Umframorkan næg til að framleiða rafeldsneyti fyrir vöru- og farþegaflutninga

Í ársgamalli skýrslu um nýtingu rafeldsneytis hérlendis kemur fram að næg umframorka sé til í raforkuflutningskerfinu til að knýja alla vöru og farþegaflutninga innanlands með rafeldsneyti.

Hægt væri að nýta umframorkuna í raforkukerfinu okkar betur til að framleiða meira vistvænt eldsneyti.
Hægt væri að nýta umframorkuna í raforkukerfinu okkar betur til að framleiða meira vistvænt eldsneyti.
Auglýsing

Með betri nýt­ingu á umfram­getu raf­orku­kerf­is­ins væri hægt að knýja alla vöru- og far­þega­flutn­inga á Íslandi með vetni án þess að virkja meira. Þó sé óraun­hæft að full orku­skipti geti átt sér stað hér­lendis án auk­innar orku­fram­leiðslu. Þetta kemur fram í skýrslu um fýsi­leika þess að fram­leiða raf­elds­neyti inn­an­lands, sem atvinnu­vega- og nýsköp­un­ar­ráðu­neytið birti í fyrra­sum­ar.

„Engin spurn­ing“ um fleiri virkj­anir

Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, sagði í við­tali við RÚV í síð­ustu viku að ekki sé næg orka til fyrir orku­skiptin hér­lend­is. Þó sé ekki þörf á meiri orku strax, en á næstu 20-30 árum verði nauð­syn­legt að finna leið til að nota allt að tíu ter­awatts­stundir til við­bót­ar, sem jafn­gildir um 50 pró­senta aukn­ingu við núver­andi notk­un. Sig­urður Ingi Jóhanns­son inn­við­a­ráð­herra tók undir þessi orð og sagði það vera „engin spurn­ing“ um að virkja þyrfti meira til að tryggja orku­skipt­in.

Sam­kvæmt Herði er ein af ástæð­unum fyrir þessa auknu orku­þörf sú að fram­leiða þurfi sér­stakt raf­elds­neyti til að knýja stærri bíla, skip og flug­vél­ar. Slíkt elds­neyti krefst meiri orku sem nýt­ist verr en bein nýt­ing raf­orku.

Auglýsing

Margar teg­undir elds­neytis

Raf­elds­neyti er sam­heiti yfir margar teg­undir elds­neytis sem er fram­leitt úr hrá­efni og raf­orku og orkan úr elds­neyt­inu kemur að mestu eða öllu leyti úr raf­orkunni. Vetni er ein teg­und slíks elds­neyt­is, en einnig er hægt að nota vetnið til að búa til rafamm­on­íak, raf­met­an, raf­met­anól og raf­ol­íu.

Í skýrsl­unni, sem var unnin af ráð­gjafa­fyr­ir­tæk­inu Icefu­el, er farið yfir kosti og galla þess­ara elds­neytis­kosta, en þær eru mis­dýrar og hafa mis­mikil áhrif á umhverf­ið.

Raf­orku­fram­leiðslan hér­lendis hefði þurft að tvö­fald­ast ef raf­elds­neyti hefði verið nýtt í stað allrar olíu sem var notuð árið 2019, sam­kvæmt skýrsl­unni. Þó er bætt við að aðrar leiðir séu mögu­legar til að minnka þessa umfram­þörf af orku, líkt og t.d. raf­væð­ing bíla­flot­ans, en raf­elds­neyti fyrir bíla hefði ann­ars kraf­ist 6,4 gígawatts­stund­ir.

Einnig stendur í skýrsl­unni að tölu­vert sé af ónýttri umframorku hér­lend­is, þar sem vatns­bú­skapur er breyti­legur á milli árs­tíða. Vegna hlýn­unar og hrað­ari bráðn­unar jökla megi gera ráð fyrir að þessi ónýtta umframorka eigi eftir að aukast.

Þessi ónýtta umframorka nemur um tveimur ter­awatts­stundum í meðal vatns­ári, sam­kvæmt Orku­stofn­un. Þetta er nóg til að fram­leiða um 35 þús­und tonn af vetni, en skýrslan segir það vera nóg til að knýja alla vöru- og far­þega­flutn­inga á Íslandi.

Geta skipin gengið á repju­ol­íu?

Sam­kvæmt Icefuel myndi skipt­ing fiski­skipa yfir í raf­elds­neyti krefj­ast 3,4 gígawatts­stunda af raf­orku. Í skýrslu verk­fræði­stof­unnar EFLU frá árinu 2019 um orku­skipti skipa­flot­ans kemur þó fram að líf­elds­neyti, líkt og repju­ol­ía, kæmi einnig til greina sem nýr orku­gjafi fyrir skip­in.

Í skýrslu EFLU segir að repju­ol­ía, sem yrði fram­leidd með repju­rækt­un, gæti gengið beint á núver­andi vélar skip­anna án nokk­urra breyt­inga. Auk þess væri tæknin við fram­leiðslu olí­unnar vel þekkt og hægt væri að fram­leiða hana hér á landi.

Hins vegar er óvíst hversu mik­ill ávinn­ing­ur­inn yrði í losun kolefnis við slíka elds­neyt­is­fram­leiðslu, sér í lagi ef fram­leitt yrði á fram­ræstum mýr­um. Skýrsla Icefuel gerir einnig ráð fyrir að líf­elds­neyti líkt og repju­ol­ían verði á ein­hverjum tíma­punkti tak­mörkuð til að ýta ekki undir sam­keppni um rækt­ar­land til fæðu­fram­leiðslu.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ráðast þyrfti í nauðsynlegar styrkingar vega vegna þungaflutninganna til og frá Mýrdalssandi.
Vikurnám á Mýrdalssandi myndi hafa „verulegan kostnað fyrir samfélagið“
Fullhlaðinn sex öxla vörubíll slítur burðarlagi á við 20-30 þúsund fólksbíla, bendir Umhverfisstofnun á varðandi áformaða vikurflutninga frá Mýrdalssandi til Þorlákshafnar. Ráðast þyrfti í mikla uppbyggingu vegakerfis vegna flutninganna.
Kjarninn 6. október 2022
Ólafur Þ. Harðarson prófessor emerítus í stjórnmálafræði.
„Íslendingar eiga langt í land“ með jöfnuð atkvæðavægis eftir búsetu
Frumvarp sem formaður Viðreisnar mælti fyrir á þingi í september myndi eyða misvægi atkvæða milli bæði flokka og kjördæma, eins og kostur er. Ólafur Þ. Harðarson telur að þingið ætti að samþykkja breytingarnar.
Kjarninn 6. október 2022
Fóru inn í tölvupósta Sólveigar Önnu og Viðars
Þá starfandi formaður Eflingar hafði aðgang að tölvupósthólfum fyrirrennara síns, Sólveigar Önnu Jónsdóttur, og fyrrverandi framkvæmdastjóra Eflingar, Viðars Þorsteinssonar, frá því í janúar á þessu ári og fram í apríl.
Kjarninn 6. október 2022
Hallarekstur SÁÁ stefnir í 450 milljónir
Færri innlagnir, færri meðferðir við ópíóðafíkn og sumarlokanir verður staðan hjá SÁÁ á næsta ári miðað við fyrirliggjandi fjárlagafrumvarp. Samtökin áætla að rekstrargrunnur samtakanna verði vanfjármagnaður um 450 milljónir króna á næsta ári.
Kjarninn 6. október 2022
Seðlabankinn hafnar því að aflétta leynd um ESÍ á grundvelli almannahagsmuna
Árið 2019 var ákvæði bætt við lög um Seðlabanka Íslands sem veitir bankanum heimild til að víkja frá þagnarskylduákvæði ef hagsmunir almennings af birtingu gagna vega þyngra en hagsmunir sem mæla með leynd.
Kjarninn 6. október 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Komdu í leirkerið 请君入瓮
Kjarninn 6. október 2022
Jón Björnsson, forstjóri Origo.
Eigið fé Origo margfaldast við söluna í Tempo fyrir 28 milljarða króna
Árið 2009 stofnuðu starfsmenn TM Software lítið hugbúnaðarfyrirtæki, sem nefnt var Tempo. Í dag er það metið á 85,4 milljarða króna og Origo var að selja hlut sinn í því á 28 milljarða króna. Við það fer eigið fé Origo úr níu milljörðum í 31 milljarða.
Kjarninn 6. október 2022
Kjartan Magnússon borgarfulltrúi bar tillöguna fram í borgarstjórn.
Borgarhverfi framtíðarinnar eða loftslagsskógur á Geldinganesi?
Tillögu sjálfstæðismanna í borgarstjórn Reykjavíkur um að skipuleggja Geldinganes undir íbúabyggð var hafnað á fundi borgarstjórnar á þriðjudag. Afar mismunandi sjónarmið komu fram um það hvernig skyldi nýta nesið til framtíðar.
Kjarninn 5. október 2022
Meira úr sama flokkiInnlent