við­bótar þvæl­ast svo yfir landa­mærin fram og til baka en um 350 dýr eru almennt í Sví­þjóð.

Innan „úlfa­svæð­is­ins“ í Nor­egi mega þeir vera og fjölga sér en ekki utan þess. Veiðar á úlfum eru umdeildar en rétt­lættar með því að halda þurfi „jafn­vægi í stofn­in­um“, líkt og Espen Barth Eide, lofts­lags- og umhverf­is­ráð­herra Nor­egs sagði er hann fagn­aði nið­ur­stöðu áfrýj­un­ar­dóm­stóls­ins á dög­un­um. Með nið­ur­stöð­unni yrði tryggt að tvö mark­mið næðust: Að hafa búfénað á beit og úlfa í Nor­egi.

Úlfarnir í Skandinavíu eru skyldir. Þeim var útrýmt á síðustu öld en nokkur flækingsdýr frá Rússlandi komu þangað á sjöunda og áttunda áratugnum og eru forfeður allra úlfa dagsins í dag..

Í fyrstu stóð til að drepa 51 úlf, þar af hluta dýr­anna innan „úlfa­svæð­is­ins“. Nú hefur verið ákveðið að 26 dýr verði felld. Nokkur sam­tök um vel­ferð dýra fóru fram á lög­bannið þar sem þau telja veiðar innan vernd­ar­svæð­is­ins brjóta í bága við nátt­úru­vernd­ar­lög Evr­ópu­sam­bands­ins.

Karoline Andaur, fram­kvæmda­stjóri vernd­ar­sam­tak­anna WWF í Nor­egi bendir á að úlfar séu í útrým­ing­ar­hættu í Nor­egi og séu mik­il­vægur hluti líf­rík­is­ins til að stuðla að og við­halda líf­fræði­legum fjöl­breyti­leika. Hlut­verk þeirra í nátt­úr­unni sé alltaf að koma betur og betur í ljós. „Núna á að skjóta þá, jafn­vel þótt þeir séu á úlfa­svæð­inu – á svæði sem stjórn­völd hafa ákveðið að úlfar njóti sterkrar vernd­ar.“

Fjöl­mörg dýra­vernd­un­ar­sam­tök í Evr­ópu hafa kraf­ist þess að Evr­ópu­sam­bandið grípi til aðgerða gegn drápi á úlfum í Skand­in­avíu og segja að þar sé þeim búið „fj­and­sam­leg­asta umhverfi úlfa í allri Vest­ur­-­Evr­ópu“ og virði lög sem eiga að vernda dýrin að vettugi.

Finnar hættu við

Finnsk stjórn­völd ákváðu í jan­úar að aft­ur­kalla leyfi sem gefin höfðu verið út til að fella þrjá hópa úlfa í land­inu. Tóku þau ákvörð­un­ina í ljósi lög­gjafar Evr­ópu­sam­bands­ins. Svíar halda hins vegar áfram sínu striki og hafa þegar skotið kvót­ann, 27 úlfa, til bana í ár.

Norsk stjórn­völd hafa sett þau mark­mið að got í úlfa­hópum séu um 4-5 á ári. Umhverf­is­stofnun lands­ins, sem fylgist grannt með við­gangi stofns­ins, hefur bent á að þar sem dýrin séu fá og inn­ræktun því óhjá­kvæmi­leg ætti að miða við fimm got. Tölu­vert er um ólög­legar veiðar á úlfum bæði í Nor­egi og Sví­þjóð.

Helstu rökin fyrir því að halda úlfum svo fáum í Nor­egi er hætta sem búfén­aði stafar af þeim. Heim­ilt er að fella úlfa í því skyni að verja búfénað en slíkt dráp eru til­kynn­ing­ar­skyld.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Hygge
Kjarninn 9. ágúst 2022
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiErlent